Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982
37
Securitas veitt undanþága til
hundahalds vegna eignavörzlu
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sínum i fyrrakvöld aö veita
fyrirtækinu Securitas, sem annast
eignavörzlu á höfuðborgarsvæðinu,
undanþágu frá reglum um hunda-
hald til reynslu i eitt ár. Samkvæmt
umsókn fyrirtækisins, hyggst það
nota varðhund við eignavörslu á at-
hafnasvæðum Hafskips i Norður-
mýri og við höfnina. Snarpar umræð-
ur urðu um málið í borgarstjórn, en
þar var það tekið upp eftir að erindið
hafði verið fellt í borgarráði sl.
þriðjudag.
Davíð Oddsson borgarstjóri
lagði til við borgarstjórn að
Securitas yrði veitt undanþága frá
banni við hundahaldi til reynslu í
eitt ár. I borgarráði fékk erindið
stuðning Alberts Guðmundssonar
og Ingibjargar Rafnar, gegn at-
kvæðum Öddu Báru Sigfúsdóttur
og Guðrúnar Jónsdóttur, en
Magnús L. Sveinsson sat hjá.
Þorbjörn Broddason sagði
óvenjulegan hroka í garð
borgaryfirvalda koma fram í um-
sókn Securitas, og hvatti til þess
að goldinn yrði varhugur við er-
indum þessa fyrirtækis í framtíð-
inni. Hann kvað forstöðumenn
Securitas menn ósjálfráða í orð-
um, og því mætti e.t.v gera ráð
fyrir að það væru þeir til æðis
líka. Hann kvaðst vantreysta þeim
til að hafa hunda á aðeins afmörk-
MARKVISS SKYNDIHJALP VIÐ MEÐVITUNDARLAUSA
ef hann
andar
og hinni um hokuna
Hökunni er sfðan ýtt
fram og höfuðið sveigt
eins langt aftur og unnt
er
Við það lyftist tungan
fram og öndunarvegur-
inn opnast Hlustið siðan
meö eyrað fast við nef og
munn hins meðvitundar-
lausa
Athugið hvort hmn slas-
aði er meðvitundarlaus
- talið við hann
- ýtið við honum
Athugið hvort hinn með-
vitundarlausi andar með
þvi að hlusta eftir andar-
drættinum eða leggja
aðra höndina á brjóst-
kassann og fmna hvort
hendurnar hreyfast fyrir
áhnf andardráttarms
Ondunarvegurinn er
opnaður með þvl að taka
annarri hendi um ennið
beitið blástursaðferðmni
uðum svæðum, og sagði hunda
vopn í höndum Securitas, rétt eins
og kylfur, táragas og skotvopn
væru vopn í höndum þeirra, sem
slík tól hefðu undir höndum. Hann
sagði að allt eins mætti búast við
að fyrirtækið teldi sig þurfa
skotvopn vegna öryggis annarra
eftir 1—2 ár með sama áfram-
haldi.
Þorbjörn kvaðst mótmæla því
að einhverjum aðila væru falin
völd til að siga hundum á fólk.
Hann sagði að samþykkt erindis-
ins yrði ávísun á aukið ofbeldi.
Hér væri um að ræða hundakyn
sem étið hefði börn og menn í öðr-
um löndum, og yrði að ganga út
frá því að slíkt gæti allt eins gerst
hér. Sagði Þorbjörn engar reglur
til um hvernig þessum hundum
yrði haldið, og vildi hann koma í
veg fyrir að menn yrðu fyrir árás-
um hunda yfir höfuð. Þorbjörn
sagðist hafa fyrir því heimildir að
fyrirtækið hefði haft hund við sín
störf frá í vetur, því væru þessir
menn lögbrjótar, og því ekki hætis
hót merkilegri en aðrir lögbrjótar.
Þorbjörn Broddason dró í efa að
almenn öryggisgæzla ætti að vera
í höndum einkaaðila, og spurði að
því hvers vegna þessir sjálfkjörnu
löggæzlumenn, eins og hann
nefndi starfsmenn Securitas,
þyrftu hunda meðan hin almenna
löggæzla, lögreglan, þyrfti þeirra
ekki við.
Davíð Oddsson sagði Securitas
ekki hafa leyfi til löggæzlu, og ef
starfsmenn fyrirtækisins yrðu
varir mannaferða á eftirlitssvæð-
um sínum bæri þeim að gera lög-
reglu viðvart, þeir hefðu ekki
heimild til aðgerða sjálfir. Því
væri ekki um það að ræða að veita
fyrirtækinu leyfi til að siga hundi
á fólk, hundarnir væru til þess að
vernda gæzlumannin fyrir því að
fyrir honum væri setið, hundar
skynjuðu úr mikilli fjarlægð ef
eitthvað óeðlilegt væri á seiði inn-
an gæzlusvæðisins, og gætu því
komið í veg fyrir að öryggisvörður
rati í aðstæður, sem reynzt gætu
honum hættulegar.
Jafnframt sagði Davíð, að á síð-
asta kjörtímabili hefðu tvær und-
anþágur frá hundahaldi verið
veittar, önnur til Tollvörugeymsl-
unnar, og hin til Hjálparsveitar
skáta. Hér væri því ekki um
hættulegt fordæmi að ræða.
Guðrún Jónsdóttir kvaðst hafa
greitt erindinu mótatkvæði þar
sem henni fyndist ekki koma fram
nógu mikil rök með nauðsyn
hunds í bréfi fyrirtækisins. Öryggi
varðanna mætti leysa með þvi að
hafa tvo verði í einu saman á þeim
svæðum, sem ætlunin væri að láta
hundinn leysa manninn af hólmi.
Ingibjörg Rafnar sagði það
sjálfsagðan rétt borgaranna að
verja eigur sínar með löglegum
aðgerðum. Hægt væri að fá þjón-
ustu lögreglunnar gegn greiðslum,
en mannafli lögreglunnar væri
slíkur að hún gæti ekki sinnt
störfum af þessu tagi.
Tillaga borgarstjóra um undan-
þágu til reynslu í eitt ár var sam-
þykkt með atkvæðum borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins og at-
kvæði Jósteins Kristjánssonar
fulltrúa Framsóknarflokksins,
gegn atkvæðum borgarfulltrúa
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks,
Kvennaframboðs og atkvæði
Gerðar Steinþórsdóttur borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins.
„Ég fagna þessum málalokum.
Hundar skapa okkar mönnum
mikið öryggi á þessum tilteknu
svæðum og við erum staðráðnir í
að sýna fram á, að þessir hundar
eru hinum almenna borgara
hættulausir," sagði Jóhann Óli
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Securitas, í samtali við Mbl.
Námskeið í skyndi-
hjálp í Kópavogi
Rauða-krossdeild Kópavogs gef- að veita sem mesta verklega
ur bæjarbúum og öðrum sem hafa þjálfun með raunhæfum verk-
áhuga kost á námskeiði í almennri efnum. Einnig verða sýndar
kvikmyndir um blásturs-
aðferðina og áhrif kulda á
skyndihjálp
Námskeiðið verður í Víghóla
skóla og hefst miðvikudaginn 7. mannslíkamann.
júlí kl. 20.00. Það verður 5 kvöld,
samtals 12 tímar. Þátttaka til- Þess má geta að námskeiðinu
kynnist í síma 41382 kl. 19—21 lýkur með verkefni sem er hægt
þann 6. júlí
Á námskeiðinu verður reynt og iðnskólum.
Bretland:
að fá metið í fjölbrautaskólum
Tilvinaog
kunningja í
KÁNADA
J 23. júlí - 5. ágúst.
Tveggja vikna ferð í beinu leiguflugi til Winnipeg. íslendingadagur-
inn í Gimli 2. ágúst með tilheyrandi hátíðarhöldum. Leiguflugið
lækkar verðið!
Enn boðað verkfali
hjá járnbrautunum
I/ondon, 1. júlí. AP.
NÝ VERKFÖLL hjá bresku járn
brautunum eru nú yfirvofandi og að
þessu sinni eru það lestarstjórar,
sem hóta ótímabundinni vinnustöðv-
un frá miðnætti aðfaranótt sunnu-
Borgarstjórn:
Varamaður
í útgerðar-
ráðileystur
frá starfi
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
féllst á það á fundi sínum sl.
fimmtudagskvöld að verða við ósk
Stellu Stefánsdóttur og veita henni
lausn frá starfi varamanns í útgerð-
arráði. Stella var kosin varamaður í
útgerðarráð af V-lista.
Jafnframt samþykkti borgar-
stjórn tillögu Guðrúnar Jónsdótt-
ur borgarfulltrúa Kvennafram-
boðsins um að Guðbjörg Benja-
mínsdóttir yrði kjörinn varamað-
ur í stað Stellu.
dags. Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra, skoraði í dag á lest-
arstjórana að íhuga afieiðingarnar af
verkfallinu fyrir þjóðina en ef af
verður er það i annað sinn á fimm
dögum, að allar járnbrautasamgöng-
ur leggjast af í Bretlandi.
Deila lestarstjóranna við
stjórnvöld snýst ekki eingöngu um
launakjör heldur einnig um þá
ákvörðun stjórnar járnbrautanna
að breyta vinnutilhögun og draga
nokkuð úr þjónustunni en lestar-
stjórar segja, að það muni hafa
uppsagnir í för með sér. Formaður
félags þeirra kvaðst í dag hafa
fram að færa „athyglisverðar til-
lögur" í deilunni en fulltrúi stjórn-
arinnar sagði, að ekki yrði sest að
samningaborði fyrr en verkfallinu
hefði verið aflýst.
Embættismenn segja, að ný
stöðvun ríkisjárnbrautanna gæti
haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir
þær. Árlegt tap á þeim nemur um
3630 milljónum kr. ísl. þrátt fyrir
opinbert framlag upp á nærri 15
milljarða kr. Michael Foot, leið-
togi Verkamannaflokksins, sagði á
þingi í dag, að enn eitt verkfallið
hjá járnbrautunum myndi hafa
„skelfilegar afleiðingar fyrir
járnbrautirnar og landið allt“ og
skoraði á Thatcher að gera hvað
hún.gæti til að leysa deiluna.
2 BÆNDAFERÐ
Skipulögð af Agnari Guðnasyni
Við efnum til sérstakrar bændaferðar um Kanada í tengslum við
Winnipegflugið 23. júlí - 5. ágúst. Víða verður komið við á búgörðum
og öðrum athyglisverðum stöðum fyrir landbúnaðarfólk og að sjálf-
sögðu farið á íslendingadaginn.
3 HÓPFERÐ í SAMVINNU VIÐ
ÞJÓÐRÆKNISFÉLÖGIN
26. júlí -16. ágúst.
Stórglæsileg hópferð sem skipulögð er í samvinnu við þjóðræknis-
félögin. Flogið er Toronto og síðan áfram til Winnipeg og Calgary, en
á öllum þessum stöðum er dvalist í nokkra daga og efnt til ýmissa
ferða um gamalgróin íslendingahéruð, auk þess sem ekið er um
gullfallegt landslag Kanada yfir til Klettafjallanna og víðar.
íslendingadagurinn í Gimli, opnun „STEPHAN G. STEPHANSEN
HÚSSINS” o.m.fl.
Flug, gisting, rútuferðir og íslensk fararstjórn á einu heildarverði.
Þetta er ferð sem lengi verður í minnum höfð.
Aðeins örfá sæti laus , „ -Alvnar-bað er
09 Þú
heldur’.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899