Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
HELGARFERÐIR TIL KAUPMANNAHAFNAR
Á HREINT ÓTRÚLEGU VERÐI
Brottför alla föstudaga
Heimkoma alla mánudaga.
Hótel Cosmole/ Hótel Union
Verö í tveggja manna herbergi kr. 3.962.-
Barn með 2 fullorðnum kr. 980.-
Hótel Sheraton
Verð í tveggja manna herbergi kr. 4.304,-
Barn með 2 fullorðnum kr. 1.178.-
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar
Feröaskrifstofan Laugavegi 66,
101 Reykjavík, Sími: 28633.
Farðu að sofa
„en hengdu fötin þín upp fyrst“
r zz
Karoline sett m/dýnu 22.240 — 4.240 út, 2.000 kr á mán.
Rúm með klæðaskápum. Rúm með stereoútvörpum. Rúm úr eik, furu og
trefjaplasti. Rúm í öllum stærðum og ótal gerðum.
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ
HÚSGdCNAEÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK S 91-81199 og 81410
IVMÍSMONISTA
okkar pakkar og sendlr
hvert á land sem er.
I sfma 91-81410 færðu
upplýslngar um verð,
gæði og afborgunarkjör.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
O
Þl ALGi.YSIR l'M M.I.T
LAND ÞEGAR I>1 Al'G-
LYSIR j MORGINBLADIM
Med Sissí (Elísabetu keisarafrú Austurríkis) varð Romy kornung fræg
kvikmyndastjarna. Úr því urðu 8 vinsælar myndir. Það tók hana 10 ár að
losna við ímynd Sissíar, sem festist við leikkonuna. Karl Heins Böhn,
sonur hljómsveitarstjórans, lék Frans Jósep keisara.
Kvikmyndaleikkonan
Romy Schneider
látin 43ja ára gömul
Romy Schneider reyndi að
vinna til að gleyma. Hún var á
sífelldum flótta. Flutti með Söru
milli hótela og vina, skipti 28 sinn-
um um aðsetur. En hún hafði loks
keypt sér nýtt hús í þorpi utan við
París, þar sem hún hugðist ala
upp Söru litlu, þegar hún hvarf
frá þessu lífi. Hún sagðist ætla að
vinna mikið, ekki þó 3 myndir á
ári eins og oft áður.
Síðasta kvikmyndin
Kvikmyndin, sem Romy
Schneider byrjaði að leika í strax
eftir lát sonar síns, er gerð eftir
sögu Josep Kessels, sem hún hafði
lesið og í það skipti valið sér sjálf
efnið og óskað eftir að fá að túlka
hlutverkið. Hún hafði fengið leik-
stjórann Jacques Roufio til að
gera myndina og hún var byrjuð á
henni áður en hún veiktist og áður
en David dó. Nú kastaði hún sér út
í vinnuna. Til þess þurfti hún að
fara til Berlínar, fæðingarstaðar
Davids, þar sem hún hafði búið
með föður hans og þar sem hún
varð nú að leika á móti dreng á
hans aldri. Vofurnar eru alls stað-
ar og á hverju kvöldi eftir vinnu
sótti óttinn að, óttinn við að vera
ein og geta ekki sofið. En henni
tókst að ljúka myndinni. Hún
hafði Söru litlu hjá sér, sagðist
aldrei framar ætla að skilja að
starf sitt og einkalíf. Og vinirnir
segja það útilokað, að hún hafi
ætlað að stytta sér aldur, svo
ákveðin sem hún hafi verið í að
helga sig Söru og uppeldi hennar.
Þegar þessi síðasta kvikmynd
var komin á tjaldið og mikið sótt,
hvarf leikkonan Romy Schneider
úr þessum heimi, á jafn hörmu-
legan hátt og söguhetjan Elsa
Wiener, sem varð fyrir barðinu á
nasistum um 1930. í myndinni
leikur Romy tvær konur, Elsu og
Línu Baumstein. Myndin hefst
þegar þekktur friðarsinni kemur
til að flytja fyrirlestur og með
honum ung kona hans, Lína. Þeg-
ar hann sem sendiherra Suður-
Ameríkulands þekkir aftur nas-
istaforingjann sem myrt hafði og
svikið fólkið sem bjargað hafði
honum sem litlum gyðingadreng,
styttir hann líf þessa manns, sem
lifir enn svo vel. Elsa Wiener
hafði flúið til Parísar með vega-
lausan gyðingadrenginn eftir að
foreldrar hans voru drepnir, til að
bíða þar manns síns. En nasist-
arnir ná honum og hún lætur allt
til að bjarga honum, semur við
nasistaforingjann, sem síðan
drepur þau bæði. Þetta var síðasta
mynd Romy Schneider, sem ef-
laust á eftir að sýna hér síðar.
Sjálf sagði hún skömmu áður en
hún dó:
„Hver getur útskýrt það fyrir
mér, hvers vegna lífið er svo mis-
kunnarlaust? Þegar slysið varð, þá
hefði ég vel getað sagt að „La
Passante de Sans-Souci“ yrði mín
síðasta mynd, en þá hefði fólk
strax slegiö því föstu, að ég ætlaði
að kasta mér út um gluggann dag-
inn eftir að kvikmyndun yrði lok-
ið.“ Það var alls ekki ætlun henn-
ar, því hún hafði undirritað samn-
ing um nýja kvikmynd, þar sem
hún léki aftur á moti Alain Delon,
og hún talaði um að fara aftur að
leika á sviði, e.t.v. Mutter Courage
eftir Brecht eða Heilaga Jóhönnu.
Slíkt verður ekki. 43 ár og 60
kvikmyndir verða að duga.
(E.Pá. tók saman
úr frönskum blöðum.)
í seinni myndum sínum, eins og
þeirri sem nú á að fara að sýna í
Regnboganum, Madame Emma,
var Romy glæsikonan.