Tíminn - 25.07.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 25.07.1965, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 25. júlí 1965 MÁLEFNI Framhald af bls. 9 a'ð segja, segir frú Sivertsen, að það takj æði langan tíma að fá almennt viðurkennt, að vangefnu einstaklingarnir séu jafn réttháir þjóðfélagsborgar- ar og þeir, sem ganga heilir til skógar. Borgaryfirvöldin í Osló hafa viðurkennt, að það starf í þeirra þágu er jafn rétthátt og aðrar greinar félagsmála, svo sem heilsuvernd, barna- vernd og æskulýðsstarf. Stjórn Styrktarfélags vangef inna hér, hefur ritað landlækni bréf um það, hvort ekki sé framkvæmanlegt að rannsaka hvert barn sem fæðist og ganga úr skugga hvort það hafi Föll- ingssjúkdóm, og einnig að rannsaka blóðflokka stúlkna, svo að vitað sé hvort þær hafa Rhesus-blóðflokk þann, sem valdið getur andlegum van þroska. Eru nokkur ákvæði um slíkt í Noregi? Það eru framkvæmdar þvag- rannsóknir öllum bömum, sem fæðast á fæðingarheimil- um, að því er lýtur að Föll- ings-sjúkdómnum og að það er ákaflega þýðingarmikið. Yfir- leitt er það þýðingarmest af öllu, að nógu snemma sé leit- að læknis með vangefin börn, því það getur skipt óendan- lega miklu fyrir þroska þeirra, að þau komist, til dæmis snemma á dagheimili, þar sem hægt er að þjálfa þau í dag- legri umgengni og þoka þeim síðan stig af stigi til þess þroska, sem geta þeirra leyf- ir. Það skiptir líka miklu máli, að starfslið þeirra stofnana, sem börnin annast, geri sér það ljóst, ag allir eru þar raun verulega að kenna. Það getur verið erfitt nám fyrir vangef- ið barn að læra að hnýta skó- reim eða borða með gaffli og það getur skipt ótrúlega miklu máli fyrir framtíð þess, að það geti aðlagazt venjulegum um- gengnisháttum. Sem betur fer er sá hugsunarháttur að hverfa, að það sé skömm að því, að vangefi,ð barn fæðist í einni fjölskyldu. Það er vonandi lið- in tíð að þau böm finnist fal- in og innilokuð, eða að for- eldrar haldið því leyndu, að þau eigi vangefin börn á vist- heimili. Raunar virðist furðu- legt, að nokkum tíma skuli hafa verið litið öðruvísi á þessa sjúkdóma en þá, sem orsaka líkamlegar fatlanir. Nú var kominn tími til að fara á flugvöllinn og ég þakk- aði frú Sivertsen viðtalið. Það er ekkert að þakka anz aði hún. Vilji einhver hlusta, Þá set ég mig ekki úr færi að tala um þetta efni. Málefni þeirra vangefnu koma okkur öllum við, þvi enginn veit hvenær nærri honum sjálfum kann að verða höggvið. Framan af samtali okkar öf- undaði ég frú Sivertsen af því, hve mörgum og góðum stofn- unum Oslóborg hefði á að, skipa á þessu sviði og að fast- ur grundvöllur skuli þar feng- inn fyrir rekstri þeirra. Nú öf- unda ég borgarstjórn Oslóar fyrir að hafa svo ágætan full- trúa, að fela þessi ábyrgðar- miklu störf. Sigríður Thorlacius. JJMINN 13 ' mmmmmmmmmmmmmummmmm 1 <h?fr.skrifstofan Iðnaðarbankahúsinu IV. hæð. Vilhjálmur Arnason. Tómas Arnason og Austin Gipsy er farartæki, sem hvarvetna vekur athygli fyrir vandaðan og smekkleg- an frágang — utan sem innan. Aksturshæfni og mýkt í akstri er talin í sérflokki um þessar gerðir bifreiða. Stærsta atriðið í sambandi við bílakaup er, að vélin sé góð, um það þarf ekki að efast, þegar Austin á í hlut. ------------------------------ Framdrifslokur eru nú fáanlegar <>g stýr- ishöggdeyfar væntanlegir. Nokkrir benzínvagnar til afgreiðslu um mánaðamót. Verðið er hagstætt — um gæðin þarf ekki að orðlengja — þau eru þekkt. Umboðsmenn úti á landi: AKUREYRI: Bifreiðaverkstæði Jóhanesar Kristjánssonar EGILSSTAÐIR: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar BLÖNDUÓS: Vélsmiðja Húnvetninga. BORGARNES: Bifreiða- og Trésmiðja Borgarness. SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfirðinga, bifreiðaverkstæði Þér getið treyst Austin. Bifreiðaverzlun. UTBOÐ Óskað er tilboða 1 vélar, tæki og annan útbúnað fyrir dráttarbrautir. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora næstkom- andi mánudag og þriðjudag gegn kr. 5000,00 skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS, Borgartúni 7. Girðinganet Túngirðinganet 5 og 6 strengja — Garðanet. byggingavöruverzlun kópavogs, Kársnesbraut 2. Auglýsið í TÍMANUM STILLANLEGU HÖGGDEYFARNIR Ábyrgð 30.000 km. akstur eða 1 ár. — 9 ára reynsla á íslenzkum vegum sannar gæðin. ERU í REYNDINNI ÓDÝR- USTU HÖGGDEYFARNIR. SMYRILL Laugav. 170, sími 1-22-60 Afgreiðslumaður óskast Viljum ráða afgreiðslumann, sem taki til starfa i september n.k. í vörugeymslu vorri. KAUPFÉLAG HRÚTFIRÐINGA, Borðeyri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.