Morgunblaðið - 15.10.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 15.10.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 35 Hnégerviliður (total condylar). Lærbeinsliðhlutinn er úr málmi en liðhluti leggs úr plastelni. En er hægt að koma í veg fyrir festumein? Um þetta segir Kári Sigurbergsson í grein sinni: „Á dðgum hóglífis og þæginda í velferöarríkjum Vesturlanda má enn minna á að hreyfing er okkur öllum nauösynleg og holl. Besta ráðið til að koma í veg fyrir festu- mein er aö auka líkamlegt þrek og þol smám saman og ofbjóöa ekki einstökum vöðvum, sinum og lið- böndum." ORSÖK FJÖLDA GIGTSJÚKDÓMA ÓKUNN En hvað er það sem veldur gigt? Prófessor Víkingur Heiöar Arn- órsson víkur aö þessu í grein er hann skrifar í 2. tbl. tímarits Gigt- arfélags islands áriö 1979: „Læknavísindin eöa þekkingin á líkamanum er ekki komin lengra á veg en þaö aö ekki er enn vitað um orsök aö fjölda gigtsjúkdóma eöa gigtarverkja. Ef til vill sér læknirinn eöa finnur ytri einkenni sjúkdóms- ins, svo sem bólgna liði eöa hnykla í vöövum. Meö rannsóknum til dæmis á blóöi og liövökva getur hann ef til vill fundiö sýkla sem sjúkdómsorsök eöa í Ijós kemur hvítblæöi, sem er tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur, sem betur fer, en hefur oft liöbólgu í för meö sér, sérstaklega i byrjun sjúk- dómsins. I öörum tilvikum kemur ef til vill eitt eöa annaö athugavert fram viö rannsóknina án þess aö hin eiginlega frumorsök sjúkdóms- ins finnist og má þá vera aö hægt sé eftir gangi sjúkdómsins, þegar til lengri tíma er litið, aö áætla í grófum dráttum um hvers konar tegund gigtar sé aö ræöa." Sama hné eftir gerviliðaaögerð. Hér hefur einnig verið skipf um liðflöt hnéskeljar. Arthrosa í hné, sem er mest innanfótar og gerir sjúkling hjólbeinóttan. Liðbil uppurið og þétting á nærliggjandi bein. ASPIRIN ER ÞEKKTASTA GIGTARLYFIÐ En þó aö fólk fái gigt og orsök sé ókunn, þá er samt hægt aö hjálpa fólki. Athuganir hafa til dæmis sýnt, aö 20% þeirra sem sýkjast af liöagigt batnar aö fullu án skemmda í liöum. Aörir hafa viövarandi liöagigt, misslæma, sem hefur mismikla fötlun í för meö sér. En sumir fatlast mjög al- varlega. En hvernig er gigtarsjúklingum hjálpaö? Er þaö gert með ýmsu móti eins og taliö veröur upp hér á eftir. Á síöustu árum hefur komiö fram mikill fjöldi lyfja, sem draga úr liöbólgum og sársauka, en ekk- ert þeirra er undralyf, sem leiðir til fulls bata. Þetta lyfjaúrval hefur hins vegar komiö aö miklu gagni, því ekki hentar öllum sjúklingum sama lyf og aukaverkanir eru mis- jafnar hjá hinum ýmsu sjúklingum. Aspirin er elsta og þekktasta gigtarlyfiö, er þaö oröið 80 ára. Þaö er ekki bara verkjastillandi heldur einnig bólgueyöandi, þegar þaö er tekiö á réttan hátt í nægi- lega stórum skömmtum. í grein í tímariti Gigtarfélags ís- lands, 4. tbl. 1979, fjallar Jón Þorsteinsson yfirlæknir um aspirin. Hann segir meðal annars: „Rannsóknir á síöustu árum hafa leitt í Ijós, aö sérstakt efni, sem heitir prostaglandin, finnst í auknum mæli í öllum bólgum og sérstaklega í liöbólgum og verkar sem hvati á aöra bólgumiðla og þar af leiöandi bólgumyndandi og verkjaframkallandi. Aspirin í nægi- lega stórum skömmtum hindrar cA\atUvöld föstudagSK -r* Ferðdkynning: Amsterdam „Eina sanna Evrópuhjartað“ Þríréttadur hátíAarkvöldverður: Quiche Hollandaise Hollensk eggjakaka Gigot D'Agneau dans une croute d’Aromates Glóðarsteikt lambalæri með kryddhjúp Le chariot des Desserts Fjölbreytt úrval eftirrétta frá hollenska vagninum Verð aðeins kr. 290.-. Eftir matinn bjóðum við upp á ekta hollenska vindla. Sýningar Módel ’79 sýna frá Torginu, Aust- urstræti. Sýningin er sett upp af Sóleyju Jóhannsdóttur í Dansstúdíói Sóleyjar. Erlendir skemmtikraftar Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur fyrir dansi föstudagskvöld og laugardagskvöld til kl. 03.00 og sunnudagskvöld til kl. 01.00. Bingó Að venju veröur spilað bingó um glaesileg feröa- verölaun. Sérstakar þakkir til Arnarflugs hf. fyrir þátttökuna. Hinn trébæri jafnvægis- snillingur Walter Wasil skemmtir og hollenskur söng- og dansflokkur sér um ad skapa réttu stemmninguna. Ath.: Hótel Saga og Arnarflug bjóöa sérstök vildarkjör á gistingu og flugi í tengslum viö Sólarkvöldin. Upplýsingar hjá umboösmönnum Arnarflugs um land allt. Aögöngumiðasala og boröpantanir i Súlnasalnum eftir klukkan 16.00 i dag, sími 20221. Kynnir: Magnús Axelsson. Stjórnandi: Siguröur Haraldsson. Sólarkvöldin — Vönduð og vel heppnuð skemmtun við allra hæfi. Húsið opnað kl. 10 fyrir aðra en matargesti. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTFUET112 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.