Morgunblaðið - 04.07.1982, Page 22

Morgunblaðið - 04.07.1982, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 23 píi0tfj0ittí Lltgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. að verðbólgan frá upphafi til loka ársins 1982 verði ekki meiri en um 35%, og að hraði verðbólgunnar verði kominn niður í um 30% á síðari hluta ársins. Ríkisstjórnin ákvað jafn- framt í janúar að stofna þá þegar til viðræðna við sam- tök launafólks og aðra hags- munaaðila atvinnulífsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið í stað núverandi vísi- tölukerfis og tryggt kaup- mátt og jöfnun lífskjara, en væri laust við höfuðókosti þess kerfis, sem nú gildir. Það er vísað til þessarar nefndar í nýgerðum kjara- Boltinn hjá stjórninni Síðasta afsökun ráðherr- anna og þá helst Stein- gríms Hermannssonar, for- manns Framsóknarflokks- ins, fyrir að gera ekki neitt í efnahagsmálum hefur verið sú, að vinnuveitendur og launþegar hefðu ekki samið um kaup og kjör. Nú liggja þeir samningar fyrir. Bolt- inn er hjá ríkisstjórninni, bæði að því er varðar kjara- samninga við opinbera starfsmenn og stefnumótun í efnahagsmálum. A lokastig- um samninganna var ágrein- ingurinn milli ASÍ og VSÍ einkum um það, hvernig haga skyldi verðbótagreiðsl- um á laun til frambúðar. Var vísitölumálið leyst á þann veg, að skerðingarákvæði Ólafslaga gilda áfram og 2,9% verða tekin af verðbót- um á laun 1. september næstkomandi, síðan eru í kjarasamningnum ákvæði þess efnis, að rætt verði um vísitölumálin í nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði í vetur. Hinn 28. janúar síðastlið- inn lagði ríkisstjórnin fram skýrslu um aðgerðir í efna- hagsmálum og sagði Stein- grímur Hermannsson í þing- ræðu af því tilefni: „Þessi efnahagsáætlun er upphaf annars áfanga í niðurtaln- ingu verðbólgunnar." Síðan hefur verðbólgan hækkað jafnt og þétt og kjarasamn- ingarnir, sem gerðir voru í vikunni, taka mið af því, að hún verði að óbreyttu um 60% á samningstímabilinu fram til 1. september 1983. í janúarskýrslu ríkisstjórnar- innar er sett það markmið, samningi Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasam- bandsins, en hún hóf störf 9. febrúar síðastliðinn og í eldhúsdagsumræðum í þing- lok varði Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, drjúgum hluta ræðu sinnar til að ítreka mikilvægi þess- arar nefndar. Kjarasamningarnir eru hagstæðir frá sjónarhóli rík- isstjórnarinnar, eins og ráðherrar hafa staðfest í ummælum sínum hér í blað- inu. „Ég tel marga kosti prýða þetta samkomulag," sagði Gunnar Thoroddsen. Nú reynir á getu ríkisstjórn- arinnar til að nýta þessa kosti og laga þá að markmið- um sínum, en þar hefur bar- áttan við verðbólguna for- gang eins og dæmin sanna. Framsóknarmenn í vörn Framsóknarmenn eru í mik- illi vörn vegna samnings- ins um efnahagssamvinnu, sem þeir hafa gert við Sovétmenn. Grípa þeir til hinna furðuleg- ustu vopna á undanhaldinu. Framsóknarmaður á frétta- stofu útvarpsins skýtur því inn í lestur á samningnum í frétta- tíma útvarpsins, að hann hafi farið „fyrir brjóstið á ýmsum“ en gefur andmælendum samn- ingsins ekki færi á að skýra málstað sinn, heldur ræðir ein- ungis við sovéska aðstoðarráð- herrann og Ólaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, sem báðir staðfesta, að með samningnum sé farið inn á ný svið í sam- skiptum ríkjanna, en ekki verið að semja um viðskiptasamband- ið. Orð Sovétmannsins í útvarp- inu verða ekki skilin á annan veg en þann, að sovésk fyrirtæki og stofnanir vilji láta til sín taka á nýjum tæknisviðum hér á landi og þá koma auðvitað stórvirkjanir og orkufrekur iðn- aður fyrst í hugann. Ætli Sovét- menn krefjist ekki fyrst við- ræðna um áform iðnaðarráð- herra, að svipta Alusuisse eign- arhaldi á álverinu í Straums- vík? I Tímanum segir, að í ágúst 1968 hafi verið haft „orð á því“ við Bjarna Benediktsson, for- sætisráðherra, og Emil Jónsson, utanríkisráðherra, „hvort rétt væri að ganga frá viðskipta- samningi við Sovétríkin á sama tíma“. Hér er auðvitað hallað réttu máli. í ágúst 1968 var um það að ræða, hvort undirrita ætti nýja bókun við viðskipta- samninginn frá 1953 til að við- skiptaþráðurinn slitnaði ekki. Öllum íslendingum er ljóst, að nauðsynlegt er að eiga viðskipti við Sovétmenn. Á þeirri for- sendu samþykktu þeir Bjarni og Emil endurnýjun á fyrri bókun- um. Þeim datt hins vegar aldrei í hug að gera samning um efnahagssamvinnu við Sovét- menn, eins og nú hefur verið gert. Hinn nýi samningur fram- sóknarmanna við Sovétríkin er í fullu ósamræmi við það, sem hingað til hefur tíðkast. Bókunin, sem undirrituð var 26. ágúst 1968, var um viðskipt- in fram til 31. desember 1971. En við endurnýjun hennar í nóvember 1971, þegar Ólafur Jóhannesson var orðinn forsæt- isráðherra og Einar Ágústsson utanríkisráðherra, komst fyrst inn ákvæðið um „utanstefnur". Það er því einnig alrangt hjá Tímanum að rekja upphaf þess ákvæðis til ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. 1977 gerði Matthías Bjarna- son, sjávarútvegsráðherra, samning við Sovétmenn, þar sem þeir viðurkenndu útfærsb una í 200 sjómílur formlega. í þeim samningi er byggt á því, að þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sé ekki lokið. Nú sér fyrir lyktir ráð- stefnunnar og ætti því að segja þessum samningi upp. Stein- grímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, hefur fullt vald til þess. Framsóknarmenn hlupu hættulega á sig við gerð sovéska samningsins um efnahagssam- vinnu. Fjarstæðukennd rök þeirra breyta engu. Þeim dugar ekki heldur að leita með ósæmi- legum hætti skjóls hjá forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins lífs eða liðnum. Bakpokalýður, sagði við mig maður austur á landi í fyrri viku í tilefni þess að Smyrill var að koma með sumartúristana. Aldrei hefi ég getað skilið fyrir- litningu landans, sem felst í þessari nafngift. Raunar eru viðhorf okkar öll til erlendra gesta athyglisverð. Gæti kannski einhver fundið sér þar efni til rannsókna í doktorsritgerð. En á meðan rannsóknir hafa ekki far- ið fram, má kannski láta þetta leiðinlega orð velta af stað gár- um. Það er þessi lítilsvirðing á bakpokafólki, sem er svo erfitt að festa hendur á. Hvað hefur fólk sem labbar um Island með poka á bakinu til saka unnið. Engir ferðamenn leggja eins mikið á sig til að kynnast land- inu okkar sem þeir. Út úr hlýjum bílum sjáum við þá þramma í ausregni og hráslaga með vegun- um eða slá sér niður í kuli frá fjöllum og jöklum. Enginn þarf að hafa af þeim afskipti, sem ekki vill það sjálfur. Ekki skemma þeir landið eða rista í sundur með hjólförum utan vega. Og ekki þyngja þeir far- angurinn sinn með því að hirða sjaldgæfa steina, fugla eða egg. Og ekki borga skattborgarar þessa lands ofan í þá drykki eða aðrar veitingar, eins og aðra dáðari ferðamenn og ráðstefnu- fólk. Það sem þeir nota af mat og þjónustu kaupa þeir í búðum og greiða sem aðrir fyrir tjaldstæði og annað. Ótal dæmi eru um að þessir ferðalangar hafi síðar dugað okkur vel á erlendri grund, hvort sem þeir urðu þá áhrifamenn eða venjulegir boðendur fagnað- arboðskaparins um þetta sér- stæða heillandi land. Enda duga ekki aðrir ferðalangar til göngu- ferða með bakpoka um ísland, en þeir, sem þola það með öllum sínum andstæðum og fer að þykja vænt um hrjúfleikann og það sem það hefur að bjóða. Eg hefi stundum á undanförn- um árum spurt, þegar ég hefi heyrt svona heldur ónotalegan tón til þessa fólks, hvað það geri af sér. Af hverju það fari í taug- arnar á sómakærum löndum. Og helst fengið það svar að það noti svo lítið. Við græðum ekki nóg á því. Er nú ekki dálítið illa komið fyrir einni þjóð, ef hún metur ókunnuga eftir því einu hversu mikið þeir nota og hve mikið hún geti á þeim grætt? Er ekki farið að bera nokkuð mikið á háværu gróðatali, þegar menn jafnvel verðleggja og tala um að versla með mannréttindin sín. Þetta rifjaði upp dæmisöguna hans James Thurbers um fjár- sjóð skjósins, sem er eitthvað á þessa leið í svolítill styttingu: Dag nokkurn þegar sólin lét allt sem glitrað gat glitra og allt sem geislað gat geisla, tíndi skjórinn einhvern hlut upp úr göturæsinu og bar upp í hreiðrið sitt. Krák- an og kanínan höfðu séð fuglinn stinga sér og fljúga með eitthvað í burtu, og báðar héldu að nú hefði hann náð sér í eitthvað gómsætt í svanginn. „Ég er viss um að það er gulrót," sagði kan- ínan. „Ég heyrði hana segja eitthvað um karata og gulrót er carrot á ensku." Og krákan sagði: „Ég sá að það glitraði eins og gullið þroskað korn.“ „Korn er nú bara fyrir almúgann," svaraði kanínan með fyrirlitn- ingu. „Þú getur átt þínar gulræt- ur í friði fyrir mér. Ég læt gul- rótina detta niður til þín, ef svo er, en kornið ét ég sjálf," svaraði krákan. Báðar sleiktu þær út um þegar þær nálguðust hreiðrið. Krákan flaug og settist á hreið- urbarminn og skjórinn sýndi henni það sem hún hafði fundið. „Gullhringur með 14 karata demanti, einmitt það sem mig hefur alltaf langað að eiga, alveg frá því ég fór að fljúga. Foreldr- ar mínir voru bara maðkaætur," sagði skjórinn. Krákan útskýrði fyrir kanínunni hvers kyns var: „Ef ég get ekki gleypt það í mig, þá vil ég ekki sjá það. Allt annað er bara plat. Það eitt sem maður getur í sig gleypt er þess virði að trúa á það.“ Báðar kyngdu þær því vonbrigðum sínum þar sem ekkert annað vár að gleypa í sig og skildu skjóinn eftir við að njóta dýrgripsins síns. Birtan lét allt sem glitrað gat glitra og allt sem geislað gat geisla og skjór- inn naut lífsins af hjartans list þar til sólin settist. Mórallinn í sögunni, segir Thurber: Hver maður sinn smekk, það er orð að sönnu, en því skyldi maður fyrirlíta það sem getur glatt aðra. Það er líklega rétt að við ís- lendingar verðum ekki ríkir af ferðalöngum, sem labba um land okkar með poka á baki og njóta þess sem hjartað gleður og skjálfa úr kulda í tjöldunum sín- um á milli. En kannski við gætum nú sjálf líka bara labbað um og hrifist af því sem glóir á jörðinni á falleg- um sumardegi meðan sólin skín og gleymt öllu bardúsinu við að græða á meðan. Sumarið er svo stutt, varla komið í byrjun júlí og fer að hverfa er líða tekur á ágúst. Verst þessi misvísun eða smágalli sem orðið hefur, þegar Islandi var slett á jarðkringluna hér norður við heimsskautsbaug. Hún gerir það að verkum að björtu dýrðlegu næturnar koma örlítið of snemma á undan sumr- inu. Þær koma yfir okkur á und- an hlýjunni. En við verðum þá bara fyrst að njóta bjartra nátta, en síðan hlýrra sumar- daga með skuggsýnum kvöldum. Það tvöfaldar bara ánægjuna. Jóhannes úr Kötlum kunni vel að njóta þessa lands, sagði: Hamingjan er alstaðar og hvergi: í ofurlítilli tó undir norðurásnum á hafi úti við þitt brjóst. Dalvík: 10 sækja um bæjarstjóra- embættið UMSÓKNARFRESTUR um bæjar- stjórastöðuna á Dalvík rann út 25. júní sl. 10 umsóknir bárust en sjö umsækjenda æskja nafnleyndar. Stefnt hefur verið að því að halda bæjarstjórnarfund nk. fimmtudag, en óvíst var í gær, hvort af honum yrði fyrr en síðar. Þeir þrír sem ekki æskja nafn- leyndar eru: „Björn Mikaelsson, Akureyri, Þorsteinn Máni Árna- son, Dalvík, en hann er búsettur í Danmörku, og Ævar Hjartarson, Akureyri. Mosfellssveit: Páll Guðjóns- son ráðinn sveitarstjóri PÁLL Guðjónsson bæjarritari í Vest- mannaeyjum var kjörinn sveitar- stjóri í Mosfellssveit á síðasta fundi hreppsnefndar, en nítján sóttu um stöðuna. Þá var Magnús Sigsteins- son kjörinn oddviti, en varaoddviti llilmar Sigurðsson, báðir úr Sjálf- stæðisflokki, en flokkurinn hefur þar hreinan meirihluta. Núverandi sveitarstjóri í Mos- fellssveit er Bjarni Snæbjörn Jónsson frá Reykjum, en hann var ráðinn tímabundið í starfið í eitt ár. Bjarni er á förum til fram- haldsnáms í Bandarikjunum og fara sveitarstjórarskiptin fram 1. ágúst. Rey kj aví kurbréf ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 3. júlí ♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦#» Mannréttindi og meginreglur Ekki eru skiptar skoðanir um þá meginreglu þegnréttar í lýðræðis- löndum, að allir skuli njóta sömu og'sams konar mannréttinda — vera jafnir fyrir lögum ríkisins. Fáir munu og verða til að draga þá staðreynd í efa að kosningaréttur- inn, persónubundinn réttur til að hafa áhrif á skipan Iöggjafar- þings, er einn af hornsteinum al- mennra mannréttinda. Frá því að kjördæmaskipan var síðast breytt hér, 1959, hefur íbúa- tala og íbúahlutfall einstakra kjördæma breytzt svo mjög, að vægi atkvæða hefur verulega raskast milli kjördæma. Kjósandi í einu kjördæmi getur haft fjór- föld áhrif í samanburði við kjós- anda annars þegar gengið er til alþingiskosninga. Þetta misrétti er óviðunandi. Sá málflutningur hefur heyrzt, að ýmisskonar aðstöðumunur, sem vissulega er fyrir hendi milli landshluta, réttlæti mismunandi þegnrétt við kjörborðið. Þessi málflutningur stenzt ekki. Sú mis- munun, sem fyrir hendi er í efna- hagslegri aðstöðu þegnanna, m.a. vegna mismunandi staðbundinna aðstæðna, getur ekki réttlætt mis- skiptingu almennra mannrétt- inda. Að sjálfsögðu ber þjóðfélag- inu — og Alþingi — að vinna að hvers konar aðstöðujöfnun, en það á ekki að gera með skerðingu al- menns þegnréttar. Undir það skal tekið að t.d. hús- hitun á svokölluðum „olíusvæð- um“, sem þar er margföld að kostnaði i samanburði við heita- vatnsverð í Reykjavík, veldur lífskjaramismun. Þessum efna- hagslega mismun þarf að mæta með jákvæðari hætti en skerðingu atkvæðisréttar „hitaveitufólks". Hvernig væri að stjórnvöld, sem gjarnan tönnlast á byggðastefnu, sýndu einu sinni athafnir í stað orðskrúðs — og felldu niður sölu- skatt af flutningskostnaði nauð- synja út á landsbyggðina. Hvers- vegna þarf að bæta gráu ofan á svart með því að auka verðmis- mun nauðsynja með sérstakri skattlagningu? Það er álíka sanngirni í slíku og þegar ríkis- valdið rúmlega tvöfaldar benzín- verð með sköttum. Benzínkostnað- ur er afgerandi útgjaldaliður hjá fólki á höfuðborgarsvæðinu sem oft þarf að fara langar vegalengd- ir milli heimilis og vinnustaðar. F organgsverk- efni á næsta þingi í byrjun maímánaðar 1978 flutti allsherjarnefnd Sameinaðs þings tillögu til þingsályktunar um kosningu nýrrar stjórnarskrár- nefndar, er skila átti tillögum til jöfnunar á kosningarétti fyrir næsta þing, þ.e. þingið 1978—1979. Formenn stjórnmálaflokkanna allra fluttu siðan breytingartil- lögu, sem samþykkt var með 49 samhljóða atkvæðum, m.a. þess efnis, að nefndin hefði 2ja ára starfstíma eða skilafrest. Þessi starfstími er löngu liðinn, en ekki bójar á tillögum. í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar, sem gerður var í febrúar 1980, stendur orðrétt: „Stjórn- arskrárnefndin, sem vinnur að endurskoðun stjórnarskrárinnar, ljúki störfum fyrir árslok 1980, þannig að Alþingi hafi nægan tíma til þess að ljúka afgreiðslu stjórnarskrár- og kjördæmamáls- ins fyrir lok kjörtímabilsins." Árið 1980 er löngu liðið en tillögu frá nefndinni er enn vant til Alþingis. Þar sem nú er áliðið kjörtíma- bils sneri Mbl. sér til formanna þingflokka og spurðist fyrir um stöðu þessa mikiívæga máls. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði m.a.: „Ef stjórnarskrárnefnd kemur málinu ekki frá sér í byrj- un þings mun Sjálfstæðisflokkur- inn leggja fram sínar tillögur ... Miðað við þær hugmyndir að breytingum, sem flokkarnir hafa látið í ljós, hver fyrir sig, má ætla að viðtæk samstaða geti náðst ... Það er grundvallarkrafa sjálf- stæðismanna, að kjördæmamálið verði afgreitt á næsta þingi." Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, sagði m.a.: „Já, ég á fastlega von á því að nefndin skili formleg- um tillögum þegar í haust. Kjör- tímabilið verður þá næstum út- runnið. Það er því ekki seinna vænna að skila tillögum ... Ég spái því að reynt verði í fullri al- vöru að ná samstöðu, einnig af hálfu Framsóknarflokksins, sem hingað til hefur verið andvígur öllum breytingum, einn þing- flokka." Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, sagði m.a.: „Ég tel miklar líkur á því að samstaða geti náðst ... Ég tel að vel komi til greina að öllum upp- bótarþingsætum verði úthlutað eftir tölu atkvæða en ekki hlut- falli, þannig að fjölmennari kjör- dæmin fái hlut sinn bættan ... Náist ekki hlutfallið frá 1959 með breyttum úthlutunarreglum upp- bótarþingsæta, þá tel ég koma til greina að fjölga þingmönnum nokkuð, en við þá fjölgun verður þó að gæta hins mesta hófs.“ Svavar Gestsson, varaformaður þingflokks Alþýðubandalags, vís- aði m.a. til samþykktar lands- fundar flokks síns 1981, en þar er lögð áherzla „á nauðsyn þess að fyrir næstu kosningar náist sam- staða um lagfæringar á kjör- dæmaskipan og kosninga- fyrirkomulagi ... dregið verði úr því mikla misgengi sem nú ríkir milli einstakra kjördæma um fjölda þingmanna og íbúafjölda, þannig að svipað hlutfall fáist og við kjördæmabreytinguna 1959.“ Kastljós almannaathygli mun einkum beinast að þessu máli i störfum Alþingis á komandi hausti og vetri. Biskupsvígsla - Aldarafmæli Hólaskóla í síðustu viku vóru tveir kirkju- legir atburðir í fréttaljósi fjöl- miðla — og báðir tengdir Hólum í Hjaltadal, hinu forna biskupssetri Norðlendinga. Biskup landsins, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði sr. Sigurð Guðmundsson á Grenj- aðarstað vígslubiskup til hins forna Hólastiftis. Og þorri ís- lenzkra kennimanna sat presta- stefnu að Hólum, en aðalviðfangs- efni hennar var „Friður á jörðu". Sex hundruð manns komu heim til Hóla til biskupsvígslunnar. Þar sem Hólakirkja rúmar aðeins 300 manns var mynd- og hljóðvarpað úr kirkju yfir í íþróttasal Hóla- skóla og hljóðkerfi komið fyrir í kennslustofum skólans. Viðstadd- ir vígsluna vóru m.a. dr. Sigur- björn Einarsson, biskup, og Sig- urður Pálsson, vígslubiskup Skálholtsstiftis. Áð vígslu lokinni vóru fjórir biskupar saman komn- ir á Hólastað — og er óvíst, að jafn margir slíkir hafi verið þar saman komnir áður. Nú um helgina er og minnzt 100 ára afmælis bændaskólans á Hól- um. Hólaskóli hefur jafnan haldið uppi reisn þessa forna menningar- og trúarseturs, þó misjafnlega hafi verið búið að honum í tímans rás. Fiskeldi, sem er ný kennslu- grein, er meðal námsefna í Hóla- skóla, og fiskeldisstöð er á staðn- um. Það sýnir, að skólinn vill standast kröfur nýrra tíma. Mikil hátíðahöld verða í dag nyrðra, í tilefni aldarafmælisins, m.a. verð- ur vígð ný sundlaug, sem gamlir nemendur skólans og velunnarar hafa gefið honum. Ekki er hægt að minnast svo á Hóla í Hjaltadal að ekki sé jafn- framt getið Hólafélagsins, sem vinnur að alhliða eflingu Hóla- staðar, m.a. endurreisn biskups- stóls á Hólum og trúarlegrar menningarmiðstöðvar þar. Form- aður félagsins er sr. Árni Sigurðs- son, sóknarprestur á Blönduósi. Mbl. árnar sr. Sigurði Guð- mundssyni heilla í vígslubisk- upsstarfi og bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal velfarnaðar á nýrri starfsöld. Megi vegsemd Hólastaðar vaxa með þjóðinni. Megi Norðlendingar og þjóðin öll sýna þessu forna menningar- og trúarsetri ræktarhug um langa framtíð. Fridur með frelsi Kristinn siður vann lönd með ýmsum hætti, í upphafi trúboðs í álfunni, og ekki alltaf friðsamlega. Hér á landi var lögtekið á hinu forna Alþingi nálægt árinu 1000, að íslendingar skyldu eina trú hafa. Það var m.a. gert með þeirri röksemd, að ef við sundur slitum lögin — sundur slitum við líka friðinn. Þannig innsiglaði kristni- takan frið í hinu forna þjóðveldi, þó sá friðarsáttmáli væri ekki ein- hlítur. Engu að síður var það táknrænt og vegvísandi, að íslend- ingar tóku kristni undir merkjum friðarviljans. Kristin kenning hefur haft mik- il og fa’ sæl áhrif á íslenzkt þjóðlíf og íslenzka menningu gegn um kynslóðir og aldir — og hefur enn. í viðhorfum okkar, skoðunum, af- stöðu og siðfræði er mun meira af kristnum áhrifum en við gerum okkur almennt grein fyrir. Jafnvel einstaklingar, sem sjálfir telja sig trúlausa, stjórnast oftlega í sið- ferðilegu mati af kristinni arfleifð og kristnum viðhorfum. íslenzk þjóð tók kristni á Al- þingi hinu forna — sem heild. Enn í dag er þorri okkar í þjóðkirkju. Þegar við gagnrýnum þessa kirkju, sem fyrir kemur, gleymum við því, að hún er m.a. það sem við gerum hana sjálf, með áhrifum okkar (eða áhrifaleysi) í söfnuðum hennar. Prestar þjóðkirkjunnar eru flestir og á heildina litið hinir hæfustu kennimenn og sýna margir hverjir lofsvert framtak og viðleitni til þess að kirkjan haldi áfram að vera þjóðkirkja. Þeir hafa lagað sig og starf kirkj- unnar að breyttum þjóðlífsað- stæðum, án þess að víkja frá kjarnaatriðum trúarinnar, sem hvort tveggja er lofsvert. Enn má þó sjálfsagt margt gera til að beina fólki til kirkjunnar, sem af svo miklu hefur að miðla til að mæta innri þörfum manneskjunn- ar. Velmegun tæknisamfélagsins er af hinu góða en skilur eftir ófylltar eyður í hugarlífi fólks, sem kirkjan þarf að sinna. Aðalviðfangsefni prestastefn- unnar var sem fyrr segir: Friður á jörðu. Friður, kærleikur og um- burðarlyndi eru hugtök kristin- dómsins. Friður með frelsi — en ekki „friður" í helsi. Manneskja, sem er andlega heft böndum al- ræðis, einstaklingur, sem ekki nýtur skoðanafrelsis, ekki tján- ingarfrelsis, ekki ferðafrelsis, ekki athafnafrelsis, ekki menntunar- frelsis, ekki sköpunarfrelsis á sviði lista, ekki frelsis til trúariðk- ana — hann öðlast ekki frið í sálu sinni. Þessvegna hlýtur friður og frelsi að haldast í hendur, ef búa á mannfólkinu óskaaðstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.