Morgunblaðið - 24.09.1982, Side 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982
Um þessar mundir er fjöldi nýrra bóka að koma á markað-
inn, og eins og áður er fjöldi nýrra höfunda að koma fram á
sjónarsviðið. Flestir fást við að setja saman Ijóð, eða semja
skáldverk fyrir fullorðna, en þeir eru fcerri sem setjast niður og
skrifa bcekur fyrir börn Við rceddum við tvo aðila sem eru að
koma fram með fyrstu barnabcekur sínar. Annar þeirra, Guðni
Kolbeinsson, er að senda frá sér allra fyrstu bók si'na, hinn,
Guðbergur Bergsson, er hinsvegar eins og kunnugt er búinn að
senda frá sér fjöldann allan af bókum, bceði þýddum og frum-
sömdum, en sendir nú frá sér sína fyrstu barnabók.
Guöbergur Bergsson
Guðni Kolbeinsson
PpHreint
ævintýri,
nokkurs
konar
nútíma-
ævintýri H
— Guðbergur
Bergsson um fyrstu
barnabok sína „Táin
hennar Tótu"
Guöbergur Bergsson er
þekktur fyrir annað en aö
gefa út barnabækur og
myndskreyta þær sjálfur, en
á næstunni kemur út hjá
Bókaútgáfunni Bjöllunni „Tá-
in hennar Tótu“, sem er ef til
vill fyrsta barnabók Guö-
bergs. Við höfðum samband
viö hann og spurðum hann
um tildrög þessarar bókar.
„Þaö má eiginlega segja aö
tvær síðustu bækur mínar hafi
verið misheppnaöar barnabæk-
ur," segir Guöbergur og á þar viö
„Sögu af manni sem fékk flugu í
höfuöiö" og „Söguna af Ara
Fróðasyni og Hugborgu konu
hans". „En svo fór þó að þær uröu
vinsælli meöal fulloröinna. Annars
hef ég alltaf haft áhuga á því aö
skrifa fyrir börn, enda kennari aö
mennt og hef alltaf haft áhuga á
börnum."
Guðbergur sagöi að vinna hans
viö barnasýninguna aö Kjarvals-
stöðum, sem haldin var í tilefni
barnaárs, hafi m.a. orðiö til þess
urnar í Bjöllunni mig aö skrifa
barnabók, en ég hef unniö fyrir
þær áður, þýddi m.a. bók sem
kom út hjá þeim í fyrra og er eftir
einn merkasta rithöfund Suöur-
Ameríku, Horacio Quiroga. Nú,
svo er þetta áreiöanlega líka ein-
hver rómantík, maöur vill vera á
sem flestum sviöum."
— Um hvaö fjallar svo bókin?
„Bókin fjallar um það vandamál
þegar börn hætta aö sofa hjá for-
eldrum sínum, aöalpersónan er
afskipt barn og því ætti fulloröiö
fólk jafnvel líka aö lesa þetta."
„Nei, nei, þetta er hreint ævin-
týri, nokkurs konar nútímaævin-
týri, ég hef ekki veriö hrifinn af
svokölluöum raunsæjum bókum
fyrir börn."
— Átt þú þér einhvern uppá-
haldsbarnabókahöfund?
„Mér hefur alltaf þótt gaman aö
sögum eftir Ole Lund Kirkegaard,
ég er líka hrifinn af bókum Maríu
Gripe, og svo ýmsum ævintýrum
svo sem Grimmsævintýrum, og
ævintýrunum sem ég þýddi í
fyrra." Og Guðbergur segir okkur
frá hinum suður-ameríska Horac-
io Quiroga, sem haföi oröiö fyrir
miklu andstreymi í lífinu og þurfti
aö flytja meö börn sín inn í frum-
skóginn, þar sem hann samdi
þessi ævintýri fyrir þau. „Sögurn-
ar veröa alltaf miklu dýpri þegar
menn hafa orðiö fyrir einhverri
lifsreynslu," segir Guöbergur og
viö spyrjum hann hvort þaö sé
mikill munur á því aö skrifa fyrir
börn og fullorðna. „Þaö verður allt
aö vera Ijósara og beinna sem
skrifað er fyrir börn", svarar hann,
„maöur veröur aö tjá leyndar-
dóminn á hlutlægan hátt, en í
rauninni er lítill munur á þessu,
því þaö sem skiptir höfuömáli,
eða leyndardómurinn sjálfur,
hann veröur alltaf aö vera sá
sami." Og Guðbergur bætir viö að
þaö sé einkenni á verulega þrosk-
uðum manni, aö hann haldi f
barnssálina og hafi því jafnframt
gaman af barnabókum. Og hann
segir frá þýskum rithöfundi, Ende
aö nafni, sem hafi skrifaö sögu í
ævintýrastíl sem hét Endalausa
sagan. „Sú bók hefur veriö met-
sölubók frá því hún kom út fyrir
nokkrum árum, og höföu menn
ekki ímyndaö sér aö fullorðnir
hefðu jafn mikla þörf fyrir ævintýri
og raun bar vitni."
— Ætlarðu að halda áfram að
skrifa sögur fyrir börn?
„Ég á nokkrar barnasögur í
handriti, ætli óg eigi ekki næstum
þrjár fullgerðar sögur."
Pp/Etla ekki aö skrifa neinar
seríubækur umHelgalitla^
— SEGIR GUÐNI KOLBEINSSON SEM SENDIR
FRÁ SÉR FYRSTU BÓK SÍNA „MOMMUSTRAKUR"
„Ég skrifaði eina smásögu í
skólablaöiö eins og svo
margir gera, fyrir u.þ.b. tutt-
ugu árum, nú og svo hef ég
skrifað hluta af fræöilegri
grein,“ svarar Guðni spurn-
ingu um ritstörf fram að
þessu, en fyrsta barnabók
hans er nú aö koma á mark-
aðinn. En hvers vegna skrifar
hann frekar fyrir börn en ffull-
orðna?
„Ja, þessi smásaga sem óg
skrifaöi hér áöur fjallaöi um lítinn
munaöarlausan strák, þannig aö
þaö má ef til vlll segja aö ég haldi
áfram þar sem ég byrjaöi fyrir um
tuttugu árum,“ svarar Guðni. „Nú,
og svo á ég náttúrulega ein fjögur
börn, og ég hef haft þá venju að
lesa fyrir þau á kvöldin eftir því
sem ég hef getað. Mér finnst
ákaflega gaman aö lesa fyrir börn,
maöur sér svo vel hvernig þeim
likar þaö sem boriö er á borö fyrir
þau. Fram aö þessu hef ég þýtt
þrjár barnasögur fyrir útvarpiö og
las þær áöur fyrir börnin mín. Þau
höföu gífurlega gaman af því og
það hefur líklega veriö í þessu
þýöingarbrölti hjá mér að sú
hugmynd fæddist aö reyna aö
skrifa eitthvaö sjálfur. Ég hef
gengiö meö hugmyndina að þess-
ari sögu í mörg ár, skrifaöi síöan
beinagrindina aö henni í fyrra,
setti upp kaflaskipti o.fl. Svo tók
ég mig til í sumar, henti öllu ööru
frá mér og skrifaöi söguna á mán-
uði. Ég las hana síöan fyrir börnin
mín, og til aö fá sem hlutlausastan
dóm þeirra, sagöi ég aö þetta
væri bók sem ég væri að þýða.“
— Og hvernig voru undirtekt-
irnar?
„Þær voru framar öllum vonum
fannst mér, ég hugsa aö ég hefði
reynt aö skrifa betur ef þeim heföi
ekkert þótt gaman!"
— Heldurðu að það sé auð-
veldara eða erfiöara að skrifa
fyrir börn?
„Ja, nú veit ég ekki. Ég reyni
auðvitaö aö setja mig inn í hugar-
heim barnanna, en ég veit ekki
hvort þaö er nokkuö auöveldara
að reyna aö hverfa inn í hugar-
heim barna en jafnaldra sinna.
Barnabækur eru náttúrulega
þannig aö ef þær eru góöar, þá
eru þær líka fyrir fulloröna, það
ætti því aö vera erfiöara að skrifa
barnabækur þar sem þær höföa
til stærri og breiöari hóps en hin-
ar.“
— Og um hvað fjallar síðari
bókin?
„í bókinni segir fá ungum dreng
sem er lausaleiksbarn og fylgir
móður sinni. Hann þráir mjög föð-
ur sinn sem hann veit aö á heima
i Reykjavík. Síöan segir sagan frá
því aö móöirin giftist og hann
eignast litla systur og þeim erfiö-
leikum sem þetta hefur í för meö
sér fyrir hann. Ég reyni aö sýna
fram á aö þaö eru þau vandamál
sem eru efst á baugi hverju sinni
sem aö jafnaði ráöa ríkjum í
mannssálinni. Það getur veriö al-
veg jafn alvarlegt mál á ákveönu
tímabili aö bíllinn manns bilar eins
og að hafa ekki pabba sinn hjá
sér á öörum tíma. Sagan segir
annars frá ósköp hversdagslegu
og venjulegu lifi held ég og ef hún
hefur lukkast eins og ég ætlaöist
til, þá ættu margir aö sjá brot af
sjálfum sér i henni.“
— Átt þú þér sjálfur einhvern
uppáhaldsbarnabókarhöfund?
Guöni er fljótur til svars og
svarar á augabragöi: „Þaö er
Astrid Lindgren, hún er aö mínu
áliti fjölhæfasti höfundurinn sem
nú er uppi, hún nær alveg ein-
staklega vel til barna, þegar lesiö
er upp úr sumum bókum hennar
sitja börnin jafnvel undir lestrinum
hlæjandi með tárin í augunum."
— En hvað hefur Guðni fyrir
stafni að öðru leyti þessa dag-
ana?
„Ég er nýbyrjaöur aö kenna í
Iðnskólanum, en eins og góöum
islendingi sæmir er ég náttúrlega
á kafi í aukavinnu, bókaútgáfu,
fæst viö þýöingar og þess háttar.
Nú, og svo hefur mikiö af sumrinu
fariö í það aö undirbúa sýninguna
í Bandaríkjunum, Scandinavia
Today.“
— Hvernig tilfínning er það aö
senda fyrstu bók sína á markað?
„Ég er nú svolítiö taugaveiklaö-
ur vegna þess, óg verö nú aö játa
þaö. Ég er þó ákaflega mannlegur
og vonast auövltaö til aö allt
gangi vel, gagnrýnendur hrósi
mér og allt þaö, en ef þaö fer
ööruvísi, þá veit ég aö óg á eftir
aö sjá eftir þessu,“ segir Guöni
hlæjandi en bætir síöan viö
sposkur á svip: „En ég hefði auö-
vitað ekki sent þetta frá mér
nema ég væri sæmilega ánægöur
meö þetta sjálfur.“ Setur síðan
upp alvörusvip og segir: „Ég held
því nefnilega fram aö þaö sé gríö-
arlegur ábyrgöarhluti aö skrifa lé-
legar barnabækur, barnssálin er
mjög viökvæm og þaö hefur allt
mikil áhrif á hana.
Ég held þaö sé bæöi börnum
og fullorðnum hollt aö hafa
sameiginlegar lestrarstundir,
heima hjá sér, þaö geta allir gefiö
sér a.m.k. kortér á dag til þeirra
hluta, viö megum hvort eö er svo
lítiö vera að því aö vera meö
börnum okkar.“
— Á söguefnið sér einhverja
stoö í raunveruleikanum?
„Aðalsöguhetjan er pabbalaus
eins og ég var í æsku, en aö ööru
leyti er ekki mikiö líkt meö mór og
honum, ég hef ýmist búiö til at-
buröi sögunnar eöa fengiö þá aö
láni hjá þeim sem ég þekki.
Pabbaskortur er gríðarlega al-
gengur meöal barna í dag, og er
mikiö mál fyrir þau sem standa í
þeim sporum. Ég reyni þó aö taka
ekki á málunum meö miklum dap-
urleika og drunga, reyni aö
krydda tilveru sögupersónanna
meö skemmtilegum atvikum.“
— Og ef vel gengur, ætlarðu
þá að halda áfram akrifum fyrir
börn?
„Ég hef engar áætlanir í sam-
bandi viö þaö. Þessi saga hefur
veriö i gerjun í að minnsta kosti
tvö ár, en ef ég held áfram, þá
ætla ég í þaö minnsta ekki aö
skrifa neinar seríubækur um
Helga litla, ef óg skrifa fleiri, þá
mun óg skipta um persónur og
umhverfi."