Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 27. júE 1965 L4 TÍMINN ANSGAR Framihald af bls. 9 einungis til að hefja þetta merka kristniboð, heldur einnig til að halda því áfram, þrátt fyrir ótelj- andi hættur og erfiðleika allt til hinztu stundar, meðan aðrir komu og fóru. Sem erkibiskup Hamborg — Brima kemur hann fram sem kænn og slyngur kirkjuhöfðingi, semur við konunga og stórmenni og kemur sér í mjúkinn hjá þeim með klókindum og höfðinglegum gjöfum. Þessum þætti má heldur ekki gleyma í trúboðsstarfsemi Ansgars. Mjög fljótlega eftir lát sitt var Ansgar gerður að dýrlingi í Norð- ur-Þýzkalandi. En það var eins og Danmörk og Norðurlönd gæfu því naumast gaum. En það var af því, að eftirmenn Ansgars’í Hamborg og Brimum héldu ekki merki hans á lofti á sigurgöngu kristninnar um Norðurlönd, og þá ekki síður vegna hinnar langvinnu baráttu dönsku kirkjunnar gagnvart yfir- gangi Norður-Þjóðverja, þegar hún stofnaði erkibiskupssetur í ÞAKKARÁVÓRP Öllum þeim, sem heimsóttu mig, færðu mér blóm og aðrar stórgjafir á afmælinu mínu 16. júlí, þegar és var 100 ára, vil ég votta mínar alúðarþakkir. Sveitar- stjórn Aðaldæla fyrir innrammað, skrautritað ávarp, með heiðursborgaravali. Já, einnig þeim, er fluttu mér ljóð og kvæði. Öllum þeim fjölda, er sendu mér heilla- skeyti og kveðjur, og síðast en ekki sízt, öllu starfsliði sjúkrahússins á Húsavík fyrir alla umönnun við mig og kærleik, já og höfðinglegar móttökur gesta minna á afmælisdaginn. Fyrir allt þetta sendi ég ykkur mínar hjartans þakk- ir og bið guð að blessa ykkur öll- í júlí 1965 Friðfinnur Sigurðsson, Rauðuskriðu, sjúkrahúsinu á Húsavík. Eg þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig á sjö- tugsafmæli mínu 17. júlí síðastliðinn. Eysteinn Björnsson, | jfj, Guðrúnarstöðum. Maðurinn mlnn og faðir okkar, Kristirm Ingvarsson organlelkari, andaðist laugardaginn 24. júIf s. I. Jarðarförln ákveðin síðar Guðrún Sigurðardóttir og daetur. Hugheilar þakkir scndi ég öllum þeim er með einu eða öðru móti auðsýndu hluttekningu og vinsemd við fráfall og útför mannsins míns, séra Jakobs Kristinssonar fyrrv. fræðslumálastjóra. Guð blessl ykkur öll. Inglbjörg Tryggvadóttir. Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu samúð og hlut- tekningu við fráfall og útför eiginmanns míns, Tryggva Jónssonar afgreiðslumanns, Akureyri. Sérstaklega þölckum við Kaupfélagi Eyfirðinga, sem heiðraði minn- ingu hans við útförina og starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Hallgríma Árnadóttir. Maðurinn minn, Ólafur Geirsson iæknlr verður jarðsunglnn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h. — Óskað er eftir að ekki verði send blóm eða kransar. Erla Egilson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Guðrúnar Styrkársdóttur Miklubraut 76, Unnur Sigfúsdóftir, Styrkár Guðjónsson, systkini og venzlafólk. Móðir okkar, Dómhildur Ástríður Gísladóttir lézt að heimili sínu 23. júlj. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunnl, föstudaginn 30. júlí kl. 14.00. María Ragnarsdóttir, Þór Simon Ragnarsson. Lundi sem frjáls og sjálfstæð kirkja Norðurlanda. Það er því fyrst á allra síðustu tímum, að skilning- ur á framlagi og brautryðjenda- starfi Ansgars hefur aukizt og hann metinn að verðleikum. í sögn Ansgars segir Hrímbjart ur frá samtali þeirra Ebos bisk ups í Reims og Ansgars. Því lýkur með þessum orðum postula Norð- urlanda og er spámannlegur arn- súgur í vængjaþyt vona og trúar: ,Eg er þess fullviss, að það starf sem hér er hafið í nafni Krists, mun bera ávöxt í Drottni. Það er mín trú og heilög sann- færing, þótt syndin sé þar oft þröskuldur í vegi, muni það aldrei stöðvað sem nú er byrjað í Drottni, heldur bera ávöxt fyrir Guðs náð og heppnast í Herr ans nafni, allt til enda heims.“ Þannig var trú þessa postula Norðursins. Og því gafst hann aldrei upp, þrátt fyrir ofsóknir og stöðuga baráttu við óteljandi erf iðleika, þegar biskupsdæmið han's var nær lagt í auðn og heiðnir og herskáir víkingar brenndu borg hans og heimili. Þannig þökkuðu þeír honum í fyrstu. Það var skilningur þeirra, sem hann helg- aði lífsstarf sitt og var reiðubú- inn að fórna lífi sínu fyrir. Aldrei kom honum hefnd í hug, þótt sárs- aukinn nísti hjarta hans, en hann bað um miskunn og líkn óvinum óg ofsækjendum til handa. Hann sigraði ekki með vopna- valdi heldur í anda og krafti hans, sem sagði: „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem rógbera yður og of- sækja.“ Brennandi í andanum, með áhyggjum og ákafa bað hann grát andi fyrir fámennum hópi fylgj- enda sinna meðal herskárra ræn- ingja og skilningslausra sjálfbirg ingslegra höfðingja. ' j j Mun til sú dögg, sem4ietur hpfi svalað veikburða gróðri í vorhref- um ofsókna og misskilnings? Er ekki vandfundið svæði í heimin- um öllum þar sem orðið hefur meiri umbreyting á ekki lengri tíma en þar sem herskáir víkingar hafa eignazt það hugarfar, sem engin styrjöld fylgir. En það er helzta hrósun, og bjartasta skart í menn ingu Norðursins, gróið fram af tárasáði og trúarþreki fyrsta sáð- mannsins í akri kristninnar „Post- ula Norðurlanda" Ansgar, sem var vopn guðanna í baráttunni fyrir sigri kærleikans. Reykjavík 9-6 1965. _____________Árelíus Níelsson. ERLENT YFIRUT Framhaíd af 5. síðu unum öllum, þar sem áformin um hann geri ráð fyrir sameig- inlegu eftirliti. ALLT eru þetta alvarlegar áminningar um, hve erfitt verður að að komast að niður stöðu í Genf (en tvö af fimm kjamorkuveldum heims, Frakk land og Kína, eiga þar ekki fulltrúa) Ekki þarf þc að Jita á aðvörun Þjóðverja sem al- gera afneitun. Þeir flýttu sér að koma á íramfæri yfiriýs- ingu um, að þeir óskuðu ekki eftir kjarnorkuvopnum enda er engan veginn ]jo.st. hver ætti að láta þau í té (og Þjóð- verjar eru samkvæmt samningi skuldbundnir til að tramleiða ekki kjarnorkuvopn.) • Þegar þess er gætt, að kosn ingar í Þýzkalandi eru skarnmt undan, verður varia sagt, að Schröder hefði getaö tekið minna upp í sig en hanr gerði. Og Rússar kunna einnig að líta þannig á málið. Að minnsta kosti hafa þeir ekki enn sýnt annað eða meira cn vanabundin viðbrögð við yíir lýsingu hans. Allt getur þetta horft nokkuð öðruvísi við að afstöðnum þýzku kosningunum en þær fara fram 19. septem- ber. En hvað sem öBu þessu líður, er ekki nema gott eitt um það að segja, að hafizt sé handa í Genf á ný. (Þýtt úr The Economist.) ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 Kristleifur Guðbjörnss., KR 4:05,3 Halldór Jóhannesson, HSÞ 4:10,7 Gestir: Henning Nielsen IFK 4:03,0 Bjarne Hein, IFK 4:27,9 Nils Olsson, Utby IK 4:28,1 Kringlukast: Þorsteinn Löve, ÍR 47,28 m. Þorst. Alfreðsson, UBK 46,81 m. HalJgrímur Jónsson, ÍBV (Týr) 45,00 m. Kringlukast: Ragnheiður Pálsdóttir, HSK 33,08 Fríður Guðmundsdóttir, HVÍ 32,33 Guðbjörg Gestsdóttir, HSK 30,80 Gestur: Margit Olsson, GKIK 17,68 Sleggjukast: Þórður Sigurðsson, KR 51,30 m. Jón Magnússon, ÍR 47,99 m. Jón Þormóðsson, ÍR 47,15 m. Langstökk: Meðvindur. Björk Ingimundard. UMSB 5,23 m. Magnea Magnúsdóttir, ÍA 5,00 m María Hauksdóttir, ÍR 4,95 m Sólveig Hannam, ÍR 4,63 m Sigurl. Guðmundsd., HSK 4,61 m Gestur: Ann Bramer, GKIK 5,18 m Þrístökk: Karl Stefánsson, HSK 14,05 m Guðm. Jónsson, HSK 13,69 m Ingólfur Ingólfsson, UBK 12,34 m. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, KR 4,00 m. Páll Eiríksson, KR 3,75 m. Kári Guðmundsson, Á. 3,45 m. SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS M.s. Herðubreið fer austur um land í hringferð 31. þ.m. Vörumóttaka á þriðjudag og miðvikudag til Homafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á fimmtudag. Bifreiðaeigendur athugið Frá og með laugardeginum 31. júlí 1965 breytist lokunartími smurstöðva í Reykjavík og nágrenni þannig: Laugardaga lokaðar. Föstudaga opnar til kl. 20. Aðra daga eins og venjulega. Smurstöðvarnar í Reykjavík og nágrenni. skólastjóra við Tónlistarskóla Kópavogs er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum am menntun og fyrri störf sendist skólanefnd Tónlistarskóla Kópa- vogs í pósthólf 149, Kópavogi, fyrir 15. ágúst n.k. TÓNLISTARSKÓLI KÓPAVOGS. IfflMSÍ ö HH fH Staða RAFSUÐUTÆKI ÓDÝR HANDHÆG 1 fasa inntak 20 Amp. Af köst 120 amp (Sýður vír 3.25 mm. (innbyggt öryggi fyrir yfirhitun. Þyngd 18 kíló. SMYRILL Laugavegi 170. Sími 1-2260. ÞÓRSMÖRK - ÞÓRSMÖRK Ferðir í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina frá Bifreiðastöð íslands: Fimmtudag kl. 10. Föstudag kl. 20. Laugardag kl. 13.30. Til baka mánudag. Farseðlar og upplýsingar á Bifreiðastöð íslands, sími 18911. AUSTURLEIÐ HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.