Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Dauðadóms krafist yfir 260 mönnum Ankara, 12. janúar. AP. MESTU fjöldaréttarhöld í Tyrklandi til þessa hófust í dag í borginni Amasya en sakborningarnir eru samtals 740 að tölu. Við upphaf réttarhaldanna krafðist ríkissaksóknarinn þess, að 260 mannanna yrðu dæmdir til lifláts og gaf hann þeim að sök að hafa ætlað að steypa stjórninni og koma á kommúnísku einræði. Fyrir hina fór hánn fram á fimm til fimmtán ára fangelsi. Allir eru sakborningarnir félag- ar í Dev Yol-samtökunum, sem hafa marxismann að leiðarljósi og hafa staðið fyrir mörgum hryðju- verkum í Tyrklandi. Aðalákæran hljóðar upp á tilraun til stjórnar- byltingar, sem átti að hefjast með töku borgarinnar Fatsa á Svarta- hafsströndinni. Þeir eru einnig sakaðir um 90 pólitísk morð, 36 morðtilraunir, mannrán, sprengjutilræði og rán, sem fram- in hafa verið sl. tvö ár. Búist er við að réttarhöldin muni standa árið út. Síðustu tvö árin áður en herinn tók völdin í Tyrklandi féllu 5.000 manns í pólitískum ofbeldisverk- um. Síðan hafa 23.752 manns verið fangelsaðir og 16 hengdir fyrir morð. MacArthur fékk lífstlðarfangelsi Dyninni, 12. janúar. AP. MALCOLM MacArthur, sem hand- tekinn var í ágúst sl. fyrir tvö morð, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir annað morðanna, á hálfþrítugri hjúkrunarkonu. Búist hafði verið við löngum réttarhöldum en á öðrum degi þeirra játaði MacArthur skyndi- lega á sig glæpinn. Heilbrigð- isráðherrann sagði af sér Washington, 12. janúar. AP. HEILBRIGÐIS- og þjónustumála- ráðherra Bandaríkjanna, Richard S. Schweiker, sagði af sér í gær, en Ronald Reagan forseti skipaði strax frú Margret Heckler í hans stað. Er hún önnur konan sem tekið hefur sæti í stjórn Reagans á síðustu 2 vikum. Schweiker gaf engar skýr- ingar á ákvörðun sinni í gær, en hét því að gefa út tilkynningu þar um í dag. Hann er fjórði ráðherrann sem segir af sér úe upprunalegri stjórn Reagans og annar ráðherrann á tveimur vikum. „Hann var mjög hæfur maður í sinni stöðu og það var með sem- ingi að ég samþykkti uppsögn hans,“ sagði Ronald Reagan. Eft- irmaðurinn, Margret Heckler, er frá Massachusetts og hafði verið átta tímabil á þinginu uns hún féll í nóvember. Hún var upprifin yfir stöðuveitingunni og sagði: „Þetta er stórkostlegt, stærsta stund lífs míns og erfiðasta verkefnið." MacArthur, sem er 36 ára að aldri, var handtekinn í íbúð ríkis- saksóknara írlands, Patrick Conn- ollys, og olli það miklu hneyksli, sem ekki bitnaði hvað síst á þáver- andi forsætisráðherra, Charles Haughey, nánum vini Connollys. Sex stundum eftir handtökuna fór Connolly til Bandaríkjanna en sagði af sér embætti þremur dög- um síðar þegar Haughey hafði skipað honum að koma heim. Connolly hélt því fram, að hann hefði ekki haft hugmynd um að MacArthur, vinur hans, væri eft- irlýstur maður. Minnihlutastjórn Haugheys og flokks hans, Fianna Fail, féll í at- kvæðagreiðslu um vantraust 1. nóv. sl. og tapaði síðan þingkosn- ingunum nú fyrir skemmstu. Haughey hefur mjög átt í vök að verjast innan flokksins að undan- förnu enda hvert hneykslismálið rekið annað og sér ekki fyrir end- ann á þeim enn. Nú er nefnilega búist við að Garret Fitzgerald, forsætisráðherra, muni einhvern næstu daga skýra frá rannsókn á meintum hlerunum, sem Haughey á að hafa heimilað á símum póli- tískra andstæðinga sinna og blaðamanna þegar hann var forsætisráðherra. Irsk lög leyfa aðeins símahleranir ef öryggi ríkisins er í veði. Yfirvöld hafa einnig til rannsóknar þær ákærur á fyrrum dómsmálaráðherra í stjórn Haugheys, að hann hafi haft afskipti af gangi sumra mála fyrir rétti og störfum lögreglunn- ar. Laganeminn Barbro Andenes, sem stóð háttsettan starfsmann í norska ríkisbókhaldinu að því að skera út síður úr verðmætum landakortum, með „Den Danske Atlas" sér við hlið. Háttsettur embættismaður uppvís að miklum þjófnaði Noregur: — skar 300 landakort og teikningar úr fágæt- ustu bókunum á Háskólabókasafninu í Osló Osló. 12. janúar. Al*. HÁTTSETTUR og virtur emb- ættismaður í norska ríkisbók- haldinu var í dag ákærður fyrir að hafa stolið a.m.k. 300 landa- kortum og teikningum úr fágæt- ustu bókunum á Háskólabóka- safninu í Ósló. Er hér um að ræða mikil verðmæti. Norska ríkisútvarpið skýrði í dag frá nafni mannsins en hann er Kjell Kvavik, 52ja ára gamall og næstæðsti yfirmað- ur ríkisbókhaldsins. Kjell var staðinn að verki þegar hann var að skera nokkrar blaðsíður úr sjaldgæfri bók og hefur nú verið krafist gæsluvarðhalds yfir honum í tvær vikur. Lög- reglan vill nota þann tíma til að kanna hvort hann hafi einn- ig látið greipar sópa um önnur söfn í Noregi og erlendis. Að sögn aðalbókavarðarins í Háskólabókasafninu, Bendic Rugaas, eru sum kortin metin á allt að 20.000 ísl. kr. og eru úr bókum frá 15., 16. og 17. öld. Það var ung kona og lagastúd- ent, Barbro Andenæs, sem stóð Kjell Kvavik að verki en hún kom að honum þar sem hann var að skera síður úr hinni frægu bók Eriks Pontoppidans, „Dansk Atlas“, frá 1764 og lét safnverðina strax vita af því. Meðal þess, sem Kvavik hef- ur stolið, eru sjaldgæf kort af Bretlandseyjum en þau hafði hann raunar selt fornbóksala í Ósló og er óttast, að svo sé um fleiri. Einnig hafði hann skorið teikningar úr hinni víðfrægu bók Olaus Magnus um Norður- löndin, sem gefin var út í Róm árið 1539. Er þar um að ræða fyrstu lituðu kortin af Norður- löndum, sem vitað er um, og þykja hin mesta gersemi. Þetta mál hefur vakið mikla athygli í Noregi og raunar víð- ar. Kjeil Kvavik hefur jafnan notið virðingar samborgara sinna og safnverðirnir treystu honum fullkomlega. Barbro Andenæs segir svo frá, að þeg- ar hún sá hvað Kvavik hafðist að, hafi hún fyrst ræskt sig til að gefa til kynna að hún vissi hvað hann væri að gera, en þá hefði hann bara fært sig um set og haldið áfram að skera út síðurnar eins og ekkert væri. „Þá gekk ég að honum og sagð- ist verða að segja til hans,“ sagði Andenæs. „Hann umlaði bara eitthvað og ég sneri mér til safnvarðarins." „Þú hlýtur að sjá ofsjónir," sagði safnvörðurinn þegar Andenæs hafði sagt honum allt af létta. „Maðurinn er kunnur embættismaður í ríkisbókhald- inu og virtur lögfræðingur.“ Andenæs sat þó við sinn keip og þá var farið að athuga mál- í fullum gangi Opiö í kvöW til kl. 20 TJ APIT ATTT> Skeifunni 15 IlAuIiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.