Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 8
I I I ■ > I I I 111 M ÞRIÐJUDAGUR 27. jólí 1965 höfn miðað við 52 manna á- hafnir á sömu stærð af eldri skipum. Þetta sparar útgerðar félaginu 15.200 dollara á ári, í launum fæði og öðrum kostn. Þetta skip, sem er 13.000 tonn var smíðað í Bandaríkjunum fyrir hvorki meira né minna en 10.600.000 dollara, en skip með sama útbúnaði og af sömu stærð kostar um 3.000.000 ' 11- ara í Japan. Mörg bandarísk skipafélög og skipaeigendur láta sum af skipum sínum sigla undir fán- um annarra ríkja. Flest sigla undir fán- um Panama, Honduras og Líb eríu, vegna þess að par þurfa þau ekki að borga nema lítil- ræði í skatta, og laun eru mun lægri. Einnig sigla þau undir fánum nokkurra Evrópulanda eins og t.d. Grikklands. Sjó- mannafélögin segja, að um 400 amerísk skip aðallega olíu skip, sigli undir fánum se:a þair kalla ,;strokxofána“. Ef þessi skip myndu snúa aftur til Bandaríkjanna, myndi það þýða 49.500 ný pláss fyrir ameríska farmenn. Það er ekki langt síðan, að 1.415 bandarísk flutningas'dp fluttu 36 prósent af ollum inn- og útflutningi í Bandaríkjun- um. í dag flytja 898 skip um 9 prósent af öllum flutningum Norsk skip flytja árlega cnun meira fyrir Bandaríkin en þeirra eigin skip. Meðan bandarísk skip flytja aðeins um 9 prósent af öll- um flutningum fyrir þjóð sína. flytja frönsk skip 59% af öll um flutningum fyrir Frakk- land, v-þýzk skip flytja 37% af eigin flutningum, brezk skip 46%, japönsk skip um 52% og íslenzk skip um eða yfir 90% af flutningum til og frá landinu. Af 913 skipurn, sem era skráð sem einkaskip i banda- ríska verzlunarflotanum, eru aðeins 319 þeirra í míllilanda siglingum, og mega þvi teljast undirstaðan í þeirra flota. Flest af þessum 319, ef ekki öll, fá ríkisstyrki til þess að borga hinn árlega halla. Þessi skip sigla undir mjög ströng- um ríkisreglum. Þau þurfa t.d. að sigla eftir vissum leiðum, og vissar ferðir árlega. Þau verða að nota eingöngu ameríska sjómenn 'og aðeins ameriska framleiðslu um borð. Útgerðar félögin geta því aðeins fengið ríkisstyrki til þess að oyggja ný skip, að þau séu byggð, í ameriskum skipasmíðastóðvurn þrátt fyrir þá staðreynd, að það sé miklu dýrara en erlend is. Þegar seinni heimsstyrjöld- in skall á, áttu Bandaríkja- menn mjög lélegan og lítinn verzlunarflota. En vegna skipu lagshæfileika og vinnukrafts gátu þeir á nokkrura áruox byggt upp stærsta og voldug- asta verzlunarflotann í neim- inum. í dag eiga peir samt færri skip en þeir átf i 1939, en eftir heimsstyrjöldma áttu þeir mjög stóran flota af ssip um, bæði vegna þess. hve mikið þeir höfðu byggt, og eins vegna þess, hve möxg skip aðrar þjóðir höfðu misst, mið- að við það, sem þeir sjálfir höfðu misst. í stríðinu eyddu Bandaríkjamenn 12 billjónum dollara til að byggja 5000 ílutn ingaskip á fjögurra vn tíma bili. Þetta þýddi það, að þeir urðu að byggja nýjar skipa- smíðastöðvar og þjálfa tækni menntaða skipasmiði og sér- V erzlunarf loti Bandaríkja manna er ósamkeppnisfær Bandaríkin eiga öflug- asta og fjölmennasta sjóher í heimi, en á sama tíma er flutningaskipafloti þeirra í fimmta sæti, og fer stöð- ugt minnkandi, miðað viS aSrar siglingaþjóSir. í LLOYD'S REGISTRY OF SHIPPING sér maSur, að Bretland á stærsta farskipa flotann, 21.4 millj. tonn, þá Líbería með 14.5 millj. tonn (megnið í eigu Amer- íkumanna), Noregur á 14.4 millj., Japan 10.8 millj. og Bandarikin meS 9.8 millj. í sjötta sæti eru Rússar með 8.8 milljón tonna farmskipaflota. Fyrir okkur íslendinga, sem byggjum okkar afkomu á fiskiskipum og farmskipum, ætti þessi öfugþróun í banda- rískum siglingamálum að vera nokkuð eftirtektarverð. Á þessu ári fara hvorki meira Þetta er Mormacpride, sem er eitt af bandarísku skipunum sem koma hingaS til Reykjavíkur meS varn- ing. Myndin er tekfn hér í höfninni. Þetta er eitt af þeim skipum sem rfkið borgar með, vegna þess að það ber sig engan veginn. né minna en 315 milljón tonn af varningi inn og út úr banda rískum höfnum. Aðeins 9.1 pró sent af þessu magni verður flutt með skipum, sem sigla undir bandarískum fána. Sér- fræðingar í þessum málum benda á, að ef þessi þróun held ur áfram, þá eigi Bandaríkja rnenn ekki eftir að flytja nema 3 prósent eftir 20 ár, af 685 milljón tonnujn af varningi, sem fer um hafnir þeirra. Það má segja, að bandaríski verzlunarflotinn sé sjukur. og sjúkdómurinn er óhugnanlega hár kostnaður. Bandarísk flutn- ingagjöld eru mun hærri en hjá flestum öðrum þjóðum. Bygging á nýju flutningaskipi í bandarískri skipasmíðastöð kostar tvisvar til þrisvar sinn- um meira en annars .staðar í heiminum. Rekstrarkostnaður er líka miklu hærri á banda- rískum skipum en á öðrum skipum og koma þar inn í mjög há laun og hlunnindi fai manna. Skipastóll þeirra hefur dregizt átakanlega mikið sam an síðan eftir stríð .Árið 1949 áttu Bandaríkjamenn 3.421 farmskip, en á s.l. ári áttu þeir aðeins 2.529 skip (þ.e.a.s. skip sem sigla undir bandarísku flaggi) sem er samdráttur, sem nemur 26.1 prósent. Það er mikið rætt og ritað um þessi mál í Bandarikjunum í dag, og allir aðilar krefjast þess, að lausn verði fundin á þessu vandamáli. Ýmsar til- lögur hafa komið fram. sem eiga að miða að því að leysa flotann úr fjötrum sínum og skapa eðlilega þróun a skipa rnáiunum. Sú lausn, sem ríkið, og skipafélögin telja vera þá einu réttu, er að „modernis era“ skipin meira og notast meira við sjálfvirkar vélar og tæki. Sjómannafélögin hafa beitt sér gegn þessu, aðallega vegna þess, að það þýðir, að skipin þurfi færri fármenn, sem orsakar atvinnuieysi að þeirra dómi. Bandaríska ríkið hefur greitt styrki til skipafélaganna síðan 1936, en það hefur ekk- ert hjálpað til. Árlega greiöir ríkissjóður 100 milljón dollara sem niðurgreiðslur á ný sldp. Ríkið borgar 55 próserxt i nýj- um skipum, en 60 prósent til endumýjunar og viðgerðar á eldri farmskipum. Ríkið greið ir árlega 80 milljónum dollara meira fyrir að flytja varning með bandarískum skipum en með erlendum flutningask'P- um. Þá styrkir rikið einnig launagreiðslur skipafé’.aganna til farmanna, sem nemur 200 milljónum dollara árlega, sem þýðir það, að af hverjum doli ara, sem sjómaðurinn fær í laun, koma 72 sent fra ríkinu. Þrátt fyrir alla ríkisaðstoð- ina, eiga skipafélögin við mikla rekstrar- og þróunarörðugleika að stríða. Hinir árlegu styrkir nema 380 milljónum dollara, en með sama áframhaldi á ríkið eftir að þurfa að borga 600—700 milljónir dollara í styrki árið 1968. Á meðan bandarískur far- maður hefur rúmlega 3 doli- ara á klst. hefur japanskur sjómaður þrisvar sinnum minna og evrópskur sjómaður helmingi minna. Það er á’itið, að um 200.000 landsmenn hafi vinnu á kaupskipaflotanum. Eins og fyrr getur, eru sjó- mannafélögin mjög sterk í Bandaríkjunum, og eitt aðal- vandamálið hjá þeim er að tryggja félagsmönnum sínum vinnu bæði nú og i tramtíð- inni. Þetta er erfitt /erk, því þau fáu skip, sem byggð eru, þurfa mun minni áhafnir en eldri skipin, þar sem þau oru útbúin nýjustu og fullkomn ustu tækjum, sejji vpl á^0,. Bandaríski verzlunarflotinr, Sem dæmi um þetta má neftxa .er að drepa sjál-fan sig, einfald hið nýja, olíuskip, ManhgfpjÞ- sem er stærsta skip, sem sigl ir undir amerískum fána. Skip- ið þarf aðeins 8 vélstjóra í véla rúm, en vélstjórafélagið k”afð ist þess, að 12 vélstjórar yrðu ráðnir á skipið, sem var 4 fleiri en þörf var fyrir. Olíu- skipið Manhattan siglir nú með 12 vélstjóra um borð. Sum ný evrópsk farmskip þurfa allt að einum fjórða færri áhafnarmeðlimi en eldri skip af sömu stærð. Eitt ný- legt sænskt skip þarf aðeins 32 menn í stað 45, sem þurfti áður. Svíar eru að byggja ann að skip af sömu stærð, og þarf það aðeins 21 mann um borð. ,4fig$ vggna f,þe§s,; aj5, hann er engan veginn samkeppnisfær við aðra verzlunarflota. Venju- legt amerískt flutningaskip kostar útgerðiria 4.000 dali á dag, sem er helmingi meira en hjá norskum og japönskum skipafélögum. Fyrir utan það, að aðrar siglingaþjóðir þurfa ekki að búa eins vel að sínum sjómönnum, þótt vel sé að þeim búið. Eitt nýjasta skip bandaríska flotans „The American Racer“, hefur einka herbergi fyrir hvern einasta áhafnarmeðlim. The American Racer er mjög fullisomið sklp búið öllum nýjustu tækjum, og þarf því aðeins 39 manna á- Þetfa er eitt af nýjustu og fullkomnustu skipum bandaríska verzlun arflotans „Mormacargo", sem er i eigu Moore McCormack Lines. Skipið er útbúið sjálfvirkum tækjum og vélum, Sc.n hefur dreglð stórlega úr tölu áhafnarinnar. a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.