Tíminn - 25.07.1965, Side 1

Tíminn - 25.07.1965, Side 1
HANDBÓK VERZLUNARMAKINA ÁSKRIFTARSÍMI 18686 <9688 «0088 HANDBÖK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI «0088 10888 t6683 Ainniftiii isili« ÍHÍpp8i?Hmj L tt,"+i|******i*****Miiiia . 'S fli! p !? ’i ' ÞINGFULLTRÚAR Á 25 BÍLUM Á ÞINGVÖLL í GÆR EJ-Reykjavík, laugardag. Mikill mannfjöldi var saman kominn á Grandagarði upp úr kl. 2 í dag. Voru þar erlendu kennararnir á norræna skóla- mótinu, sem voru að fara til Þingvalla, en þar var mótinu slitið seinna í dag. Myndin hér að ofan var tekin, þegar kenn- aramir voru að flykkjast inn í langferðabifreiðamar. Annar hópur fór frá Hagaskólanum, en alls fóra 25 rútur austur. Lokafundur mótsins hófst síðan, þegar fulltrúamir komu austur um fjögurleytið. Söfn uðust þeir saman á Lögbergi og stjórnaði Jónas B. Jónsson fræðslustjóri, þar fundinum. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, gerði grein fyrir sögu Þingvalla, en síðan flutti Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráð- herra, ræðu. Að því loknu fluttu fulltrúar frá Noregi, Dan mörk, Svíþjóð og Finnlandi kveðjuorð fyrir hönd landa sinna, og var fundinum sfðan slitið. Flestir erlendu fulltrúanna á rpótinu fara heim á leið í byrjun næstu viku. SAMNORRÆNN LAND- BÚNAÐARMARKAÐUR? EJ-Reykjavík, laugardag. Aðalfundi Norræna bændasam- takanna (Nordens Bondeorganis ationers Centralrád) lauk á mið- vikudag í Málmey í Svíþjóð. Á fundinum voru gerðar ýmsar sam þykktir, þar á meðal var sam- þykkt að skora á ríkisstjórnir Norð urlanda að reyna að koma því til leiðar, að eftirspumin efir land búnaðarafurðum í einu Norður- landanna umfram það, sem viðkom andi land getur framleitt, verði mætt með framleiðslu hinna Norð urlandanna. Aðalfundurinn hófst í Málm ey á þriðjudaginn og sátu hann 7 fulltrúar frá íslandi, en þejr voru fulltrúar Stéttarsambands bænda, Framleiðsluráðs landbún aðarins, Búnaðarfélags íslands, Sláturfélags Suðurlands, SÍS og Mjólkursamsölunnar. Áskorun um að reyna að sam ræma framboð og eftirspurn land búnaðarafurða á Norðurlöndum var samþykkt eftir langar um- ræður um þær viðræður, sem standa yfir um landbúnað- arafurðir og sölu þeirra innan EFTA, Efnahagsbandalagsins og GATT og einnig um þær tilraunir sem nú eru gerðar til aukinnar samvínnu Norðurlanda á sviði verzlunar og viðskipta. Á fundinum var einnig sam- þykkt að fela stjórn sambands ins að koma því til leiðar, að rík isstjórnir Norðurlanda bendi í sameiningu brezku ríkisstjórninni á nauðsyn þess, að meira tillit verði tekið til útflutnings EFTA ríkjanna á smjöri á enska mark- aði. Á aðalfundinum flutti Gunnar IMýrdal ræðu um matvælafram leiðsluna í heiminum og sagði,, að erfitt væri að koma auga á, hvem ig hægt væri að koma í veg fyrir stórfelldan matvælaskort og hungursneyð í heiminum innan fárra ára, og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að ríku löndin legðu af mörkum alla þá aðstoð, sem þau gætu til uppbyggingar matvælaiðn aðinum í vanþróuðum ríkjum. SVANUR LEGGST Á FÉ JHM-Reykjavík, laugardag. Oft kemur það fyrir á sumr in að kvartanir berast hér í borg vegna þess hve svanirnir á Tjörninni geti verið grimmir, þegar þeir em með unga. Nú hefur blaðið frétt að á Elliða- vatni sé svo grimmur svanur að hann hafi hvað eftir annað ráðist á kindur. Nýlega gekk svo langt að hann flaug frá vatninu til að ráðast á sauð- kind og lamb, sem vegfaranda rétt tókst að bjarga undan svan inum. Þessi svanur, sem er karlfugl, var til skamms tíma með kerlu sinni og ungum, en vegna geð- illsku og grimmdar þá voru þau aðskilin. Hann hefur að undanförnu haldið sig í víkinni rétt við Heiðmörk. f hvert sinn sem kindur hafa komið of ná- lægt vatninu hefur hann ráð- izt að þeim með gargi og barið þær miskunnarlaust með vængj unum. Stundum hefur hann snúið aftur út á vatnið loðinn um gogginn af ull, sem hann hefur reytt af kindunum. Maður nokkur sem á bústað þarna, tjáði blaðinu að hann hefði séð fuglinn um daginn fljúga góðan spöl frá vatninu og ráðast þar á kind. Kindin sem var með lambi, reyndi að stanga fuglinn, en hann náði að reka hana út í urð, þar sem hann svo hamaðist á henni með kjafti og vængjum. Maðurinn hljóp á staðinn og gat með grjótkasti hrakið fugl inn á burt, en hann sagði að svanurinn hefði ekki verið að flýta sér of mikið, þrátt fyrir grjótkastið. Hann sagði að lokum að kindin hafi verið hálf illa farinn eftir þessi ó- sköp. Blaðinu er einnig kunnugt um að þessi sami svanur hafi ráð ist á börn sem hafa verið að leika sér við Elliðavatn. KEYPTI) MIKIÐ AF SÍLD HÉR MB-Reykjavík, laugardag. Nýlega voru hér á ferð full- trúar frá fyrirtækinu Skandia Kon serv í Svíþjóð, en það fyrirtæki er meðal stórvirkustu síldarkaup- enda okkar þar í landi. Skandia Konserv er eign sænska samvinnu sambandsins og á tvær verksmiðj ur, aðra í Lysekyl og hina í Elliös og er síld bæði lögð niður og soðin niður í þessum verk smiðjum. Hingað komu fulltrúar Skandia Konserv til þess að sernja um kaup á saltsíld og munu þeir hafa keypt með mesta móti að þessu sinni. Gunnlaugur P. Krist insson tók þessa mynd af full- trúum í íkirkjutröppunum á Ak- ureyri, en þeir em Kjeld Hansen, E. Johanson, Martin Stidner, for stjóri Skandia Konserv, og V. Artursson. Auk síldar kaupir Skandia Konserv talsvert af sölt uðum þorskhrognum héðan og mun hafa í hyggju að auka þau kaup einnig. Samband íslenzkra samviunufélaga annaðist alla fyrir graiöslu hérlendis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.