Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNI 1982 37 Trimmdagurinn: Ávarp til Reykvíkinga Lífið er í eðli sínu „rythmiskt" eða reglubundið, líkt og flóð og fjara, dagur og nótt. Öndun manna og hjartsláttur gengur reglubundið. Svo er og um flestar íþróttir, þær fela í sér svipaðan hrynjanda. Að lifa í samræmi við þessi lögmál náttúrunnar ætti að vera öllum þægilegt og jafnvel nautn, og það ætti því ekki að þurfa að hvetja fólk til þcss að gera jafn sjálfsagða hluti. Góð heilsa er eitthvert dýrmætasta hnoss hvers og eins á öllum skeið- um æfinnar, og þátttaka í hvers konar iðkun íþrótta eða líkams- ræktar er snar þáttur í því að byggja upp og viðhalda starfsgleði og orku. Um þetta er núorðið ekki lengur deilt. Reglubundin hreyf- ( ing, hvort sem um er að ræða inn- an eða utan skipulegra íþrótta, er vafalaust einhver einfaldasta og bezta leiðin í þessu skyni. íþróttasamband Íslands stofnar nú til íþrótta- og útivistardags — „trimmdags" — um allt land og stofnar um leið til keppni á milli landsmanna um beztan árangur á hinum ýmsu stöðum. íþróttafélög- in í Reykjavik og íþróttabandalag Reykjavíkur munu veita þessu framtaki allan sinn stuðning og mun það nánar kynnt. Reykjavík hefur jafnan verið í fararbroddi hvað snertir heil- brigðis- og íþróttamál og skorum við undirritaðir á alla Reykvík- inga að standa saman og láta það sannast, að þeir muni ekki verða eftirbátar í „trimmi" eða öðru, sem þeir láta til sín taka. Gunnlaugur Pétursson, borgar- stjóri samkvæmt umboði, Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Úlfar Þórðarson, formaður ÍBR. Fjöldi manns þátttakendur í göngudegi fjölskyldunnar SÍMASKRÁNA íMíóarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. p HINN árlegi göngudagur fjölskyld- unnar fór fram nýlega. Á aðildar- svæði UMSK voru fjórar göngur sem iþróttafélög svæðisins sáu um. UMF Breiðablik sá um göngu fyrir Kópavoginn og gengu þar 110 manns. í Bessastaðahreppi sá UMF Bessastaðahrepps um gönguna og tóku þátt í henni 50 manns. I Kjósarhreppi var UMF Drengur með 40 manna göngu og í Mos- fellssveitinni gengu 20 manns undir stjórn UMF Aftureldingar. Allar göngurnar heppnuðust vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með þær. (Úr fréttatilkynningu) I: Hafið samband við sölumann. Múlalundur Hátúni 10 C. Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík citroéna bílasýning í nýjum og glæsilegum sýningarsal CX-2000 Reflex GSA Pallas Sýndur veröur nýi Citroén Reflex-bíllinn sem hentar jafnt almenningi sem leigubílstjórum. Fáanlegur bæöi meö bensín- og diesel-vél. Einnig veröur til sýnis hinn stórvinsæli Citroén GSA Pallas. Opið í dag, fimmtudag og á morgun föstu- dag, frá kl. 9.00—22.00. Komið - Skoðið - Sannfærist Gtobusn LAGMULA 5, SIMI 81555 CITROEN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.