Tíminn - 31.07.1965, Blaðsíða 5
I
LAUGARDAGUR 31. júlí 1965
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Skattarnir
Lokið hefur nú verið við álagningu útsvara í flestum
eð óllum bæjar- og sveitarfélögum landsins. Reykjavík
v ö einna seinust til að birta útsvörin, enda er þar
mest verk að vinna. Samkvæmt upplýsingum formanns
niðurjöfnunarnefndar þar, Guttorms Erlendssonar, nem-
ur heildarupphæð útsvaranna nú 480 millj. kr. eða 10%
meira en í fyrra. Þess ber að geta, að borgarstjórnin hef-
ur hækkað margar aðrar álögur, t.d. tvöfaldað fast-
eignaskattinn, sem ekki eru hér meðtaldar.
Að sjálfsögðu skiptast útsvörin nú talsvert öðruvísi
á gjaldendur en í fyrra vegna breytinga þeirra, sem Al-
þingi gerði á útsvarslögunum. Þannig hefur heildarupp-
hæð tekjuútsvara í Reykjavfk aðeins lækkað, en eigna-
útsvör hafa hins vegar nær þrefaldazt. Breytingar þess-
ar valda því, að útsvörin verða nú heldur lægri á ýms-
um gjaldendum í fyrra, en talsvert hærri á öðrum. Á
þessu stigi er erfitt að gera sér grein fyrir, hversu rétt-
látar þessar breytingar reynast. En í heild greiða nú
færri gjaldendur 10% hærri heildarupphæð útsvara en
í fyrra, án þess að gjaldgeta þeirra verði yfirleitt talin
meiri en þá. Hér stefnir því í einu og sömu átt.
Samkvæmt þeim athugunum, sem skattayfirvöldin
hafa gert í Reykjavík, eru útsvörin ekki nema um það
bil helmingur hinna beinu skatta, sem eru lagðir á.
Beinir skattar til ríkisins og ríkisstofnana, þ.e. tekju-
og eignarskattur og ýmis nefgjöld, nema álíka hárri
upphæð. Alls munu Reykvíkingar greiða um 960 millj.
kr. í svonefnda beina s'katta á þessu ári.
Langt er þó frá, að þessar tölur segi nema takmarkað
um það, hve háar skattaálögurnar eru raunverulega
orðnar. Hinir svonefndu óbeinu skattar, eins og tollar
og söluskattur hafa margfaldazt á síðari árum og nema
nú orðið margfalt hærri upphæð en beinu skattarnir.
Þetta er sú skattabyrði, sem bitnar þyngst á efnalitlu
fólki og stórum fjölskyldum. Ef það er reiknað út, hve
þungt þessir óbeinu skattar leggjast á meðalfjölskyldu,
sjá menn fyrst, hve gífurleg skattabyrðin samanlögð
er orðin.
Orsök hinna miklu og stórauknu skattaálaga er fyrst
og fremst hin mikla þensla í opinberum útgjöldum sein-
ustu sex árin, einkum þó hjá ríkinu. Þar hafa útgjöldin
um það bil fjórfaldazt. Sum útgjaldaaukningin stafar
af eðlilegum orsökum, en annað rekur rætur til sukks
og eftirlitsleysis. Auk þess hefur verið stefnt að því að
hafa ríflega greiðsluafganga, og skattarnir því verið
hærri en ella. Þetta hefur hefnt sín á þann veg, að dýr-
tíðin hefur aukizt miklu hraðar en ella og víxlhækkan-
ir verðlags og kaupgjalds orðið tiðari en í öðrum lönd-
um. Ofsköttunin hefur þannig orðið ein meginorsök
hinnar sívaxandi dýrtíðar.
Öllum hugsandi1 mönnum hlýtur að vera orðið ljóst,
að skattabyrðarnar eru orðnar svo þungar, að lengra
má ekki ganga. Ljóst er jafnframt, að kröfurnar til
hins opinbera aukast á mörgum sviðum, t.d í sambandi
við skólamál og vísindi. Fram úr þessum vanda verður
ekki ráðið, nema með allsherjarátaki til hagræðingar
í opinberum rekstri. Það er svo stórt verkefní og torsótt,
að við það verður ekki fengizt að gagni af veikri og úr-
ræðalausri ríkisstjórn, sem hefur það eitt takmark að
hanga. Hennar úrræði, ef úrræði skyldi kalla, verða
ekki önnur úrræði en hærri skattar eða gengisfelling.
TÍMINN
Frá Lincoln til Adlai Steven-
son er arfleifðin bein og út-
skotalaus, fjölskylduerfð, sem
hófst með langafa hans. Hon-
um tókst, eins og Linoln, að
fá menn til þess að koma auga
á, hvað þessi þjóð yrði að vera
ef hin bandaríska tilraun ætti
að heppnast. Hann var, eins
og Lineoln, einmitt það, sem
slétturnar miklu og nýi heim
urinn gerðu úr menntuðu Eng-
lendingunum, sem veittu þjóð-
ini forystu á 18. öldinni.
t
ÞESSI Lincolns-Bandaríkja-
maður er í samanburði við
Washington og Jefferson hinn
fyrsti eiginlegi Bandaríkjamað
ur, hinn nýi maður hins nýja
heims. Áður en Lincoln kom
til .sögunnar, voru forystumenn
þjóðarinnar endurfæddir Eng-
lendingar. AUt frá dögum Lin-
colns hefur verið til hugmynd
in um sérstakan Bandaríkja-
mann, sem er ágætur og að-
dáunarverður og felur í sér
fyrirheitið um bjartari fram-
tíð mannanna.
Adlai Stevenson var sjald-
gæft og ef til vill síðblómgað
sýnishorn slíks Bandaríkja-
manns. Vitrir menn hvarvetna
um heim dáðust að honum og
hann naut mikillar ástsældar.
Vitundin um, að hann hefði
hvergi getað komið fram nema
meðal Bandaríkjamanna, var
snar þáttur aðdáunarinnar og
ástarinnar, svo og grunurinn
um, að þetta sýndi einmitt,
hvað Bandaríkin væru í raun
og sannleika.
NÚ er það aðeins spumingin
hvort þjóðin sé enn holl Þeirri
bandarísku hugsjón sem klædd
ist holdi í Stevenson. Engum
dettur auðvitað í hug, að unnt
sé að fylla landið af Síevensori
um, engu fremur en það var
fullt af Linolnum fyrir eitt
hundrað árum, eða fremur en
England er fullt af Churchill-
um. Það er aðeins við og við
og skamma stund i senn, sem
þjóðimar eiga sér sanna full
trúa í sínum stærstu sonum
Spurningin er aðeins, hvort
ADLAI STEVENSON
hin betri hlið í eðli okkar verð
ur við kröfu hinna ófölsuðu
hugsjóna, þegar mest á ríður.
Á kreiki er í þessu landi allt
annar andi, sem einnig á í
baráttu um sál þjóðarinnar.
Það hefur verið meginhugsjón
hins upphaflega Bandaríkja-
manns, eins og Lincoln sagði
við Gettysburg, að Bandarík-
in væru tilraun, sem varðaði
allt mannkyn ósegjanlega
miklu, og áhrif Bandaríkjanna
fælust í fordæminu, sem þau
gæfu. Hinn nýi andi meðal
okkar er drottnunargjarn og
gerir ráð fyrir, að áhrif okkar
verði vegin á vog auðs okkar
ög afls.
Baráttan milli þessara tveggja
anda skýtur upp kollinum
hvað eftir annað í sögu okkar.
En með hinni miklu og skyndi
legu aukningu á afli okkar og
auði hefur baráttan um sál
Bandaríkjamanna orðið ákaf-
ari og heiftúðugri en nokkru
sinni fyrr. Óvissan um, hvort
andinn beri að lokum sigur úr
býtum, veldur einmitt sundr-
ungu bandarísku þjóðarinnar
innbyrðis og milli hennar og
umheimsins, miklu fremur en
mismunandi aðferðir, mismun-
andi siðir og ismunandi stefn
ur.
ÓVINIR Adlai Stevenson
voru ekki menn, sem nann
hafði sært. Óvinir hans voru
menn, sem gerðu sér ljóst. að
hann tók ekki þátt í hinu nýja
ráðríki, sem stafaði frá auði
okkar og valdi, heldur var
holdi klædd andstaða þess,
hinn rótfasti Bandaríkjamað-
ur, sem engan þátt tók í hroka
hinna nýríku, ný-voldugu og
ný-komnu. Nærvera hans ein
olli þeim óþægindum og jafn-
vel sneypu, ekki hvað sizt
vegna þess, hve hann var fynd
inn, þegar þeir voru æstir,
kurteis, þegar þeir voru á-
gengir og grófir, og hvað hann
var fágaður, þegar þeir vöktu
á sér athygli fyrir hið gagn-
stæða.
Auðnast okkur að fá aftur
að sjá hans líka? Eða var hann
síðasti fulltrúi sinnar göfugu
gerðar? Framtíð Bandaríkj-
anna veltur á svörunum við
þessum spurningum.
Eigum við fyrir höndum að
ieggja okkur fram við að koma
á fót fallvöltu heimsveldi, þeg
ar samtíminn sjálfur kemur í
veg fyrir, að það geti varað
lengi? Og eigum við eftir að
veifa fánanum af ákefð til
þess að dylja andlega nekt
okkar?
Eða verðum við, eins og Adlai
Stevenson hefði orðið, trúir
hinni upphaflegu hollustu,
sigrumst á kapipinu, ihinum
grófa metnaði og freistLngum
valdsins, og gerum þjóðina
ekki aðeins mikla og frjálsa,
heldur færum henni frið við
sína eigin samvizku?
Walfer Lippmann rifar um alþjóðamál:
Stevenson var andstæður tiroka
hinna nýríku og nývoldugu
Var hann seinasfi fullfrúí hinnar sönnu bandarísku hugsjónar?
SÚ tspurning hlýtur að koma
upp í huga okkar, hvort við
höfum ekki jarðsett þátt úr
Iífsfyrirheiti Bandaríkjamanna
um leið og við fylgdum Adlai
Stevenson til grafar. Hann hef
ur staðið einn sér meðal sam-
tímamanna sinna ekki einungis
vegna verka sinna, orða gáfna
og aðlaðandi framkomu, heldur
sem eins konar holdi klædd
ímynd þess Bandaríkjamanns,
isem Bandaríkjamenn sjálfir
og allur hinn mikli fjöldi mann
kyns vildi mega óska sér, að
þeir líktust.
Hann var ekki hversdagsleg-
ur maður eða táknrænn full-
trúi Bandaríkjamanna sinnar
samtíðar, eða yfirieitt nokkurr
ar tíðar. En hann snart hjá
okkur hulda strengi endurminn
inga, af því að hann höfðaði
á ný til „hinnar betri hliðar
í eðli okkar“.
• t