Tíminn - 25.07.1965, Qupperneq 2

Tíminn - 25.07.1965, Qupperneq 2
2 TIBV8INN SUNNUDAGUR 25. júlí 1965 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Baráttan gegn kungri Það er gleðilegt tákn tím- anna og mannlegs skilnings að Æskulýðssamfband ísl. hefur nú ákveðið að taka virkan þátt í þeirri alþjóðlegu baráttu gegn böli eftirstríðsáranna, sem hafin var markvisst um 1960. Og nú er baráttunni beint sérstaklega gegn hung- urvofunni, sem ógnað hefur og ógnar stöðugt % hlutum mann kyns. Það er sérstök ánægja fyrir mig, sem þessar línur rita, að hér skyldi hafizt handa af unga fólkinu, þar eð ég flutti erindi um þessi vandamál, sérstaklega hungrið í útvarpið um síðast- liðin áramót á vegum fslenzkra ungtemplara og Bandalags æskulýðsfélags Reykjavíkur. Mætti því vænta, að flest æsku- lýðssamtök landsins yrðu sam- taka í myndarlegu átaki, sem yrði þjóðinni allri til sóma á vettvangi alþjóðlegra málefna. Ilin glæsilega íslenzka æska, sem er alin upp við allsnægtir virðist hafa skilið, ef vel er þarna unnið, að „sælla er að gefa en þiggja." Og vel mætti kirkjan styðja að þessu verk- efni og árangri þess með ráð- um og dáð. Væri t. d. ein- sætt, að koma fram með söfn- unarlista í öllum æskulýðsfé- lögum kirknanna. Þau ættu bæði að safna innan sinna vé- banda og þá ekki síður að vinna markvisst að söfnun með al fullorðna fólksins og ýmissa stofnana í söfnuðum og utan þeirra. Vel mætti ha' i huga, að ótrúlega fáar Kar krón ur þarf til að bjarga bami frá hungri og skorti jafnvel í langan tima. Verðlag á mat í hungurlöndum er trúlega lágt á okkar mælikvarða, þótt það sé hátt fyrir allslausa. En það er orð, sem við getum sem betur fer naumast skilið, hve mikla örbirgð rúmar. Hundrað krónur er lítilsvirði fyrir okk- ur flest, en það gæti verið allt lífið fyrir hungrað barn, með- an verið er að bjarga því. Auðvitað má segja, að gjafir bjarga ekki heiminum frá hungri. Það þarf að kenna fólkinu í hungurlöndunum að bjarga sér sjálft, veita því þekkingu á þeim krafti til sjálfsbjargar, sem í eigin barmi bærist, og þá ekki síð- ur skilning á að notfæra. sér þá auðlegð, sem þeirra frjó- sömu lönd geta fært því vlð ræktun, virkjun og vinnu. Þetta eru yfirleitt auðugustu og frjósömustu lönd jarðarinn- ar, ef þjóðimar vissu sitt hlut verk. En slílc fræðsla tekur lang- an tíma. Það er auðsætt. En hungrað fólk má engan tíma missa til að bíða eftir hjálp til bráðabirgða. Skorturinn tær- ir á skammri stund og dauð- jnn bíður við dyrnar meðan þjáning og vonleysi gagntaka líkama og sál. Flest viljum við hjálpa þeim, sem eiga bágt. En flest erum við líka tómlát og skilnings- lítil á kjör annarra bæði í ná- lægð og fjarlægð, nema okkur sé beinlínis bent á neyð þeirra. En sannarlega ætti ekki hin svokallaða menning og öryggi velferðarríkisins að blinda okk- ur. Þá er verr farið og þá minnkum við en vöxum af velgengninni. Rödd h; semi og líknsémi þarf að koi,.. innan frá til að skapa sanna fórnfýsi og drenglund. En hins vegar geta orð sem þú lest í blaði eða heyrir í útvarpinu vakið samvizkuna í brjósti þér. Eitthvað, sem ekki er af þess- um heimi sprettur fram , af uppsprettu góðleikáns óg á sinn guðlega Uþp¥tÉh:';'frá 'óí'ð- um hans, sem sagði: „Verið miskunnsamir." Ansgar, postuli Norðurlanda var að sögn bænarinnar barn. En fegursta bæn hans var að- eins þessi orð: „Drottinn, vertu mér náðug- ur og gerðu mig góðan mann.“ Það var honum aðalatriði, að verða svo góður, að hann skildi neyð og þörf fólksins í kring- um sig og meira að segja hinna grimmu víkinga, sem of- sóttu hann, rægðu og mis- skildu. Ekkert mun duga betur í baráttunni við hungur og böl heimsins en sú mannúð, sem jafnan vill breyta við aðra eins og óskað er að aðrir breyti. Óskandi að íslenzk æska skilji þannig hlutverk sitt sem þess göfugmennis, sem vill bæta úr hverju böli og gengur fram til sigurs til að skapa frið og bræðralag þjóða og kynþátta. Ekkert mun þyngra á vogarskál friðarviljans en slík viðleitni. Kannske kyndir hungrið heitari elda en nokk- uð annað til að kveikja bál nýrrar heimsstyrjaldar. Sam- einumst því .öll .gegn hungur- vofunni og rekúm hana af höndum. Árelíus Níelsson. ILJUIl mi QD QD OD OD rrm Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korki'Sjan h. f. Skúlagötu 57 - Sími 23200 BÆNDUR Verkið gott vothey og notið maurasýru. Fæst í kaupfélögunum um allt land. * í öllum kaupfélagsbúdum The Gourock Ropework Co LTD Port Glasgow — Scotland. — Stofnsett 1736. framleiða rekstrarvörur, heimskunnar að gæðum, fyrir bæði útgerð og iðnað, — útibú í 15 hafnar- borgum á Bretlandseyjum og álfka mörgum stöð- um utan þeirra í öllum heimsálfum. FSKINET, allar gerðir og stærðir fyrir þorsk- og síldveiðar. KAÐLA úr manila, sísal, hampi, svo og úr nælon, terylene og öðrum gerviþráðum. FISKILÍNUR, handfæri, ðsigultauma úr ofannefnd- um efnum. STÁLVÍRA fyrir skip, vinnuvélar og til hvers konar annarra nota. SEGLA- OG TJALDDÚK úr baðmull, hör eða nælon. YFIRBREIÐSLUDÚK úr sömu efnum, fúa- og rakavarinn. FULLGERÐAR YFIRBREIÐSLUR úr þessum dúk — eftir máli. FULLGERÐ TJÖLD, stór og smá, einnig risatjöld yfir vörubirgðir, blásin upp með vél og innangeng fyrir bifreiðir- Verð og sýnishorn fyrir hendi hjá umboSsmönn- um: Austurstræti 17, 5. hæS — Sími 1-16-76.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.