Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Viö fljúgum með frakt til og frá Amsterdam 1 sinni í viku í sumar fijúgum við með frakt tii 13 borga 61 sinni í viku. Amsterdam er ein þeirra. Fiugfrakt bætir samkeppnisaðstöðuna. FLUGLEIDIR FLUGFRAKT ltf y> S' !l H;1| i I I l-jlt Mikill fjöldi í ferðum Nor- ræna félagsins í ÁR er norrænt ferðamálaár eins og kunnugt er og hefur verið óvenju annasamt hjá Norræna fé- laginu. Fjöldi félaga, sem ferðast hefur með félaginu hefur ekki ver- ið jafn mikill i lengri tíma. I hinar vikulegu ferðir til Kaupmannahafnar og hálfsmán- aðarferðir til Ósló og Stokk- hólms hafa alla jafnan verið farnar með tvöfalt fleiri farþega frá félaginu en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá hafa og leiguflug- ferðir sem félagið hefur átt hlutdeild að verið fullsetnar. Mikið hefur einnig verið um gestakomur. Félagið annaðist móttöku kórs frá Alta í Norður- Noregi, sem dvaldi hér vikuna 16,—23. júní sl. og ferðaðist um Suður- og Vesturland og söng á ýmsum stöðum m.a. í Skálholti, Borgarnesi, í Garðinum og Nor- ræna húsinu. Þá voru hér danskir kennarar í heimsókn dagana 18. júní til 3. júlí og ferðuðust um landið, heimsóttu skóla og aðrar stofn- anir. Kennarasamtökin og Nor- ræna félagið undirbjuggu og sáu um þessa ferð. Þann 30. júní komu 107 Finnar með leiguflugi til Reykjavíkur. Þeir dreifðust síðan um allar jarðir til vinabæja sinna og bjuggu þar flestir á einkaheimil- um í vikutíma. Svipaður fjöldi íslendinga hélt með sömu flug- vél til Finnlands og átti þar sjö sæludaga á sama hátt í vinabæj- um sínum. Þótti þessi tilraun gefast mjög vel og er þegar farið að ráðgera að endurtaka ævin- týrið. Þá er þess að geta að hið ár- lega íslenskunámskeið Norður- kollubúa var haldið í Reykjavík dagana 13.—27. júní. Þátttak- endur voru 16. Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu veitti nám- skeiðinu forstöðu eins og áður. Dagana 25. júlí til 2. ágúst stendur yfir námskeið í samfé- lagsfræðum fyrir norræna kenn- ara á Hvanneyri í Borgarfirði. Þátttakendur verða um 30. Nám- skeiðsstjóri er Vilborg Sigurð- ardóttir. (Fréttatilkynning.) Leiðrétting I Morgunblaðinu á sunnudag er rætt var um skuttogarann Jón Baldvinsson, var viðmælandi blaðsins Páll Pálsson sagður Pálmason og leiðréttist þetta hér með PHILIPS UTSJÓNVARPSTÆKIFYRIR AÐEINS PHILIPS heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 á umboðsmenn um allt land Handbók um ljós- myndatækni komin út Nú er tilvalið að næla sér í ódýrt og gott Philips litsjónvarpstæki áður en Sjónvarpið okkar kemur úr sumarfríinu með fótboltann frá Spáni. Það þarf enginn að efast um myndgæði og tæknihliðina hjá Philips enda eru litsjónvörpin þeirra þau mest seldu í Evrópu. Við minnum í leiðinni á V2000 myndbandaleiguna okkar í Sætúni 8 þar sem við bjóðum m.a. frábærar ■' fjölskyldumyndir frá Walt Disney. Staðgreiðsluverðið á tuttugutommunni er aðeins 10.950 krónur og við erum enn sem fyrr sveigjanlegir í samningum. * Staðgreiðsluverð. Setberg sendir frá sér þessa dagana stóra og ítarlega „Ljósmyndabók". Höfundur er John Hedgecoe, prófessor í Ijósmyndun við Konunglega listahá- skólann í Lundúnum. íslensku þýóing- una önnuóust feðgarnir Arngrímur, Lárus og Örnólfur Thorlacius. „í „Ljósmyndabókinni“ er að finna vitneskju um flest það sem áhuga- Ijósmyndari jafnt sem atvinnu- maður þarf að vita um myndavélar, tæknibúnað og filmur, um mynda- töku við hvers kyns aðstæður, um framköllun, frágang, varðveislu myndanna, í svarthvítu eða lit,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Bókin er auöveld í lestri og frábærar teikningar og myndir gera efnið auð- skilið. Með hjálp 1.250 ljósmynda, skýringarteikninga, línurita og taflna eru hin flóknustu tækniatriði þannig sýnd og skýrð að byrjendur átta sig auðveldlega á þeim. Hér er fjallað um flestar gerðir myndavéla, búnað og fylgihluti, filmur, framköllun og stækkun og ótal margt fleira sem varðar ljós- myndatækni, búnað, aðferðir og val myndefnis. „Ljósmyndabókin tekur því til flestra sviða ljósmyndunar. Lýst er töku mynda af fjarlægum stjörnu- kerfum og hvernig rnyndir eru tekn- ar neðansjávar. En einnig þeir sem aldrei hyggjast beita slíkum tækni- brellum hafa full not af bókinni. Hér eru líka gerð góð skil almennri ein- faldri myndatöku, fjölskyldumynd- um, myndum teknum í sumar- eða vetrarleyfinu og í heimahúsum. Hvernig er hreyfing ljósmynduð? Hvernig næst bestur árangur við töku hópmynda? Eða við töku nærmynda og barnamynda? Hvaða linsa er heppilegust hverju sinni? Notkun leifturljósa og linsuauka. Myrkraherbergið, ljósmælar og val á hvers konar búnaði." „Ljósmyndabókin" er 350 blaðsið- ur að stærð og eins og áður segir með yfir 1.250 myndum og teikning- um. 10.950. * EF ÞÚ KAUPIR FYRIR MÁNAÐAMÓY! .* t is ■ c 6 a i,i ki: ar . I. Li/ i/> í',

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.