Tíminn - 31.07.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.07.1965, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 31. júlí 1965 14 Friðmey Guðmundsdéttir fædd 15. 2. 1908 — dáin 26.7. 1965 „Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er Ijós og lif. (Stefán frá Hvítadal). Jafn skjótt er ég í fyrsta sinn hitti Fríðu hreifst ég af glað- værð hennar og glæsibrag í hvívetna. Sú hrifning hefur varað frá fyrstu kynnum og þróastj ein- læga vináttu okkar millum. Á þess um árum kynntist ég mannkost um Fríðu, tryggð hennar og höfð ingslund, hugrekki og viljastyrk. Hún var boðin og búin að gera allt fyrir alla, enda flestir Akur nesingar notið gestrisni hennar og manns hennar, Magnúsar Gunn laugssonar. Fyrr en varði syrti að, hún var tekin burt frá öllum ástvinum, en þó er gott að vita að hún þarf ekki að líða meira, vegna sjúk- dóms þess er hún þjáðist af síð ustu árin. Á þeim árum er Fríða átti við sinn sjúkdóm að stríða, sýndi hún fádæma stillingu og hug- rekki. Hún var eftir sem áður hrókur alls fagnaðar. Engan hefði grunað að hún ætti við dauð ans kvöl að stríða. Við getum ekki gert okkur grein fyrir því. En meðan guð gaf henni þrótt, vildi hún allt fyrir alla gera. Við vitum ekki, né sjáum til- gang þessa lífs. Kannski er eitt- hvað handan landamæranna, sem við verðum svo vör við. Ég bið til guðs, að Fríða fái að hljóta þá hvíld er hún á skilið hjá drottni. Guð veri með öllum ættingjum, vinum og vandamönnum hennar og styrki þá og styðji í þessari þungu sorg. Ármann Heiðar. EINU ÁHYGGJURNAR l'ramhald af 7. síðu hverju kvöldi þurfti að vita hvernig þetta stóð allt saman. Ég man að þá kom maður hing að til okkar og vildi kaupa hót elið eða leigja það og taka okk ur í vinnu. Við hugsuðum lengi um þetta, og þá einkum um það hvort hann hefði peninga í þetta. Hann ætlaði þá að breyta hérna heilmiklu og fá til þess lán, en við hugsuðum sem svo að ef hann gæti fengið lán, þá gætum við líka fengið það. Og það varð úr að við héldum áfram og nú eru öll börnin, tengdabörnin og barnabörnin hérna í Reynihlíð ýmist við búskap eða vinna við hótelið. Þeta hefði allt tvístrast ef við hefðum ekki haldið áfram með hótelið því jarðnæði er hér ekki mikið, og það er hægt að lifa á fleiru en búskap hér í Reynihlíð. Börnin hafa farið í ýmsar áttir til að læra, en alltaf komið hingað aftur, og dettur ekki í hug að flytja héð an. Þetta er allt í allt 19 manna hópur þar af 10 barnabörn. Fyrst þegar ég kom hingað í Mývatnssveit, leiddist mér það mikið að ég hugsaði sem svo að ef ég dæi, vildi ég ekki láta grafa mig hér, en nú er ég orðinn reglulega magnaður Mývetningur og vildi hvergi hvílast nema hér. — Og nú ertu hætt að vinna á hótelinu eða hvað? — Ja, ég er hætt að fara JON 6YS I fclNSSON Bpfrseðingur ögfræðisl<^uoavegl 11 s>mi ? 1516 fyrst á fætur og síðust í rúm ið á kvöldin og læsa öllum dyrum, en ég sé um allan bakstur fyrir hótelið, hef stór an og góðan bökunarofn hér inni og vélar til alls. Amþór tengdasonur okkar er tekinn við hótelstjóm, og ég fæ að fylgjast með. Einu áhyggjurn ar sem ég hafði fyrir ferða- lagið var að fá einhvem í baksturinn fyrir mig, því hann er alls ekki svo lítill stundum, eins og í síðustu viku þegar ég bakaði upp úr heilum hveitipoka á fjórum dögum. — Og þú ert óhrædd að leggja upp í langt ferðalag? — Já, já, við fljúgum báð ar leiðir, og ég hef töluvert flogið hér innanlands með honum Birni Pálssyni og kynnzt þannig landinu vel úr loftí. Það er aðeins eitt sem ég hef sett sem skilyrði fyrir þessu ferðalagi, og það er að fá að fara í kirkju á afmælis daginn, en þá verðum við að öllum líkindum stödd í Kaup- mannahöfn, og núna ætlum við að bregða okkur í gufubað ið hér fyrir ofan en þangað hef ég oftast farið einu sinni í viku á sumrin, og tel mig hafa haft mikið gott af því. ____ K. MÓT í VAGLASKÓGI Framhald af 2. síðu keppt í starfshlaupi og e.t.v. í dráttarvélaakstri. Um kvöldið verður svo kvöld- vaka með ýmsum gaman- þáttum og öðrum skemmti- atriðum. Á mánudaginn verður mótinu svo slitið. NÚ META ÞEIR Framhald af 16. síðu. kvæði úr hinni umdeildu bók skáldsins, Doktor Zhivago. Ljóðin í Moskvu-útgáfuna hefur sonur skáldsins, Jevgenij valið, en formála skrifar skáld ið og gagnrýnandinn Kornej Tsjukovskij. Segir þar m. a. að allt frá barnæsku hafi Past ernak barizt fyrir hinum raun verulega sannleika og hann taldi það heilaga skyldu sína að draga upp sem sannasta mynd af lífinu. Með þessum útgáfum má segja, að Pasternak hafi endan lega fengið uppreist í Sovét ríkjunum. ÞÓRSMÖRK Framhald af 16. síðu. landshlutum. Við verðum með 3 bíla á Vestfjörðum, einn er viðgerðabíll, en tveir að stoðar- og upplýsingabílar. Einn verður frá Akureyri og annar frá Húsavík. Á Austurlandi verða tveir bílar, einn frá Seyðisfirði, og hinn frá Norð firði. Hér á Suðurlandi verða nokkrir bílar, einn í Rangár- vallasýslu, og annar verður staðsettur á Kambabrún. Þá er einn á Laugarvatni, bíll á Þingvöllum, og bíll í Hval- firði. Einn bíll verður fyrir Borgarfjörðinn, og annar frá Ólafsvík fyrir Snæfellsnesið. — Ekki má gleyma hjól- barðaviðgerðabílnum frá Hjól barðaverkstæði Vesturbæjar, sem er útbúinn með öllum tækjum, auk þess sem hann mun selja ný dekk. Hann verð ur frá Þjórsá og vestur að Stóru-Mörk. Annar hjólbarða bíll verður við Þingvelli, en hann mun aðeins gera við dekk, og hann er eini bíllinn, sem ekki hefur talstöð. Allir hinir eru með talstöðvar. — Sjúkrabíllinn okkar, sem einnig verður upplýsingabill, verður í kringum Stóru-Mörk, og með honum verður ein bif reið frá Hjálparsveit skáta. — FÍB verður alls með 17 bíla á vegum landsins, og ferða menn sem þurfa aðstoðar með geta gert þrennt, í fyrsta lagi, stöðvað bíla sem eru með tal stöðvar, og beðið þá að kalla í bíla FÍB í gegnum Gufunes radíó, Akureyrar^ radíó, eða Reyðarfj. radíó. Á Vest- fjörðum má hafa samband við Flateyri, Þingeyri eða Patreks fjörð. Þá er hægt að hringja frá símstöðum í fyrr nefnda staði. f þriðja lagi, er hægt að stöðva FÍB aðstoðarbíl, ef hann ekur hjá. — Við höfum miðað að því að hafa mjög náið samstarf við lögregluna, skátana, og aðra sem vinna að því að ör- yggi og lög ríki þar sem lands menn munu fara um á næstu þremur dögunum. Við viljum biðja alla að sýna varkárni, og taka tillit til FÍB bílanna, sem annað hvort er að flytja slas að fólk, eða veita biluðum bíl aðstoð, það mun auðvelda starf okkar mjög mikið sagði Magn ús að lokum. VIÐBÚNAÐUR Framhald at 16. síðu. Leiðir fer með um 200 manns í ferðir um helgina, þar af flesta í Þórsmörk. Þá fer Land sýn með hópa í Þórsmörkina. Ferðaskrifstofa ríkisins er með margar ferðir um helgina, að mestu fyrir útlendinga, og allar eru þær einsdagsferð. í dag fóru 100 manns að Gull- fossi og Geysi. Á morgun, laugardag, fara um 80 í Krísu vík, og um 20—30 að Gullfossi og Geysi. Á sunnudag fara um 30 í Borgarfjarðarferð, og 30—40 í Þingvallaferð. Þá fara ótal margir hópar með langferðabílum í ferðir, sem eru skipulagðar af fyrir- tækjum og einstaklingum, og þúsundir einkabíla munu leggja leið sína um þjóðvegi landsins. Helztu ákvörðunai staðir virðast ætla að verða Þingvellir, Húsafell, Borgar- fjörðurinn og Laugarvatn. KR VANN f gærkvöldi léku Fram og KR í íslandsmótinu í knattspyrnu. KR sigraði með einu marki gegn engu. — Markið skoraði Ellert Schram úr vítaspyrnu í fyrri hálf ieik. Auglýsið í Tímanum Aðalfuridur Rauðakross íslands verður haldinn í Tjarnarbúð uppi fimimtudaginn 9. september 1965 kl. 20. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Skrifstofustjóri Opinber skrifstofa óskar eftir að ráða skrifstofu- stjóra með góða starfsreynslu. Þeir, sem áhuga hefðu á starfinu, vinsamlega sendi nafn sitt til blaðsins, merkt „SKRIFSTOFUSTJÖRI“. ÞAKKARÁVÖRP Við þökkum KAUPFÉLAGI VESTUR-HÚNVETNINGA kærlega fyrir bifreið í tveggja daga skemmtiferð um Snæfellsnes. Konur úr Ytri-Torfustaðahreppi- Maðurinn minn og faSir okkar Kristinn Ingvarsson organleikari verSur jarSsunginn miðvikudaginn 4. ágúst, frá Laugarnesskirkju. Athöfnin hefst kl. 1,30. GuSrún Sigurðardóttir og dætur. Blaðburðarbörn óskast Blaðburðarbörn óskast til að bera blaðið til kaup- enda við Háaleitisbraut. Bankastræti 7 — sími 12323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.