Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 umferð stóð föst, pípandi. Ragnar Jónsson hafði algjöra sérstöðu í umferðinni. Sumir þeyttu flaut- una í kveðjuskyni, en margir brostu aðeins hlýlega þegar þeir sáu að það var hann. Tal okkar Halldórs berst að hin- um hörðu deilum sem geisuðu fyrir rúmum fjörutíu árum er Ragnar Jónsson gaf út Laxdælu samkvæmt löggiltri stafsetningu íslenska ríkisins. Ragnar auglýsti bókina vel fyrirfram og varð það til þess að Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði langa grein í Tím- ann þar sem hann réðst gegn því að gefa út íslendingasögurnar öðruvísi en eftir samræmdri staf- setningu fornri (svonefndri staf- setningu Wimmers). Deilurnar mögnuðust í blöðunum og bárust inn á Alþingi. Þar var borið fram frumvarp til laga um tilhögun á útgáfum íslendingasagna. önnur grein þess hljóðaði svo: „Hið íslenska ríki hefur eitt rétt til að gefa út íslensk rit sem samin eru fyrir 1400. Þó getur ráðuneyti það sem fer með kennslumál veitt öðrum leyfi til slíkrar útgáfu og má binda leyfið því skilyrði að fylgt sé samræmdri stafsetningu fornri. Þrátt fyrir ákvæði þessar- ar greinar hefur íslenska fornrita- félagið heimild til útgáfu forn- rita.“ (NB. í því félagi höfðu þeir búið út margfalt fornfálegri rétt- ritun Wimmer.) Meðan umræðurnar stóðu á þingi um frumvarpið vann Ragnar dag og nótt að því að koma Lax- dælu út áður en lögin gengju í gildi og tókst það með herkjum. Næsta skref þeirra Ragnars og Halldórs Laxness var að gefa út Hrafnkötlu með nútimastafsetn- ingu í því skyni að láta reyna á hin nýju lög. Hrafnkötlu var fylgt úr hlaði með formála eftir Halldór Lax- ness þar sem hann greindi frá markmiði útgáfunnar, fór hörðum orðum um andstæðinga nútíma- stafsetningar á fornsögum og nefndi Jónas frá Hriflu af því til- efni „þjóðfífl íslendinga". Ég inni Halldór Laxness nánar eftir Hrafnkötluútgáfunni og spyr samtímis hvort fyrir þeim Ragn- ari hafi vakað að stríða Jónasi frá Hriflu með henni. — Jaa, nei, ekki endilega að stríða einum manni, heldur um- fram allt að fá dómsúrskurð um hvort hægt væri að banna nútíma- stafsetningu á klassískum bók- menntum íslendinga. Þetta var reynt að banna og hart barist. Rit- deilurnar voru svæsnar og hlaðn- ar persónuníði; kannski einhver áhrif frá sjálfum fornsögunum þegar menn drápu hver annan. Árangurinn varð sá að við Ragnar vorum dæmdir í undirrétti og átti að setja okkur í tukthús. Mjög undarlegir menn, andstæðingar okkar; þeir voru eins og drengir fyrir innan fermingu sem héldu að það voðalegasta í heimi væri tukthúsið, héldu hreinlega að allt mundi bjargast ef við Ragnar yrð- um settir inn ásamt Stefáni Ög- mundssyni prentara. En þegar átti á að herða vorum við sýknaðir í Hæstarétti sem taldi nýju lögin brjóta í bága við stjórnarskrána og væru þar af leiðandi dauð og ómerk. Síðan hafa þessi lög verið óvirk þó þau séu enn til á pappírnum. Það var einkum og sérílagi ein- um manni að þakka að við Ragnar vorum ekki sendir í tukthús fyrir að gefa út íslendingasögurnar með löglegri stafsetningu íslenska ríkisins. Sá maður var Eggert Claessen hæstaréttarforseti. Hann stöðvaði þennan skrípaleik og hafði vit fyrir yfirvöldum. — Réðst Ragnar í þessa útgáfu sér til skemmtunar? — Nei, nei, nei! Ragnar var að- eins sannfærður um að málstaður okkar væri réttur og nútímastaf- setning fornsagna mundi auðvelda lestur þessara bóka og skilning á þeim. Hann taldi það ltka vera á móti samvisku þjóðarinnar í prentfrjálsu landi að dæma menn i tukthúsið út af réttritun. Slíkur fíflagangur á almannafæri hefur reyndar ekki verið stundaður á ís- landi nema í þetta eina skipti. — Jónas frá Hriflu hefur verið harður í þessu máli? — Jónas var ekki harður í neinu ’máli nema því að lúskra þeim andstæðingum sínum sem Úr Listasafni ASÍ. hann hafði útnefnt óvini sína. Þegar þessi atlaga hans gegn okkur mistókst varð hann góður aftur. Síðar meir urðum við nokk- urs konar vinir, einkum síðustu æviár hans. Annars veit ég ekki hvað ég á að kalla svona mál, svona fyrirbæri; það er ekki til neitt sambærilegt í nokkru öðru landi. Þetta hlýtur að verða furðulegt og óskiljanlegt uppátæki í augum seinni tíma manna. Fáum árum áður en Jónas dó samdi hann og gaf út heilt lof- rit um mig sem ég rakst reyndar ekki á fyrr en í fyrra. — Hver er undirrót slíkra ofsókna? — Ég veit það ekki. Það er spurning handa sálfræðingum. Þetta voru skrýtilegir tímar. Sú ævi sem ég hef átt S mínu þjóðfé- lagi er ákaflega góð. Kynningin við Ragnar Jónsson er þar sterkur þáttur. En þegar ég fer að hugsa um að skrifa um það tímabil, sem við vorum núna að ræða, þá kemur yfir mig einhver ónenna. — Víkjum aftur að útgáfustarfi Ragnars; hann hefur gefið út bæk- ur þínar allt frá árinu 1937. Hann fylgdi þér einnig til Stokkhólms árið 1955 þegar þú hlaust bók- menntaverðlaun Nóbels. — Já, það gerði hann, og ekki að ástæðulausu því þetta var ekki síður hans sigur en minn. Ragnar var sæmdur i Stokkhólmi Wasa- orðunni sem útgefandi minn í sambandi við verðlaunaveitinguna þótt sú upphefð hans hafi farið hljótt. Ragnar hefur alltaf tekið minn málstað af sinni miklu lagni þegar herör hefur verið skorin upp gegn mér. Sömu sögu hafa aðrir rithöfundar hans að segja. Fáir hafa á þessari öld farið fram úr Ragnari Jónssyni í skilningi á kjörum listamanna og skálda. Og enn færri sýnt það í verki. — Einhvers staðar hef ég lesið að aldrei hafi verið til skriflegur samningur ykkar á milli. — Það er öldungis rétt; ekki stafur. Aldrei. — Byggjast viðskipti ykkar á heiðursmannasamkomulagi ? — Ég hef verið vanur að segja við Ragnar: „Borgaðu það sem þér sýnist og leggðu ekki að þér með neitt." Ragnar hefur hins vegar iðulega komið flatt upp á mig því ég vandist við að telja bækur mín- ar fyrirlitnar og illseljanlegar, sérstaklega framan af rithöfund- arferli mínum. En alltaf þegar síst varði birtist Ragnar með fúlgur fjár milli handa og sagðist hafa rakað þessu saman af skruddum mínum. Merkilegt, að aldrei hefur örlað á misklíð eða ósamkomulagi okkar á milli í nokkrum punkti alla þá áratugi sem hann hefur gefið út bækur mínar. Erfitt að lýsa manni eins og Ragnari í fáum orðum. En til er islensk setning sem höfð er um mikla menn og góða þó hún feli ekki í sér neitt sérlega bólgið lof: „Hann er drengur góður og vinfastur." Halldór Laxness þagnar, horfir fjarrænu augnaráði inn í bókahill- ur sínar. Hann velur orð sín hægt og mælir þau lágt: — Ragnar hefur einhverja djúprætta samúð með mannlegu lífi. Hann hefur ekki getað lifað öðruvísi en styrkja það sem hann hefur verið sannfærður um að væri gott. Þetta hefur verið aflvél- in í persónuleik hans. Þau verk sem hann hefur unnið íslenskri endurreisn hefði enginn annar getað unnið. Menn eins og Ragnar eru tilviljun; nánast eitthvert happ í mannlegu félagi. Odýrasta jólakveðjan í ðr er jólakort eftir þinni eigin filmu Lítiö við og kynnið ykkur úrvalið LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F LAUGAVEGI 1 78 REYK JAVIK SIMI 85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.