Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 31 Frönsk kvikmynda- vika í Tjarnarbíó Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Le Train nafn á frummáli. Leikstjórn: Pierre Granier- Deferre. Handrit: Pierre Granier-Deferre og Pascal Jardin eftir skáldsögu Georges Simenon. Sýningarstaður: Tjarnarbíó. Lofsvert framtak hjá þeim fjalaköttum að efna til franskr- ar kvikmyndaviku mitt í þeirri hryllingsmyndaótíð sem nú hrjáir kvikmyndahús borgarinn- ar. Kvikmyndahátíðin í Tjarn- arbíói ber vott um bjartsýni og víðsýni. Að vísu háir það nokkuð þeim myndum sem þarna eru sýndar að ekki fylgir íslenskur skýringartexti, það er ekki víst að allir skilji enskan skýringar- texta. Þá hefðu myndirnar mátt véra fleiri en þær eru jafn marg- ar virkum dögum eða fimm tals- ins. Verða nú fjórar þeirra nefndar en í lok greinar litið ögn nánar á þá fimmtu. Le dernier Millardaire er létt gamanmynd frá 1934 gerð af René Clair. L’Adolescente er gerð árið 1978 af hinni frægu leik- konu Jeanne Moreau og fjallar um gelgjuskeiðið margumrædda. Guerre des Police (1979) flokkast sem hasarmynd. Um mynd fjög- ur, Le Crabe, sem Pierre Schoen- doerffer lauk við árið 1977 er best að hafa sem fæst lýsingar- orð en snúa sér að frumsýn- ingarmyndinni Le Train sem Pierre Granier-Deferre leik- stýrði árið 1973 samkvæmt handriti er hann samdi í sam- vinnu við Pascal Jardin eftir skáldsögu Georges Simenon. Iæ Train eða Lestin gerist á þeirri örlagastundu franskrar sögu er Þjóðverjar gera innrás í landið — nánar tiltekið árið 1940. Lýsir myndin flótta út- varpsvirkja nokkurs sem kemst við illan leik upp í lest sem er á leið til Parísar. Vegna þrengsla í lestinni neyðist útvarpsvirkinn að skilja eftir konu sína kas- ólétta á fyrsta farrými en sjálfur lendir hann í gripavagni með hálfgerðum rustamennum. Þó er ágætis fólk inn á milli í vagnin- um, þar á meðal tíguleg þýsk gyðingastúlka sem ferðast undir fölsku nafni. Stúlka þessi sem leikin er af hinni nýlátnu Romy Schneider er eins og áður sagði tíguleg og svo fer að klassísk fegurð hennar heillar útvarps- virkjann og hann gleymir ger- samlega kasóléttri eiginkonunni. En ástin er stutt en hjónabandið langt og svo fer að lokum að út- varpsvirkinn hverfur aftur til eiginkonunnar og lítils drengs sem nú hefir bæst við fjölskyld- una. Ástin er læst niður í skúffu og feilsporið verður eitt af best geymdu sameiginlegu leyndar- málum fjölskyldunnar. Útvarps- Úr myndinni L’adolescente: Sim- one Signoret til vinstri. virkinn er sem sagt aftur kom- inn til starfa þægur og stilltur rétt eins og láglaunamennirnir innan ASI. En Le Train lýsir ekki aðeins óvæntu ástarævintýri veluppal- ins útvarpsvirkja. Myndin gerist í síðari heimsstyrjöldinni og ber öll merki stríðsádeilu. Við fáum að fylgjast með áhrifum stríðs á hinn almenna borgara þar sem við fylgjum örlögum flótta- mannanna í járnbrautarvagnin- um. Fólkið kemst ekki út úr vagninum og neyðist því til að semja frið við næsta nágranna jafnvel þótt sá sé af gerólíkri þjóðfélagsstétt. Höfundur þess texta sem myndin byggir á, Georges Simenon, er hér að venju að velta fyrir sér viðbrögð- um venjulegra mannvera við óvenjulegum aðstæðum, í þessu tilviki stríði. Hvernig bregst hinn venjulegi borgari við því að missa skyndilega samband við fjölskyldu sína en neyðast þess í stað að eiga samskipti við mann- eskjur sem hann venjulega sneiðir hjá? Texti Simenon vek- ur þessa og ótal fleiri spurningar — svarar reyndar sumum. í það minnsta er þar tekin ákveðin af- staða til stríðs! Stríð á aldrei rétt á sér,“ segir Simenon. „Það vekur upp morðæði sem bitnar fyrst og fremst á hinum al- menna borgara." I einu áhrifamesta atriði myndarinnar, þar sem þýsk flugvél steypir sér yfir farþega- lestina ælandi byssukúlum, kristallast þessi hugsun, eða hver var tilgangurinn með að skjóta á farþegalest sem ber- sýnilega var yfirfull af flótta- fólki og hver er í rauninni mun- urinn á nazistanum, sem lætur þannig byssukúlur dynja á far- þegalest, og starfsbróður hans, sem í gær lét sprengjuregn dynja á íbúðarhverfum Beirút- borgar? Ég held að þessum spurningum verði best svarað með tilvitnun í Macbeth en þar segir: Blóð krefst blóðs. Hér er Shakespeare að lýsa þeim sjúk- dómi sem nefndur er stríð og virðist heltaka þátttakendur hvort sem þeir telja sig „Guðs útvalda" eða nefna sig „Hinn hreina kynstofn“. Grenivík: Súlan hefur bjargað frysti- hússvinnunni „Hér um slóðir hefur verið mikill þurrkur,” sagði Vigdís Kjartansdóttir, fréttaritari Mbl. á Grenivík, „en það hefur ekki komið dropi úr lofti hátt á annan mánuð. Fram undir miðjan mánuð var talsverður kuldi en eftir þann 17. fór að hlýna og hefur hitinn komist í 18 stig um miðjan daginn. Spretta er léleg og ég veit ekki til að það sé nokkurstaðar farið að slá. Það hefur aflast lítið upp á síð- kastið, en segja má að Súlan frá Akureyri hafi bjargað frystihúss- vinnunni hér. Hún er nýbúin að landa 100 tonnum. Báðir bátarnir okkar hættu veiðum um mánaða- mótin vegna þorskveiðibannsins. Þeir hafa ekki einu sinni fyrir olíu- kostnaði með línuveiðinni." Um síðustu helgi komst Sigríður Sverrisdóttir formaður Kvenfélags- ins í hreppsnefnd. Hún er fyrsti kvenmaðurinn sem þar situr frá upphafi, enda skörungur til verka.“ (Mj MOTOftOLA ' MICOM 100 100 watta SSB-bílatalstööin Krístinn Gunnarsson & Co. Grandagaröi 7, Reykjavík. Símar 21811 og 11228. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900 VEL HANNAÐAR — STERKAR SÝNINGARVÉLAR Á STAÐNUM Kynnið ykkur verð og skilmála. lii FAI TRAKTORSGRÖFUR 4ra hjóla drifnar til á lager

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.