Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK VERZLUNARMANN A /(SKRMFTARSÍMf HAND tksiJt O ir \ VERZLUNAR MANN A ÁSKRIFTARSÍMI t8688 16688 16666 ■ •■••• ' ■ ' ' ' ' f '\ '' ' , ' . ; v V '*•** k , 1 - w ‘ ;.•••;:! ••••••• x ••: V , Á sunnudagskvöld kom brezk ur jarl, sem heltir Cadogan, til landsins f etnkaboði Forseta ís- lands. í gær, mánudag, var Cad ogan jarl á laxveiðum í Elliðaán um, og þegar Ijósmyndari Tím- ans hitti hann þar var hann að krækja í fyrsta laxinn. Á fyrri myndinni má sjá hvar hann er að berjast við fiskinn, sem spriktar í yfirborðinu. Á næstu mynd er verið að rota laxinn, eft ir harða baráttu, þar sem hinn tigni lax gaf brezka aðalsmann inum ekkert eftlr um tíma. Frú Cadogan fylgist mjög áköf með þegar laxinum er landað. í dag fara þau hjón með forsetanum og fielrum til Þlngvalla. í fylgd með Cadogan jarli, eru Bretarn ir Sir Victor Groom og Frank W. Douglas. (Tímamynd GE). Tala íslendinga yfir 190 þúsund MB—Reykjavík, mánudag. — íbúar landsins voru 190.230 1. desember síðastliðinn. Þar af voru 96.111 karlar, eða nær 2000 fleiri en konur. í Reykjavík voru 77-220 íbúar og þar af 39.525 konur eða nær 2000 fleiri en karlar. í kaup- stöðum utan Reykjavíkur var 51.591 íbúi, og voru karlar þar í naumum meirihluta, eða 25.996, en i sýslum landsins voru 61.419 íbúar, og þar voru karlar í talsverðum meiri- hluta, eða 32.420, en konur voru 28.999. Þetta eru niðurstöðutölur skýrslu frá Hagstofu fslands um manntalið 1. desember 1964, sem blaðinu hefur nýlega borizt. Er þar að finna upplýsingar um íbúá fjölda allra sveita-, bæjar- og borg arfélaga á Iandinu og skiptingu íbúanna eftir kymjum. Næststærsti kaupstaður landsins er sem fyrr Akureyri með 9532 íbúa, næst kemur Kópavogur með 8.381 í- búa og þá Hafnarfjörður með 7.902. Fámennasti kaupstaðurinn er Seyðisfjörður með 800 íbúa. Fjölmennasta sýslan er Árnes sýsla með 7.468 íbúa og munar þar mest um Selfosshrepp, en í honum eru 2.011 íbúar. Selfoss- hreppur er orðinn fjölmennari en margir kaupstaðir og sýslur. Eru fimm kaupstaðir fámennari og níu sýslur! Næstfjölmennasta sýslan er svo Gullbringusýsla, með 6.473 fbúum, en í Kjósarsýslu eru 2.999 íbúár, svo ef þessar sýslur eru taldar saman, svo sem oft er gert eru þær langfjölmennastar. Suður Múlasýsla er svo þriðja í röðinni með 4.662 íbúa, fjórða er Snæ- fellsnessýsla með 4.006 íbúa. Fá- mennasta sýslan er Austur-Barða strandasýslu með 513 íbúa, og Dalasýsla er næstfámennust með 1.174 íbúa. Fámennasta hreppsfélagið er Loðmundarfjarðarhreppur með 11 íbúa, næstfámennastur er Selvogs hreppur og í Fjallahreppi í Norð- ur-Þingeyjarsýslu eru 32 ibúar. Eins og fyrr segir er Selfosshrepp- Framhald á 3. síðu. ÞYRLAi V LENTí ’ Á \ ÞILFA Rl ÓDINS í SJÖ Vlh rnmUM MB—Reykjavík, mánudag. Þyrla Landheligisgæzlunnar og Slysavamafélags íslands fékk skemmtilega prófraun í gær, scm hún stóðst með mestu prýði. Þá var henni lent á þilfari Óðins í sjö vindstigum, og mun hún ekki hafa athaftnað sig áður í svo hvössu. Til stóð að halda flugdag í gær á Sauðárkróki og ætluðu ýmsir aðilar að leggja til flugvélakost. Meðal annars var leitað til Land- helgisgæzlunnar og var þyrlon send norður á laugardagskvöldið. Þá var allmikil þoka nyrðra og lenti þyrlan fyrst á Skagaströnd en flaug síðan uip borð i Óðin, sem var á Húnaflóa. Skipið var svo fyrir utan Sauðárkrók i gær- morgun, en þá var flugdeginum aflýst vegna hvassviðris. Land- helgisgæzlumenn ákváðu samt að gefa heimamönnum kost á að kynnast þyrlunni, úr því hún var Framhald á 3. síðu. Þyrlan fyrir fyrsta reynsluflug. MB-Reykjavík, mánudag. Síldveiðin austanlands var treg | síðastliðna viku, en þó heldur skárri en í sömu viku í fyrra. Heild' arsíldaraflinn norðanlands og aust an er miklu minni en á sama tíma í fyrra, nú 971.636 mál og tunnur á móti 1.295.226 málum og tunnum þá. Talsvert hefur veiðzt af síld við Vestmannaeyjar, en þrær í ná- grenni veiðisvæðisins eru yfirleitt orðnar fullar, nema að því leyti sem verksmiðjur hafa undan að bræða. Kunnugt er um afla tveggja skipa við Hjaltland, en enn sem komið er hafa síldveiðar þar ekki gefið þann árangur, sem vænzt var. í dag barst blaðinu skýrsla jFiskifélags íslands um síldveið- I arnar norðanlands og austan síð- astliðna viku. Veiðin var, eins og komið hefur fram í fréttum, treg, þrátt fyrir það að veður var yfir- leitt gott, þótt nokkuð væri þoku- samt. Aðalveiðisvæðið var í Reyð arfjarðardýpi og um Gerpisgrunn, 30—50 mílur undan landi. Einnig voru skip atf veiðum 100—140 míl ur SA frá Gerpi. Vikuaflinn á þessum svæðum nam 81.899 málum og tunnum, en var 55.356 mál og tunnur í sömu viku í fyrra. Heildarafiinn frá upphafi vertiðar til laugardagsins 24. júlí var orðinn 971.636 mál og tunnur en var á sama tíma í fyrra 1.295.226 mál og tunnur. Aflinn skiptist þannig eftir verkunarað- ferðum: í salt 75.865 uppsaltaðar tunnur (í fyrra 98.843), í frystingu 4.512 uppmældar tunnur (í fyrra 19.323) og í bræðslu 891.259 mál (í fyrra 1.177.060 mál). Talsvert góð síldveiði var á mið- unum við Vestmannaeyjar í vik- unni, en engar opinberar tölur liggja fyrir um hana. Allar þrær í Vestmannaeyjum eru fullar og ekki tekið á móti síld þar vegna næturvinnudeilunnar í Eyjum. Þrærnar í Reykjavík fylltust fyr- ir helgina og nú um helgina fyllt- ust einnig þrær á Akranesi, en yfir helgina bárust þangað alls um 20 þúsund tunnur síldar. í dag J lönduðu þar tveir bátar, þar sem dálítil smuga var enn í þrónum og var hún ætluð fyrir heimabáta en afli þeirra hefur aðeins verið að glæðast upp á síðkastið. Sildin, sem landað var á Akranesi um helgina, veiddist aðallega við Eyj- ar, en einnig nokkuð í Jökuldjúp- inu. Er nú brætt af fullum krafti á Akranesi á vöktum. Þessir bátar lönduðu um helgina á Akranesi. Á laugardag: Sigfús Bergmann 712 tunnur, Bergur VE 928, Valafell SH 585, Blíðfari SH 42, Gulltopp- ur VE 152, Kristbjörg VE 700, Halkion VE 833, Stjarnan RE 532, Kap II VE 870, Stapafell SH 967, Helga RE 1660, Skarðsvík SH j 1313. — Þessir bátar lönduðu á sunnudag: Höfrungur III. 918, Húni II. 790, Skarðsvík 315, Sig- fús Bergmann 909, Höfrungur 157, Gullborg RE 1038, Blíðfari 463, Halkion 234, Fagriklettur 543, Huginn II. 666, Ólafur Sigurðsson 760, Ófeigur II. 914, Friðrik Sig- urðsson 1217, Marz 1097. í dag lögðu upp tveir bátar, Sigurfari 1000 tunnur og Ólafur Sigurðsson 110 tunnur. Þegar blaðið hafði samband við síldarleitina á Dalatanga í kvöld, voru fréttir þaðan hálf daufar, lít- il síld og kalt veður á hafinu, þar sem bátarnir eru. Auk þess er sú síld, sem finnst, á miklu dýpi. f nótt sem leið fengu fimm bátar afla, frá 500 málum upp í 1500 mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.