Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 1
84 SÍÐUR
145. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Á leid í róður í blíðskaparveðri
Morgunbladid/ Kristján Einarsson
Israelar loka vestur-
hluta Beirút með öllu
Beirút, 3. júlí. AP.
SHAFIK Wazzan forsstisráöherra
bar til baka fregnir ríkisútvarpsins í
Líbanon um að samkomuiag heföi
náðst milli Líbana og Palestínu-
skKruliða um fyrirkomulag uppgjaf-
ar og brottflutning skæruliða frá
Líbanon. Hann sagði líbanska og
bandaríska samningamenn komna
„miðja vegu“ til samkomulags, en
áreiðanlegar heimildir hermdu að
viðræður fulltrúa deiluaðila væru
komnar í strand, og að diplómatísk
lausn Líbanondeilunnar væri ekki á
næstu grösum.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un í gaer bárust þær fregnir frá
Beirút, að ísraelski herinn hefði
farið inn í austurhluta Beirút og
lokað götum á græna beltinu, sem
liggja inn í vesturhlutann. Þessar
aðgerðir koma í kjölfar hótana
ísraela um að þeir ætli að herða
betur kverkatak sitt á vesturhlut-
anum, en engar vísbendingar voru
um að þeir væru að undirbúa árás-
ir á skæruliða PLO. Hins vegar
hafa þeir með þessu tekið fyrir
flutning helztu nauðsynja inn í
vesturhlutann, eldsneytis og mat-
væla, en þeir hafa ekki gripið til
aðgerða af þessu tagi fyrr í inn-
rásinni.
Yitzhak Shamir utanríkisráð-
herra ísraels ítrekaði þá kröfu
Israela að skæruliðar PLO hypj-
uðu sig á brott frá Líbanon, og að
þeir færu til eins fjarlægs Araba-
ríkis og unnt væri. Hann sagði
litlar vísbendingar hafa borist um
að samkomulag í Líbanondeilunni
væri í sjónmáli.
Um sama leyti og Shamir kom
fram í útvarpi, særðust fjórir ísra-
elskir hermenn, er þeir óku bifreið
sinni yfir jarðsprengju skammt
suður af Týros í Líbanon. Þeir
voru fluttir í sjúkrahús til að-
hlynningar.
Héldu ísraelar sálrænum þrýst-
ingi á skæruliða í vesturhluta
Beirút og vörpuðu orrustuþotur
niður reyksprengjum og blysum
yfir Beirút í nótt, þriðja daginn í
röð. Skutu skæruliðar af loftvarn-
arbyssum, en þoturnar sakaði
ekki.
Ibúar vesturhlutans voru enn í
dag hvattir til að yfirgefa borgina,
því „aðeins örfáar stundir væru til
stefnu" til að komast í öruggt
skjól. Wazzan sagði í morgun að
yfir fimmtungur 600 þúsund íbúa
vesturhlutans hefði yfirgefið Beir-
út vegna þessara aðgerða.
Ósló:
Sprengja springur
á járnbrautarstöð
(>hIÓ, 3. júli. AP.
MIKIL sprenging varð á járnbraut-
arstöð í Oslóarborg í gær með þeim
afleiöingum, að ung kona lést og 11
slösuðust. Ekkert er vitað hverjir
komu sprengjunni fyrir eða í hvaða
tilgangi og stendur lögreglan ráð-
þrota frammi fyrir þessum atburði.
Sprengingin varð um klukkan
hálf fimm í farangursgeymslu á
gömlu járnbrautarstöðinni í Ósló
og var svo öflug, að geymsluhólfin
ásamt öllu, sem í þeim var, tætt-
ust í sundur og allar rúður í bygg-
ingunni sprungu út. Unga konan,
sem lést, var gestkomandi í Ósló
og var stödd í símaklefa næst við
farangursgeymsluna þegar
sprengjan sprakk. Talið er, að hún
hafi látist samstundis. Ellefu aðr-
ir slösuðust en aðeins tveir hættu-
lega.
Að sögn vitna sáust tveir ungir
menn og kona hlaupa út úr stöð-
inni rétt áður en sprengingin varð
og hefur lögreglan lýst eftir þeim.
Á tæpum þremur mánuðum hafa
Sórar aðrar sprengjur sprungið í
sló og hefur enn ekki tekist að
upplýsa hverjir þar voru að verki.
Fyrir hálfum mánuði lá við stór-
slysi þegar sprengja sprakk undir
brú í borginni, nokkrum mínútum
áður en yfirfull farþegalest átti
leið um hana, en áður hafði
sprengja sprungið úti fyrir fang-
elsismúrum og önnur undir bíl á
bílastæði Stórþingsins norska.
Mesta sprengingin varð þó þegar
dýnamítgeymsla í grjótnámu
sprakk í loft upp með þeim afleið-
ingum að hundruð nærliggjandi
húsa stórskemmdust.
Kunnugir segja, að ef skærulið-
ar PLO fallist á kröfu ísraela um
að fara frá Líbanon, klofni hreyf-
ingin upp í margar sundurleitar
fylkingar, sem jafnvel eigi eftir að
elda grátt silfur saman. Fá Araba-
ríki vilja hýsa skæruliðana, og
skæruliðar geta ekki komið sér
saman um hvar þeir séu bezt
niðurkomnir, og ekki vilja þeir
eiga á hættu að vera undir þum-
alfingri einnar og sömu ríkis-
stjórnarinnar. Líklegast er talið
að PLO setji áróðursskrifstofu á
laggirnar í Egyptalandi, en að
Arafat verði á faraldsfæti milli
Arabaríkja til þess að verða ekki
bendlaður um of við eitt þeirra.
Kanadískur læknir, sem starfað
hefur með hjálparstofnun Palest-
ínumanna, Rauða hálfmánanum,
sakaði ísraelska innrásarliðið um
illa meðferð á föngum sínum í
Líbanon. Á blaðamannafundi, sem
PLO stóð fyrir hjá Sameinuðu
þjóðunum, sagðist hann hafa orðið
vitni að því er ísraelskir hermenn
börðu fjóra fanga til dauða.
Rússar
reknir
Amsterdam, 3. júlí. AP.
TVEIR sovézkir diplómatar hafa
verið reknir frá Hollandi fyrir njósn-
ir, að sögn hollenzks blaðs í dag.
Hljótt var farið með mál þeirra, en
þeir urðu uppvísir að því að njósna
um hernaðarmannvirki Hollendinga
og Atlantshafsbandalagsins.
Diplómatarnir voru sendir til
Moskvu án mótmæla af hálfu sov-
ézkra yfirvalda, sem þykir vís-
bending um hversu öruggar sann-
anir voru fyrir hendi í máli dipló-
matanna.
Formælandi utanríkisráðuneyt-
isins vildi hvorki játa né neita að
Rússunum hafi verið vísað úr
landi, og engin skýring hefur
fundizt á því hversu leynt var far-
ið með mál þeirra. Diplómatarnir
höfðu dvalizt lengi í Hollandi.
6 skotnir
1 Suður-
Afríku
Jóhannesarborg, 3. júlí. AP.
SEX svartir námamenn
voru skotnir til bana í nótt
og morgun þegar til átaka
kom milli þeirra og suður-
afrísku lögreglunnar.
Ástæðan fyrir óeirðunum er
rakin til þess, að nýlega voru
laun þeirra námamanna, sem
vinna í námagöngunum, hækk-
uð um 12%, en þeirra, sem
vinna uppi á yfirborðinu, að-
eins um 11%. Einnig er talið,
að alvarleg námaslys að und-
anförnu hafi átt sinn þátt í að
upp úr sauð.
Óeirðirnar hófust við Drief-
ontein-gullnámuna og breidd-
ust þaðan út til annarra
þriggja. Námamennirnir
grýttu bíla og báru eld að hús-
um og var þá lögreglan kvödd
til liðs við öryggisverðina. Að
sögn suður-afrískra dagblaða
neituðu námamennirnir að
hverfa á braut þótt táragas-
sprengjum væri varpað að
þeim og að þá hafi lögreglan
hafið skothríð á þá og drepið
sex. Mörg hundruð manna voru
handtekin.
Árlega deyja 2 milljónir
Afríkubúa úr malaríu
WashinKton. 3. júlí. AP.
MALARÍA verður tveimur milljón-
um Afríkubúa að aldurtila á ári
hverju, að sögn bandarisks heilsu-
gæzlusérfræðings. Flest fórnardýr-
anna eru börn undir 5 ára aldri.
Talið var fyrir 15 árum að
hægt yrði að uppræta malaríu,
en bitvargurinn, sem bar smitið,
þróaði mótefni gegn DDT og
öðru skordýraeitri, og því hafs
menn gefist upp fyrir flugunni.
Malarían er hvað mannskæð-
ust á svæðinu sunnan Sahara og
norðan Suður-Afríku. Malaría er
einnig útbreidd í Rómönsku-
Ameríku, á Indlandi og í Suð-
austur-Asíu.
Sérfræðingurinn sagði bðrn
verða hvað verst fyrir barðinu á
Malaríu, en þau sem á annað
borð lifðu veikina af yrðu meira
og minna ónæm fyrir henni. Ein
af ástæðum þess hversu malaría
er mannskæð í Afríku er sú, að
heilsugæzla er nánast engin
utan stórborganna, en aðeins
20% íbúa svörtu Afríku eru
þéttbýlingar.