Morgunblaðið - 04.07.1982, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULI 1982
Minning — Hans
Elif Johansen
Kæddur 7. mars 1933
I)áinn 25. júní 1982
Hans fæddist á Akureyri. En
þar bjuggu foreldrar hans, þau
Marta Jóhannsdóttir hjúkrunar-
kona og Freidar Johansen bryti,
norskrar ættar. Eignuðust þau
fjögur börn, þrjá drengi og eina
stúlku, Erlu, sem látin er. Eftir
lifa bræðurnir tveir, Svanur bú-
settur í Kaupmannahöfn og Gunn-
ar búsettur í Noregi. Marta móðir
þeirra er á lífi og dvelur á heilsu-
hæli í Kaupmannahöfn.
Þegar Hans var 7 mánaða, tók
móðuramma hans hann til sín í
fóstur. Marta var þá í hjúkrunar-
námi. Um tíma var Hans með
móður sinni að nýju, en fór til
ömmu sinnar aftur og lágu leiðir
þeirra saman, þar sem Guðný
amma fóstraði hann til manns.
Stóð heimili þeirra í smiðjunni í
fjörunni á Akureyri.
Hans var mjög laginn maður og
lágu allir hlutir opnir fyrir hon-
um. Fór hann til Texas í Banda-
ríkjunum og lærði þar flugvirkj-
un. Aflaði hann sér menntunar
sem opnaði honum dyr í lífsbar-
áttunni, vegna framúrskarandi
hæfni. Það var þó ekki á sviði
flugvéla, heldur á öðrum vett-
vangi.
Hans gekk mikið gæfuspor er
hann giftist Hrafnhildi Tómas-
dóttur. Stóð heimili þeirra í
Reykjavík og Kópavogi. Börn
þeirra eru tvö, Guðrún og Örn.
Hrafnhildur bjó manni sínum
mjög fagurt heimili, sem Hans
kunni að meta og virða. Gestrisni
og kærleikur voru auðsæ, er
mættu öllum er þar bar að garði.
Nú við sóistöður á hásumri, hef-
ur skjótt brugðið sólu. Hans er all-
ur aðeins 49 ára gamall. Harmur
er kveðinn að öllum ástvinum
hans.
Ég, amma hans og fósturmóðir,
vil með þessum línum kveðja
drenginn minn og þakka honum
allt er hann sýndi mér. Hann olli
mér aldrei vonbrigðum. Eftir að
árin færðust yfir mig, þá sýndi
hann mér enn frekar nærgætni og
kærleika. Kona hans Hrafnhildur
studdi hann drengilega í því.
Um síðustu jól var ég á heimili
þeirra og naut alls hins besta er
t
Konan min og móðir okkar,
GUDRUN STEFÁNSDÓTTIR,
Lönguhlíð 21,
andaöist 27. júni í Landspitalanum. Útförin veröur í Fossvogskirkju
þriöjudaginn 6. júlí kl. 13.30.
Pélmi Guömundsson,
Guömundur Pálmason,
Garöar Pálmason,
Guörún Árnadóttir.
SpeMHUHti
hæhlco
Brunabillinn
sem týnaist
Bókaflokkurinn,,Skáldsaga um glæp” eftir
Maj Sjöwall og Per Wahlöö nýtur víða um
heim virðingar fyrir vandaða framsetningu
og æsispennandi en raunverulegan söguþráð.
Allar eldri bækur lögreglusagnaflokksins eru
nú fáanlegar. Sögurnar eru sjálfstæðar hver
um sig en ávallt eru Martin Beck og félagar
hans í rannsóknarlögreglu Stokkhólms-
borgar í sviðsljósinu.
Góðar bækur
í útileguna og útlöndin.
Mál IMI og menning
hægt er að bjóða upp á. 7. janúar
sl. náði ég því að verða 90 ára.
Ekki kom annað til greina en að ég
væri á heimili Hans og Hrafnhild-
ar. Fjöldi gesta heimsótti mig
þann dag og var þeim öllum tekið
af rausn og myndarskap.
Þá var hægt að sjá að hverju
stefndi með heilsu hans, þó vonað
væri það besta. Hans lét ekkert
skyggja á, var lífsglaður og gladdi
alla með ljúfleika og elsku sinni,
sem var honum svo meðfædd.
Hans var dulur og flíkaði ekki
tilfinningum sínum. Trú hans á
Jesúm Krist var einlæg. Nýtur
hann hennar nú í öðrum heimi,
fyrir náð og verðskuldan Jesú
Krist. Blessuð veri minning hans.
Guðný Guðjónsdóttir
+
Maðurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi,
DIÐRIK G. HELGASON,
múrarameistari,
Blönduhlíö 26,
lést 23. júní. Útför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Helga Ólafsdóttir,
Ólafur Diöriksson, Mólfríöur Guösteinsdóttir,
Theodór Diöriksson, Edd» Kristinsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar, +
INGIBJÖRG SIGUROARDÓTTIR, fyrrum húsmóöír Holtsgötu 3, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi, mánudaginn 5. júlí
kl. 3 síðdegis. Guöjón Krístinsson, Siguröur Ingi Kristinsson, Sigrún Kristinsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi,
HANS ELIF JOHANSEN,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. júlí kl. 1.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Hrafnhildur Tómasdóttir,
örn Johansen,
Guðrún Johansen
barnabörn og aörir vandamenn.
+
Elskulegur faöir, tengdafaöir, afi og langafi,
HALLBJÖRN ÞÓRARINSSON,
trésmiöur,
Reynimel 84,
verður jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 5. júlí kl. 3.00.
Blóm afþökkuö.
Fyrir hönd aöstandenda.
Guðlaug Hallbjörnsdóttir.
Faöir okkar, tengdafaöir, fósturfaöir, afi og langafi,
ARNKELL INGIMUNDARSON,
fyrrv. verkstjóri,
Ægisíóu 113,
veröur jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 5. júlí kl. 13.30.
Jarðsett verður í kirkjugaröinum viö Suöurgötu.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Kristniboös-
sambandiö, Amtmannsstíg 2B.
Gunnar Arnkelsson,
Benedikt Arnkelsson,
Sverrir Arnkelsson,
Jakobína U. Arnkels-Webb,
Gíslí Arnkelsson,
Júlíana Rut Sigurósson,
Sigríöur Símonardóttir,
Samúel Arnkels-Webb,
Katrín Þ. Guölaugsdóttir,
Sævar Siguróason
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móöir okkar og tengdamóöir,
HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hagamel 36,
sem lést í elliheimilinu Grund, þriöjudaginn 22. júni, veröur jarö-
sungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. júlí kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á minningarkort Elll-
og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Fyrir hönd bræöra og annarra vandamanna hinnar látnu.
Siguröur Þ. Guömundsson,
Ástríöur Guömundsdóttir,
Hólmfríóur Guömundsdóttir,
Gylfi Guömundsson,
Þorbjörg Guömundsdóttir,
Geröur G. Bjarklind,
Ingvar Emilsson,
Árni Þ. Þorgrímsson,
Ása H. Hjartardóttir,
Baldvin Arsælsson,
Sveinn A. Bjarklind.