Morgunblaðið - 04.07.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 04.07.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 25 Tímarit í uppgangi Frelsið 2. árgangur 1981. Félag frjálshyggjumanna. Nú í vetur kom út þriðja hefti annars árgangs af tímariti frjáls- hyggjumanna, Frelsinu. Þá er lok- ið útgáfu annars árgangs og ástæða til að hyggja að þessum árgangi. Útlit tímaritsins er jafn- glæsilegt sem fyrr, pappírinn "ijög góður, efnisskipan með svip- uðum hætti og árið áður, með mik- ilvægu fráviki þó. Stærðin á hverju hefti er þægileg, lesmálið vel upp sett, og það á við um flest efni, sem birtist í tímaritinu, að það er skýrt og ljóst, vel stílað, og ætti ekki að vera neinum manni ofraun að gera sér þess ljósa grein, hvað höfundarnir eru að fara. I þessum árgangi skipar ís- lenzkt efni mikið rúm. I fyrsta heftinu eru 7 ítarlegar greinar um frjálshyggjurit á íslenzku. Matthí- as Johannessen ritar um bók Ólafs Björnssonar Frjálshyggja og alræð- ishyggja, Davíð Oddsson um greinasafnið Sjálfstæðisstefnan, Jónas H. Haralz um Uppreisn frjálshyggjunnar, Gísli Jónsson um bókina Frelsisbaráttan í Ráðstjórn- arríkjunum, Ólafur Björnsson um Leiðina til ánauðar eftir Hayek, Davíð Ólafsson um greinasafn Birgis Kjaran, Til varnar frelsinu, og Hannes H. Gissurarson ritar um Hugmyndir ungra manna, sem nokkrir ungir menn í Sjálfstæðis- flokknum skrifuðu. Matthías Johannessen vitnar í þann leyndardóm, sem Tómas Guðmundsson orðar svo, „hvað heilbrigt fólk getur af fúsu geði lagt mikið í sölurnar fyrir jafn einfaldan hlut og þann — að mega lifa eins og manneskja". Þetta er takmark allrar frjálshyggju. En það er rétt að hyggja ögn að því, hvað felst í þessu takmarki. Að mega lifa eins og manneskja getur vart merkt annað en að fá að lifa óáreittur, eins og hvern og einn langar til, eins og hann vill. Og til þess að geta lifað lífinu með þeim hætti, þurfa einstaklingarnir fyrst af öllu frelsi. Þess vegna er frelsi mikilvægustu gæði í mannlegu fé- lagi og eru forsenda alls annars, sem menn njóta þar. Ef það er ekki fyrir hendi, verða önnur gæði hjóm eitt, mannfólkið þrælar, hversu stríðalið, sem það kann að vera. Helzta áhyggjuefni frjálslyndra manna á síðari árum hefur verið aukning hlutdeildar ríkisvaldsins í fjármálum vestrænna þjóða. Jónas H. Haralz fjallar um þetta í grein sinni. En það eru fleiri en hann, sem orða þetta. Það má með nokkrum sanni segja að F.A. Hay- ek hafi leitazt við að sýna fram á það í Leiðinni til ánauðar, að þjóð- nýting framleiðslutækjanna, sem hlýtur að verða afleiðing þessara auknu þátttöku ríkisvaldsins í fjármálum og atvinnulífi, stuðli að Bókmenntir Guömundur Heiðar Frímannsson samfélagi, sem sé í grundvallar- atriðum andstætt frelsi. Ólafur Björnsson reynir að svara því, hvort boðskapur Hayeks eigi enn við rök að styðjast og svarar því þannig, að hvorki fræðimenn né reynslan hafi leitt nokkuð í ljós, sem dragi úr gildi hans. Andófs- menn í Ráðstjórnarríkjunum eru lýsandi dæmi um, hvernig fer, ef menn fá ekki að njóta frelsis. Þótt undarlegt megi virðast, þá sýnist svo, sem Kommúnist.aflokkur ís- lands og síðar Sósíalista- flokkurinn hafi verið áhrifamestu stjórnmálaflokkar í landinu á þessari öld, ef tekið er mið af stefnuskrám flokkanna, jafnvel þótt þeir hafi aldrei notið verulegs fyigis. Hannes Hólmsteinn rekur rökin, sem hniga til þessarar skoð- unar, þegar hann fjallar um Hugmyndir ungra manna, og þarf engan að undra, að sumum finnist kominn tími til að spyrna við fót- um. Þriðja hefti Frelsisins fjallar, eins og það fyrsta, um íslenzkt efni. Þar er þýðing á grein Davids Friedman um lagasetningu og réttarvörzlu í íslenzka þjóðveld- inu. Hugmyndin hjá Friedman er sú, að æskilegt sé, að einstakl- ingar taki að sér í sem mestum mæli þá starfsemi, sem verið hef- ur á hendi rikisins. Þessa skoðun hefur hann rökstutt í bókinni The Machinery of Freedom með ein- dregnari hætti en tíðkast. Dæmi um slíka starfsemi er réttar- varzla. Nú um stundir er hún að mestu í höndum ríkisins, en til forna var hún hér á landi í hönd- um einstaklinga. Friedman athug- ar, hvernig þetta réttarkerfi hafi gengið og leitast við að svara þeim spurningum, sem óhjákvæmilega vakna við athugun á borð við þessa. Hannes H. Gissurarson rekur umræður um lýðræði, sem urðu hér á árunum 1924—1927, þegar nokkrir mætir menn efuð- ust um gildi þess og fundu ýmis skarpleg rök gegn þeirri skipan. Hannes felst á sum þeirra, en tel- ur lýðræðið þrátt fyrir allt skásta kostinn, en það þurfi að setja al- mannavaldinu ströng takmörk. Friðrik Friðriksson rekur sögu Hayeks á íslandi frá því Ólafur Björnsson þýddi þrjár greinar, sem voru útdráttur úr bók Hayeks Leiðin til ánauðar í Morgunblað- inu árið 1945 og þar til Hayek kom hingað til lands árið 1980. Þýðing Ólafs olli nokkrum deilum, þegar hún kom út. Þá var Sjálfstæðis- flokkurinn í stjórnarsamvinnu við Sósíalistaflokkinn. Þjóðviljinn leit á þessar þýðingar og birtingu þeirra sem árás á stjórnarsam- vinnuna. í honum segir: „Það má Ný plata Björgvins: Á hverju kvöldi Á HVERJU kvöldi heitir þriðja sóló- plata Björgvins Halldórssonar þar sem hann blandar saman bæði eldfjörug- um og dreymandi lögum, en platan var tekin upp i London i samvinnu við brezka tónlistarmcnn og upptökustjór- ann Geoff Calver. Björgvin er um það bil að leggja af stað í hringferð um landið með nýrri hljómsveit og „Úllen dúllen dofr*, en siðan liggur fyrir löng tónlistarferð um Sovétríkin. A hverju kvöldi Björgvins Halldórssonar er sú plata hans að sögn útgefanda Fálkans, sem mest hefur verið vandað til. Björgvin fór vel útbúinn í upptök- urnar með tromp frá flestum okkar bestu lagasmiðum, eins og Gunnari Þórðarsyni, Jóhanni Helgasyni, Jó- hanni G. Jóhannssyni og Magnúsi Sigmundssyni. Auk þess var hann með fjögur erlend lög sem hann lét gera íslenska texta við. Eins og sjá má á laga- og texta- höfundum var ekki hastað í lagavali og aðeins valið „besta fóður" eins og þar stendur. Tónlistarmennirnir sem hjálpa til á plötunni eru allir enskir. Mike Macnaught lék á hljómborð og söng í vocoder auk þess að hánn gerði flestar útsetn- ingarnar, Louis Jardin lék á bassa- gítar, slagverk og prophet, sequenc- er og linn. Stuart Elliot þekkja ein- hverjir út 10 CC og Pilot til dæmis en hann lék á trommur. Ray Russell er gamalreyndur og góður gítarleik- ari sem hefur víða komið við sögu á undanförnum 20 árum í enska popp- inu og jazzinum. Og þeir Stan Sulzman, tenórsax og Derek Watk- in, flúgel-horn, eru mjög eftirsóttir blásarar í jazzinum og hafa leikið með flestum nafntoguðum jazzist- um í Bretlandi. Ken Freeman sér síðan um strengi og hljómborð. vel vera, að Morgunblaðið hafi ekki áttað sig á þessari lymsku- legu árás á stefnu ríkisstjórnar- innar, þegar henni var lætt inn á síður þess.“ Blaðið fer síðan óbeint fram á, að frekara framhald verði ekki á skrifum af þessu tæi. Sá, sem andmælti Ólafi af hvað skyn- samlegustu viti á þessum tíma, var Jónas H. Haralz. Það er lær- dómsríkt að sjá, hvað Jónas hefur haft að segja um frjálshyggjuna á þessum tíma. Hann segir um lýð- ræðið og séreignarskipulagið á einum stað: „Stjórnmálalegt lýð- ræði hlýtur fyrr en seinna að leiða til þess, að hinar fjölmennu stéttir þjóðfélagsins, sem í séreignar- skipulagi hafa ekki nein áhrif á rekstur atvinnufyrirtækjanna, krefjist íhlutunar á þessu sviði til að geta öðlast tryggingu fyrir at- vinnu sinni og afkomu. Þá verður annaðhvort að víkja, séreignar- skipulagið eða lýðræðið." Ólafur svaraði ádeilu Jónasar og benti á meðal annars, að miðstýrða hag- kerfið, sem Jónas taldi, að væri á næsta leiti, leiddi til kúgunar og frelsissviptingar, en séreignar- skipulagið hins vegar ekki. Hér verða þessi skoðanaskipti ekki rakin frekar, en mönnum ráðlagt að verða sér út um tímaritið til að skoða þau frekar. Birgir ísleifur Gunnarsson segir frá því, er hann og fleiri ungir menn stóðu fyrir fundum gegn ófrelsi og kommúnisma á sjötta áratugnum. Ragnar Ingimarsson fjallar um varnarmál íslendinga, og Halldór Guðjónsson gerir at- hugasemdir við stærðfræðilega framsetningu Ragnars Árnasonar á hagfræðilíkani fyrir starfsemi lífeyrissjóða. Hannes Hólmsteinn segir frá þingi Mont Pélerin-sam- takanna, sem haldið var í Stokk- hólmi um mánaðamótin ágúst- september í fyrra. Til viðbótar þessu, sem þegar hefur verið talið, eru í fyrsta og riðja heftinu bókadómar og þátt- urinn Fréttir úr hugmyndabarátt- unni. Annað hefti tímaritsins er frábrugðið öðrum, sem hafa verið gefin út. Það ber heitið Vopnabúr- ið í hugmyndabaráttunni og er bókalisti frá upphafi til enda, listi yfir bækur, sem fjalla um frjáls- hyggju eða beita sjónarmiðum hennar i glímu við hinar margvís- legustu spurningar. Það má taka svo til orða, að þetta sé nytsam- asta heftið, sem komið hefur út fram að þessu, því að það kemur að ómetanlegum notum, þegar og ef menn vilja kynnast viðhorfum f rj álshyggj umanna. Eitt einkenni á stjórnmálaum- ræðu síöustu ára er viðreisn við- horfa frjálshyggjunnar. Hún hafði ekki átt upp á pallborðið um nokk- urt skeið, og einhvern veginn var eins og borgaralegir menn hirtu ekki um að koma viðhorfum sínum nægilega vel til skila. Á þessu hef- ur orðið breyting og er Frelsið bezta dæmið um það i þessu landi. Davíð Oddsson orðar þetta svo í 1. hefti Frelsisins: „Það hefur stund- um verið að því fundið að lýðræð- issinnum og borgaralegum öflum sé ekki sýnt um að kynna málstað sinn og verði undir í því óstöðv- andi flóði af hvers konar vaðli, sem einmitt er rakinn til gamla Marx, reyndar stundum allt að því honum að ósekju. Stundum þarf ekki nema einn drifkraft til að snúa slíku dæmi við. Og það er ekki laust við, að menn hafi þóst finna fyrir slíkri driffjöður, vel spenntri, á siðustu árum. Og er það vel.“ Ánægjulegur sunnudagur í .j Hðm k. Við viljum minna ykkur á að útigrillið hjá okkun er f fullum gangi. Njótið góðs matar i' tæru hreinu lofti og fallegu umhverfi. Sértilboðin stórgóðu: Innifaliö kvöldveröur — morgun- veröur — hádegisveröur og aö sjálfsögöu gisting 390 kr. per mann. Gildir mánud., þriöjudag og miö- vikud. Á staðnum er: Gufubað — sólaríum — líkamsræktaraöstaöa — nudd (sértímar) — minigolf — báta- leiga — sjónvarp — video. Sætaferðir með Ingvari Sigurðssyni frá BSÍ ki. 2. JONAS ÞÓRIR leikur kl. 3 í dag og kl. 8 í kvöld. Ath. Viö hugsum um börnin og höfum sérstakan barnaleikvöll. Hugsaöu máliö, þú sórö ekki eftir degi í Valhöll. Slökum á. Sérstak- ur nuddari veröur á staönum, alla daga. Aöeins fyrir hótel- gesti. Sími 99-4080.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.