Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 11
ÞMÐJUDAGUR 27. júlí 1965
TÍMINN
30
hópum, þegar þær eru ekki að dansa, og eigi síSan að fara
heim til sín án fylgdarmanns eftir dansleiki, já, þar er ef til
vill óhjákvæmilegt, að til árekstra komi, þegar
þessar ákveðnu reglur mæta hinum frjálsa bandaríska fram-
gangsmáta.
Land elds og ísa.
Tali maður um f jölbreytni, þá er hún mikil á íslandi. Þetta
land elds og ísa býr yfir undarlegum eiginleikum og furðu
legum andstæðum. Þessi litla eyja er land öfganna — aðra
stundina dapurleg og hnuggin í vindi og regni — hina
stundina litrík, og geislandi í sólskininu — öfganna, sem
birtast í hinum löngu sumardögum, sem aldrei taka enda og
hinum dimmu vetrarnóttum, sem teygja sig fram undir há-
degi, og skella á aftur tveimur stundum síðar, land dýrð-
legs sólseturs og tindrandi norðurljósa, þar er furðulegt sam
bland af eldfjöllum og jöklum, hverum, laugum og jökul-
ám beljandi um gljúfur og gil. Maður horfir út yfir tak-
markalausa hásléttu — og á næsta augnabliki stendur mað-
ur frammi fyrirr litlausum, auðnarlegum hraunbreiðum.
Þarna eru drungalegir firðir, og gil svo djúp, að sólin nær
aldrei að lýsa niður í þau, og þrátt fyrir allt þetta eru þarna
líka sólskinsbjartir dalir á næstu grösum. Og öllu þessu er
þjappað saman á landi, sem ekki er nema rúmlega hundrað
þúsund ferkílómetrar — nokkru minna en ríkið Virginía.
Þegar daginn tók að lengja þurftum við ekki lengur að
ferðast fram og til baka milli herbúðanna í niðamyrkri.
Dagsbirtan veitti okkur skínandi gott tækifæri til þess að
sjá heldur meira af þessu landi, sem svo ósköp lítið virðist
vera vitað um í Bandaríkjunum.
Þær fáu staðreyndir, sem „kunnar“ eru um ísland, «iga u
ekki við alger rök að styðjast í raunveruleikanum. Stærsti
misskilningurinn ligggur ef til vill í skoðunum manna á
veðurfarinu og íbúunum: Snjórinn allt árið um kring, ís-
bimir, snjóhús og Eskimóar. Fjöldi fólks hefur spurt okk-
ur: — Voruð þið ekki að deyja úr kulda allan tímann?
— Nei, það vorum við ekki. ísland er ekki eins kalt land,
og reynt hafði verið að telja okkur trú um. Gæruskinnskáp-
urnar, sem okkur höfðu verið fengnar, áður en við fórum
frá Washington voru sjaldan hnepptar upp í háls. Þykk nær-
föt og úlpur notuðum við einungis, þegar við þurftum að
ferðast langar leiðir milli herbúða í opnum herbílum. Frost-
ið komst aldrei niður fyrir 13 stig, á meðan ég var þarna.
Það var í Reykjavík, en auðvitað var nokkrum stigum kald-
ara fyrir norðan. Hvað er það í samanburði við kuldann í
okkar eigin Nýja Englandi, þar sem ósjaldan kemur fyrir að
frostið fari niður í 30 stig til 40 stig, ég gat varla kallað 13
stiga frost mikið, þegar mér datt hitt í hug. En íbúunum í
Reykjavík þótti það — mjög kaldur dagur!
Þess ber þó að gæta, að maður verður meira var við
kuldann í Reykjavík vegna rakans í loftinu, en hann er geisi-
lega mikill. Reykjavík ber nafn sitt með rentum, þar sem
fjöldi heitra lauga er þar allt í kring, og úr þeim rýkur stöð-
ugt og gufan stígur hátt í loft. Á köldum dögum má sjá
gufuna úr þessum ótölulegu heitu laugum úr margra kíló-
metra fjarlægð. Golfstraumurinn, sem liggur meðfram suður
og vesturströnd landsins er þess einnig valdandi, að Reykja-
víkurhöfn er íslaus allt árið. Honum má einnig þakka hið
fremur tempraða loftslag. Auðvitað er nokkru heitara á sumr
in, en ég man samt ekki eftir því, að hitinn hafi nokkru
sinni komizt yfir 16 stig, á meðan ég var þarna. Ef ekki
hefði komið til hvassviðri, mikill loftraki og óhemju
úrkoma bæði sumar og vetur, hefði mátt telja veðráttuna
fremur milda, þegar tillit var tekið til legu landsins og ná-
lægðar Norðurpólsins.
Eyjan snertir rétt heimskautabauginn, þar sem hún nær
lengzt í norður. Reykjavík, sem er á suðvesturhorninu, er
innan við 480 kílómetra frá baugnum. Enda þótt ísland sé
ekki nema 312 kílómetrar í þvermál, er ekki heiglum hent
að ferðast frá einni ströndinni til annarrar í beinni línu. Fara
verður ýmsar krókaleiðir, og fylgja að mestu leyti óreglu-
legri strandlengjunni. Til þess að geta séð hálendið er nauð-
synlegt að ferðast yfir það á hestum, því sá hluti eyjunnar
reraalgerlega óbyggður og þakinn jöklum, eldgígum, hraun-
'Himj1 eyðimörkum og fjöllum. Láglendið er aðeins einn fjór-
tándi af öllu landinu, og frjósamir dálir gera það byggilegt.
Hið skammvinna sumar er breitt gróðurbelti umhverfis eyj-
una — svo grænt, að við furðuðum okkur á því, hvers vegna
landið hafði ekki verið kallað „Grænland“ og Grænland í
staðinn nefnt ísland.
Segja má, að ísland sé trjálaust, enda þótt þar séu nokkrir
þjóðskógar, og fáein tré, þar sem íslendingar hafa gróðursett
þau í görðum sínum. En þessi tré eru sjaldan hærri en þrír
metrar. Við sáum tvo „skóga“ fyrir norðan, þar sem fá-
hann. — Og annars er ég alls
ekki viss nema að ég hafi nokkuS
góð kaup í þetta skipti. — Er það?
kaldhæðnin skein úr röddinni. —
En hvað þetta var fallega sagt?
— Hættu nú! sagði hann. —
Mér er full alvara. Eg gefst aldrei
upp fyrr en ég hef reynt alla
hugsanlega möguleika. Þess vegna i
hef ég komizt þangað, sem ég erj
kominn. Og ég ætla að gefa kunn-
ingsskap okkar tækifæri til að
sýna, hvaða möguleikar gætu fal-
izt í honum.
— Hvað áttu við? Ray slökkti
5 vindlingnum.
‘Hann stóð upp og færði sig
skrefi nær henni. Röddin var form
leg, en sami glampinn var ennþá
í augunum.
— Eigum við að reyna að búa
saman næstu sex mánuði — sem
kunningjar? Þá getum við gengið
úr skugga um, hvernig okkur farn-
ast sambúðin. En ég á við, að
við gerum alvarlega tilraun til að
láta okkur koma saman, en ekki
að við sneiðum hvort hjá öðru.
Ég sætti mig aldrei við neitt hálf-
kák, eins og þú veizt, og í hjóna-
band þar sem aðilarnir gera ekki
meira en að þola hvorn annan,
er enga sælu að finna. Ég vil eiga
konu, sem elskar mig bæði með
líkama og sál og er ekki hrædd
við að sýna það.
Hann þagði. Ray einblíndi ofan
í kaffibollann. Hann talar svo —
hispurslaust, hugsaði hún með sér
og reyndi að láta hroll fara um
sig, en tókst það ekki. Það var
hreinskilni í djúpri og karlmann-
legri röddinni. Hún gat ekki ann-
að en borið virðingu fyrir hon-
um og því að hann skyldi þora
að segja það, sem fólk í hennar
umhverfi mundi aldrei hafa sagt
Lífið hlaut að vera skemmtilegt
fyrir menn, sem höfðu líkt við-
horf til þess og Druce hafði. Hún
fann til ejnhvers. sem líktist öf
und, er hún hugsaði til þess hvern-
ig hann tók á erfiðleikunum —
hvernig hann beitti sér gegn líf-
inu í orðsins fyllzta skilningi.
— Mér finnst, að við ættum að
fara brúðkaupsferðjna, eins og allt
væri eins og það ætti að vera
milli okkar, sagði hann dálítið
hikandi. — En við gerum samn-
ing. Ég skal sverja, að ég geri
ekki neinar kröfur til þín, ef þú
lofar á móti að daðra ekkj við
aðra. Skilurðu? Ekkert baktjalda-
makk.
— Nei, ég er ekki þannig gerð,
sagði Ray. Hún roðnaði og henni
leið illa.
— Það gleður mig, sagði hann
rólega. — En ég aðvara þig, hvað
sem öðru líður. Ef þú rýfur þitt
loforð, rýf ég líka
Ray sat þegjandi í nokkrar mín-
útur. Svo ýttj hún stólnum frá
borðinu og stóð upp. Ilvað
vinnurðu með þessu? spurði hún
þreytulega.
— Ég vona. að við getum lært
að elska hvort annað.
— Ég vil ekki, að þú gerir þér
neinar tálvonir, Druce. Ray and-
I aði djúpt. — Ég er hrædd uní
I að ég geti ekki lært að elska þig,
j með þessu móti.
I Skuggi kom á andlit hans, en
j harka og viljaþrek lýstu af svip
i hans. — Ég er fús til að hætta
• á það, sagði hann. — Ert þú það?
Ray stakk höndunum í vasana
á morgunkjólnum. Hún staðnæmd-
ist við gluggann og horfði út.
Hún hugleiddi tilboðið, sem hann
hafði gert henni. Aðstaða hennar
yrði erfið, ef hún segði nei. Ef
hún féllist á þetta, fengi hún þó
sex mánaða frest. Það væri björg-
un í bili og kannske mundi hún
á þeim tíma finna einhverja leið
til frambúðar. Og hún hafði ekki
gefið honum neina tyllivonir. Hún
hafði sagt honum hispurslaust og
hreinskilningslega ,frá tilfinning-
um sínum.
— Jæja? Hann rétti fram hönd-
ina. Það var eitthvað biðjandi og
örvæntingarfullt í þessari hreyf-
ingu.
— Já, sagði hún lágt. Hún
horfði á hönd hans og var að
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængumar.
Eigum dún- og fiðurheld ver,
æðardúns- og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3 — Símj 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
velta fyrir sér, hvort hún ætti að
taka Lhana. Henni fannst það svo
tilgerðarlegt. En af því að hönd-
in var enn framrétt tók hún hana
og fingur hans krepptust fast að
hönd hennar. Þetta handtak hans
gerði hana enn vandræðalegri en
faðmlög hans höfðu gert hana
kvöldið áður.
— Hvað ætlastu fyrir? spurði
hún og brosti til hans.
Hann brosti á móti. — Dálítið,
sem kemur þér á óvart. Hann
þrýsti á bjölluha og þegar
þjónninn kom inn, bað hann hann
um að færa sér hádegisblaðið. —
Þeir báðu um viðtal við mig í
morgun — fyrir þína hönd, sagði
hann hlæjandi. — Þú ert orðin
þýðingarmikil persóna, góða mín.
Fólk er alltaf forvitið um þessar
milljónamæringafrúr . . . Það lá
við að hún hrærðist af ungæðis-
legu stoltinu í rödd hans. Þrátt
fyrir langa lífsreynslu var eitthvað
eftir af unglingnum í honum enn
þá. Og unglingurinn hafði auð-
sjáanlega gaman af að vera ríkur.
— Ég tímdi ekki að vekja þig,
sagði hann og fletti blaðinu. —
Hvað segir þú um þetta?
Ray tók blaðið og las: „Hin
nýgifta frú Druce Graham var fús
til að segja frá áformum sínum
viðvíkjandi brúðkaupsferðina í við
tali við blaðið í morgun. Ég er
svo hamingjusöm, sagði hún, að
mig langar til að öll veröldin fái
hlutdeild í hamingju minni. Nú
erum við á leið til útlanda, fyrst
til Suður-Frakklands. Þegar við
komum aftur til Ameríku, ætlum
við að leigja okkur íbúð í Park
Avenue í New York.
Ray lagði blaðið á borðið og
sagði: — Er það þetta, sem þú
kallar góðlátlegt grín?
Hún tók eftir að honum féll
miður hvernig hún brást við, en
hún gat ekki að því gert. Eftir
nokkrar mínútur fór hún inn í
svefnherbergið sitt til þess að fá
að vera í næði. En í stað þess að
skipta um kjól, kveikti hún í vindl
ingi og fór að lesa blaðið.
Allt í einu kipptist hún við og
tók fastar um blaðið. Þetta getur
ekki verið satt, hugsaði hún með
sér, er hún las klausuna:
— „William Jermaine forstjóri
varð bráðkvaddur i nótt. Bam
meinið var hjartaslag. Montj
Jermaine, bróðursonur hans, erf
ir allar eigur hins látna.“
Monty! Blaðið datt á gólfið
Monty hafði erft auðæfi frændf
síns réttum tuttugu og fjórure
tímum of seint! Hún sá hann
fyrir sér þegar hann stóð hjé
henni í garðinum kvöldið fyrii