Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
Stúlka í hvíld eftir Einar Hákonarson
Morgunblaðið/ Emilía
Bjarni GuAjónsson listmálari <>t! Ási í Bæ rithöfundur
voru aó skoóa Listmálarasýninguna. Myndirnar þrjár til
vinstri eru málverk Svavars en til hægri er Siguröur
Örlygsson
Fyrsta sýning Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum:
»
Við eigum það
sammerkt að mála myndir
U
Listmálarafolagið, sem stofnað var í einfaldlega sá að þétta liðiö, því það
apríl sl. af 21 listmálara heldur nú er orðið alvörumál hvað fúskið er
fyrstu sýninguna á sínum vegum í
Kjarvalsstöðum þar sem allir félagar
sýna myndir. Eru þar til sýnis 78 mál-
verk eftir félagsmenn, sem eru úr öll-
um aldursflokkum listmálara. Við lit-
um inn á sýninguna og er mikið við að
vera í Kjarvalsstöðum um þessar
mundir, Kjarvalssýning í Kjarvalssal,
stórkostlega falleg sýning og sérstak-
lega vel sett upp af Gylfa Gíslasyni, í
miðskála er viðamikil sýning Magn-
úsar Tomassonar og í Vestursal er
sýning Listmálarafélagsins. I»á er rétt
að geta Ijómandi vistlegrar kaffistofu,
sem tekið hefur á sig heimilislegan
blæ. „I»að má segja að Listmálarafé-
lagið hafi byrjað þannig að 8 málarar
komu saman síðla vetrar og ákváðu
að standa að stofnun félags fyrir
listmálara og næsta skref í málinu var
að bjóða 13 öðrum listmálurum að
gerast stofnfélagar,“ sagði Einar For-
láksson listmálari í samtali við Mbl.
um sýningu þeirra félaga. „Við eigum
það allir sammerkt,“ sagdi Einar, „að
mála málverk. Við höfum ákveðið að
fara rólega af stað og vera ekki fleiri í
upphafi, hvað þróast á eftir að koma í
Ijós. Tilgangurinn með félaginu er
mikið í málaralistinni á Islandi. Staða
alvöru-málara á Islandi í dag er ekki
ósvipuð því og þegar Þorgeir Hávars-
son hékk í bjarginu, og því er ástæða
til þess að listmálarar þjappi sér sam-
an, þetta eru orðin allskyns félög,
grafik og eitt og annað, en við erum
hins vegar ekkert á móti áhuga-
mennsku í málaralist og list yfirleitt,
en það er ekki þar með sagt að allir
eigi að sýna.“
Einar sagði ekki Ijóst hvert framhald
yrði á starfsemi Listmálarafélagsins í
bráð, nú væri farið af stað í nafni
málaralistarinnar, hvorki hægri né
vinstri, heldur í nafni málverksins. í
Listmálarafélaginu eru Einar Bald-
vinsson, Vilhjálmur Bergsson, Kjart-
an Guðjónsson, Þorvaldur Skúlason,
Gunnar Örn Gunnarsson, Hafsteinn
Austmann, Bragi Asgeirsson, Steinþór
Sigurðsson, Ágúst Petersen, Valtýr
Pétursson, Kristján Davíðsson, Karl
Kvaran, Svavar Guðnason, Elías B.
Halldórsson, Sigurður Örlygsson,
Guðmunda Andrésdóttir, Einar Þor-
láksson, Einar Hákonarson, Jóhannes
Jóhannesson, Hrólfur Sigurðsson og
Sigurður Sigurðsson.
A haustsýningu eftir Agúst Petersen