Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 9
ÞREÐJUDAGUR 27. iúli 1965 TÍMINN fræðinga og unnið var allar. sólarhringinn á þrískiptum vöktum. Eftir að stríðinu lauk áttu þeir því fullkomnar skipasmíðastöðvar og heilan her af góðurr skrpa smiðum, en um leið áttu þeir of mörg skip, sem dró úr allri skipaframleiðslu. Þet'.ó varð til þess, að þeir hafa smátn sam an verið að dragast aftur úi' í skipabyggingum og stöðvarn ar eru að verða úreltar, miðað við skipasmíðastöðvar í öðrurr löndum. Á sama tíma byggð'i aðrat þjóðir upp sínar eigin skipa- smíðastöðvar, með bandarísk um lánum í sumum tilíellum og studdust um leið við við banda ríska tækni, sem þróaðist á stríðsárunum. Flestar siglingaþjóðir heims leggja kapp á að stækka og fullkomna verzlunarflota sinn. i marz s. *. skipaði Lyndon B. Johnson nafna sinn, Nichoias Johnson, prófessor og lögfræð ing, sem yfirmann skipaeftir- litsstofnunar ríkistns For-iet- inn skýrði frá því, að John- son væri mjög vel til þess fall- inn að kanna ástandió í þess- um málum og teggja frant raunhæfar tillögur til breyt- inga á úreltum lögum og regl- um, sem fram að þessu heíðu aðeins dregið úr eðlilogri þró un þessara mála Nicholas Johnson nefur sið- an lagt nótt við dag, og má segja, að Hvíta husið mtmi fara eftir tillögum hans og ráð leggingum, sem eflaus* eiga eftir að styðja að breyttum og bættum aðstæðu.n innan bandaríska verzlunarflotans. Það er orðið þjóðarspursmál að stöðva þessa öfugþróun í skipamálunum, og um leið að Þessi mynd er úr vélarúmi japanska flutningaskipsins Missis- sippi Maru, sem er 12.000 tonn. Vélstjórarnir s'tia bara við þetta stjórnborð, þar sem þeir geta fylgzt með öllu sem fram fer í véla- rúminu. þ.á.m. eru Rússar mjög fram- arlega. Eins og fyrr getur í þessari grein, eru Rússar með sjotta stærsta farmskipaflot- ann, .sem nemur 9.8 milljón tonnum. Rússar hafa gert á- ætlun um að eiga árið 1970 flota, sem geti flutt 20 mill- jón tonn af varningi, og árið 1975 ætla þeir að flytja 27 mill jón tonn. í sovézkum skipa- smíðastöðvum er nú verið að byggja 673 skip af öllum stærðum (segir í nýlegri grein í N.Y.Times) sem eru af öllum gerðum og stærðum. Samtals eru þessi skip 6.45 milljón brúttótonn. í Bandaríkjunum er verið að smíða aðeins 43 millilandaskip, sem eru sam- tals minna en. 500.000 tonn. Aðrar þjóðir, eins og t.d. Japan, Noregur, Grikkland, V-Þýzkaland, Svíþjóð, A-Evr- ópu-þjóðir og fl. byggja nú ný og fullkomin skip, svo rug um, ef ekki hundruððum skipt ir. Allar keppast þessar þjóð ir við að útbúa skip sín með nýjum og sjálfvirkum tækjum. sem bæði minnka mannaflið um borð og flýta fyrir lestun og losun, auk þess sem þau eru fljótari i ferðum. Nú er svo komið, að hægt er að stjórna flestu i vélarrúminu frá stjórnpallinum. Þá -i hægt að opna og ioka iestun um með því að ýta á einn hnapp Sum skip hafa svo kallað ,lokað‘ sjonvarpskerfi um borð, þanmg að í brunm er hægt að fylgjast með ýms um stöðum i skipinu á sjón varpsskermum Þá má einnig nefna sjálfvirk hleðsluta'Ki og mæla vélarúm. sem aðeins þur) agvaktii sem líta á mæi. athuga vmsa >'éiai hluta tæki, sem auðvelda alla stjórn í höfnum og þegar lagzt er upp að bryggju o.m.fl reypa að byggja upp nýtízku skipastól, sem gæti orðið - saril keppnisfær á alþjóðlegum grundvelli. Það er ekki hægt fyrir stór veldi eins og Bandaríkir. að vera án verzlunarflota, sem get ur keppt á eðlilegum grund- velli við aðrar sigliogaþjóðir. Eins er það óþolandi fjTir þá að þurfa að lúta i iægia haldi í hinni hörðu samkeppni um flutninga á heimshöfunum. Auk þess er þetta mikill álitshnekkur fyrir þjóðina. Þá er það skrítið, að þeir skuli eiga öflugasta sjóher t heimi á sama tíma og íarm- skipafloti þeirra getur ekki annað flutningum fyrir þjóð- ina, ef til styrjaldar kæmi. Hvað þá þeir geti 'innað meiri hlutanum af eigin flutniagun til og frá Bandaríkjunum í dag. Það er ekki ofsagt að segja að Bandaríkjamenn eigi hel- sjúkan verzlunarflota, sem ekki verður bjargað án rút- tækra breytinga. Ef dæma má af blöðum og tímaritum frá Bandaríkjunum, virðist sem viðkomandi aðilar séu að vakna upp við vondan draurn, og vilji nú reyna að finna lausn eða lausnir á þessu vandamáli og það sem allra fyrst. Hvort það tekst eða ekki er erfitt að spá um að svo komnu máli, en eitt er víst. að siglingaþjóðir fylgjasi með björgunarstarfinu af mikl um áhuga. —jhm Það var fyrst eftir að erkibisk- upinn í Köln hafði gefið þeim Ansgari og Auðbjarti gott skip með tveim viðhafnarkáettum, að álit þeirra jókst hjá konungi, sem lagði hald á aðra káetuna handa sér sjálfum meðan á ferðinni stóð. Dvölin í Danmörku og ferðin öll varð þeim samt von- brigði. Samt dvöldu þeir um tíma í Heiðabæ í Slesvík og síðan í Ribe. Fyrsta kirkja Danmerkur og um leið fyrsta kirkja á Norður- löndum var þá reist í Hedeby 850 og litlu síðar önnur í Ribe. Og eru þessar borgir á Suður-Jót- landi elztu kirkjustaðir á Skandinavíu. Ekkí notuðu Þeir neina þving- un í boðskap sínum. Aðalaðferð- þeirra var sú, að kaupa ánauðug- um drengjum frelsi og kenna þeim síðan kristinfræði og hvetja þá síðan til að flytja boðskap Krists til heimkynna sinna. Auð- bjartur veiktist og sneri heim til Þýzkalands aftur. En Ansgar fékk boð eða beiðni um að koma til Svíþjóðar, og lagði fúslega í þá hættuferð og hafði nú enn einn vin sinna með sér. En á leiðinni var ráðizt á skip þeirra af sjó- ræningjum, sem höfðu á brott all- ar gjafirnar frá keisaranum og auk þess safn bóka, sem þeir höfðu .einrdg meðferðis. Samt héldu j?eir áfram ótrauðir i gegn- “(ím efitfáil úsa og veglausa myrk- viðu Svíþjóðar og yfir óþekkt vötn, unz þeir um síðir náðu til Birka, sem var þá þekktur verzl- unarbær á Bjarkaeyju í Malaren vatni. Þar fengu þeir góðar viðtökur af konungi landsins og leyfi til að halda guðsþjónustur. Þarna hittu þeir fyrir marga kristna her- fanga. En einnig létu margir heið- ingjar skírast og þar á meðal höfð- ingi borgarinnar Hergeir að nafni, sem lét nú byggja kirkju í Birka, hina fyrstu á Skandinavíu-skaga. Þeir unnu þarna í hálft annað ár með mjög góðum árangri, en sneru þá suður aftur til að gefa keisaranum skýrslu um ferðina. Raunar er þessi kírkja í Birka- oft talin fyrsta kirkja Norður- landa, því að Suður-Jótaland með Heiðabæ og Ribe taldist gjarnan til Þýzkalands jafnt og Danmerk- ur. Nú vildi keisarinn koma á stofn erkibiskupsstóli í Hamborg, og var Ansgar þar sjálfkjörinn biskup, þótt ekki væru nema fjór ar kirkjurnar i því biskupsdæmi til að byrja með. Honum voru nú afhent tignarmerki kirkjunnar og gerður að sendiboða eða le gáta páfans fyrir Norðurlönd- ásamt Ebo í Reims. Með þessu erkibiskupsembætti var þegar lagður homsteinn að formföstu starfi og starfsmiðstöð fyrir hið norræna kristniboð. En samt.voru miklir erfiðleikar fram- undan. Trúboðið í Danmörku stöðvaðist alveg um tíma, vegna stjómmáladeilna og 845 sigldi Há- rekur konungur upp Elfina og rændi og brenndi Hamborg. Ans- gar vildi í fyrstu verja borgina, en hvarf frá því og flýði allt hvað af tók með helga dóma kirkj unnar. en gat ekki einu sinni bjargað hempunni sinni með sér. Fallega kirkjan hans, nýstofnað klaustur og blómlegt bókasafn fórst allt og brann tii kaidra kola í eldi sjóræningjanna norrænu. Hann huggaði sig með orðum Jobs: „Drottinn gaf, Drottinn tók. Lofað veri nafn hans að eilífu.“ Nokkru síðar lét páfinn Ans- gar fá biskupstign í Bremen eins og uppbót fyrir ósköp þau, sem hann hafði orðið að þola, en þá reis erkibiskup Kölnar til and- stöðu. En eftir langvinnar og leið- ar deilur varð Hamborg — Brem- en erkibiskupsdæmi þó óháð Köln, en það var ekki alveg til lykta leitt fyrri en ári áður en Ansgar andaðist. Sem erkibiskup í Hamborg — Bremen fór Ansgar margar ferð- ir til Danmerkur og nú með góðu samþykki Háreks Danakonungs, sem gjarnan vildi koma sér í mjúk inn hjá þýzkum stjórnarvöldum. Hin viðhafnar mikla guðsþjónusta kristinna manna hafði lokkandi áhrif á hina heiðnu víkinga. Þeir höfðu alltaf verið gefnir fyrir íburð og skraut í höllum sínum og köstulum. Ansgar og vinir hans gáfu sig lítt fram sem far- andpredikarar, enda fundu þeir fljótlega að viðhöfn og skraut helgisiðanna hafði ásamt góðum predikunum mest að segja fyrir Norðurlandabúa. ingum. Þannig var t.d. um jóla- hald og fórnarsiðu. Heilög tré not- aði hann gjarnan sem kirkjuvið, og helga staði sem samkomustaði eða kirkjusetur að sögn. Og hann sýndi oft mikla kænsku og stjóm- vizku, þegar hann leitaði leyfis um frelsi til sérstakra helgisiða og ivilnana eða forréttinda hinum nýja sið til framdráttar, sömu- leiðis um réttindi til kirkjubygg- inga og stofnum safnaða, sem íbú ar landsins vildu stofna og starf- rækja af fúsum vilja. Ansgar reyndi aldreí að ná tðk um með hinni engilsaxnesku Kristshugsjón, þar sem Jesús var predikaður sem hinn ungi glæsi- legi konungur og sigurvegari, sem gengi sem hertogi fyrir hirð sinni troðandi djöfulinn og allt hans lið undir fótum. Slík Kristshugsjón mundi gjarnan hafa verið víking- um að skapi. Hins vegar dáðust þeir gjarna að lífsháttum Ansgars, áreiðan- leika hans, óttaleysi, mildi hans og miskunnsemi. örlæti hans og ljúf- lyndi. En gagnvart tárum hans við- kvæmni og syndavitund. iðrun Síöari grein eftir sr. Árelíus Nielsson Eftir iát Háreks konungs kom þó nokkur afturkippur í safnaðar lífið og Slesvíkurkirkju var meíra að segja lokað, en það lagaðist fljótlega, þegar Hárekur kóngur hinn yngri fann þörf fyrir áfram- haldandi stuðning Þjóðverja. Hann sendi því boð eftir Ansgari, og taldi sig þurfa „Guðs náðar í Kristi,“ eins og hann orðaði það ekki síður en faðir hans og fvrir rennari. Ansgar tók sér nú fyrir hendur Svíþjóðarför að nýju, en þar hafði enginn prestur þá starfað í inokkur ár við kirkjuna í Birka. En nú var fullt tillit tekið til óska hans og allt fært í lag. Á dögum Háreks 2. var komið fyrir kirkjuklukku i Heiðabæj- arkirkju, en áður hafði það verið ! bannað, þar eða talið var, | að klukknahljómurinn fældi brott iandvætti eða reitti þá til reiði. Kirkjan í Ribe var líka í hávegum höfð, en Hárekur 2 tók aldrei kristna trú opinberlega. Það verður því að telja árang ur þessa fyrsta norræna trúboðs lítinn í samanburði við trúboðið Saxlandi, þar sem öll þjóðin var á sama tíma kristnuð á nokkr- um árum. En það gerðist raunar með yfirgangi og kúgun. En allt slíkt var Ansgari víðs- fjarri. Hann skírskotaði aldrei til valds né valdhafa, og hann gekk aldrei í berhöggi við heiðna siði; og helgidóma. eyðilagði hvorki hof né goðamyndir Reyndi heldur að miðla málum af miklu frjálslyndi og umburðarlyndi og tók gjarnan tillit til þess. sem fólkinu hafði verið heilagt og reyndi að sam- ræma það hinum nýja sið og kenn hans og hugarangri og öllu tali hans um eftirdæmi Krists, stóðu þeir ráðþrota. Og margir hinna sigurvissu metnaðargjörnu og stoltu höfðingjar töldu grát og tár algjörlega fjarstæðu af karlmanni. En einmitt þetta var sérkenni í skapgerð Ansgars og hin síðustu æviár er honum talin veitt sú náð argjöf að geta grátið svo oft, sem hann vildi. En einmitt þessir eig- inleikar vöktu aðdáun fylgjenda hans, lærisveina og vina. Þeir litu á hann, sem heilagan mann, sem andi og kraftur hins kærleiks- ríka Guðs hefði tekið sér bústað í. Því yrðu bænir hans svo áhrifa miklar og honum auðvelt að gjöra kraftaverk. Fólk kom einnig lang- ar leiðir til hans að fá huggun. kraft og lækningu við margs kon- ar böli og sjúkleika. Og þetta veitti Ansgar ótrúlega mörgum. En sjálfur vildi hann aldrei hafa það í hámælum og var mjög hlé- drægur með líknarstörf sín. Við eitt slíkt tækifæri sagði hann: „Enginn þarf að hrósa mér fyr- ir neitt. Megnaði ég nokkuð hjá Drottni mínum og meistara, þá mundi ég biðja hann að veita mér eitt undur sinnar náðar. það að gjöra mig góðan mann.“ Meðaumkun hans, mannúð og góðvild virtust af þrotiausri upp- sprettu, ekki sízt þeim, sem sízt þóttu slíks verðir. En Ansgar var ekki einungis auðmjúkur og iðrandi munkur, eins og Hrímbjartur lýsir honum. Hann var einnig maður hins mikla starfs og framkvæmda, hygginn, þolgóður og gæddur þvi hugrekki og dirfsku, sem knúði hann ekki Framhald á bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.