Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
Síðasta myndin af
leikkonunni, tekin 3
vikum fyrir andiáí
hennar. Hún hafði
kallað á hárgreiðslu-
meistarann Alexandre
ofí heðið hann um að
klippa sig, því nú vildi
hún fá „nýtt höfuð“.
Fyrir rúmum mánuði
Tannst kvikmyndaleik-
konan fræga Komy
Schneider morgun einn
látin í íbúð sinni í París,
aðeins t.'ija ára gömul. Skv. fyrstu
fregnum hafði hún stytt sér aldur,
sem skv. fæknisskýrslu breyttist í að
hún hefði látist úr hjartaslagi vegna
of mikils álags og e.t.v. í bland af
ofnotkun á róandi töflum. Romy
Sehneider, sem var ein þekktasta
kvikmyndaleikkona Kvrópu, hafði
orðið fyrir miklum persónulegum
áfóllum á undanfarandi 2 árum, þótt
stjarna hennar í kvikmyndaheimin-
um væri aldrei skærari. Kftir að
fyrri maður hennar fyrirfór sér 1979,
varð hún, í miðri kvikmyndaupp-
töku, skyndilcga að gangast undir
uppskurð til að láta fjarlægja annað
nýrað, hjónaband hennar með
scinni manninum var á enda, og þá
kom stærsta áfallið; sonur hennar,
I)avid, fórst með vofeiflegum hætti,
aðeins 14 ára gamall. Ilafði hún ein-
mitt, eins og svo oft áður, dregið sig
í hlé kvöldið áður til að „vera svolít-
ið ein með I)avid“; sat við skrifhorð-
ið með myndum af börnunum, hlust-
aði á tónlist gamla J.S. Bachs og
tciknaði myndir handa fimm ára
dóttur sinni, Söru, þegar dauðann
bar að höndum.
ekki
Kvikmyndaleikkonan
Snmu $phi!AÍrlor
iSUSa5y vumiGlUui
látin 43ja ára gömul
Hinir miklu hæfileikar hennar
bæti myndina, en myndin bæti
litlu við geislabaug sjálfrar leik-
konunnar.
Sæta prinsessan Sissí
Romy er fædd í Vínarborg 1938,
dóttir kvikmyndaleikkonunnar
Mögdu Schneider, sem átti 60
kvikmyndir að baki áður en hún
hætti, og leikarans Wolf Albach
Retty. Semsagt komin af atvinnu-
leikurum fram í ættir, þar sem
amma hennar í föðurætt, Rosa Al-
bach Retty, var þekkt sviðsleik-
kona, sem lést 106 ára gömul 1980,
einmitt þegar öll áföllin dundu yf-
ir Romy. Móðuramman aftur á
móti var með börnunum, þegar
foreldrarnir voru að leika á fjar-
lægum stöðum. A stríðsárunum
voru þau í Salzburg, en foreldr-
arnir skildu og börnin tvö fylgdu
móðurinni, sem átti ekki svo lítinn
þátt í því að dóttirin, Rose-Marie,
kölluð Romy, fór svo ung að leika í
kvikmyndum. Lét hana leika með
sér 15 ára gamla í mynd Hans Di-
eppes, Hvítu liljunum. Ferill móð-
urinnar var þá að byrja að dala og
hún framlengdi hann með því að
leika í myndum Romy, sem strax
gekk mjög vel. Frægur leikstjóri
léttra söngleikja, Ernst Mar-
ischka, greip þessa ungu stúlku til
að leika rómantíska æsku á tímum
Viktoríu drottningar. I framhaldi
af því bauð hann hinum unga
skjólstæðingi sínum stórkostlegan
1958 fékk hún þó hjá Ungverjan-
um Geza Radvanyi hlutverk í
„Ungar stúlkur í einkennisbún-
ingi“ með Lilli Palmer, þar sem
hún gat sýnt fram á, að hún dygði
í veigameiri hlutverk en að leika
sætar prinsessur í „álfheimum".
Um það leyti var hún líka farin að
hlusta minna eftir tilsögn móður
sinnar, sem var raunar hennar
eini kennari í leiklistinni, og
Magda var nægilega skynsöm til
að sleppa taumunum.
Alain Delon
skipti sköpum
En það sem skipti sköpum í lífi
Romy Schneider var, að hún, tví-
tug að aldri, hitti í kvikmynd leik-
arann franska Alain Delon og
varð svo yfir sig ástfangin af hon-
um, að hún hikaði ekki við að fara
með honum til Parísar, þar sem
þau opinberuðu trúlofun sína og
bjuggu saman í 3 ár. „Ég var bara
tvítug," sagði Romy síðar. „í mín-
um huga var París fyrst og fremst
Alain Delon." Fyrir tiltækið fékk
hún á móti sér alla austurrísku og
þýsku pressuna. En hún hélt
áfram að leika í þýskum myndum
og frönskum, og svo fljótt og vel
lærði hún frönskuna, að hún lék
þar á sviði í dramatísku leikriti
frá Elísabetartímanum eftir John
Ford, „Skaði, að hún er mella",
sem Luichino Visconti setti á svið.
Þá og síðar hélt hún áfram að
leika í myndum hinna frægu leik-
Mér var
sköpuð hamingja
Þótt ung væri, átti Romy
Schneider að baki 60 kvikmyndir.
Hún hafði hlotið mörg kvik-
myndaverðlaun fyrir leik sinn í
sumum þeirra, m.a. tvisvar
frönsku Cesar-verðlaunin. Þótt
einkum fyrri myndirnar þættu
léttmeti, var hún löngu komin í
hóp mikilhæfra leikkvenna.
Schneider hafði nýlokið við merki-
lega kvikmynd frá nasistatíman-
um, „La Passante de Sans Souci",
sem farið var að sýna við frábær-
ar undirtektir. En þegar eitthvað
bjátaði á í lífi hennar, hafði hún
ætíð notað vinnuna til að deyfa
sársaukann. Einbeitti sér þá
meira en nokkru sinni. Oft lék hún
í 3 myndum á ári.
Tvær myndir Romy
í Reykjavík
Nú í júlí eru kvikmyndahús í
Reykjavík a.m.k. að hefja sýn-
ingar á tveimur myndum með
Romy Schneider. Fjalakötturinn
hyggst 1. júlí sýna mynd Pierre
Granier Deferres, „Lestin", frá
1973, þar sem Romy Schneider
leikur á móti Jean Louis Trintign-
ant hlutverk Önnu Kúpter í
kvikmynd eftir sögu Georges Sim-
enons. En um hana segir í blaðinu
Cine Revue, að þar hafi höfundi
tekist að blanda í hæfilegum
skammti sálarfræði og atburða-
rás. Að þarna náði Romy samúð.
sem smaug gegnum merg og bein.
En myndina lék hún á mjög erfið-
um tíma í lífi sínu; þegar skilnað-
ur hennar og fyrri manns hennar,
þýska leikstjórans Harry Mayers,
var með miklum átökum að ganga
í gegn. Mayer reyndi að halda
drengnum David og lét ekki undan
fyrr en Romy hafði samþykkt að
láta af höndum helming eigna
sinna.
Hin myndin, sem von er á, verð-
ur sýnd 10. júlí í Regnboganum.
Sú mynd var tekin til sýninga í
febrúar 1980 undir nafninu „La
Banquiere", en mun á íslenzku
eiga að heita Madame Emma.
Þegar sú mynd var tekin, frétti
Romy einmitt til Mexíkó að Harry
Mayers hefði ráðið sér bana og
flaug snarlega til Parísar til að
segja David af dauða föður hans
og fara með honum í jarðarförina
til Þýskalands. Þá var Romy
nýbúin að fá fyrir aðra mynd,
„David di Danatello", verðlaunin,
sem á Italíu eru á borð við Óskars-
verðlaunin í Bandaríkjunum. Nú
sneri hún sér að því af alefli að
aðstoða leikstjórann Francis
Girod í að koma á skrið þessari
mynd um viðburðaríkt líf ævin-
týrakonunnar Mörtu Hanau í
Frakklandi á árunum 1925—’35.
Mótleikari hennar, Jean-Claude
Brialy, sagði um leik Romy í
myndinni: „I hvert skipti lætur
hún hluta af sjálfri sér. Þetta eru
reglulegar fæðingarhríðir með
sársauka sínum og gleði, og þetta
er dregið með stöðugum sársauka
úr innstu sálarfylgsnum. Og í rit-
dómi segir, að þarna fari Romy af
óvenjulegri einbeitni í föt konu
með hörmuleg örlög. Það komi
fram í fasi sem svip á tjaldinu.
Móðirin Magda Schneider var sjálf þekkt kvikmyndastjarna og átti ekki
lítinn þátt í að koma Romy svo ungri af stað. En franski kvikmyndaleik-
arinn Alain Delon hreif hana frá henni. Romy fylgdi honum til Parísar.
samning: Leik í kvikmyndun á
sögu Elísabetar, konu Franz Jós-
efs og keisaraynju af Austurríki,
sem öll Evrópa þekkti undir nafn-
inu Sissí. Myndin varð geysilega
vinsæl og í kjölfarið fylgdu næsta
áratug 8 myndir um Sissí, sem
festu Romy í hlutverki, sem hún
gat með engu móti losað sig úr.
Eins og svo margir aðrir leikarar í
kvikmyndum og sjónvarpsmynd-
um festist hún í ákveðinni ímynd,
hvort sem það var í myndunum
um Sissí eða öðrum. En ímynd
Sissíar féll svo vel í þýskt samfé-
lag á þeim tíma, er Þjóðverjar
vildu gleyma hildarleiknum frá
stríðsárunum og sækja aftur í
rómantík og glæsibrag fyrri tíma.
stjóra, Orson Welles, Carl Fore-
mans, Otto Premingers, Jules
Sassins og var fyrir 1970 búin að
afla sér orðstírs sem mikil leik-
kona. 1963 fékk hún til dæmis á
kvikmyndahátíðinni í Cannes
verðlaunin sem besta leikkonan í
erlendri kvikmynd í verki eftir
Kafka.
Samband hennar og Alain Del-
ons fór út um þúfur, enda urðu
þau sífellt meira aðskilin við
kvikmyndatökur sitt í hvoru lagi,
þegar frægð hans óx. Það varð
Romy samt mikið áfall, þegar
hann sleit sambandinu eftir að
hafa hitt Nathalie nokkra Barth-
elémy í næturklúbbi og kvæntist
henni 1964. Henni þótti nú gæfan
Romy með fyrri manni sínum, þýzka leikstjóranum Harry Mayer, föður
David. A tveimur árum hafa þau öll látist.