Morgunblaðið - 15.10.1982, Page 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982
Suöræn
óþægindi
REGNBOGINN:
DAUDINN í FENJUNUM
(„Southern Comfort")
Handrit: Michael Kane. Kvik-
myndataka: Andrew Laszlo.
Tónlist: Ry Cooder. Leikstjórn:
Walter Hill. Bresk/bandarísk,
gerð 1981 af EMI. Aðalhlutverk:
Keith Carradine, Powers
Boothe, Fred Ward, Franklyn
Sealers og Peter Coyote.
Umhverfið er illræmdir fenja-
skógar Louisiana-fylkis, þar sem
fáir aðrir þrífast með góöu móti
en hinir franskættuðu veiöimenn,
„cajuns". Á þessar slóðir er
sendur hóþur þjóðvarðliða til
þjálfunar yfir helgi. Er þeim ætlaö
að komast á milli ákveöinna
staöa í vandrötuöum fenjunum á
sem skemmstum tíma.
mun hæggengari — einkum um
miöbikiö — þersónurnar óljósari
og efnislega mun ólíklegri.
Á hinn bóginn glæöir Hill
myndir sínar löngum seiömögn-
uðu, Ijóörænu handbragði, og
svo er einnig farið með DÍF, þrátt
fyrir ónotalega mikiö ofbeldi og
djöfulskap. Myndatökuvélarnar,
undir stjórn Laszlos, svífa yfir
ómennskulegu landslaginu og lit-
irnir eru einkar drungalegir, gráir
og guggnir og Ijá myndinni
einkar nöturlegt yfirbragð.
Persónusköpun Hills er hálf-
gert klór en hinsvegar er leikara-
valið nokkuð gott, einkum. í
aukahlutverkunum auk Carra-
dines sem stendur fyrir sínu, aö
venju. Tónlist Cooders á rætur
sínar að rekja til Delta-bluesins
Þjóðvarðliðar í mannskæöum fenjaskógum Louisiana í Dauðinn í
Fenjunum.
Fljótlega kemur í Ijós að lítið
gagn er í kortunum, hinn sund-
urleiti hópur varöliöanna rænir
bátum cajunanna sér til hægðar-
auka og hræðir þá með hríð-
skotarifflum. Áður en varir eru
þeir orðnir kolvilltir og komnir í
blóðugt stríð viö veiðimennina
sem sækja að þeim úr myrk-
viönum.
Sem sjá má er söguþráöurinn
fjarstæðukenndur en upplagöur
til aö skapa spennandi þriller.
Tæpast er þó frumlegheitunum
fyrir að fara þvi DAUÐINN í
FENJUNUM minnir óþægilega
mikið á þá ágætu mynd DELIV-
ERANCE. Hún þolir illa saman-
burðinn þar sem DÍF er bæði
og hljóöfalls cajuna og er hinn
vænsti þáttur i myndinni.
Maður gerist nú orðiö nokkuö
langeygöur eftir verki frá Hill,
sem jafnast á viö hans fyrstu
mynd, HARD TIMES. Þar gaf
hann tóninn sem haldist hefur
nokkurn veginn í gegnum síöari
myndir hans, eins og THE DRI-
VER, THE WARRIORS og THE
LONG RIDERS. Hann sýnir okkur
inní kynngimagnaða veröld þar
sem karlmennska og garpskapur
eru í hávegum höfö. Þennan
heim glæöir hann einkennilegum
sjarma, en hefur því miður ekki
tekist að gera hann heilsteyptan
og fullnægjandi nema í frum-
rauninni.
GEIMSTÖÐIN dregur óneitanlega talsverðan dám
af þeim fræga vestra HIGH NOON, en hér eru þau
Cary Cooper og Grace Kelly í þeirri ágætu mynd..
Sean Connery sem framtíðarsheriffinn O’Neil í
Geimstöðinni.
GEIMVESTRI
AUSTURBÆJARBÍÓ:
GEIMSTÖÐIN („Outland")
Leikstjóri og höfundur
handrits: Peter Hyams.
Framleiðandi: Richard A.
Roth. Tónlist: Jerry Gold-
smith. Aðalhlutverk: Sean
Connery, Peter Boyle,
Frances Sternhagen.
Bandarísk frá Warner Bros.
(The Ladd Company), gerð
1981. Sýnd í Dolby.
í GEIMSTÖÐINNI er verið
að brjóta og nema nýtt land,
en nú er sögusviðið ekki
Kansas eða Kalifornía nít-
jándu aldarinnar, heldur eitt
af tunglum Júpiters, lo, ein-
hverntíma í framtíöinni. Er
þar rekin risavaxin námu-
vinnsla af fyrirtæki á Móður
Jörð. Hér hefur lögreglustjór-
inn sínar áhyggjur — ekki af
lestarraufurum né kýrrekum,
heldur viðsjárverðum
atvinnurekendum sem með
hjálp eiturlyfjabyrlara dæla
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
baneitruðum hraða (speed)
ofaní námumenn til aö auka
afkastagetuna. Connery
kemst í málið og hefur eins-
mannsstríð gegn kerfinu.
Námurekendur, með Peter
Boyle í fararbroddi, reyna ár-
angurslaust að ryðja Connery
úr vegi. Þá er gripið til þess
ráös að senda þaulvana
atvinnudrápsmenn til höfuðs
honum með næstu geim-
skutlu. Og Connery fylgist
með rafeindaklukkunni telja
niður tímann til komu skutl-
unnar — víðsfjarri er nú hin
fornfálega, upptrekkta
brautarpallsklukka — og bíð-
ur andskota sinna einn, án
hjálpar nokkurra þeirra sem
hann er að berjast fyrir.
Það leynir sér ekki að
Hyams sækir hér meira en lít-
ið í hinn sögufræga stór-
vestra HIGH NOON, færir að-
eins söguna fram um nokkrar
aldir. Sviðsmyndirnar og
búningarnir eru ári góð, lík-
önin eru hreinasta afbragð
og yfirbragð myndarinnar
fjarlægt og framtíðarlegt.
Átökin utan geimstöövarinn-
ar, í myndarlok, vel gerö og
æsileg. Hyams er bráðflinkur
atvinnumaður í gerö vandað-
ra afþreyingarmynda og meö
GEIMSTÖDINNI bætir hann
einni í safniö.
Connery er vel viðunandi í
hlutverki lögreglustjórans —
þó hann sé náttúrlega enginn
Gary Cooper. Þá er Frances
Sternhagen eldhress í vel
skrifuðu hlutverki Lazarus
læknis. Tónlist Goldsmiths er
áhrifarík að venju svo og
hljóð og Dolby-effektar.
Liðsmenn söngflokksins The Platters brugöust ekki vonum manna frekar en fyrri dagínn.
Ljósm. Mbl. KÖE.
Lifnar yfir
næturlífinu
Skemmtanalífið í Reykjavík tekur venjulega fjörkipp þegar
vetur gengur í garð enda eölilegt að menn þurfi helst á upplyftingu
að halda í skammdeginu. Þess eru líka þegar farin að sjást nokkur
merki að heldur hefur lifnað yfir næturlífinu í höfuðborginni og má
sem dæmi nefna skemmtanir, sem haldnar hafa verið á
skemmtistaðnum Broadway að undanförnu, en í síðustu viku rak
þar hver stórviöburðurinn annan.
Á miðvikudag í síðustu viku var
haldin jasshátið á Broadway, en þar
komu fram nokkrir þekktustu jassleik-
arar landsins. Hljómsveitin „Nýja
Kompaníið" kynnti meðal annars lög
af nýútkominni plötu sinni „Kvölda
tekur", en hljómsveítina skipa þeir Jó-
hann G. Jóhannsson, píanó, Sigurður
Valgeirsson, trommur, Sveinbjörn I.
Baldvinsson, gítar, Tómas R. Einars-
son, bassi, og Sigurður Flosason, alt-
sax og flauta.
Þeir félagar í „Nýja Kompaníinu"
hafa þá sérstöðu meðal íslenskra
jassleikara að flytja eingöngu frum-
samda jasstónlist. Þá kom fram
jasspianistinn Guðmundur Ingólfsson
ásamt félögum sínum úr hljómsveit
sinni, þeim Pálma Gunnarssyni, Guð-
mundi Steingrímssyni og Birni Thor-
oddsen, og kynntu þeir lög af væntan-
legri hljómplötu, sem Guömundur Ing-
ólfsson er skrifaður fyrir. Loks kom
fram hljómsveitin „Blues Company"
en hún var skipuð Magnúsi Eirikssyni
(gitar) og Baldri Má Arngrímssyni (gít-
ar), Sigurði Karlssyni (trommum),
Pálma Gunnarssyni (bassa) og Guð-
mundi Ingólfssyni (pianói).