Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1965, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 1965 MINNING s Hallgrímsson frá Túngarði í dag er tíl grafar borinn éinn af þeim mörgu meira en miðaldra mönnum, sem flutt hafa úr Breiða fjarðardölum til Reykjavíkur, Markús Hallgrímsson frá Tún- garði. Hann var 65 ára gamall þeg ar hann andaðist, fæddur að Tún garðí á Fellsströnd 31. júlí árið 1900. Foreldrar hans voru hjón in, Hallgrímur Jónsson frá Tún garði og Oktoína Hannesdóttir frá Svínaskógi í sömu sveit. Þau hófu búskap í Svínáskógi árið eftir að Markús fæddist. En eftir fárra ára sambúð missti Hallgrímur konu sína frá þrem kornungum sonum hinn 10. ágúst 1903. Heímili, hans leystist þá upp, þömin voru tekin í fóstur á góðum stöðum, en fað- irinn lagði leið sína „út í heiminn". Sá, er þetta ritar þekkti Hall- grím föður Markúsar vel. Hann var gæddur viðkvæmri lund og átti hlýjar tilfinningar. Ævibraut hans var ekki alltaf blómum stráð og alloft syrti í álinn. Erfiðustu þáttaskil ævi sinnar mun hann samt hafa talið, þegar hann stóð við dánarbeð ungu konunnar meS litlu drengina sína við hlið sér og horfði út í óvissu framtíðarinnar, þar sem hjálp guðs og sjálfboða liðastarf góðra manna var eina ,,al þýðutrygging" þeirra tíma. En þakkátssemi Hallgríms til þess fólks, sem mískunnaði sig yfir drengina hans, var slík, að eingum, sem kynntist honum gat dulizt hversu þáan^ sess hún skipaði í vitund háns. Markúsi var fyrst komið fyrir hjá hjónunum, Guðna Jónassyni og Petrínu Kristjánsdóttur á Val- þúfu. Þar var hann í tvð ár. Þá fluttist hann að Köldukínn í sömu sveit, en þar bjuggu þá, Jón as Magnúss. frá Arnarbaeli og Mar ía Ólafsdóttir frá Stóra-Galtardal Hjá þeim ólst Markús upp fram yfir fermingaraldur. Árið 1915 fluttist hann með fósturforeldrum sínum að. Túngarði ásamt Magn- úsi syni þeirra. sem þá hóf Þar búskap. Túngarður er fjallajörð. Býlið stendur hátt í mynni Flekku dals og býður upp á fagurt útsýni í sólarátt. Að baki skýlir hátt fjall og í norðvestúr liggur grösugur dalur. Býlið er nokkuð fjarri þjóð Jeið. og söguþættir þögulir, en um leið fjölbreyttir með litríkum lín um. Þarna dvaldi Markús blóma skeíð æskuára sinna. í 12 ár, hjá merkishjónunum. Magnúsi Jónas- syni og Björgu Magnúsdóttur frá Staðarfelli. Hann gekk ekki í neinn annan skóla en þann, sem daglegt líf æskuheimilisins hafði að bjóða. En það heimili var víð- kunnugt að reglu- og atorkusemi og alhliða snyrtimennsku. Auk myndarlegs búreksturs var þar, á þessum árum, gert átak við uppbyggingu staðarins. Húsakostur jarðarinnar var endurbyggður og túnið sléttað. Upprennandi æsku maður gerðlst vaxandi þátttakandi í gróskuríku starfi, óx að þreki og þroska og ávann sér traust og órofa vináttu húsbænda sinna og barna þeirra, er hann reyndist sem góður ,,eldri bróðir." Markús hneigðist snemma að alls konar smíðum og notaði frístundir sínar í þvi skyni. Sáu húsbændur hans fljótt hvað þar í honum bjó og hvöttu hann til náms á því sviði, sem ekki varð þó af, að öðru leyti en því, sem lífið og starfið lét síðar farsælum hæfileik um í té. JPuttugu og sjö ára gamall hleypti Markús heimadraganum og flutti burtu úr sveit sinní. Dvaldi hann fyrst um skeið vestur á Skarðsströnd og var þá, meðal ann ars, eitthvað við bófcband hjá Guðmundi Gunnarssyni bókbind- ara og hagyrðingi á Tindum. En skömmu síðar flutti hann tíl Reykjavíkur og gerð'st iðnaðarmað ur. Lengst af var hann í þjón- ustu Landssímans, eða óslitið frá árinu 1946. Hvar sem Markús fór ávann hann sér traust og vináttu samstarfsmanna sinna, hvort sem hlutverkið var þjónusta undir um sjá yfirmanna hans, stjórn ákveð íns verks eða hið létta persónu- samband við samferðafólkið. Það eru samhljóma raddir, sem gera vart yið sig í dag: Bjartar.Winning ar, virðing, söknuður. Þeir, sem kynntust Markúsi Halr grímssyni hlutu fljótt að finna, að þar var stórbrotinn og sérstæð ur persónuleiki. í fljótu bragði virtist yfirborðið nokkuð hrjúft. Maðurinn var mikill og sterkur að vallarsýn, röddin þróttmikil og framgangan engin hálfvelgja. Eigi duldist Þó lengi, að undir þessu yf- irborði bjó ylþrungin, andleg auð legð. Hann átti ríka kýmnigáfu og gat sent frá sér bitur skeyti, sem særðu engan. Hann var vel hagorður og notaði ferskeytluna sem skemmtilegt leikvopn með á- líka fimleika og hann handlék hamarinn og sögina. Muny samvist ir hans við Guðmund Gunnarsson hafa verið honum einkar hollar á þessu sviði. Við nána kynningu kom skýrt í ljós, að greiðvikní og hjálpsemi við náungann var hans líf og yndi. Þar voru jafnan réttar fram fórnfúsar hendur af innri þörf. Samstaða og samhjálp mann anna var hans áhugamál. Skoðanir voru róttækar og tjáning þeirra jafnan djarfleg, Hann bar i fari sínu og háttum öllum þau sterku einkenni, er hefðu getað lagt hon um í munn, sem kjörorð. þessar Ijóðlínur séra Matthíasar: Græðum saman meín og mein. Metumst ei við grannan. Fellum saman stein við stein. Styðjum hverjir annan. Það má segja að Markús Hall- grímsson bæri með sér svip sinna víðfeðmu átthagabyggða, þar sem tigin fjöll og gróðursælir dalir tengja órofa samband og mynda samræmda heild. Hann var vel hlut gengur þátttakandí í hópi þess I marga dreifbýlisfólks, sem á und! anförnum áratugum hefur hjálpað til að byggja upp, í þéttbýlinu, menningarkerfi þjóðfélagsins. og hann kom þar fram átthögum sín um til sóma Eftirlifandi eiginkona Markúsar er Valgerður Lárusdóttir frá Berja N£. ¦:n«m*rMLr: Nr. 23 m. 23 myndum Nr. 24 m. 26 myndum Krónur 15.00 stykkið. Sendum burðargjaldsírítt, ef greiðsla fylgir. FRÍMERKJASALAN, Lækjargö'tu 6A. TVEGGJA IBUÐA HUS Höfum til sölu húseign í Lambastaðatúni. í húsinu er 3 Ojg^ 5 herbergja íbúð. Húsið ' sténdur á 1000 ferm. eignai • ^KB. Hagstætt verð. .• Stærri , íbúðin er aðeins 2 ára gömul. Vi HÚSEIGN í VESTUR BORGINNI Höfum til sölu 4 og 2 her- bergja íbúðir í steinhúsi í Vest- urborginni. íbúðirnai seliast saman eða sitt í hvoru (dgi. 2 HERBERGJA ÍBÚÐIR Til sölu er ný 2 herbergja í- búð í Vesturborginni. Giæsi- legt hús. Ennfremur 2 her- bérgja kjallaraíbúð við Karla- götu. ÓDÝRAR ÍBÚDIR Höfum til sölu í borgaríand- inu í miklu úrvali 2, 3 og 4 herbergja íbúðir. Kaupfest;ng ca. 75.000,00 kr. fbúðirnar afhendast tilbúnar undir tré- verk og málningu með full- gerðri sameigri. Beðið eftir húsnæðismálalánum fyrir þá, sem þau hyggjast nota til í- búðakaupa. 4 HERBERGJA RISÍBÚÐ Til sölu 4 herbergja risíbúð í Hlíðahverfi. fbúðin er vel byggð, múrhúðuð í hólf og gólf. Útborgun kr. 400 þús. HÚS og SKIP FASTEIGNASTOFA, LAUGAVEGl 11 Sími 2-15-15, — lcvöldsimi 23608 — 13637. dalsá á Snæfjallaströnd. Vinir og samstarfsmenn eiginmanns hennar senda henni, börnum þeirra þrem og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur, en geyma i hug- um sér kæra minningu um góðan dreng. Geir Sigurðsson frá Sker'ðiugsstöSum. MÚTIÐ í HÚSAFELLSSKÚGI UM VERZLUNARMANNAHELGINA BindindismannamóNð 1965 verður haldjð 37. júli —2. ágúst í Húsafellsskógi. FJÖLBREYTT .DAGSKRÁRATRIÐI. Guðsþjónusta: séra Björn Jónsson, Keflavík. SKEMMTIATRIÐI: Varðeldur — Leikir — Flugeldasýning DANS. TEMPÓ — unglingahljómsveitin góðkunna, leik- ur fyrir dansi bæði kvöldin. Þáttöku- og farmiðapantanir og sala verður í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík í kvöld og annað kvöld kl. 8—10, sími 13355. Ennfremur í Bóka- búð Æskunnar, Kirkjuhvoli, sími 14235. Mótsnefnd. Deildarhjúkrunarkonustöðíir Stöður þriggja deildarhjúkrunarkvenna í Barna- spítala Hringsins í Landsspítalanum éru lausar til umsóknar frá 1. september 1965- Laun sam- kvæmt samningum opinberra starfsmanna. Um- sóknir um aldur. nám og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 20. ágúst n.k. Réykjavík, 26. júlí 1965, Skrifstofa ríkisspítalanna. Rafvirkjar - Pípulagningarmenn Óskum eftir að ráða nú þegar rafvirkja og pípu- lagningamann eða mann vanan pípulögnum. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, Selfossi. Tilboð óskast í VOLKSWAGEN 1963 í því ástandi sem bifreiðin nú ereftir veltu. Bif- reiðin verður til sýnis við Bílasprautun h.f., Bú- staðabletti 12, Reykjavík, þriðjudaginn 27. júlí milli 9—18. — Tilboð merkt Volkswagen 1963 óskast send skrifstofu Samvinnutrygginga, Tjóna- deild, herbergi 307, fyrir kl. 17 miðvikudaginn 28. júlí n.k. Girðinganet Túngirðinganet 5 og 6 strengja — Garðanqt. BYGGINGAVÖRUVERZLUN KOPAVOGS, Kársnesbraut 2. Hey til sölu að Hjarðarbóli í Ölfusi. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa geta fengið nánari upplýsingar í síma um Hveragerði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.