Morgunblaðið - 22.10.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982
39
Hér má «já hluta af sevafornri veggmynd frá Egyptalandi, an hún aýnir leirkerasmid við vinnu sína um 1900 fyrir Krist.
... og hér töfrast skál af
rennibekknum og er
sett upp á hillu þar sem
hún er látin þorna í
nokkra tíma áöur en
hægt er að renna á hana
botninn og ganga end-
anlega frá henni.
klukka til á heimilinu, nema þessi
sem hér er í eldavélinni. Annars
höfum viö útvarpiö í gangi yfirleitt
allan daginn, og vitum þannig hvaö
tímanum líöur.“
Hvernig finnst þér að hafa
vinnustofuna heima?
„Mér finnst þaö miklu þægi-
legra. Viö erum búin aö vera hér í
um tvö ár, en áöur var ég meö
verkstæöi á Skemmuveginum, þá
bjuggum viö í Kópavoginum og
mér fannst ég alltaf vera á feröinni
milli heimilis og vinnustaðar. Maö-
ur þarf líka aö fylgjast þaö vel meö
ofnunum, þegar þeir eru aö hitna
og ná réttu hitastigi. Svo veröur
vinnutíminn frjálslegri, ég hef alltaf
veriö skorpumaður og get sagt
með sanni aö ég vinn aldrei frá
9—5. Þaö er hinsvegar ekki óal-
gengt aö ég sé aö vinna til klukkan
tvö á nóttunni, en er yfirleitt ekki
byrjaöur fyrir en um 9 á morgnana,
og tek ég mér oft frí um miöjan
daginn. Ég held ég vinni yfirleitt
mun meira en 40 stunda vinnuviku,
og eflaust vinnur maöur meira
þegar vinnustofan er heima hjá
manni. En þetta hefur auövitaö
sína ókosti Itka, aö minnsta kosti
meöan viö búum hérna í vinnustof-
unni, þaö er oft geysilegur um-
gangur hérna, börnin aö koma inn
og fólk kemur miklu meira í heim-
sókn á daginn þegar viö erum
bæöi heima. En þetta breytist þeg-
ar viö flytjum yfir í hitt húsiö, ætli
þaö veröi ekki tilbúiö um næstu
áramót.
Maður veröur Ifka aö búa yfir
ákveönum sjálfsaga til aö geta
unnið á þennan hátt, þaö er enginn
sem rekur á eftir og ekki hægt aö
miöa afköstin viö vinnufélagana."
En hvernig er með sumarfrí og
þess háttar?
„Maöur tekur sér eiginlega ekki
fri nema eiga eitthvaö á lager.
Annars hafa húsbyggingarnar eig-
inlega haft þau áhrif aö maöur hef-
ur ekki tekiö sér frí í nokkur ár.“
Er þetta skemmtilegt starf?
„Já, þaö er mjög skemmtilegt,
mest finnst mér þó gaman að búa
til sérstaka hluti og leika mér í
leirnum. Mestur tími minn fer þó í
aö búa til leirbolla, skálar og þess
háttar, en þaö eru margir farnir aö
safna tekönnum eöa bollum og
maöur verður því dálítið bundinn
af því aö halda framleiöslunni
áfram. Ég sel vöru mína í þrem
verslunum, Kúnigúnd, Blómahöll-
inni og Blómabúöinni Laufási á
Akureyri og anna varla eftirsþurn.“
Hefuröu unnið lengi meö þann-
ig hluti?
„Fyrst eftir aö ég lauk námi vann
ég í Funa, en siöan langaöi mig til
aö breyta til og reyna eitthvaö nýtt
en leirtegundin sem viö unnum
ílf
Ekki er vitaö hvenær menn byrj-
uöu að brenna leirinn í sérstök-
um leirbrennsluofnum, en upp-
runalega var leirinn eingöngu lát-
inn standa og þorna í ákveðinn
tíma. Steinleirinn sem mest er
notaður í nytjahluti í dag er
brenndur við um 1280 gráður á
Celsíus.
Sumar skálarnar eru skreyttar með járnoxíö og Helgi sýnir okkur
hvernig hann fer að því.
,Hef verið með vinnustofuna hérna í tæp tvö ár, en var áður í Kópavoginum.
meö í Funa bauð ekki upp á mikla
möguleika. Viö notuöum mikiö
jaröieir þar og framleiddum aðal-
lega skrautmuni, en mig langaöi til
aö búa til eitthvað meira af nytja-
hlutum og gera tilraunir meö fram-
leiðslu á steinleirnum og setti síö-
an sjálfur uþþ verkstæöi í Ármúl-
anum áriö 1975, keyþti mér ofn og
byrjaöi á þessu smátt og smátt.
Síöan flutti ég verkstæöiö yfir á
Skemmuveginn og síöan í Breiö-
holtiö, hér höfum viö sem sagt ver-
iö í tvö ár.“
Helgi sýnir okkur nú vinnuaö-
stööuna og þau verkfæri sem hann
notar. Þarna má sjá ýmsa kera-
mikhluti á ólíkum framleiöslustig-
um, diska, bolla og skálar. Hann
sest viö rennibekkinn og setur
vænan skammt af leir á miöja skíf-
una og innan skamms tekur leir-
klumpurinn á sig form og veröur
aö stórri skál.
„Það hefur áreiöanlega hver og
einn leirkerasmiður ákveöiö hand-
bragö og tækni viö aö renna leir-
inn,“ segir Helgi og segist senni-
lega vera einn af fáum sem alltaf er
með lítinn svamp í annarri hend-
inni til aö auövelda rennsluna.
En er ekkert erfitt að sitja jafn-
vel tímum saman viö rennibekk-
inn?
Helgi segir aö þetta reyni tals-
vert á axlir og bak þegar til lengd-
ar lætur, og þaö geti veriö talsverö
átök, þegar stór stykki eru rennd.
„Maöur er stundum meö allt aö
7—10 kíló í einu.“
Og hvaða leír er aðallega
notaöur?
„Ég vinn aðallega úr innfluttum
leir, og flest önnur efni sem ég
nota eru einnig erlend. Nei, ég hef
ekki prófaö íslenska leirinn, en
hann var notaöur talsvert hérna á
fyrstu árunum, Guömundur frá
Miödal var t.d. með blöndu úr ís-
lenskum og erlendum leir og nú er
verið aö gera tilraunir meö nýtingu
á íslenska leirnum í Búðardal.
Ég hef stundum veriö gagnrýnd-
ur fyrir aö vera of mikiö í fram-
leiðslunni, en viö sem erum í þessu
í fullu starfi veröum aö byggja uþþ
ákveöna söluvöru til aö viö getum
lifaö af þessu starfi okkar. Allir
leirkerasmiöir eru auövitaö líka
framleiðendur. Þeir sem hafa at-
vinnu sina af einhverju ööru og eru
aö fást viö þetta meira sem hobbý
eru auövitað frjálsari aö því sem
þeir eru aö gera. En hjá mér er
leirlistin hobbý númer eitt, tvö og
þrjú.“ Og Helgi tekur leirvörurnar
út úr ofninum, en þar brennur leir-
inn viö 1280 gráöur á Celcíus, raö-
ar keramikhlutunum á hillurnar í
vinnustofu sinni og þaöan eru þeir
síðan tilbúnir í verslanirnar og til
væntanlegra kaupenda.