Morgunblaðið - 24.09.1982, Side 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982
l0VG 25...
ást er...
... að halda upp á af-
mælið hans.
TM Rag U S Pal Ofl -aH rights resarvad
• 1963 Los Angales Times Syndicale
HÖGNI HREKKVISI
HANN SAGt>/ST LANGA Tll. AP SJÁ ^E^SA
þ>RJÁ ASpJAf 3em þú/tTLAPlR AE> R-'A.#
Hvar er sú þjóð
á vegi stödd?
Lesandi skrifar 19. september:
Kæri Velvakandi.
Fyrir skömmu barst mér í hend-
ur íslenskt tímarit þar sem sagt
var frá því í stuttri klausu að í
Bandaríkjunum hefði fyrir nokkru
verið farin fjölmenn ganga til að
leggja áherslu á rétt hins ófædda
barns til lífsins. Þar í landi virðist
vera öflug hreyfing sem vill
vernda rétt fóstursins í móðurlífi,
og munu heilbrigðisráðherrann og
sjálfur forseti þjóðarinnar vera
stuðningsmenn þessa fólks. Það er
sannarlega uppörvandi að lesa
slíkar fréttir.
Okkur setur hljóð þegar við les-
um eða heyrum um hræðilegt
hIutskipti fólks í einræðisríkjum
nútímans. Þar eru menn kúgaðir
til hlýðni og margir drepnir. Ein-
ræðisríkin eru ekki réttarríki
heldur verður rétturinn hornreka
og yfirvöld breyta eftir orðunum:
Vald er réttur.
Við lýðræðissinnar státum af
því að lög okkar byggjast á rétti,
eða við viljum altént að svo sé. En
til eru a.m.k. ein lög sem ekki eru
reist á rétti. Það er þau lög sem
heimila að ófæddu barni sé tor-
tímt. Ef hægt er að tala um lítil-
magna þá er það fóstrið. Enginn
hér á landi er beittur eins hrópleg-
um órétti og fóstrið sem svipt er
lífi. Alvarlegast er að þessi óréttur
er leiddur í lög. Rétturinn er tekin
í burtu og ofbeldi kemur í staðinn.
Það er traðkað á lítilmagnanum.
Móðurskautið verður barnsgröf.
Mér er óskiljanlegt að læknar
skuli geta framkvæmt fóstureyð-
ingar (nema til að bjarga lífi móð-
urinnar). Þeir breyta gegn eiðnum
sem þeir sóru þegar þeir fengu
leyfi til að stunda lækningar. Þar
heita þeir að virða og vernda
mannslifið allt frá getnaði þess
(veit ekki nákvæmt orðalag). En
hér granda þeir mannslífinu —
með lögin sín megin, en á móti
læknaeiðnum, lífsrétti barnsins og
almáttugum Guði sem gaf lífið og
hefur áskilið sjálfum sér rétt til
að ráða yfir því. (Eru læknar á
íslandi sem vilja ekki eyða fóstri?
Fróðlegt væri ef þeir vildu segja
til sín og leggja eitthvað til mál-
anna til verndar ófædda barninu.
Kannski hafa þeir gert það, en
vilja þeir þá taka upp þráðinn að
nýju?)
Við og við berast fréttir um
mannfækkun. Enginn efi er á því
að fóstureyðingar koma þar við
sögu. Danir eru farnir að finna
fyrir þessu. Þeir lögleiddu frjálsar
fóstureyðingar 1973. Fram að
þeim tíma fengu nær allar konur,
sem þess óskuðu fóstureyðingar
(97%). Árið 1972 voru þær 12.985
talsins.
En aðeins tveimur árum eftir að
nýju lögin gengu í gildi voru þær
orðnar yfir helmingi fleiri eða
27.884. Fæðingum fækkaði, t.d. úr
75.505 árið 1972 í 61.878 árið 1977,
samkvæmt upplýsingum dansks
læknis, og ég veit ekki betur en
Dönum fari nú beinlínis fækkandi.
Þessi danski læknir sagði í fyrra,
að samkvæmt tölfræði eignaðist
hver dönsk kona 1,63 börn en
þyrfti að eiga 2,1 barn ef mann-
fjöldinn ætti að standa í stað.
Hann kvað fækkunina leiða til
þess, að þjóðin yrði helmingi fá-
mennari en nú er eftir rúma hálfa
aðra öld, ef svo fer fram sem nú
horfir. í fyrra horfðu sumir
danskir kennarar fram á atvinnu-
leysi vegna þess að nemendum
fækkaði.
Aldrei verður um of brýnt fyrir
konum að þær hugsi sig vel um
áður en þær láta sér til hugar
koma að gangast undir fóstureyð-
ingu. Hin líkamlega áhætta ein —
áhættan sem þær leggja sig sjálf-
ar í — er mikil. Fyrir nokkru
mátti lesa í British Medical Journ-
al að jafnvel mörgum árum eftir
fóstureyðingu gætu eftirfarandi
afleiðingar gert vart við sig:
1. Líkur aukast um helming á þv(
að næsta barn fæðist andvana.
2. Líkur aukast um 40% á því að
konan fæði fyrir tímann.
3. Líkur á utanlegsfóstri verða
tvisvar til þrisvar sinnum yfir
meðallagi.
4. Bólgur í kviðarholi og truflanir
á blæðingum verða fjórum
sinnum meiri en gengur og ger-
ist.
5. Tvær til fimm af hundraði
kvennanna verða barnlausar.
6. Fullorðnar mæður sem hafa áð-
ur fengið fóstureyðingu eiga nú
frekar á hættu að þeim fæðist
bækluð börn.
Þessar afleiðingar gera þeim
mun oftar vart við sig sem lengra
líður frá fóstureyðinu. Ekki fæst
rétt mynd af öllum þessum „auka-
verkunum" með því að kanna að-
eins veikindi sem koma til sögunn-
ar rétt eftir fóstureyðingu. „Af-
turkastið" kemur vissulega ekki
alltaf strax.
Fyrir nokkrum árum gerði
danska læknafélagið það sam-
komulag við innanríkisráðuneytið
að þegar kvensjúkdómalæknir
sækti um stöðu skyldi hann taka
Eftirlaunaþegar hlunnfarn-
ir — og það á „ári aldraðra“
eftir Jnn A.
Ginsurarson
Menn fá varl» vatni haldið af
einskærri samuð í garð aldurhnig
inna, enda árið 1982 „ár aldraðra”
Okkur, sem erum á þesau aldurs-
skriði. hloskrar hreinlega ðll sú
mannúð srm birtist í r*ðum
þrirra og ritum srm um þetta
fjalla Kerfiskarl einn, poUri á
þeir gjalda 10% launa sinna f sjóð
þennan og fá svo mánaðarleKa líí-
eyri úr honum að sUrfsaldri lokn-
um. (Hér skiptir engu máli þótt í
orði kveðnu prreifti launþegi 4% og
atvinnuveiUndi — ríkið eða b*j-
arfelog — 6%. launajjreiðslur eru
það engu að síður.)
Fyrir nokkrum árum fór fs-
lenska rikið að umbuna sUrfs-
mOnnum sínum með svokðlludum
„félaKsmálapökkum". I pðkkum
mm vorú jafna^'-*—‘:I
að miða við refsivexti sem rfki og
bankar beita vanskilamenn sfna.
Þá tvöfaldaðist vaxtaupphseðin or
Kott betur
Það er þó ekki fyrst og fremst
tekjuUp vegna sfðbúins Kjalddaga
sem veldur mér og mfnum líkum
ama, heldur hitt að við vorum
vanir að K*r* upp sakir okkar um
mánaðamót, enda þá almenn
skuldaskil.
Það hefði mátt aetla að félög
opinberra starfsmanna. BHM og
upphæð til verðlaga á haustnótt-
um 1982. Fyrst yrði að deila með
hundrað og fínpússa þá upphæð
með „nidurUlningu* SUingrlms
Hermannssonar, en allir vita
hvert sú niðurUlning hefur legið
undanfarin tvö ár.
För min til formannsins var I
geiUrhús að leiU ullar. Hann var
viegast sagt viðskoUillur, lofaði
þó að leggja mál mitt fyrir næsU
stjórnarfund sem haldinn yrði eft-
ir nokkra mánuði. Sjálfsagt befur
ifarist fyrir. Ekkert svar hefur
fundi hans með loforði fyrir „fé-1
lagsmálapakka* minum og fékkl
Ellilífeyrisþegar og eftirlaunafólk:
A við mörg önnur vandamál að etja
Hákon Bjarnason skrifar:
„Kftirlaunaþegar hlunnfarnir —
og það á ári aldraðra. Svo nefnist
stutt grein eftir Jón Á. Gissurar-
son fv. skólastjóra, í Mbl. 16. þ.m.
Þetta voru sannarlega orð í tíma
töluð. Margir kvarta undan of lág-
um ellilaunum og eftirlaunum,
sem verða ósjálfrátt fyrir sömu
skerðingu og hjá launþegum en án
„félagsmálapakka". En það sem
verður að vera viljugur skal hver
bera, munu flestir ellilífeyrisþeg-
ar hugsa.
En það er eins og Jón bendir á,
alger óhæfa að Tryggingastofnun-
in skuli ekki greiða elli og eftir-
laun hinnn fyrsta hvers mánaðar.
Síðbúin greiðsla þeirra hinn 10.
hvers mánaðar veldur oft miklum
óþægindum, t.d. með greiðslu
skatta, fasteignagjalda o.fl. fyrir
utan vaxtatap, sem Jón telur að
skipti töluverðu máli.
Væntanlega fæst leiðrétting á
þessu, enda þótt formaður Lífeyr-
issjóðsins hafi verið viðskotaillur
gagnvart Jóni svona í fyrstu at-
lögu. En hann má eflaust búast
við fleirum ef ekki rætist úr.
En ellilífeyrisþegar og eftir-
launafólk á við mörg önnur vanda-
mál að Qtja. M.a. eru fasteigna-
gjöld orðin svo há, að ýmsir eiga
fullt í fangi með að greiða þau.
Einna harðast hafa þau komið
niður á fólki, sem býr í gömlum
húsum með stórri lóð. Lítilsháttar
leiðrétting var gerð á þessu sl. ár,
en langt frá því að vera fullnægj-
andi.
Ennfremur má geta þess, að
vilji aldrað fólk reyna að klóra í
bakkann og afla sér aukatekna eru
þær skattlagðar svo að um munar,
þannig að margir veigra sér við að
starfa að einhverju, nema unnt sé
að svíkja skatt. En slíkt var varla
talið góður siður í ungdæmi
þeirra, sem nú eru yfir 67 ára.
Loks má geta þess, að skattayf-
irvöld eru ærið harðhent á þeim,
sem láta af störfum fyrir aldurs
sakir eins og t.d. kennarar. Þeim
er gert að greiða skatt af fyrra árs
tekjum árið sem þeir komast á eft-
irlaun. Og þar er engin miskunn
hjá Magnúsi eða góðvilji hjá
Gjaldheimtunni. Bara refsivextir,
ef menn ekki hlýða og þegja.
Allt er komið í kerfi og úr því
losnar enginn fyrr en nokkru eftir
útför viðkomanda er um garð
gengin. Þrátt fyrir allt hjalið um
að létta mönnum ellina virðist
þjóðfélagið reyna að hafa sem
mest upp úr hverjum einstakl-
ingi.sem hefur vilja á að halda
áfram að starfa meðan heilsa og
kraftar endast, og þegar slíkt
þrýtur eru úrræðin ennþá langt of
fá. Flestir deyja drottni sínum án
hjálpar þjóðfélagsins nema þeir,
sem eru svo ólánsamir að verða að
leggjast á sjúkrahús, en þangað
kemst fólk oft ekki fyrr en um
seinan.
Undantekning er að stjórnmála-
menn láti sig þetta nokkru skipta,
enda enga þrýstihópa að óttast."