Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 1
9. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ofsóknir á hendur vestrænum fréttamönnum í Póllandi: Sat í varðhaldi í tæpan sólarhing — var síðan skipað aö verða á brott úr landinu Varsjá, 12. janúar. AF. BANDAKÍSKI fréttamaðurinn Kuth dag eftir að hafa setið í varðhaldi í skipað að hverfa á brott úr landinu birti í kvöld. Ruth Gruber er fréttamaður bandarísku fréttastofunnar UPI í Póllandi og lýsti hún varðhaldi sínu í höfuðstöðvum lögreglunn- ar í Varsjá í dag sem „martröð". Hún hafði ekki spurnir af skip- uninni um að hverfa úr landi fyrr en hún var birt í fjölmiðlum í kvöld, tveimur klukkustundum eftir að hún var látin laus úr varðhaldinu. Pólskur aðstoðarmaður henn- ar var einnig handtekinn, en hringt var í hann í gærmorgun og hann beðinn að koma og sækja myndir sem áttu að vera þeim ætlaðar og komu frá Gruber var látinn laus í Póllandi í 23 klukkustundir. Henni var síðan í tilkynningu sem fréttastofan PAP Gdansk. Það var síðan vegna þessara mynda sem yfirheyrsl- urnar fóru fram. Gruber, sem e.r 33 ára gömul, sagðist álíta að þessar handtök- ur væru í beinu framhaldi af „áróðri stjórnvalda gegn vest- rænum fréttamönnum" í Pól- landi. Hún vitnaði máli sínu til stuðnings í brottvísun frétta- manns BBC frá Póllandi fyrir nokkrum dögum og þá stað- reynd, að yfirvöld hafa nú mein- að fjölmörgum pólskum starfs- mönnum vestrænna fréttastofa og sendiráða framlengingu starfsleyfa sinna. Leikarinn Dustin Hoffman og eiginkona hans Lisa fóru frí Lundúnum áleiðis til New York i dag ásamt taeplega tveggja ára gömlum syni sínum, Jake. I>au vænta annars barns síns innan mánaðar og hafa þegar tekið ákvörðun um það hvað barnið á að heita, eða því sem næst. Verði barnið drengur mun hann heita Hamlet, Herkúles, Max eða Zack, en verði það stúlka mun hún heita Diana, Dorothy, Vanessa eða Agatha. Til að þrengja hringinn nánar verður siðan dregið úr þessum nöfnum þegar barnið fæð- ist... _ Reiði í Israel vegna fregna um þrýsting frá Bandaríkjunum Tel Aviv, 12. janúar. AP. FRETTIR þess eðlis að Bandaríkjamenn muni ekki taka á móti Menachem Begin fyrr en einhver skriður er kominn á samningaviðræður Israela og Libana hafa vakið mikla reiði i fsrael í dag, en ísraclskir fjölmiðlar höfðu þær eftir áreiðanlegum bandarískum hcimildum. Þar kom einnig fram að Ronald Reagan hefði í hyggju að bíða frekari átekta þar til hann hefði fengið fregnir um það hvort Huss- ein Jórdaníukonungur hefur í hyggju að taka þátt í viðræðum um lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs og niðurstaða er fengin í rannsóknum á fjölda- morðunum í Beirút. Talsmaður Begins sagði fréttir þessar ekki á rökum reistar, en mikill stuðningsmaður Begins sagði í viðtali í dag:„Ef þessar fregnir eru sannar, er augljóst að Bandaríkjamenn eru að blanda sér á gróflegan hátt í innanrík- ismál í Israel." Begin ætlaði í upphafi að funda með Reagan forseta í Washington í nóvember síðastliðnum, en hann varð að hætta við förina vegna andláts eiginkonu sinnar. Engin dagsetning var ákveðin fyrir næsta fund þeirra.þá, en það hefur verið mál manna síðan.að þeir myndu koma saman til fundar í byrjun febrúar. Sérlegur sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, Philip C. Habib, kom til ísrael í gær og hafði meðferðis skilaboð frá Bandaríkjaforseta þar sem farið er fram á að viðræðum verði hraðað sem frekast er kostur, að því að haft er eftir ísraelskum fjölmiðlum í dag. Bandaríska sendinefndin er að reyna að miðla málum í deilum um dagskrá samningaviðræðn- anna, en þar strandar allt á þeirri kröfu ísraela að tekið verði inn í dagskrá viðræðnanna atriði um eðlileg samskipti ríkjanna tvéggja og þeirri kröfu Líbana að einblínt verði á brotthvarf ísraela af líb- önskum landsvæðum. Habib mun ræða við Begin á morgun, en í dag ráðfærði hann sig við bandaríska stjórnarerind- reka í Israel. Yasser Arafat kom hins vegar til Moskvu í dag, þar sem hann ræddi við Yuri Andropov og aðra helstu leiðtoga Sovétríkjanna. Sovétmaðurinn Vladimir Chernov, sem rekinn var frá Bretlandi i dag. Enn eitt njósnamál í Bretlandi: Sovéskum túlki yfsað úr landi Lundúnum, 12. janúar. Al\ BRESK yfirvöld visudu í dag sovéskum starfsmanni alþjóðlega hveitiráðsins úr landi vegna „starfa sem samræmast ekki stöðu hans“, en þessi setning er ávallt notuð í tilfellum sem varða njósnir. Yladimir Alexandrovitch Chernov, 31 árs gamall, fékk vikutima til að hafa sig á brott, en hann hefur starfaö sem túlkur hjá ráðinu frá því í septcmher 1978, að því er segir í opinberri tilkynningu. Þar kemur einnig fram að bresk stjórnvöld hafa sent sov- éska sendiráðinu formleg mót- mæli varðandi „misnotkun Sov- étmanna á sjálfstæðum alþjóð- legum samtökum". Ekkert kom fram um þá hluti sem Chernov er ákærður fyrir. Chernov þvertók fyrir það í Lundúnum í dag að hafa gert nokkuð það sem skaðað gæti breska hagsmuni og sagði í við- tali við blaðamann AP-frétta- stofunnar: „Þessi yfirlýsing utanríkisráðuneytisins er mjög ónákvæm, eftir því sem ég fæ best séð. Ég hef ekki gert neitt það sem brýtur í bága við lög og reglur er varða útlendinga hér í landi." Þessi brottvísun Chernov úr landi kemur í kjölfar fjölmargra annarra í Bretlandi á síðastliðnu ári. Chernov, sem býr ásamt eig- inkonu sinni og barni í Lundún- um, er ekki á lista yfir opinbera starfsmenn, en nýtur samt nokk- urra forréttinda. Austur-I>ýskaland: Fréttaritari Stern gerður brottrækur Berlín, 12. janúar. AF. AUSTUR-ÞÝSK yfirvöld tilkynntu í dag að þau hefðu rekið Dieter Bub fréttaritara tímaritsins Der Stern úr landi, eftir að blaðið birti fregnir þess eðlis að reynt hefði verið að myrða Erich Honecker leiðtoga austur-þýska Kommúnistaflokksins þann 31. desember síðastliðinn. í tilkynningu fyrirvalda segir að starfsleyfi Bub hafi verið tekið af honum og honum gefinn tveggja sólarhringa frestur til að fara úr landi þar sem hann hefði gerst „gróflega brotlegur" við austur- þýsk lög og fréttamennska hans væri „ósönn og illkvittin." Ekki var minnst á frétt hans um morð- tilraunina sérstaklega. Frétt hans um morðtilræðið var birt í tímaritinu í gær, og var þeg- ar í stað neitað af austur-þýskum yfirvöldum. Hins vegar voru nokk- ur atriði fréttarinnar staðfest af yfirvöldum, svo sem að maður nokkur hefði skotið að bifreið lögreglu skömmu fyrir áramót og sært þar einn mann áður en hann svipti sig lífi. Sovétríkin: Nikolai V. Podgorny fyrrum forseti látinn Moskvu. 12. janúar. AP. NIKOLAI V. Podgorny fyrrverandi forseti Sovétríkjanna er látinn, 79 ára að aldri, eftir langvarandi veik- indi. Þetta kemur fram i tilkynningu yfirvalda í dag, en ekki er kveðið nánar á um hvenær hann lést. Podgorny var forseti Sovétríkj- anna um tólf ára skeið frá 1965 til 1977 og var þá einn þriggja leið- toga landsins ásamt Leonid I. Brezhnev, aðalritara Kommúnista- flokksins, og Alexei N: Kosygin, forsætisráðherra. Kosygin lést í desember 1980 og Brezhnev lést 10. nóvember 1982, fimm árum eftir að hann hafði vikið Podgorny úr forsetastóli og tekið sjálfur við embættinu. Talsmaður stjórnarinnar vildi ekkert tjá sig um andlátið, en sagði að allar frekari upplýsingar myndu koma fram innan skamms. I Sovétríkjunum er talið að hann hafi látist á mánudag eða þriðju- dag. Éinnig var í dag tilkynnt um andlát Tikhon Kiselev, auka- fulltrúa í stjórnmálaráðinu. Hann var 65 ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.