Morgunblaðið - 24.09.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982
55
Þessir hringdu
það fram hvort hann mundi fram-
kvæma fóstureyðingar eða ekki,
einkum ef hann vildi verða yfir-
læknir. Ég veit um a.m.k. einn
kvensjúkdómasérfræðing í Dan-
mörku, sem hætti störfum á spít-
ala vegna þessa ákvæðis.
En af orðum þessa danska
læknis má marka að hann metur
meira rödd samviskunnar sem er
mótuð af kristilegum áhrifum og
fastri trú á Guð en veraldargengi,
og hann segist hafa orðið hress í
bragði þegar hann las í Biblíunni,
eftir að hann hafði tekið ákvörðun
sína:
„Egyptalandskonungur mælti
til hinna hebresku ljósmæðra:
Þegar þið sitjið yfir hebreskum
konum þá lítið á ... sé barnið
sveinbarn þá deyðið það ... en
ljósmæðurnar óttuðust guð og
gerðu eigi það sem Egyptakonung-
ur bauð þeim ... og Guð lét ljós-
mæðrunum vel farnast ... þær
óttuðust Guð.“
Já, í trúnni á Guð skiljum við að
mannslífið er so dýrmætt að
okkur ber að vernda það og varð-
veita með öllum ráðum. Fimmta
boðorðið hljóðar svo: „Þú skalt
ekki mann deyða." Marteinn Lúth-
er útskýrði það á þessa leið í kver-
inu: „Hvað er það? Svar: Vér eig-
um að óttast og elska Guð, svo að
vér meiðum eigi náunga vorn né
vinnum honum nokkurt mein á
líkama hans heldur björgum hon-
um og hjálpum í allri líkamlegri
neyð.“
Hvar er sú þjóð á vegi stödd sem
virðir boð Guðs að vettugi og eyðir
mannslifi þótt ófætt sé? Hlýtur
hún ekki að kalla yfir sig dóm
Guðs nema hún sjái að sér?
Ahugavert sjónvarpsefni
Ahugamaður skrifar:
„Svo sem komið hefur fram í
dagblöðunum hefir Menningar-
stofnun Bandaríkjanna verið með
sýningar á myndum úr þáttunum
„Free .to Choose" eftir nóbelsverð-
launahafann í hagfræði Milton
Friedman, í tilefni 70 ára afmælis
hans.
Þættir þessir eru í 10 liðum og
voru fimm þeirra sýndir í sjón-
varpinu hér á síðasta ári við mikla
athygli sjónvarpsáhorfenda, enda
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þætt-
inum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til
— eða hringja milli kl.
10 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og
orðaskipti, fyrirspurnir
og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrit-
uð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir
ástæða til að beina því
til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins,
að þeir láti sinn hlut
ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Milton Friedman
er hér fjallað um sjálfan grund-
völl lífsviðhorfa vestrænna þjóðfé-
laga á einfaldan og auðskiljanleg-
an hátt öllum almenningi.
Ég vil eindregið hvetja sjón-
varpið til þess að nota nú tæki-
færið og fá til sýningar þá þætti
sem sleppt var á sl. ári og benda
þeim á að sleppa nú ekki umræðu-
þáttum sem fylgja hverjum ein-
stökum þætti, en þar eru til
kvaddir málsmetandi einstakl-
ingar til að fjalla um efni hvers
þáttar, með og móti, og eru þær
umræður ekki síður áhugaverðar
en þættirnir sjálfir.
Með fyrirfram þakklæti til sjón-
varpsmanna."
Getum ekki endalaust
borgað brúsann
Ingibjörg Kristjánsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
— Mig langar til að taka undir
orð Sveins Kristinssonar í grein
sem hann skrifar í Velvakanda 21.
sept. (þriðjud.), en þar talar hann
um mál sem alltof sjaldan hlýtur
umfjöllun. Af hverju er svona
hljótt um þessa hluti? Hvernig er
það orðið í þessu þjóðfélagi okkar:
Eiga sér engir talsmenn út á við
aðrir en kvenréttindakerlingar og
einstæðir? Við flettum ekki svo
blöðum, að ekki sé verið að fara
fram á þetta og fara fram á hitt af
hálfu þessara hópa. Væri ekki allt
í lagi, að við hin, þ.e. hjónafólkið,
færum líka að láta vita af því að
við séum til og þurfum líka að lifa
og getum ekki endalaust borgað
brúsann fyrir hina? Og þá eru til-
lögurnar hans Sveins ágæt byrjun.
Gæti nú ekki einhver tekið þær til
athugunar og umfjöllunar og hinir
veitt þeim athygli sem með þessi
mál hafa að gera?
Er þetta
ekki frétt?
íþróttaunnandi á Akureyri
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
— Dagana 4. og 5. september
keppti Jóhannes Hjálmarsson í
kraftlyftingum öldunga í Banda-
ríkjunum og setti heimsmet i
réttstöðulyftu, auk þess sem hann
átti sex heimsmet fyrir á þessu
sviði eftir þátttöku í heimsmeist-
aramótinu 1981. Frá þessu var
greint í útvarpinu og Þjóðviljan-
um, en aðrir fjölmiðlar þögðu
þunnu hljóði. Þess vegna langar
mig til að spyrja íþróttafrétta-
menn almennt: Er þetta ekki
frétt? Er öldungakeppni af þessu
tagi e.t.v. ekki með í dæminu hjá
fréttamönnunum, þegar rætt er
um íþróttir? Okkur norðanmönn-
um gramdist það, að Jóhannesi
skyldi sýnt tómlæti eftir svo
frækilega för.
Hér er Jóhannes Hjálmarsson heim
kominn í nóvember f fyrra, marg-
faldur heimsmethafi. Myndin er tek-
in í flugstöóvarbyggingunni á Akur-
eyri og það er eiginkona Jóhannes-
ar, Ólöf Pálsdóttir, sem stendur við
hlið hans.
GÆTUM TUNGUNNAR
Auglýst var: Sýningunni er framlengt.
Kétt væri: Sýningin er framlengd.
(Ath.: Rétt er: Vegurinn verður lengdur, en EKKI: Vegin-
um verður lengt.)
MNUNARFRfEDSLA
AFGREIÐSLU- OG
ÞJÓNUSTUSTÖRF
Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátttakendum
heildaryfirlit yfir afgreiðslu- og þjónustustörf í því
skyni að auka hæfni þeirra við að annast þau störf.
Fjallað er almennt um hlutverk af-
greiðslumanns í verslunar- eða
þjónustustörfum og lögð áhersla á
framkomu, sölumennsku, þjón-
ustulipurð og starfsanda. Gerð er
grein fyrir hagnýtum þáttum af-
greiöslustarfa, svo sem móttöku
pantana, kassastörfum, verðmerk-
ingu, vörutalningu, rýrnun o.fl.
Einnig er rætt um helstu hugtök
sölufræðinnar og hvernig af-
greiðslufólk getur nýtt hana viö
dagleg störf.
Námskeíðið er ætlað afgreiðslu-
fólki í verslunum og þjónustufyr-
irtækjum.
Loiðboinondur
Gunnar Maack
viðskiptafrmðingur
Staður: Síöumúli 23, 3. hæö.
Tími: 28.—30. september
kl. 14.00—18.00.
Þórir Þorvarðarson
ráðningarstjðri
ATH.:
Fræðslusjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
greiðir þátttökugjald félagsmanna sinna og skal
sækja um það á skrifstofu VR.
ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNARFÉ-
LAGSINS í SÍMA 82930.
STJÓRWUWflBFÉLflG
ISLANDS
SÍÐUMULA 23 SÍMI 82930
Megrunarnámskeið
Ný námskeiö hefjast 4. október. (Bandarískf megrun-
arnámskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefiö
mjög góöan árangur.) Námskeiöiö veitir alhliða fræöslu
um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur
samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræði.
Námskeiöið er fyrir þá:
• sem vilja grennast
• sem vilja koma í veg fyrir að vandamáliö endurtaki
sig.
• sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir.
Upplýsingar og innritun í síma 74204 kl. 13—18.
Kristrún Jóhannesdóttir,
manneldisfræöingur.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
i JHtfiogAinMfifeifr