Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 4. JULI 1982 Uj.trni Guojónsson listmálari oj» Asi í Bæ rithöfundur voru ao skooa Listmálarasýninguna. Myndirnar þrjár til vinstri eru málverk Svavars en til hægri er Sigurour Örlygsson Fyrsta sýning Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum: Stúlka í hvíld eftir Einar Hákonarson » Við eigum það sammerkt að mála myndir I i vl iii 11 i ri IV'I ><r iA uom utnfnoA vii- í oínfolrlloi-ra dó .«A k/.(i.. liAí'A l.«;í L..A « Listmálarafélagið, sem stofnað var í apríl sl. af 21 listmálara heldur nú fyrstu sýninguna á sínum vegum í Kjarvalsstöðum þar sem allir félagar sýna myndir. Eru þar til sýnis 78 mál- verk eftir félagsmenn, sem eru úr öll- um aldursflokkum listmálara. Við lit- um inn á sýninguna og er mikið við að vera í Kjarvalsstöðum um þessar mundir, Kjarvalssýning í Kjarvalssal, stórkostlega falleg sýning og sérstak- lega vel sett upp af GyJfa Gíslasyni, í miðskála er viðamikil sýning Magn- úsar Tómassonar og í Vestursal er sýning Listmálarafélagsins. Þá er rétt að geta Ijómandi vistlegrar kaffistofu, sem tekið hefur á sig heimilislegan blæ. „Það má segja að Listmálarafé- lagið hafi byrjað pannig að 8 málarar komu saman síðla vetrar og ákváðu að standa að stofnun félags fyrir listmálara og næsta skref í málinu var að bjóða 13 öðrum listmálurum að gerast stofnfélagar," sagði Einar Þor- láksson listmálari í samtali við Mbl. um sýningu þeirra félaga. „Við eigum það allir sammerkt," sagði Einar, „að mála málverk. Við höfum ákveðið að fara rólega af staö og vera ekki fleiri í upphafi, hvað þróast á eftir að koma í Ijós. TiJgangurinn með félaginu er einfaJdlega sá að þétta Jiðið, því það er orðið alvörumál hvað fúskið er mikið í málaralistinni á Islandi. Staða alvöru-málara á Islandi í dag er ekki ósvipuð því og þegar Þorgeir Hávars- son hékk í bjarginu, og því er ástæða Iil þess að listmálarar þjappi sér sam- an, þetta eru orðin allskyns félög, grafik og eitt og annað, en við erum hins vegar ekkert á móti áhuga- mennsku í málaralist og list yfirleitt, en það er ekki þar með sagt að allír eigi að sýna." Einar sagði ekki Ijóst hvert framhald yrði á starfsemi Listmálarafélagsins í bráð, nú væri l'arið af stað í nafni málaralistarinnar, hvorki hægri né vinstri, heldur í nafni málverksins. í Li.stmálarafelaginu eru Einar BaJd- vinsson, Vilhjálmur Bergsson, Kjart- an Guðjónsson, Þorvaldur Skúlason, Gunnar Órn Gunnarsson, Hafsteinn Austmann, Bragi Asgeirsson, Steinþór Sigurðsson, Agúst Petersen, Valtýr Pétursson, Kristján Davíðsson, Karl Kvaran, Svavar Guðnason, Elías B. Halldórsson, Sigurður Örlygsson, Guðmunda Andrésdóttir, Einar Þor- láksson, Einar Hákonarson, Jóhannes Jóhannesson, Hrólfur Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson. Á haustsýningu eftir Ágúst l'etersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.