Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 39 Húsdýrin okkar Bókmenntír Siguröur Haukur Guðjónsson Höfundur texta: Stefán Aðalsteinsson Ljósmyndir: Kristján Ingi Einarsson Litgreining: Prentmyndastofan hf. Setning: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun: Brepols, Belgíu Útgefandi: Bjallan hf. Sú var tíð, að íslenzk börn nutu þeirrar náðar að eiga dýr að vin- um. Á leikvelli bernskunnar var kálfur og folald, lamb og ungi, hvolpur og kettlingur, og þau biðu hvern morgun við bæjardyrnar eftir litlum snáða og lítilli hnátu, til þess að ganga útí daginn og skoða undur tilverunnar. Þau mösuðu saman, hvert með sinni tungu, þau reyndu með sér í ærslaleik, og svo hentu þau sér niður til hvíldar, hlið við hlið í faðmi gróðurs og sólaryls. Þá var tími til að lifa, tími til þess að vera til, tími til drauma. En síðan bylting þjóðfélagshátta, og börnin eru flutt úr hlaðvarpa sveitarinn- ar á hallærisplan borgarinnar, eru kynnt fyrir nýjum félögum: gutli á pela, pillum í dós, og þau gleyma mismun hests og kýr. Það sem mannskepnan rofnar úr tengslum við og hættir að skilja telur hún ónauðsynlegt, lífinu óviðkomandi. Já, svo langt getur forheimskunin teymt menn, að þeir telji óþarfa að hokra við búskap fyrst hægt er að kaupa mjólk og kjöt í búð. Það var því gaman að fá þessa bók í hendur, svo listavel sem til hennar er vandað. Myndirnar lofa meistarann, þær eru svo lífmagn- aðar sumar, að undrun vekur. Ég hefi horft á barn skoða þær í hrifning og leggja síðan til atlögu með stauti sínu við textann. Ein- mitt það, sem ég hygg, að höfund- arnir hafi ætlazt til. Þeim tókst það, og hafi þeir hrós fyrir. Texti bókarinnar er skýr og vel unninn, líklegur til að mana til nánari kynna. Helzt finn ég það að, að frásögnin er of knöpp, mig langaði alltaf í lengri fylgd höfundar. Það er einkenni góðs texta, veit ég vel, en gaman hefði verið að fá með hverjum kafla frásögn af vináttu dýrs og manns, eða vináttu milli dýranna sjálfra. Á bls. 3, 27 og svo á baksíðu bókarinnar er tjáð í myndum, það sem ég er að biðja um. Prentun og gæði pappírs til mikillar fyrirmyndar. Hafi höfundar og útgáfa inni- lega þökk fyrir þarft verk, ég efast ekki um, að bókin á eftir að gleðja marga. Ostrur í Arnarhóli Veitingahúsið Arnarhóll hefur tek- ið upp á því að bjóða gestum sínum ostrur, en það mun vera í fyrsta sinn, sem boðið er upp á lifandi ostrur á veitingahúsi hér á landi. „Við fáum ostrurnar ferskar með þotum Flugleiða frá Kaup- mannahöfn, frá fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar sínar í Lima- firði," sagði Skúli Hansen veit- ingamaður í Arnarhóli. Skúli sagði að fyrstu ostrurnar hefðu komið í síðustu viku og strax hlotið góðar móttökur, eink- um sem forréttur. Gestir neyttu þeirra upp úr skelinni eftir að hafa kreist yfir þær sitrónusafa. Gjarnan væri ostrunum skolað niður með þurru hvítvíni. Skúli sagði að ostrurnar sem hingað kæmu væru af svokallaðri meðalstærð og því fimm til sex stykki í forrétt. „Þetta er viðurkenndur úr- valsmatur og stór stund fyrir sælkera og fólk sem gefið er fyrir góðan mat að þetta ljúfmeti skuli nú á boðstólum hér. Við vitum ekki til þess að ostrur hafi áður verið fáanlegar hér,“ sagði Skúli Hansen. ^^skriftar- síminn er 83033 Ryklaus heimili með Philips ryksugunni! 850 W mótor Einstaklega þægilegt grip meö innbyggöum sogstilli og mæli, sem sýnir þegar' ryksugupokinn er fullur. Stillanlegur sogkraftur. Nýja Philips ryksugan sameinar hvoru tveggja, fallegt útlit og alla kosti góörar ryksugu. 850 W mótor myndar sterkan sogkraft, þéttar slöngur og samskeyti sjá um aö allur sog- krafturinn nýtist. Nýjung frá Philips er stykkið, er tengir barkann viö ryksuguna. Það snýst 360° og kemur í veg fyrir aö slangan snúi upp á sig eöa ryksugan velti viö átak. Þrátt fyrir mikiö afl hinnar nýju ryksugu kemur manni á óvart hve hljóðlát hún er. Stór hjól gera ryksuguna einkar lipra í snúningum, auk þess sem hún er sérlega fyrir- feröalítil í geymslu. Skipting á rykpokum er mjög auöveld. Meöal 6 fylgihluta er stór ryksuguhaus, sem hægt er að stilla eftir því hvort ryksuguö eru teppi eöa gólf. Philips býöur upp á 4 mismunandi geröir af ryksugum, sem henta bæöi fyrir heimili og vinnustaöi. PHIUPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 StSyoHðiíuigiyir cJ)<&ira©©®fR) <& Vesturgötu 16, sími 13280. HARALDST.BJ0RNSSON UMBOOS OGHEHOVetZLUN SÍM K222 LAGMÚU 5 PÓSTHÓU 8*7 H ANDL YFTIVAG N AR margar gerðir J xVAREFAKTA. Vottorð fráv dön.sku |neytendastofnuninni | um rúmmál, kælisvið frystigetu, gangtíma á klst, einangrun og |orkunotkun við raun-| veruleg skilyrði. /ponix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.