Morgunblaðið - 22.10.1982, Page 6

Morgunblaðið - 22.10.1982, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 Keramik Leirkerasmiðin, eitt elsta handverk íheimi Oröiö keramik á rætur sínar aö rekja til gríska orösins keramos, en leirkerasmíöin er með elsta handverki í heiminum, og hafa forn leirbrot fundist víða um heim og hafa tilheyrt mörgum mismunandi menningarsamfélögum. Kínverjar notuöu t.d. bæði sparkhjól og brennsluofn fyrir löngu og Egyptar bjuggu til glerung á suma hluti sína. Leirkerasmíöin barst síöan frá Krít og Grikklandi til Evrópu og á miööldum breiddist þessi kunnátta yfir til Ítalíu, Spánar, Frakklands og Þýskalands og þaðan til Danmerk- ur og Noröurlandanna. Hér á landi þekktust þó leirvörur ekki, enda íslenski leirinn erfiðari í vinnslu, en Danir eiga t.d. muni sem eru frá því um 3.000 f.K. Hingaö til landsins kom leírlistin með Guömundi Einarssyni frá Miödal, en hann stofnaði fyrsta leirkeraverkstæðið hér á landi. Guömundur tók nokkra lærlinga og þeir stofnuöu síðan sumir eigin verkstæði, en námiö var þá fjögur ár í Iðnskólanum. Nú á seinni árum hefur veriö starfrækt keramikdeild í Myndlista- og handíðaskólanum og hefur keramikverkstæðum fjölgaö í kjölfar þess og er fjöldinn allur af litlum verkstæðum starfræktur hér á landi í dag. Þó verkstæöin séu mörg, þá eru þeir þó ekki mjög margir sem vinna eingöngu við keramikgerö. „Viö erum tiltölulega fáir sem vinn- um þetta í fullu starfi," sagöi Helgi Björgvinsson, er við sóttum hann heim í vinnustofu hans í Breiöholt- inu. Helgi er aö byggja sér einbýl- ishús í Hólahverfinu, en þar til þaö verður tilbúiö búa þau Helgi og kona hans, Hanna Nielsdóttir, ásamt tveim börnum þeirra í vinnustofunni. „Viö byrjuðum á aö koma vinnustofunni í íbúöar- og vinnuhæft ástand," sagöi Helgi, er hann vísaði okkur inn. Vinnustofan er á tveim hæöum, núna er verk- stæöiö og eldhúsiö á neöri hæö- inni, en stofa og svefnherbergi á efri hæöinni. Þau Helgi og Hanna hafa búiö í vinnustofunni frá því fyrir tveim árum, en í framtíöinni er fyrirhugað aö verkstæöið veröi niöri en uppi veröi vinnustofa þar sem Helgi ætlar aö vinna viö mál- verk og stóra keramikhluti. „Ég var meö sýningu á nokkrum málverka minna og ýmsum stærri hlutum í Ásmundarsal í vor,“ segir Helgi, „en annars er ég mest í því aö búa til bolla, skálar, diska og þess hátt- ar. En hvernig stóð á því að þú lagðir fyrir þig leirkerasmíö? „Ég hef unniö viö þetta lengi, faöir minn, Björgvin Kristófersson, lærði þetta hjá Guömundi frá Miö- dal, en hann stofnaði síöan Funa ásamt Ragnari Kjartanssyni, bróö- ur sínum Hauki Kristóferssyni o.fl. Þaö má segja aö ég hafi alist upp viö þetta, byrjaði sem smástrákur aö líma miöa á hlutina, en þeir í Funa fengu okkur strákana til aö líma þetta á fyrir sig og borguöu okkur nokkra aura fyrir hvern miða. Ég byrjaði síöan aö færa þetta um 1970, en þá var ég búinn aö vinna á verkstæöinu í heilt ár, og áöur haföi ég unniö þar á vet- urna meö skólanum og á sumrin." Viö fáum okkur sæti viö eld- húsboröiö viö hliöina á vinnustof- unni og drekkum kaffi úr bollunum hans Helga. „Þaö er mesta furöa hvaö þessi leirílát endast hérna í eldhúsinu hjá okkur, því viö vönd- um þeim yfirleitt ekki kveöjurnar," segir Hanna, „þetta er yfirleitt þvegiö i uppþvottavélinni og krakkarnir fara ekkert varlega meö þetta, því pabbi getur jú alltaf búiö til nýtt. En þaö heyrir til undan- tekninga ef eitthvaö brotnar." Þaö eru áreiöanlega fá heimili í Reykjavík í dag þar sem báöir for- eldrarnir vinna heima og heimiliö ber þess merki, þarna er greinilega ekkert kapphlaup viö tímann. „Viö göngum hvorugt með úr á okkur," segir Hanna, „og þaö er engin Leirklumpurinn verður á skammri stund að nytjahlut. Hér rennir Helgi einn slíkan og skreytir hann síðan. „Ég nota yfirleitt þau verk- færi sem til falla.“ Hér er það heljarstór nagli sem aðstoðar við skreyting- una. Ljóam. Rax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.