Morgunblaðið - 04.07.1982, Qupperneq 44
r
Gkkm ikif’inn!
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
Fæðingum
fjölgar
FÆÐINGUM á Fæðingardeild
Landspítalans hefur fjölgað um
meira en 100, á fyrra helmingi
þessa árs, miðað við sama tíma í
fyrra. I ár eru skráðar 1254 fæð-
ingar til miðnættis 30.6. en voru í
fyrra 1147.
Sex háhyrningar
fangaðir í haust
,,VIf) IIÖFIJM fengið leyfi til þess
að fanga sex háhyrninga og munum
gera það þegar síldveiðar hefjast í
haust,“ sagði Jón Gunnarsson, for-
stjóri Sædýrasafnsins í Hafnarfirði, í
samtali við Mbl. Háhyrningarnir
verða fangaðir fyrir handaríska aðila
og verða fluttir vestur um haf með
flugi. I'rjátiu háhyrningar hafa verið
fangaðir fyrir erlenda aðila frá 1976.
— Verður Sædýrasafnið opið
almenningi í sumar?
„Hverfandi líkur eru á að Sæ-
dýrasafnið verði opnað almenn-
ingi í sumar. Það er ekki grund-
völlur fyrir rekstrinum og vilji
virðist ekki fyrir hendi af hálfu
opinberra aðila, að styðja við bak-
ið á safninu. Dýrin eru þar ennþá
og ég er ekkert farinn að huga að
því, hvernig best verður að ráð-
stafa þeim, ef svo fer sem horfir
að Sædýrasafninu verði lokað,"
sagði Jón Gunnarsson.
LAGT Í’ANN
Morgunblaðið/ Kristján Einarsson
Margir leggja land undir fót um þessar mundir í sumarblíðunni og það hefur aukizt á undanfórnum árum að menn fari í gönguferðir, yfirgefi bíla sína
til þess að stuðla að aukinni rækt líkama og sálar.
Morgunbladið/ KÖE
Aðeins einn og einn
karl með sæmilegt
— segir Björn Guðjónsson um grásleppuvertíðina
„ÞAD KK ekkert fiskirí eins og er
og ef litið er á heildina er þessi
grásleppuvertíð mjög léleg. Það er
bara einn og einn karl, sem fær
sæmilegan afla og sjálfur er ég
ekkert óánægður því ég bjóst ekki
við neinu," sagði Björn Guðjóns-
son, stjórnarformaður Samtaka
grásleppuhrognaframleiðenda, í
spjalli við Morgunblaðið.
Björn sagðist ekki vilja gefa
upp afla sinn að þessu sinni.
Hann réri frá Grímsstaðavör-
inni og hefði stundað gráslepp-
una síðan hann myndi eftir sér
og væri nú orðinn rúmlega sex-
tugur. Sagði hann að það væri
ekkert einsdæmi þó veiði dytti
niður á köflum og væri hann
ekkert hræddur um að gráslepp-
an væri að hverfa. Veiðin hyrfi
oft um þetta leyti en gysi síðan
upp aftur. Hann vissi af því að
menn, sem verið hefðu að kafa á
þessum slóðum, hefðu séð mikið
af fiski við botninn og mikið af
fallegri grásleppu væri á ferð-
inni. Það þyrfti bara einhverjar
breytingar á sjónum og sjávar-
lagi til þess að hún fengist. Ver-
tíðinni ætti síðan að ljúka þann
18. þessa mánaðar, yrði hún ekki
framlengd og það væri bara að
bíða og vona að þetta lagaðist.
Björn sagðist venjulega keyra
út í þrjá stundarfjórðunga og
legði netin í kantana utan
Skerjafjarðarins. Hann væri
með 140 net í sjó og verkaði
einnig alltaf ögn af grásleppunni
og hengdi hana upp. Það væri
herramannsmatur, sem margir,
jafnt ungir sem gamlir, væru
mjög sólgnir í. Annars væri það
að fara minnkandi að menn
nenntu að eyða tímanum í þetta.
Þeir hefðu frekar fleiri net í sjó
og eyddu ekki svefntímanum í
verkunina.
Iceland Seafood í Bandaríkjunum:
19% samdráttur í sölu
frystra fiskflaka í ár
SALA FISKS í dollurum hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum fyrstu 6
mánuði þessa árs hefur aukizt um 1% miðað við sama tímabil á siðasta ári.
9% aukning hefur orðið i magnsölu á framleiddum vörum, en í sölu frystra
flaka hefur orðið 19% samdráttur, að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Hann sagði, að verðmismunur á
5 punda pakkningum væri frá 30
upp í 60 cent og hefði því hlutdeild
fyrirtækisins á markaðnum
minnkað á síðustu mánuðum. Á
sama tíma hefði Kanadamönnum
einnig tekist að auka gæði fram-
leiðslu sinnar og væru þeir því
orðnir erfiðari keppinautar en áð-
ur, auk þess hefði orðið samdrátt-
ur í framleiðslu frystra flaka hér
heima. Þá hefði verð verið hækkað
á íslenzkum flökum fyrir ári og þá
dró úr sölunni. Hvort sem um væri
að kenna framleiðsluminnkun eða
verðhækkun, væri það staðreynd
að við hefðum misst mikinn hluta
markaðarins og erfitt yrði að ná
honum aftur.
Þá sagði Guðjón að það væri
mjög mikil verðsamkeppni á mat-
vælamarkaðnum og efnahagslíf í
Bandarikjunum einkenndist af lít-
illi eftirspurn og mikilli deyfð. Þá
hefðu tvö af stærstu kanadísku
fyrirtækjunum sameinað sölu-
starfsemi sína í Bandaríkjunum
og gerði það samkeppnina enn erf-
iðari. Þá bæri að geta þess að
niðurgreiðslur og rikisaðstoð til
kanadískra fyrirtækja væri mjög
mikil og gerði það þeim því mun
auðveldara með að komast inn á
markaðinn.
Sagði Guðjón að eina leiðin
fyrir íslenzku fyrirtækin væri að
þrauka þar til Kanadamenn kæmu
niður á jörðina og halda áfram
mestu gæðunum og stöðugu fram-
boði. Hann teldi það mjög óheppi-
lega farið að hengja upp svona
mikla skreið og það hefði kannski
einnig sett niður gæðastaðla á
þorskflökum.
Byrjuiuaríramkvænid-
ir við Oshlíð í haust
„MEININGIN er að færa Óshlíðarveginn fjær hlíðinni og gera rás á milli
vegarins og hlíðarinnar. Það verður byrjað eitthvað á þessu verki í haust, en
fjárveitingin til verksins, 3 milljónir króna, nægir eingöngu til lítils brots af
heildarframkvæmdunum," sagði Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræðingur Vega-
gerðar ríkisins, er Mbl. spurði hann hvenær hafist yrði handa við endurbætur á
Óshlíðarveginum milli ísafjarðar og Bolungavíkur, en eins og sagt var frá í Mbl.
í gær eru Bolvíkingar flemtri slegnir vegna slyssins sem varð á veginum i
fyrradag, er skriða féll á bíl með þeim afleiðingum að kona stórslasaðist.
Á bæjarstjórnarfundi í Bolung-
arvík kvöldið fyrir slysið var Óshlíð-
arvegurinn til umræðu. Var þar
samþykkt samhljóða áskorun á
vegagerðina um að hreinsa tafar-
laust stalla, sem gerðir hafa verið í
hlíðinni á nokkrum stöðum fyrir
ofan veginn í þeim tilgangi að taka
við hruni. Bolvíkingar segja stalla
þessa ekki hafa verið hreinsaöa
lengi. Vegagerðarmenn hafa svarað
því til að stallarnir verði hreinsaðir
í haust um leið og framkvæmdir
hefjist við veginn.
Álþingi samþykkti í vetur sér-
staka fjárveitingu til svonefndra
Ó-vega, þ.e. Óshlíðar, Ólafsvík-
urennis og Ólafsfjarðarmúla. Að
sögn Jóns er hér aðeins um byrjun-
arfjárveitingar að ræða og verða
framkvæmdir hafnar við Oshlíðar-
veg og Ólafsvíkurenni í haust, en
eingöngu unnið að rannsóknum við
Ölafsfjarðarmúla. Til Ólafsvík-
urennis eru ætlaðar 6 milljónir
króna, en hugmyndin er að leggja
þar nýjan veg niðri í fjöru.
Jón sagði að hugmyndin væri að
núverandi vegur við Öshlíð yrði að
mestu leyti endurbyggður, þó yrði
hann heldúr lækkaður og breikkað-
ur eins og fyrr segir. Aðspurður um
á hvaða kafla vegarins yrði byrjað
sagði hann að reiknað væri með að
byrja nokkru innar en þar sem slys-
ið varð á föstudag, þó væru allir
möguleikar á að breyta því, ef talin
væri meiri nauðsyn á að byrja ann-
ars staðar.