Morgunblaðið - 04.07.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982
19
vera að súa við sér bakinu og
endurheimta öll þau gæði, sem
henni höfðu fallið í skaut. Síðar
léku þau Alain Delon þó saman í
myndum tvisvar sinnum. Hún,
sem orðin var fræg er þau hittust,
hafði stuðlað að því að hans
stjarna hækkaði, en er hún hafði
tekið sér frí í eitt ár til að hugsa
um son sinn, 1966, og var ekki eins
eftirsótt þegar hún vildi koma til
baka, þá gat hann farið fram á að
fá hana sem mótleikara í „Sund-
lauginni". Þau héldu því síðar
sambandi, og urðu góðir vinir til
æviloka hennar.
En meðan þessi fræga leikkona
á sínum tíma syrgði Alain Delon
sárlega, hélt hún til foreldra sinna
í Þýskalandi og hitti þar hinn
kunna leikhúsmann Harry Huber-
stock eða Harry Mayer. Hann var
þá kvæntur leikkonunni Anne-
Lise Röhmer og ekki laus. Þrátt
fyrir hneykslan og skrif í þýsk
blöð, ákváðu þau að eyða saman
ævinni og héldu til St. Tropez, þar
sem þau giftu sig strax og hægt
var. Eftir að hafa leikið í einni eða
tveimur kvikmyndum í Frakk-
landi, héldu hjónin til Berlínar og
settust þar að. Þar fæddist þeim 3.
desember 1966 sonurinn David,
sem upp frá því var augasteinn
móður sinnar. Hún ætlaði jafnvel
að hætta alveg að leika til að geta
sinnt honum, en entist ekki til
þess nema eitt ár. Kona á borð við
Romy hætti ekki lífsstarfinu einn
góðan veðurdag, bara si svona.
Kvikmyndaverðlaun
og velgengni
Fyrr en varði var hún aftur
komin á toppinn. Um 1970 lék hún
t.d. í fyrsta, en ekki síðasta skipt-
ið, undir stjórn Claude Sautet og
árið eftir undir stjórn Joseph Los-
eys í „Morðið á Trotsky", og þar á
eftir í mynd Viscontis „Sólarlag
guðanna". Henni gekk semsagt
allt í haginn í starfi, þótti orðin
stórkostleg leikkona. Hún fékk
tvisvar sinnum Cesar-verðlaunin
fyrir besta kvenhlutverk fyrir
„Mikilvægast er að elska" með
Yvez Montant sem mótleikara og
aftur fyrir leik sinn í „Einföld
saga“ eftir Claude Sautet. Einnig
var hún á kvikmyndahátíðinni í
Taormina kjörin besti leikari í
kvenhlutverki. Kvikmyndin
„Gamli riffillinn", sem hún lék í,
fékk líka Cesar-verðlaunin 1975.
En meðan Harry setti á svið
framúrstefnuleikrit í Hamborg,
lék hún í kvikmyndum í London,
Róm, New York og París, og hún
vildi ekki slíta David frá föður
sínum og heimili og tók hann með
sér. 1975 skildu þau með miklum
harmkvælum og baráttu um Dav-
id. Eftir að hún hafði fengið
drenginn fyrir mikið af eignum
sínum, flutti hún aftur til Frakk-
lands eftir stutta dvöl í Sviss og
tók til við að leika af krafti. Lék í
10 kvikmyndum á 3 árum. Fram-
kvæmdastjóri hennar og hjálp-
arhella var Daniel Biasini, sem
staðið hafði við hlið hennar gegn-
um hinn erfiða skilnað frá Harry.
Sex mánuðum eftir að skilnaður-
inn loks gekk í gegn, gengu þau í
hjónaband í Berlín. Með seinni
manni sínum eignaðist hún Söru
Ung og áhyggjulaus.
Þessa mynd af sér og syninum David skildi Romy Schneider ekki við Romy með Söru litlu, sem er nú við lát móður sinnar 5 ára.
sig.
litlu, sem var fimm ára við lát
móður sinnar. Romy, Daniel, Dav-
id (sem stjúpfaðirinn hefur ætt-
leitt) og Sara áttu gott fjölskyldu-
líf í 8 ár, fyrstu árin að minnsta
kosti. David fór aftur í sinn gamla
skóla og eignaðist eigin vini og
þeim fannst að ekkert gæti komið
fyrir, segir Daniel Biasini í viðtali.
Samt fer það svo að þau skildu, en
héldu góðu sambandi, hringdu oft
hvort í annað og David heimsótti
stjúpföður sinn. Daniel var oft
með Söru og hann hjá foreldrum
sínum í Saint-Germain-en-Laye
rétt utan við París. David hafði
alltaf verið hluta úr árinu í Þýska-
landi hjá sínum eigin föður, þar til
hann fyrirfór sér.
Sonarmissir
Slysið varð þegar hann var í
heimsókn hjá foreldrum stjúpföð-
urins. Hann leit á þau sem afa
sinn og ömmu og var þar oft. 5.
júlí í fyrrasumar var hann þar
með Daniel og Söru, systur sinni.
Þennan sunnudag hafði hann fylgt
vini sínum á hjóli heim. Þegar
hann kom aftur að húsinu, vildi
hann ekki trufla ömmu sina með
því að hringja á bjölluna í hliðinu
og ætlaði, eins og svo oft áður, að
klifra yfir háa girðinguna með
oddhvössum tindum. En þar hefur
hann misst jafnvægið og dottið á
tindana, sem stungust á hol. Samt
tókst drengnum að dragast lang-
leiðina að húsinu, en hafði misst
svo mikið blóð að holskurður í
sjúkrahúsinu dugði ekki til að
bjarga lífi hans.
Móðir hans féll saman. Þrátt
fyrir ungan aldur var David orð-
inn besti vinur hennar, stoð og
stytta. Þótt hún hefði alltaf varið
börnin fyrir ljósmyndurum, þá
hafði hún nú tekið hann með sér
við móttöku Cesar-verðlaunanna
og fleira. Milli þeirra var mjög
hlýtt samband. David hafði lesið
handritið að næstu kvikmynd, „La
Passante de Saint-Souci", og sagt:
„Taktu þetta hlutverk, það verður
næsta Cesar-verðlaunahlutverkið
þitt.“ Nú dembdi Romy sér í vinn-
una við gerð þessarar kvikmynd-
ar, sem varð hennar síðasta. Og
hún helgaði kvikmyndina syni sín-
um. Framan við hana stendur:
„Tileinkuð David og föður hans.“
Þegar hún var spurð, sagði hún:
„Úr því að allir virðast eiga mig,
þá hljóta þeir að eiga rétt á að
þekkja það sem mér er kærast og
það sem ég hefi misst." Og hún
sagði við annað tækifæri: „Ég hefi
jarðað föðurinn, ég hefi jarðað
soninn. En ég hefi aldrei skilið við
þá og þeir hafa heldur ekki horfið
frá mér. Ég vil ekki gleyma." Og
einnig: „Mér er ekki sköpuð ham-
ingja. Ég greiði fullt verð fyrir
velgengnina. Maðurinn minn er
búinn að fá son okkar frá mér.“
Tvær myndir Romy á
hvíta tjaldinu í Reykjavík
David ætlaði að klifra yfir grindverkið til að ónáða ekki ömmu sína, eins
og hann hafði oft gert áður, þegar hann féll á teinana. Það var hörmu-
legt slys.