Morgunblaðið - 22.10.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982
49
félk í
fréttum
Yoko Ono sá um
veraldarvafstrið
+ í nýútkominni bók, „The Ballad of John and Yoko“, eftir Chet
nokkurn Flippo kemur fram aö Yoko hafi haft bæði töglin og
hagldirnar í heimilisrekstri þeirra hjóna. Eins og kunnugt er, var
John mikiö heima meö soninn Sean og sinnti heimilisverkum, á
meðan Yoko var á kafi í veraldarvafstrinu. Hún tók enga mikil-
væga ákvöröun án þess aö ráöfæra sig við einhvern ráögjafa
sinna. Þeir voru m.a. stjörnuspekingar, sálfræöingar, ýmiss kon-
ar spámenn, sérfræðingar í kínverskri heimspeki og rekstrar-
hagfræðingar.
Braut Liberace á
elskhuga sínum?
+ Hinn 63 ára gamli píanóleik-
ari og skemmtikraftur Liberace
stendur um þessar mundir í
miklum málaferlum, eftir aö
hafa kastaö elskhuga sínum og
„hjálparhellu“ á dyr. Sá er 23
ára gamall dansari og dýra-
temjari aö nafni Scott Thorson.
Hann hefur nú höföaö skaöa-
bótamál á hendur Liberace og
nemur upphæöin sem hann fer
fram á aö fá vegna þessa brots
á samningum gagnvart sér 113
milljónum dollara, hvorki meira
né minna.
Liberace segist munu berj-
ast fyrir rétti sínum í máli
þessu, sem sé einungis höföaö
í þeim tilgangi aö skemma
mannorö hans. Samningur sá
er hann hafi gert viö Scott
Thorson hafi einungis veriö
munnlegur og ekki alvarlegs
eölis, en samiö hafi veriö um
aö hann héldi Scott uppi til
æviloka og greiddi honum aö
auki 7.000 dollara á mánuöi
fyrir utan ýmis önnur hlunnindi.
Samband þeirra stóö í sex ár
og lauk á síöasta ári er Liber-
ace kastaöi dansaranum á dyr.
Liberace og Scott Thorson á moAan aA allt lák í lyndi.
Varúð
rrailli
fimm
og sex
+ Hættulegasta tímabiliö í
tilveru mannsins er milli
klukkan fimm og sex á
morgnana, fullyröir tímaritiö
„Science Digest” eftir aö
hafa rannsakaö máliö út i
hörgul. Það deyja nefnilega
fleiri á þessum eina klukku-
tíma en nokkrum öörum.
Liv Ullman
hyggst
setjast viö
skriftir
+ Liv Ullman, sem um
þessar mundir er aö leika í
verki Henrik Ibsen „Gen-
gangere“ á Broadway, hef-
ur nú nýlokið viö aö skrifa í
samvinnu við fimm skand-
inavískar konur handrit aö
sjónvarpsþáttum fyrir
bandaríska sjónvarpiö. Hún
hefur einnig tilkynnt aö hún
hafi í hyggju aö taka sér
hvíld frá leikstörfum í hálft
ár til að helga sig ritstörf-
um, er hún hefur lokiö störf-
um á Broadway. Og hún
segir: „Þaö mun veröa bók,
sem ekki mun koma til meö
aö fjalla um mig sjálfa og
minn máta til aö lifa lífinu,
heldur veröa blanda af
skáldskap og því sem ég
hef upplifað sjálf. Ekkert í
líkingu viö fyrri bók mína,
Umbreytinguna, sem var
nokkurs konar ævisaga.
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig meö
heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli
mínu 3. október sl. og geröu mér daginn
ógleymanlegan. Sérstakar kveöjur til ættingja og
vina í Fljótum og á Siglufiröi.
Guö blessi ykkur öll.
Símon Márusson
Öllum þeim, sem minntust mín meö hlvium
um og góöum gjöfum á sjötugsafmæli minu þann
10. október síðastliöinn, sendi ég hjartanlegar
þakkir og árnaðaróskir.
Siguröur Gunnarsson,
fyrrv. skólastjóri.
NÝTT!
Sambyggöur hverfisteinn meö hjóli til blautslípunar
og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar.
Hljóðlátur iönaðarmót-
or 200W, 220v, 50 HZ,
einfasa, snýst 70 snún
inga á mín.
Laust vatnsílát.
Sérstök stýring fyrir
sporjárn o.þ.h.
Laugavegi29
Símar 24320 — 24321
24322.
SÍMI 28855.
TDLVUSKÚLDMN
—— Skipholti 1, >ími 2S4QQ*"——_
/
Tölvunámskeið
fyrir börn
9—16 ára
Kennd eru grundvallaratriöin í meöferö og
forritun tölva. Aö loknu námskeiöi geta
nemendur skrifaö einföld forrit. Kynnt er
einnig bygging og eiginleikar tölva meö
aöstoö litskyggna.
Nemendur hafa frjálsan aögang aö tölv-
unum mestan hluta dagsins utan venju-
legs kennslutíma til æfinga. Leiktímar eru
aö kvöldinu.
y
Viö kennsluna eru notaöar vandaöar
einkatölvur frá ATARI meö lit og hljóöi.
Framsýnir foreldrar láta börn sín læra á
tölvur. Tölvunámskeiö eru bæöi þrosk-
andi og skemmtileg og opna börnunum
nýja möguleika í lífinu.
Innritun í síma 25400