Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 5 Nú skal greiða söluskatt af líkamsræktarþjónustu: PILTIIR var (luttur í slysadeild eftir að hafa lent í árekstri við strætisvagn ura klukkan 17 i gær. Pilturinn ók bifhjóli sinu austur Breiðholtsbraut þegar stræt- isvagni var ekið norður Seljaskóga og út á Breiðholtsbraut í veg fyrir hann. Hann lenti á hlið strætisvagnsins við afturhjólin. Meiðsli piltsins reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Mynd Mbl. Júlíus. Aldrei farið fram á styrki frið fyrir Líkamsræktarstöðvum á höfuð- borgarsva-ðinu hefur nýverið borist bréf frá skattstofum þar sem til- kynnt er um kröfu fjármálaráðu- neytisins í bréfi dags. 19. ágúst sl. þess efnis, að skattstofur leggi sölu- skatt á starfsemi líkamsræktar- stöðva frá 1. september nk. Starf- semi slíkra stöðva hefur ekki verið söluskatLskyld fram að þessu en slíkum stöðvum hefur fjölgað mjög upp á siðkastið samfara auknum áhuga almennings á almennri lik- amsrækt og eigin hcilsuvernd að sögn forráðamanna stöðvanna. „Þeim, er stundar líkamsrækt, er annt um heilsu sína og þar af leiðir að honum verður síður hætt við smákvillum, kvefi, flensu og einnig alvarlegri sjúkdómum. Við- komandi þurfa því síður á dýrri heilbrigðisþjónustu hins opinbera að halda. Það kemur þar af leið- andi þessu fólki, sem borgað hefur algjörlega sjálft fyrir aðstöðu til þessarar ræktunar, í opna skjöldu — viljum bákninu að fá allt í einu framan í sig, að því sé gert að skyldu að borga söluskatt ofan á eðlilegan kostnað af líkamsrækt sinni," sagði Viggó M. Sigurðsson framkvæmdastjóri Jógastöðvarinnar Heilsubótar í Reykjavík í samtali við Mbl., en hann er einn af þeim sem fengið hafa í hendur ofangreint bréf. Viggó sagði einnig að sér hefði brugðið harkalega við að fá bréfið. „Við höfum starfrækt líkams- ræktarstöðina hér í Hátúni í níu ár í febrúar nk. Fólkið sem hingað kemur borgar kostnaðinn við hús- næðið, rafmagn og fleira. Hér fær það aðstöðu til æfinga undir hand- leiðsiu leiðbeinenda og aðgang að gufu-, ljósa- og vatnsböðum. Rekstrarkostnaðurinn sem hinn almenni borgari þarf að greiða er nægur, þó slíkur skattur bætist ekki ofan á. Það hefur og er eng- inn að biðja um styrki. Það er það sem við viljum síst biðja um. Við viljum eingöngu fá frið fyrir bákninu," sagði hann að lokum. Nú fer hver að verða síðastur! Stórútsölumark Bfldshöf frá kl. 1—8 föstudag, frá kl. 10—4 e.h. laugardag Nýjar vörur teknar fram daglega.^ á NU MAT PRUTTA! ALLT ER AÐ HÆKKA HJÁ OKKUR ER ALLT AÐ LÆKKA Karlabær — Belgjagerðin — Steinar — Hummel- umboðið — Nylon Plast — Z-brautir — Gluggatjöld hf. SjjBlSI Sigurður Ftosason Jóhann G. Jóhannsson Tómas R. Einarsson Sveinbjöm I. Baldvinsson Sigurður Valgeirsson |3lgS| iiiii .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.