Morgunblaðið - 23.07.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982
39
HUSBUNADUR
Sófinn er fré því um aldamót og skápurinn er u.þ.b. 100 áre. Postulíniö er hinsvegar ekki gamalt en framleitt
í þessum gamla stíl.
Mikilvægt
að hafa mátu-
legt rakastig
í húsum,
því ef hitinn er
of mikill og þurr,
fara öll húsgögn
illa hvort sem
þau eru
gömul eða
ný.
sinnum fengiö merkta muni, en þá
eru þeir merktir þeim sem smíö-
uöu þá.“
— Hvernig varóveitast avo
þessi gömlu húsgögn best?
„Þaö þarf aö fara vel meö þau
eins og öll önnur húsgögn. En þaö
sem fer verst meö gömul og ný
húsgögn í dag er of lítið rakastig í
flestum íslenskum húsum. Hitinn
er alltof mikill og þurr. Þetta fer illa
meö bæöi olíumálverk og hús-
gögn, húsgögnin fara gjarnan á
límingunni, hvort sem þau eru
gömul eöa ný.“
Af Hverfisgötunni höldum viö á
Laufásveginn og hittum þar fyrir
Magneu Bergmann í verslunlnni
Antikmunum.
„Ég hef veriö meö verslunina
hérna í um 6 ár, en áöur var ég á
Týsgötunni og er nú reyndar aö
opna þar aftur. Flest kaupi ég frá
Danmörku, þaö er erfitt aö fá hús-
gögn á góöu veröi hér innanlands,
fólk vill fá svo mikið fyrir þau. Ég
kaupi helst smádót hér innan-
lands. Áður en ég byrjaöi að versla
meö antikmuni hérlendis, var ég
meö forngripaverslun úti í Kaup-
mannahöfn. Þá keypti ég yfirleitt
flest beint af eigendunum og vissi
jafnvel eitthvaö um sögu hlutanna.
Þaö kom líka oft fyrir aö maöur
keypti heilu dánarbúin, spuröí
gjarnan hvaöan hlutirnir höföu
komiö í búiö og gat fylgst betur
meö þessu en hægt er núna.“
Þarna ægir ýmsu saman. Ljósa-
krónum, sem Magnea segist hafa
fengiö úr dönskum kirkjum, ruggu-
stólum, skrifborö eru þarna nokk-
ur, borö og skápar, klukkur og
loftvogir, postulín og silfurplett.
Við spyrjum hvort klukkurnar séu
allar í lagi. Magnea segir aö þaö sé
ótrúlega gott verk í flestum þess-
um gömlu klukkum.
„Eg fer alltaf meö klukkurnar til
úrsmiös til aö láta hann líta á þær.
Klukkan þarna á veggnum er t.d.
um tvö hundruö ára gömul, en al-
veg í fullkomnu lagi. Hann hefur
sagt mér þaö úrsmiðurinn aö þaö
sé endalaust hægt aö gera viö
þessi gömlu úrverk.“
Magnea segist ekki hafa nema
hluta af þeim húsgögnum sem hún
sé meö á boöstólum í versluninni,
hitt þurfi aö vera í geymslu. En
hvaöa hlutur skyldi vera elstur hér
í búöinni?
„Ætli þaö sé ekki þessi gamla
brúöarkista þarna, en hún er frá
því um 1830. Annars eru margir
hlutanna hérna um tvö hundruð
ára gamlir og einnig er mikiö frá
því í kringum aldamótin.“
Magnea segir, aö viöskiptavin-
irnir séu á öllum aldri en mest er
þó um ungt fólk, líkt og hjá starfs-
systrum hennar viö Hverfisgötuna.
„Fólk kemur líka mikiö hingaö til
aö athuga hvort þaö geti fengiö
eitthvaö inn í gömul postulínssett,
en ég er meö heilmikið af þeim
hérna.“
Móskarðshnúkar
Móskarðshnúkar nefnist sá
hluti Esjunnar, sem austast
liggur, en milli þeirra og Skála-
fellsins er Svínaskarð. Hnúkarn-
ir sjálfir eru auðþekktir vegna
lits og lögunar. Hinn ljósbleiki
litur vekur athygli vegfarandans
en blekkir oft á tíðum því það er
eins og sólin skíni alltaf á Mó-
skarðshnúka, þótt veðurstofan
segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli
þeirrá eru grunn skörð. Þunnur
klettahryggur tengir þá við meg-
infjallið en hann liggur milli
tveggja dalabotna, Þverárdals að
sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli
Kjósar og Mosfellssveitar um
Svínaskarð og um skarðið fór
fjöldi ferðalanga úr fjarlægum
landshlutum, en það breyttist
þegar akvegurinn var lagður
vestur fyrir Esjuna skömmu eft-
ir 1930.'
Ganga á Móskarðshnúka er
auðveld og er venjulegast gengið
á þá að sunnan. Þá er ekið að
Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og
gengið þaðan eftir gömlu götun-
árdals og Eyjadals og vestur á
Esjuna. Krækt fyrir botn Þver-
árdals, gengið á Hátind (909 m)
og haldið síðan niður Þverár-
kotsháls að Hrafnhólum. Þessi
leið er bæði fjölbreytt og falleg,
og veitir víðari sjóndeildarhring
en Móskarðshnúkar einir. Þó er
rétt að hafa það í huga, að þessi
gönguleið tekur meginhluta
dagsins, ef farið er rólega og án
alls óðagots.
En hvernig mynduðust Mó-
skarðshnúkar og hvers vegna
eru þeir frábrugðnir öðrum
nærliggjandi fjöllum bæði að lit
og lögun? Jarðvísindamenn
segja að Esjan sé mynduð við
eldsumbrot fyrir 2'/i—3 millj.
árum. Fyrir um 2 milljónum ára
var stór og mikil askja fyllt
vatni á svæði sem nú er á milli
Skálafells, Móskarðshnúka,
Þverárkotsháls og allt suður
undir Grimmannsfell. Á börm-
um þessarar öskju voru tíð eld-
gos og þá mynduðust Móskarðs-
hnúkar. Þeir eru því fornar
eldstöðvar myndaðir úr líparíti,
en það berg gefur þeim Ijósa lit-
um áleiðis að Svínaskarði.
Skammt fyrir norðan bæinn
liggur leiðin yfir Skarðsána.
Hún er ekki mikil að jafnaði svo
auðvelt er að stikla yfir hana á
steinum. Mörgum hættir til að
taka stefnuna beint á hnúkana
eftir að komið er yfir ána. Sú
leið er vel fær, en þó er léttara
að ganga áfram eftir götunni
uns komið er að gili, sem liggur
niður frá hnúkunum. Farið er
yfir það, en síðan upp með því að
austanverðu og stefnt beint i
skarðið milli tveggja austustu
hnúkanna.
Úr skarðinu ér létt að ganga á
austasta hnúkinn, en hann er
hæstur (807 m) og af honum er
besta útsýnið. Ekki er mikið víð-
sýni af Móskarðshnúkum, nema
helst til austurs og suðurs, því
fjöll kreppa að til annarra átta,
svo minna er þar að sjá en vænta
mætti.
Um fleiri en eina leið má velja,
þegar halda skal tii baka. Senni-
lega liggur leið flestra af aust-
asta hnúknum niður skriðurnar
og ofan í Svínaskarð (það er í 481
m hæð) og ganga gömlu götuna
til baka. Þetta er mjög þægileg
leið og falleg. En ef tíminn er
nægur er sjálfsagt að lengja
leiðina nokkuð og ganga þá vest-
ur hnúkana áleiðis að Esjunni.
Þá eru efstu brúnir hnúkanna
þræddar og eykur það ekki síst á
tilbreytinguna. Síðan er gengið
yfir klettahrygginn milli Þver-
Spölkorn
'JT7
út í buskann
Eftir Tómas
Einarsson
inn og gerir þá svo auðkennda,
sem alkunnugt er. En síðan hafa
ísaldarjöklarnir, frost, vatn og
vindar máð burtu þessi fornu
eldvörp að mestu og gefið fjall-
inu þá lögun, sem það hefur í
dag.
Með skarpskyggni sinni og
nútímatækni hefur vísinda-
mönnum okkar tekist að ráða
þessar rúnir. En um leið hafa
þeir veitt okkur óbreyttum leik-
mönnum tækifæri til að gefa
hugarfluginu lausan tauminn
meðan við fetum okkur áfram
áleiðis að áfangastað.