Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 55 Hvað dvelur Orminn langa? Sigurbjörn Ketilsson, Ytri- Njarðvík, skrifar 17. júlí: „Hinn 4. marz sl. lét Áki Gránz, núverandi forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, Morgunbl. hafa það eftir ser í viðtali, að lengur yrði ekki unað við þá „hávaðamengun", sem hlytist af flugi bandarískra herflugvéla yfir bæjum og byggð- um á Suðurnesjum. Áki skýrði ekki nánar, hvernig hann hygðist framkvæma þetta þrifaverk fyrir Suðurnesjamenn, lét sér aðeins nægja að taka munninn fullan: Þetta verður bara ekki þolað lengur. Þar sem maðurinn hefur ekki hingað til verið talinn byltingar- sinnaður og mun að sjálfsögðu ekki ráða yfir þeim tólum eða mannafla, sem geri honum kleift að standa við hótanir sínar með valdi hins sterka, þá má gera ráð fyrir að samningaleiðin sé sú eina færa af hans hálfu. Nú væri forvitnilegt að vita meira og Áki er hér með beðinn að upplýsa án tafar: Hvernig ganga samningatilraunir hans við Bandaríkjamenn um breytta notk- un flugbrautanna, þannig að um- rætt flug geri ekki okkur Njarð- víkingum lífið eins leitt og það hefur gert öðru hvoru sl. 30 ár? Eða hvað dvelur Orminn langa? Svo virðist sem málaleitan hans og hótanir hafi iítinn árangur bor- ið, sbr. skrif í Dagbl. og Mbl. um þjóðhátíðarhöld Njarðvíkinga 17. júní sl. og ótvíræða „hávaða- mengun" nú dag hvern. Hafa Bandaríkjamenn farið eft- ir tillögum Áka um hönnun nýju flugrautanna? Ef ég man rétt, gaf hann í skyn í umræddu viðtali, að auðvelt væri að breyta stefnu flugbrautanna frá því sem áætlað hafði verið, sem þýddi að við Njarðvíkingar losnuðum við „hávaðamengunina". Þess er að vænta, að Áki láti það verða eitt af forgangsverkefn- um sínum að upplýsa kjósendur sina og aðra Njarðvíkinga um gang þessa máls.“ Þessir hringdu . . . Er þetta nægilegur stuðningur? 8355—9853 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að bera upp fyrirspurn varðandi rétt einstæðra mæðra. Þannig er mál með vexti, að mæðralaun eru nú 127 kr. á mánuði. Meðlag er 1.019 kr. á mánuði. Og þá er það fyrirspurn- in: telja ráðamenn okkar þetta nægilegan stuðning við einstæð- ar mæður, t.d. ungar stúlkur sem hafa verið „svo óheppnar" að eignast barn, meðan þær eru enn í skóla? Mundi heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðuneytið vilja svara þessu? Bara uppþorn- aðar múmíur? Helga Guðjónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil taka undir orð Sigríðar sem birtust í dálkum þínum 20. þ.m. og fjölluðu um útvarps- dagskrána. Halda stjórnendur Útvarpsins að fullorðna fólkið, sem er farið að draga sig út úr skemmtanahringiðunni, sé bara uppþornaðar múmíur? Ég sat al- ein heima síðastliðið laugar- dagskvöld, og það var litla af- þreyingu að hafa í útvarpinu. Þó tók nú fyrst steininn úr, þegar Árni Björnsson byrjaði um mið- nættið. Að bjóða hlustendum upp á slíkt á laugardagskvöldi er móðgun við hlustendur, en Árni þykist vist vera að varðveita sálarheill okkar gamla fólksins. Meðferðar- hæfur en ekki læknanlegur Tómas A. Tómasson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi vegna tveggja smá- greina, sem birtust í dálkunum hjá þér með stuttu millibili, eftir Halldór á Kirkjubóli og Steinar Guðmundsson, þar sem þeir spinna út af misskilningi blaða- manns hjá Dagblaðinu i viðtali við Frank Herzlin, lækni á Freeport-spítalanum, sem birt- ist í því blaði 13 þ.m. Þar er á ferðinni augsýnilegur misskiln- ingur blaðamannsins á enskri tungu. Hann heldur að verið sé að tala um „læknanlegan" sjúk- dóm, þegar Herzlin notar lýs- ingarorðið „treatable". Ef lækn- irinn hefði ætlað að gera alkó- hólisma læknanlegan, sem hann gerði vissulega ekki, hefði hann notað lýsingarorðið „cureable". Hann sagði að alkóhólismi væri meðferðarhæfasti sjúkdómur, sem hægt væri að hugsa sér. Þetta hefur valdið leiðum mis- skilningi, sem er síst í anda Herzlins. Sæll er sá sem gott gerir Nauta T-bone steik Nauta-grillsteik Nauta-bógsteik Nauta-snitzel Nauta-gullach Nauta Roast-beef Nautahakk 10 kg. Nautahamborgari Nautabuffsteik Nauta Turn-bauti Lambagrillsneiöar Lambaframhryggur í Lambageiri Lambaherrasteik Lambarif marineruð Okkar Skráð verð verð 95,00 118,00 64,00 72,00 64,00 72,00 183,00 215,00 148,00 169,00 159,00 185,00 79,00 115,00 8,00 10,40 165,00 186,00 215,00 244,00 79,00 „ B-A 69,00 97,50 115,00 79,00 88,00 28,00 37,00 Útbúum ÞAÐ BEZTA m A GRILLIÐ Svínalundir <244—289 Svínakótelettur 174—199 heila lambaskrokka á grilliö ABENDING: Svo stórar steikur sem hér er sagt frá er ekki hægt aö steikja á venjulegu garðgrilli heldur miklu frekar á hlóöum sem búa má til utan dyra við hús sin, eins og þaö sem sést á meðfylgjandi mynd. Ef geyma á lambakjötiö eitthvaö eftir steikingu verður aö halda því heitu i ofni, þvi miövolgt glóöarsteikt kjöt er ekki sérlega spennandi. Glóöarsteikt kjöt verður alltaf að vera vel heitt. SERTILBOÐ GÓÐ MATARKAUP t pantiö itíman'eðS Nýtt hvalkjöt 27,00 Lambalifur 29,00 Ódýra baconið 75,00 Nýrlax1/1 99,00 Lax í sneiðum 138,00 Rúllupylsa 40,00 OPIÐ í HÁDEGINU OPIÐ Á FÖSTUDÖGUM TIL KL. 7 Kjötbúðingur" ’ 46, Heimalöguð lifrarkæfa 68, Kindahakk 38, Folaldahakk 36, Kálfakótelettur 46, Kálfahryggir 38, Sannfærandi? „He hæ, Vclvakandi! Ég er tólf ára og á heima fyrir norðan. Ég tók þátt í að hjóla í kringum landið og fékk í staðinn voða flott nælumerki. Á framhlið þess stendur stórum stöfum EFL- UM ÍSLENSKT! en á bakhlið þess er áletrun með smáum stöfum sem gefur til kynna, að merkið sé dönsk framleiðsla. Sannfærandi? Torfi.“ GÆTUNI TUNGUNNAR Oft er sagt: Svo var til forna. Naumast verður það kallað rangt, þó komið sé úr dönsku. En gott mál er: Svo var að fornu. S2FSlGeAWóGA £ LOKAD í SUMAR Á LAUGARDÖGUM rott er gott að eiga Hauk í horni f KJÖTMIÐSTÖPIN Laugalæk 2.s.865II PN'b OG QAQY^ANN 'dAóvi w mnn m wmA \IEVNA 0 H W\6INN 0G\W 4LVE6, OWAQ Ylffl: VÁ.WtioM ssssss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.