Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 að allir laxarnir voru auðvitað full kynþroska á leið heim til móðuráa sinna á Fróni, yfirleitt vænir, þetta 10—15 pnnda. Svo gátu liðið fleiri dagar að við urðum ekki varið við lax og mjög sjaldan var um 1, 2 eða 3 laxa að ræða. Allt benti jafnan til að við hefðum lent í torfu. Háseti á öðrum íslenskum tog- ara er hafði verið 5 ár á Græn- landsveiðum, var staddur heima hjá mér góða kvöldstund og sagði mér þá mjög áþekkar sögur um laxveiðar í flotvörpu við Græn- land. En hann bætti einu við frá- sögn sína, sem vakti mikla furðu mína. Mér var kunnugt um, sagði hann, að samkvæmt ísl. lögum var hverskonar laxveiði bönnuð í sjó. Þegar heim kom sló ég því á þráðinn til að segja veiðimálastjóra frá þessu Kvintýri. En svarið var stutt og lag- gotL Þið eigið að vita að bannað er að veiða lax í sjó og þetta kemur mér ekkert við og heldur ekki á óvart. Það er viða pottur brotinn í þessum efnum. Þannig fór nú um sjóferð þá, varð þessum togarsjómanni að orði. Fróðlegt væri nú að vita hvort á þessi mál hefur nokkuð verið minnst á nýgerðum efnahags- málasamningum við Rússa. Þá er og þess að geta, að mér er kunnugt um að laxar hafa fengist í síldarnótaköst allt frá miðunum út af Snæfellsjökli og austur af Kolbeinsey, svo og einnig í þorska- net og ýsunet allt umhverfis land- ið. Gífurlegur fróðleikur saman- kominn í þessum efnum mundi án efa segja merkilega sögu um ferð- ir og lifnaðarháttu laxanna um út- höfin. Þessvegna vil ég nota þetta tækifæri til að skora á alla sjó- sóknar- og aflamenn að segja frá reynslu sinni og þekkingu í þess- um efnum og senda frásagnir sín- ar til eftirtaldra manna: Dr. Phil Björns Jóhannessonar, Víðimel 34, Rvík. 107, Lögfr. Jakobs V. Hafstein, Grenimel 1, Rvík. 107, Þorsteins Þorsteinsson- ar bónda, Skáldastöðum, Borgar- firði v/ Borgarnes. Með fyrirfram þakklæti. Jakob V. Hafstein. Árni Johnsen Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son hljómlistarmaður er enn á ferðinni með nýja plötu þótt varla sé liðin vorvertíð síðan hann kom með síðustu plötuna á markaðinn. Hér er um að ræða stóra plötu, fjögurra laga sem ber nafnið, Ég lifi og þér munuð lifa. A plötunni eru tvö ný lög tengd þjóðhátíð Vestmannaeyja og einnig tvö vinsæl lög af plötu Guðmundar Rúnars, Vinna og ráðningar, en það eru lögin Súrmjólk í hádeginu og Cherios á kvöldin, við texta Bjartmars Guðlaugssonar og lagið íslenzkir sjómenn, við ljóð Einars Mark- an. Öll lögin á plötunni eru eftir Guðmund Rúnar, en lög hans eru einkar hugljúf, létt og leikandi og sérlega söngvin. Be'ra þau merki höfundar sem er lífsglað- ur, ungur og áræðinn maður, hispurslaus og jákvæður. Á tím- um pönkara og alls kyns vanda- málasafnara er Guðs þakkarvert að eiga hauk í horni þar sem Guðmundur Rúnar og slíkt æskufólk er á ferð. Þar fer fólk sem gerir sér grein fyrir því að mannsævin er stutt og það er skylt að nýta hana vel. Guðmundur Rúnar, sem sjálf- ur gefur út plötur sínar undir heitinu Hljómteiti GRL, hefur fengið til liðs við sig kunna og fjöruga hljóðfæraleikara og má þar nefna Óla Bachmann trommara, Smára Kristjánsson bassa, Helga Kristjánsson gít- arleikara og Björn Þórarinsson píanóleikara, en platan var tekin upp í Nema sf. Glóru í Gaulverjabæ. Ég lifi og þér munuð lifa fjall- ar um litla eyju norður í Atl- antshafi þar sem Herjólfsdaiur og Heimaklettur skipa virð- ingarsess í hugum fólks, en ljóð- ið er náttúrustemmning í bland við mannlífshjal þar sem menn verða órjúfanlegur hluti a nátt- úrunni. Þetta er gullfallegt lag með viðlagi sem slær á allra strengi, en lagið er betra en text- inn. í Herjólfsdalnum heitir hitt lagið og er tileinkað þjóðhátíð Vestmannaeyja. Það er í slagarastíl með uppnefnum og tilheyrandi og segir sögu af ein- um þjóðhátíðargesti sem er langt frá því að vera óraunveru- legur en telzt þó varla til fyrir- myndar á þeirri rómuðu hátíð. Textinn er skemmtilegt brall um reisu á þjóðhátíð eða eins og seg- ir í viðlaginu: Hér verdur droll og dallerí í Herjólfsdalnum hopp og hí og fallerí svo syngur í salnum. Guðmundur Rúnar hefur ljúfa og skemmtilega söngrödd og fer vel með í samræmi við góðan tónlistarflutning á plötunni. TIL AFGREIÐSLUV i-----n SlU» nnft eigum til afgreiðslu strax schaeff skb 600 JLnaen OG skb soo með öllum faanlegum aukabún- AÐI. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ OG GÓÐ GREIÐSLUKJÖR: Vökvaflæði er 142 I pr. minutu á SKB-600 og 200 I pr. mínútu á SKB-800. Aka má velinni ur aftursæti SCHAEFF fæst i tveimur stæröum: SKB-600 (6 tonn), SKB-800 (8 tonn). Stiglaust vökvadrif i stað gir kassa. Öryggishús með sérstaklega góðu útsýni. A s . I*?-* Liðstyring — kostir hennar eru augljósir. Hægt er að fa opnanlega fram skóflu og lyftaragaffla, hvor tveggja með hraðtengiútbúnaði Fjórhjóladrif og öll hjól eru jafn stór er mikið atriði. Þegar SCHAEFF-inn er hjola skófla án gröfuarms er þyngd arjöfnunarlóðum rennt auð veldlega úr frambrettum í aft urbretti. SKB-600 hefur 3.6 tonna ha markslyftikraft, SKB-800 hefur 4ra tonna há markslyftikraft. SKB-600 hefur 9.5 tonna brot kraft, SKB-800 hefur 13.0 tonna brot kraft. t SCHAEFF-inn sýnir vestur þýskt hugvit og hönnun Þeir fylgjast með sem þekkja SCHAEFF. x Sp; ; vn - 13 Snjóruðningstönn. Ömetanleg fyrir marga. ’ Höfðabakka 9 Simi 8-52-60 Hljóm otur Hljómteiti Guðmundar Rúnars í Þjóðhátíðarstuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.