Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Frumvarpsdrög útvarpslaganefndar: Ríkisútvarpinu tryggð forréttindi — slíka mismunun er ekki hægt að líða — segir Auðun Svavar Sigurðsson, stjórnarmaður í SUS í kjölfar þess að útvarpslaga- nefnd skilaði áliti sínu á formi frumvarpsdraga, ákvað stjórn SUS að taka frjálsa fjöimiðlun til sér- stakrar meðferðar og kynningar. Einum stjórnarmanna SUS var fal- ið yfirumsjón þessa verkefnis, en það er Auðun Svavar Sigurðsson læknanemi. Umhorfssíðan leitaði á dögunum til Auðuns og innti hann álits á frumvarpsdrögum útvarps- laganefndar. „Saga frjálsra fjölmiðla ein- kennist af stöðugum átökum við ríkisvaidið. Einræðisherrar fyrr á öldum reyndu að koma höndum yfir fjölmiðla þeirra tíma vegna óttans um að þeir snerust gegn þeim og þeir nýttu sér þá til að tryggja sig í sessi. Þessi viðleitni valdhafanna átti sér djúpar ræt- ur í heimspeki þeirra Platóns og Hegels, sem kenndu að ríkið væri markmið í sjálfu sér og ætti því allan rétt, en einstaklingarnir hefðu aðeins tilgang sem hluti ríkisheildarinnar. Það var svo með byltingum 18. og 19. aldar og kröfu fólksins um lýðræði að settar eru fram kröf- ur um fullt tjáningarfrelsi og forsendu þess — frjálsa fjölmiðl- un. Þessi krafa var í anda upp- lýsingastefnunnar og byggð á hugmyndinni um náttúrurétt mannsins, ásamt hugmyndinni um hinn skynsama mann, sem gæti greint sannleikann frá lyg- inni. Það var á þessum tíma sem J.S. Mill ritaði: „Þótt gervallt mannkyn, að einum frátöldum, væri sömu skoðunar og aðeins þessi eini á öndverðum meiði, þá hefði mannkynið engan meiri rétt til að þagga niður í honum en hann ti! að þagga niður í því, væri það á hans valdi.“ Frjáls fjölmiðlun sprengdi nú af sér fjötra valdahafnna og í kjölfar þess spruttu upp einka- fyrirtæki, sem sáu um alla fjöl- miðlun. Frjálshyggjumenn þeirra tíma settu fram kenning- una um hinn frjálsa markað hugmyndanna, þar sem einstakl- ingarnir gátu óþvingað valið á frjálsum samkeppnismarkaði hugmyndanna hvað þeir töldu vera satt og rétt en voru ekki komnir undir náð valdhafanna um að skammta þeim „sannleik- ann“. Frjáls fjölmiðlun gegndi þá þegar andstæðu hlutverki — takmarkaði vald ríkisins og gætti réttar fólksins. Þegar fram kom á þessa öld og ný tækni í fjölmiðlun kom fram tókst ríkisvaldinu víða að endur- nýja stöðu sína. Ríkisvaldið tryggði sér einokunaraðstöðu á sviði útvarpsfjölmiðlunar, eða setti einkareknum stöðvum veru- legar skorður. Þessi frelsisskerð- ing var studd ýmsum óljósum rökum um „ófullkomleika mark- aðarins", vanhæfni einstakl- inganna til að sjá um svo viða- mikinn rekstur og vanþroska al- mennings til að greina kjarnann frá hisminu á frjálsum markaði hugmyndanna. Allt eru þetta rök í anda ríkisforsjárhyggjunnar, sem mjög hafði vaxið fiskur um hrygg. Ríkisvaldinu var ætlað að melta og skammta upplýsingar til fólksins, því valdhafarnir þekktu betur þarfir fólksins en það sjálft og er það í fullkomnu samræmi við hina landsföður- legu forsjárhyggju þeirra. Þessa forsjá sjáum við í sinni fullkomnustu mynd í alræðis- ríkjum nútímans en þar hefur þróunin verið í anda þeirra Heg- els, Marx og Lenins. Þar er öll fjölmiðlun ríkiseinokuð og hlut- verk hennar er ekki að miðla réttum upplýsingum til fólksins heldur að treysta alræði valdhaf- anna í sessi. Þetta er í fullkomnu samræmi við hugmyndafræði al- ræðishyggjunnar eins og prófess- or Ólafur Björnsson hefur svo vel Auðun Svavar Sigurdsson lýst í bók sinni Frjálshyggja og alræðishyggja. í dag stöndum við enn á tíma- mótum í baráttunni fyrir frjálsri fjölmiðlun. Tæknibylting hefur orðið á þessu sviði, sem þegar hefur rofið skarð í einokunar- fjötra ríkisins. Á þessu hefur ríkisvaldið áttað sig og hvar- vetna í dag getur að líta tilraunir þess, í þeim löndum þar sem frelsi fjölmiðla hefur verið tak- markað, til að beisla þessa þróun og koma á skipan mála, sem væri ríkisvaldinu hagstæð. í þessu ljósi og með þessa sögu í huga verðum við að skoða stöðu fjölmiðlunar á íslandi í dag. Frumvarpsdrögin eru örvænt- ingarfull tilraun ríkisins til að beisla þróunina í þessum efnum og tryggja rétt og hlutverk ríkis- ins í fjölmiðlun um ókomna framtíð," sagði Auðun. Hvaða meginbreytingum er gert ráð fyrir í frumvarpsdrögunum? „Meginbreytingarnar felast í því að rofin er einokun Ríkisút- varpsins með því að veita öðrum aðilum leyfi til staðbundins út- varpsrekstrar, bæði sjónvarps og hljóðvarps." En þýðir þetta ekki í fram- kvæmd að fjölmiðlun á íslandi er orðin frjáls? „Síður en svo. Frumvarpsdrög- in gera ráð fyrir því að sníða einkareknum útvarpsstöðvum mjög þröngan stakk en jafn- framt er gert ráð fyrir stórefl- ingu Ríkisútvarpsins. Auk þess eru margir lausir endar í frum- varpsdrögunum sem skipt geta sköpum um framtíðarskipan þessara mála.“ Geturðu fært nánari rök fyrir þessu? „Þeim aðilum, sem hyggjast reka útvarpsstöðvar, er gert að uppfylla ákeðin almenn skilyrði fyrir starfsleyfi. Þessi skilyrði eru of þröng og gætu í sumum tilfellum komið í veg fyrir að upp spretti nýjar útvarpsstöðar. T.d. er einkareknum stöðvum gert skylt að starfa einungis stað- bundið. Þetta takmarkar bæði fjölda notenda og tekjumögu- leika stöðvanna og þar með getu þeirra til að bjóða upp á vandað og fjölbreytt dagskrárefni. Þetta skilyrði er sett til að mismuna útvarpsstöðvum í samkeppni við Ríkisútvarpið, sem áfram mun hafa einkarétt til að útvarpa til allra landsmanna í einu. Annað dæmi væri um neitun- arvald sveitarstjórna í leyfisveit- ingúm, hver á sínum stað. Þetta opnar möguleika fyrir sveitar- stjórnir til að hefta frjálsan út- varpsrekstur, þrátt fyrir meiri- hlutavilja Alþingis í þessum efn- um. Hefðu menn t.d. treyst vinstri meirihlutanum sáluga í borgarstjórn Reykjavíkur til að tryggja frjálsa fjölmiðlun þar? Ef við skoðum næst rekstrar- grundvöll nýrra útvarpsstöðva eins og hann er hugsaður í frum- varpsdrögunum, kemur í ljós að honum eru settar mjög þröngar skorður. Útvarpi um þráð (kapal- útvarp), ásamt stöðvum sem senda einungis til áskrifenda sinna, er óheimilt að afla fjár til dagskrárgerðar með auglýsing- um en er ætlað að skrimta á áskriftargjöldum eingöngu. Aðr- ar 'stöðvar ráða hvorki hlutfalli auglýsinga í sinni dagskrá né auglýsingataxta, sem er eina tekjulind þeirra. . Ríkisútvarpið er með þessu tryggð alger for- réttindi í samkeppninni með alla sína tekjustofna — afnotagjöld, auglýsingar, aðflutningsgjöld af útvarps- og sjónvarpstækjum, auk beinna ríkisstyrkja. Slíka mismunun í samkeppni er ekki hægt að líða.“ Það gætir mikillar tilhneigingar til miðstýringar á öllum útvarps- rekstri í þessum frumvarpsdrögum. Hvað viltu segja um þann þáttinn? „Útvarpsréttarnefnd, sem skipa á fulltrúum stjórnmála- flokkanna, er falið gífurlegt vald. Hún úthlutar leyfum, ákveður leyfisgjald og auglýsingataxta, vakir yfir dagskrárstefnu út- varpsstöðvanna og getur hlutast til um dagskrá þeirra. Þá fylgist hún með því að lögum og reglu- gerðum sé framfylgt og getur svipt útvarpsstöðvar réttinum til að útvarpa ef hún telur mönnum eða málefnum misboðið. Það er ljóst að með þessu hlut- verki og skipan nefndarinnar er opnað fyrir slíkum pólitískum hrossakaupum á milli stjórn- málaflokkanna að einsdæmi verður í íslensku stjórnkerfi.* Hvers vegna ætti ekki allt eins að setja upp slíkt miðstýringar- kerfi yfir alla bóka- og blaðaút- gáfu landsmanna?" ★ Hér er verið að hlaða upp miðstýrðu skömmtunarkerfi á öllum útvarpsrekstri, sem mun takmarka frelsi til útvarpsrekstr- ar með þeim hætti sem óþolandi er. Þú talar um lausa enda í frum- varpsdrögunum, sem geta haft af- gerandi áhrif á skipan mála í fram- tíðinni. Hvað áttu við með því? „Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir því að Alþingi afsali sér valdi til ráðherra og embætt- ismanna í mikilvægum atriðum, sem geta haft grundvallarþýð- ingu fyrir rekstur nýrra út- varpsstöðva. Þar má nefna ákvæði um eignarrétt á móttöku- og senditækjum til útvarps- rekstrar, kröfur um innihald dagskrár og skattlagningu þess- ara fyrirtækja, bæði beina og óbeina. Sömu sögu er að segja um tæknilegar kröfur til stöðv- anna. Um þessi atriði eru engin eða óljós ákvæði í drögunum og gert er ráð fyrir því að ráðherra taki ákvörðun um þau. Ráðherra mun væntanlega ráðfæra sig við viðkomandi emb- ættismenn ríkisins og fá hjá þeim sérfræðilegt álit. Það væri kaldhæðni örlaganna að sérfræð- ingar Pósts og síma og Ríkisút- varpsins kæmu til með að móta þær reglur, sem „frjálsar" út- varpsstöðvar ættu að fylgja. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda, þegar láta á tvær forhertustu . afturhalds- og einokunarstofn- anir ríkisins semja starfsreglur fyrir „frjálsan" útvarpsrekstur. Það kann aldrei góðri lukku að stýra." Baráttumenn gegn frjálsri fjöl- miðlun hafa varað við þessu frum- varpi og jafnvel talið það vega að menningarlegu sjálfstæði þjóðar- innar. Hvað viltu segja um þá hlið málanna? „Rétt er það að einokunarsinn- ar, sem eiga allt sitt undir einok- un Ríkisútvarpsins, ásamt aft- urhaldssömum og stjórnlyndum stjórnmálamönnum, hafa risið upp á afturfæturna til að rétt- læta áframhaldandi frelsisskerð- ingu á þessu sviði og tryggja áfram einokunaraðstöðu Ríkis- útvarpsins. Þeir munu, ef losað verður um einokunina, missa Hluti fundarmanna á Kópavogsfundinum. Velheppnaðir fundir SUS SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna gekkst í haust fyrir funda- herferð víða um land, en fundaefn- ið var „Einstaklingsframtak eða ríkisforsjá“. Geir H. Haarde, formaður SUS, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fundirnir hefðu verið haldnir í öllum kjördæmum landsins. Geir sagði að nauðsyn- legt væri að vekja sem flesta landsmenn til umhugsunar um það, hvort þeir vilji meiri ríkis- afskipti, meiri skattheimtu og meiri íhlutun ríkisvaldsins, en þess sæjust merki að ríkisfor- sjármennirnir færðu sig stöðugt upp á skaftið. Við þeirri þróun væri ekki unnt að bregðast nema með eflingu frumkvæðis ein- staklinganna og að veita þeim frelsi til athafna. Geir sagði að fundirnir hefðu verið þokkalega sóttir og vel- heppnaðir og umræður einkennst af hreinskilni og baráttuhug. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú gullvægt tækifæri til að sýna fram á, að sá kostur sem hann býður með trú á einstaklinginn er lífvænlegri en íhlutunarárátta ríkisforsjármanna," sagði Geir H. Haarde.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.