Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982
41
Gagnfræðaskóla Akureyrar slitið
ham Lincoln og Thomas Jeffer-
son borðuðu ekki Quiche, Jimmy
Carter og Jerry Brown borða
Quiche og Alexander Haig nart-
ar í Quiche þegar enginn sér til.
Sannir karlmenn nenna að horfa
endalaust á Clint Eastwood en
myndu aldrei fara að sjá Jill
Clayburg reyna að finna sjálfan
sig í Unmarried Woman. Þeir
klæðast Levi-Strauss gallabux-
um en ekki buxum merktum
Calvin, Yves eða Clovis. Þeir
myndu frekar vinna á Aski en
Horninu. Varasalvi, hreinsi-
tyggjo eða miðar á operuna
myndu aldrei finnast í vasa
sannra karlmanna. Þeir eru þó
sjarmerandi, upplýstir og skiln-
ingsríkir, alla vega þangað til
þeir hafa kynnst konu nógu vel
til að halda að þeir hafi hana í
vasanum.
Russell Baker, dálkahöfundur
New York Times, og stjórnendur
fréttaþáttarins All Things
Considered hjá NPR-útvarps-
stöðinni hafa fallið fyrir bókinni
um sanna karlmenn. Hlustendur
hafa sent þættinum hugmyndir
um alvöru fólk. Dæmi um sanna
konu er td. kona á stutterma-
blússu um miðjan vetur í al-
menningsþvottahúsi norður í
Maine. Dæmi um sannan karl-
mann er maður sem hikar ekki
við að borða Quiche ef honum
þykir það gott. Og dæmi um al-
vöru fólk er fólk, sem fellur ekki
fyrir bók um menn sem borða
ekki Quiche.
En þótt viss hreyfing sé komin
af stað gegn hálfgerðu Evrópu-
snobbi, skokki og sálgreiningu
þá er ekki þar með sagt að séð sé
fyrir endann á vinsældum þess.
Þjóðin sem gaf heiminum tyggi-
gúmmí flytur nú inn danskt
tyggjú í silfurlitum pökkum ... í
auglýsingum er höfðað til hinna
vel stæðu og sagt: „Nú hafa ríkir
eitthvað að japla á“ eða eitthvað
í þeim dúr. Margir hafa fengið
nóg og nenna ekki að standa í
þessu fíngerða fínheita kapp-
hlaupi lengur. Þeir viðurkenna
að þeir vilji heldur fara á völlinn
en til sálfræðings og þyki meira
varið í poppkorn en í grasafæðu.
Reagan hefur komist vel áfram
án þess að falla fyrir tískufyr-
irbrigðum. Hann er útaf fyrir
sig sannur karlmaður.
ab
GAGNFRÆÐASKÓLA Akureyrar
var slitið 28. maí. Innritaðir nem-
endur voru alls 669, 457 í grunn-
skóla og 212 í framhaldsskóla.
Kennarar voru 67, fastakennarar 39
og stundakennarar 28. Yfirkennarar
voru Bernharð Haraldsson í fram-
haldsskóla og Magnús Aðalbjörns-
son í grunnskóla, en brautastjórn í
framhaldsdeildum önnuðust Mar-
grét Pétursdóttir á heilbrigðissviði,
Bernharð Haraldsson á uppeldis-
sviði og Guðmundur Bárðarson á
viðskiptasviði.
9 nemendur luku verslunarprófi
hinu meira eftir 3 ára nám, og þar
hlaut Sigríður Jóhannsdóttir hæstu
einkunn, 8,2.
19 nemendur Ijúka fullgildu sjúkra-
liðaprófi með starfsréttindum á
þessu vori, 14 luku almennu verslun-
arprófi og 7 prófi á uppeldissviði.
Grunnskólaprón luku 157 nem-
endur, og þar af fengu óskoraðan
rétt til framhaldsskólanáms 132 eða
84%. Meðaltal stiga hjá nemendum
GA á samræmdu grunnskólaprón
var allmiklu hærra en landsmeðaltal
i öllum prófgreinum og meðaltal
meðalgilda hærra en í Reykjavik,
þar sem árangur varð bestur í ein-
stöku fræðsluumdæmi.
Haustið 1981 fékk skólinn 4 tölv-
ur ásamt viðeigandi búnaði til
kennslu og notkunar við stjórnun.
Einnig var tekin í notkun sér-
kennslustofa viðskiptagreina, eink-
um bókfærslu, vélreiknings og tölvu-
fræði. Einnig voru keyptar 25 raf-
eindareiknivélar, en fyrir voru 16 af
eldri gerð. Þegar þess er gætt, að
skólinn á einnig 16 IBM-kúluritvél-
ar, telst hann allvel búinn tækjum til
kennslu i verslunarfræðum.
Kolbeinn Gíslason, 2.V, formaður
nemendaráðs, Einar Jón Einarsson,
l.V, Ólafur Árnason, 9.B, og Eiríkur
Jóhannsson, 7.B, fengu verðlaun frá
skólanum fyrir félagsstörf og
Hólmfríður Þóroddsdóttir, 9.A, fyrir
glæsilegan námsárangur. Böðvar
Stefánsson, 2.V, fékk farandbikar
frá Kaupmannafélagi Akureyrar
fyrir hæstu samtölu einkunna á al-
mennu verslunarprófi og bókaverð-
laun fyrir hæstu einkunnir í verslun-
argreinum. Sigriður Jóhannsdóttir
fékk einnig bókaverðlaun frá sama
félagi. Allmargir nemendur fengu
bækur frá sendiráðum Danmerkur
og Sambandslýðveldisins Þýska-
lands fyrir kunnáttu í dönsku og
þýsku.
Hópur 50 ára gagnfræðinga var
viðstaddur skólaslitin ásamt þretnur
kennurum sinum, Hermanni Stef-
ánssyni, Jóhanni Frímann og Stein-
dóri Steindórssyni. Páll Helgason
talaði fyrir hönd þessara fyrstu
gagnfræðinga GA, sem gáfu skólan-
um mynd af Konráð Vilhjálmssyni
kennara, sem sr. Bolli Gústavsson
teiknaði. — Einnig afhenti Páll 5000
króna gjöf frá frú Þorbjörgu Hall-
dórs frá Höfnum, sem var eiginkona
fyrsta skólastjórans, Sigfúss Hall-
dórs frá Höfnum, og jafnframt í hópi
fyrstu kennara skólans.
Af hálfu 30 ára gagnfræðinga tal-
aði Kristjana Svavarsdóttir og af-
henti peningagjöf frá þeim.
Björg Þórðardóttir var fulltrúi 20
ára gagnfræðinga og afhenti 5000 -
krónur sem minningargjöf um þrjá
látna bekkjarbræður, Guðmund Pál
Jóhannesson, Guðmund Inga Ara-
son og Gylfa Stefánsson.
Kveðja barst frá 15 ára gagnfræð-
ingum.
Að lokum ávarpaði Sverrir Páls-
son skólastjóri nemendur, minnti á
ætlunarverk skólans fyrr og nú og
óskaði brottfararnemendum gæfu
og gengis.
Tíbrá gefur
út hljómplötu
HLJÓMSVEITIN Tíbrá hefur nú
sent frá sér fyrstu hljómplötu sína.
Heitir hún „Svart í hvítu“ og á henni
eru 6 frumsamin lög og textar eru
ýmjst íslenskir eða enskir.
Útgefandi hljómplötunnar er
Dolbit sf. á Akranesi, sem einnig sér
um dreifingu. Upptökur hófust i maí-
byrjun og lauk um miðjan þann
mánuð.
Happdrætti
Innri-Njarð-
víkurkirkju
Dregið hefur verið í leikfanga-
happdrætti Systrafélags Innri-
Njarðvíkurkirkju. Nokkrir vinningar
eru ósóttir og komu þeir á eftirtalin
númer: 1757, 354, 188, 69, 1831, 67,
1981, 2175, 1241, 1113, 1424, 282,
1141, 283, 888, 1268, 1336, 1118,
1617, 1055,54, 1140,612.
(Birt án ábyrgóar.)
AUGLÝSINCMSIMINN ER:
22480
iMargunblabib
■
ngar þig í ítölsk
Þú færð þau
hjá okkur.
PREMIO
LINEAD’QRO
Dcsign & r
Stvle "ú>
Gullverðlaun
fyrir hönnun
og stíl
HIJSGÖGN Langholtsvegi 111 R, símar 37010