Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Landsmót hestamanna: Kostagripir á kynbótasýningu „Kg vil ekki þakka mér þann árangur sem náðst hefur, heldur fyrst og fremst þeim er hrossa- ræktina stunda,“ sagði Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunaut- ur, í samtali við blaðamann Mbl. af aflokinni kynbótasýningu á ný- loknu Landsmóti. Og þrátt fyrir að oft greini menn á þegar metin eru kynbótahross voru flestir sammála um að áðurnefnd sýning væri órækt vitni um framfarir í ís- lenskri hrossarækt. Það er einkum þrennt sem undirstrikar framfar- irnar, í fyrsta lagi hinn mikli fjöldi afkvæmasýndra stóðhesta og ber þar hæst árangur þeirra Hrafns 802 frá Holtsmúla og Þátta 722 frá Kirkjubæ og báðir þessir hestar hlutu heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi. í öðru lagi hin mikla breidd meðal kynbótahrossa en þau eru jafnbetri nú en áður. I þriðja lagi góð frammistaða yngstu hrossanna sem nú náðu talsvert hærri einkunum en áður hefur þekkst, þrátt fyrir aulyiar kröfur. Má þar nefna einstakan árangur fjögurra vetra hryssu Þrár 5478 frá Hólum en hún fékk hæstu ein- kunn allra kynbótahrossa sem þarna voru sýnd og dæmd. Fimm efstu hryssur í fimm vetra flokki. Lengst til hægri sést Jón á V atnsley.su á Hátið sem var efst, næst kemur Björn Þorsteinsson á Ösp, þá Ágúst Sigurðsson á Hyllingu og Eiríkur Guðmundsson á Hörpu og lengst til vinstri er Magnús Jóhannsson á Snerru. Hrafn 802 frá Holtsmúla fer hér ásamt afkvæmum. Hlaut hann 8,19 í einkunn fyrir afkvæmi sem er jafn- framt hæsta einkunn sem gefin hef- ur verið fyrir tíu afkvæmi. Hrafn er lengst til hægri. Mikil gróska í afkvæmasýningu stóðhesta Alls voru tólf stóðhestar af- kvæmasýndir og kepptu tveir til heiðursverðlauna. En til þess að ná þeim áfanga þurfa tólf af- kvæmi að ná 8,10 í meðaleinkunn. Segja má að bæði Hrafn og Þáttur hafi farið léttilega í gegnum þetta þrönga nálarauga. I umsögn um afkvæmi Hrafns segir meðal ann- ars: Heillandi og glæsileg fram- ganga með reisn og lyftingu í öllu fasi einkenna afkvæmi Hrafns 802, fram yfir flest annað sem hér þekkist. Hrafn 802 er gæðingafaðir og hlýtur 1. heiðursverðlaun, meðal- einkunn 8,19 stig. Um afkvæmi Þáttar segir hinsvegar: Lundin er lífleg og auð- sveip, alveg hrekklaus, viljinn sækinn, þjáll en misjafnlega snarpur. Gangurinn er fremur* fjölhæfur, hreinn, rúmur og fal- legur. Þáttur gefur falleg og góð reiðhross og hlýtur 1. heiðursverð- laun fyrir afkvæmi, einkum 8,17. Af stóðhestum sem kepptu til fyrstu verðlauna stóð efstur Ofeigur 818 frá Hvanneyri með 8,12 í einkunn. Upphaflega átti Ófeigur að keppa til heiðursverð- launa en hann mun ekki hafa náð tilskilinni einkunn. Að sögn Þor- kels Bjarnasonar telur hann Ófeig eiga góða möguleika á að ná þess- Hervar 963 frá Sauðárkróki fer hér á svifmiklu brokki en hann hlaut hæstu einkunn stóðhesta fyrir hæfileika. Knapi er Albert Jónsson. Hátíð 5218 frá Vatnsleysu stóð efst af fimm vetra hryssum. Knapi er Jón Friðriksson. Með tíu fyrir vilja og hæstu einkunn allra kynbótahrossa fyrir hæfileika sigldi Perla 4889 frá Kaðalstöðum í efsta sætið í flokki hryssa, sex vetra og eldri. Eigandi og knapi er Bragi Andrésson. 11 í •. , i ; i 11 ■ | . i.hijijiiiiiimíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.