Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. júli 1965 Miffherji Dana, Jörgen Steen Nielsen, skorar anna'ð mark Dana í unglingalandsleikntun á fimmtudag. Islenzku piltamir eru frá vinstri Anton Bjarnason, Sævar Sigurösson og Sigurbergur Sigsteinsson. Ljósmynd: Politiken. Rússarnir máttu þakka fyrir að sigra með 2-1 ísland náði forustu 1-0. Rússar jöfnuðu á næstu mínútu. ís- land átti skot í slá skömmu síðar. Rússar skoruðu sigurmark- ið aðeins 10 mín. fyrir leikslok. Eyleifur beztur á vellinum. Alf*—Halmstad, sunnudag. — Aðeins tíu mínútum fyrir steinsson, Anton Bjamason, Sævar leikslok skoruðu Rússar sigurmark sitt gegn íslenzka ung- lingalandsliðinu á íþróttaleikvanginum í Halmstad í gær, og máttu sannarlega þakka fyrir að ná 2:1 sigri. íslenzka liðið var óþekkjanlegt frá fyrri leik sínum gegn Dönum tveimur dögum áður og kom mjög á óvart fyrir skínandi leik. Þegar í byrjun sýndu ísl. piltarnir ákveðinn vilja til sigurs, vilja, sem rússneska birninum tókst með naumindum að bæla niður. ísland náði á 20. mín í fyrri hálfleik forystu, þegar Eyleifur Hafsteinsson, áberandi bezti maður vallarins, skor- aði mark af 25 metra færi- Rússneski markvörðurinn geiði tilraun til að verja, en missti knöttinn milli handa sér og í netið. Þetta mark var uppskera nær látlausra sóknartilrauua ísl. liðsins fyrstu 20 mín. leiksins. Hinir sænsku og dönsku áhorfendur í Halmstad klöppuðu ísl. liðinu lof í lófa fyrir markið um leið og þeir litu hver til annars með spurningu í augunum. Það var ótrúlegt, að ísland hefði náð forystu gegn stórveldinu í fyrsta landsleik þeirra á íþróttasviðinu. En Adam var ekki lengi í para- dís. Aðeins mínútu síðar skaut hægri útherji, Victor Lysenko, föstu skoti, að ísl. markinu, Þor bergur Atlason í markinu virtíst öruggur með knöttinn, en missti hann framhjá sér og í netið. 1-1. Eftir leikinn sagði Þorbergur: ,,Eg hélt ég væri öruggur með skotið, en rétt áður en ég ætlaðí að góma knöttinn tók hann stefnubreytingu og ég náði ekki til hans.“ Þetta var óhappamafk. Skýfall. Skömmu áður en leikurinn hófst var indælt veður, sólskin og blanka logn, en rétt eftir að Eyleifur, fyr irlíði ísl. liðsins, og rússneski fyr irliðinn höfðu heilsazt tóku regn dropar að streyma úr loftinu og áður en varði var eins og allar flóðgáttir himinsins hefðu opnazt, regnið bókstaflega bunaði úr loft inu og það var eins gott að mað ur var í skjóli. Þessi ósköp stóðu yfir nærri allan fyrri hálfleikinn, en í síðari hálfleik minnkaði regn ið til muna. íslenzk forusta. íslenzka liðið var þannig skipað í leiknum: Þorbergur Atlason, Am Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Ragnar Kristinsson, Eyleifur Haf steinsson, Ólafur Lárusson, Gunn steinn Skúlason, Elmar Björnsson. Myndi rigningin ekkí vera dauða dómur fyrir ísl. liðið, hugsaði mað ur, Þegar sænski dómarinn gaf upphafsmerkið og leikurinn hófst. En það var engan bilbug á finna á ísl. piltunum, þeir hófu leikinn og knötturinn gekk frá manni til manns og upphlaupinu lauk með skoti að marki, en framhjá. Næstu mínútur skiptust liðin á upphlaup um, en Rússum tókst aldrei að ógna ísl. markinu, en þeir reyndu að leika leiikaðferðina 4-2-4. Karl Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafði lagt ákveðna taktik fyrír ísl. varnarleikmennina. „Leyfið Rússunum að leika upp að víta teignum, en þar verðið þið að taka þá.“ Anton Bjamason, hægri framvörður, var látinn draga sig aftur og myndaðist við það sterk ur veggur, sem Rússunum tókst aðeins einu sinni að brjóta. Eyleifur Hafsteinsson var aðal driffjöður framlínunnar, lék að- eins aftar og mataði hina fram- herjana óspart. Eftir nokkrar ágæt ar sóknartilraunír skoraði ísland fyrst — fyrsta mark leiksins. Ey- leifur fékk sendingu á 20. mínútu á vallarhelmingi Rússanna, lék nokkra metra í átt að marki og Skaut síðan föstu lágskoti, sem rússneski markvörðurinn mis- reíknaði og knötturinn hafnaði í netinu. Áhorfendur, sem voru greinilega á bandi ísl. liðsins, fögn uðu markinu gífurlega. Rússar jafna — ísland á skot í slá. Forusta fslands stóð því miður stutt. Aðeins einni mínútu síðar skaut hægri útherjí rússneska liðs ins föstu skoti af löngu færi, sem hafnaði í ísl. markinu. Skotið virt ist ekki hættulegt og Þorbergur í markinu öruggur með það, en snún ingur á knettínum varð þess valdandi að hann missti hann inn. Þrátt fyrir Þetta mark minnk aði baráttuþrek ísl. piltanna ekki, þeir héldu áfram að sækja og sáralitlu munaðí að þeim tækist að ná forustu aftur á 30. mínútu, þeg ar Ólafur Lárusson, miðherji, átti Sænsku blöðin hafa skrifað mikið um leik íslendinga og Rússa og eru sammála um að íslenzka liðið hafi komið á ó- vart með góðan leik. Eyleifur Hafsteinsson var sannarlega maður dagsins og fær hann lof- samlega dóma og er af öllum talinn hafa verið bezti maður vallarins. , Þannig skrifar til dæmis Hal- land-posten: Bezti maður vall arins var Eyleifur Hafsteins- son. Hann lék um allan völlinn og allt spil átti upptök sín hjá honum. Hvernig hann gat leikið allan leikinn eins og hann gerði, er hreiu ráðgáta. Blaðið hrósar einnig Þorbergi í mark inu, Antoni, Sigurði og Ólafi. ..Rússnesku unglingarnir unnu fsland með naumindum“ hljóðar fyrirsögn í Göteborgs- Posten. Þar er íslenzka liðinu hælt fyrir baráttuþrek og jafn framt sagt, að tveir af leikmönn um íslenzka liðsins hafi borið af, markvörðurinn, Þorbergur Atlason og svo Eyleifur Hall- steinsson, sem án nokkurs efa hafi verið bezti maður vallar- ins. Eyleifi er hælt fyrir góða hæfileika sem fyrirliði, hann hafi stjómað sínum mönnum bæði með höndunum og munn- inum. Göteborgs-Tidende birti við- tal við einn af rússnesku þjálf urunum og segir hann í því meðal annars: Við sáum danska liðið vinna hið íslenzka með 5:0 og reiknuðum með því að eiga léttan leik fyrir höndum. En íslenka Iiðið kom okkur í opna skjöldu með baráttuþreki sínu. Dönsku. blöðin gera hins veg ar lítið úr leik íslenzka Iiðsins eins og vænta mátti. Þó segir Politiken: Rússarnir áttu meira í spilinu, en fslendinganiir áttu tækifærin. —alf. skot, sem small í slá rússneska marksins. En fleiri urðu mörkin ekki fyrir hlé. Að mínum dómi hefði ísland alveg eins getað haft eins marks forustu eftir fyrri hálf leikinn. Rússar enda nýja menn inn á. Hin rússneska fararstjórn hefur greinilega ekki verið ánægð með frammlstöðu sinna pilta í fyrri hálfleiknum, því þegar rússneska liðið birtist í síðari hálfleiknum höfðu tveir leikmenn verið settir út, markvörðurinn, sem reyndar hafði staðið sig vel, og annar inn- herjinn. í þeirra stað komu tveir nýir leikmenn. fslenzka liðið var hins vegar al- veg óbreytt. En þrátt fyrir þess- ar breytingar vegnaði rússneska liðinu ekkert betur í síðari hálf- leik, og strax á 3. mín. skapaðist hætta við rússneska markið, þegar Rússland i úrslit Alf-Halmstad, mánudag. Úrslltaleikurinn í riðlinum milli Rússlands og Danmerkur var háð ur í dag og sigruðu Rússar örugg lega og leika því til úrslita á þessu Norðurlandamóti unglinga i knattspyrnu, og vissulega kæmi ar Guðlaugsson, Sígurbergur Sig það spánskt fyrir ef Rússar yrðu Norðurlandameistarar, en líkur eru mestar til þess. Leikurinn var jafn í fyrri hálf- leik, en Dönum tókst að skora mark á 10. mín. og var það eina markið í hálfleik. í síðari hálfleik náðu rússnesku piltarnir alger- lega yfirhöndinni og skoruðu þá þrjú mörk — og þau hefðu eins getað orðið fleiri, svo miklir voru yfirburðir líðsins. Nú stendur yfir leikur milli Nor egs og Svíþjóðar og er úrshtaleik urinn í hinum riðlinum, því báðar þjóðirnar hafa sigrað Finna. Enn Þá standa leikar jafnir — en mér finnst sænska liðið sigurstrang- legra:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.