Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN KIFNER Götumynd frá Krakow. Pélskir hermenn halda rifflum sínum fyrir aftan bak meðan þeir ganga um aðaltorg borgarinnar. Yfirmenn vestrænna fréttastofa í Póllandi uggandi vegna pólskra starfsmanna sinna: Stjórnvöld neita að endurnýja starfsleyfi Pólskir starfsmenn vestrænna sendiráða og fréttastofa eiga nú undir högg að sækja hjá yfirvöldum, sem meina þeim um endurnýjun starfs- leyfa sinna. Pólsk yfirvöld hafa nú neitað að endurnýja starfsleyfi til handa pólskum starfsmönnum vestrænna fréttastofa og hafa einnig í fram- haldi af því gert slikt hið sama við pólska starfsmenn vestrænna sendiráða í landinu. Aðgerðir þessar koma ekki á óvart þar sem þær koma í kjölfar síversnandi samskipta Bandaríkjanna og Póllands og sitja önnur vestræn ríki þar við sama borð, þrátt fyrir að banda- ríska sendiráðið verði verst úti. Þar hafa til skamms tíma starf- að 41 pólskra starfsmanna og eru nú leyfi þeirra útrunnin inn- an skamms og hefur ekki fengist vilyrði fyrir endurnýjun þeirra. Þetta er 20 prósent allra starfsmanna bandaríska sendi- ráðsins þar í landi, þannig að mikið er í húfi verði þeim öllum meinað að starfa. Öll starfsleyfi fyrir þetta ár renna út á föstudag, 14. janúar, og hefur fjölmörgum verið neit- að um áframhaldandi starfsleyfi á undanförnum dögum. Þeim sem meinað hefur verið um áframhaldandi starf í landinu eru túlkar og aðstoðarmenn er- lendu fréttastofanna, svo sem starfsmenn New York Times, ABC News, CBS News, AP, Un- ited Press International og Reuter. í sumum tilfellum er ekki um neina útskýringu að ræða frá stjórnvöldum, en öðrum er tjáð að þeir hafi brotið í bága við lög sem starfsleyfunum fylgja með því að blanda sér í mál sem þeim koma ekki við ... Svo mörg eru þau orð. Fulltrúar hinna fjórtán er- iendu fréttastofa í Póllandi sendu síðastliðinn mánudag bréf til Stefan Olszowskis, utanríkis- ráðherra, en mál þessi varða ráðuneyti hans. í bréfi þessu er farið fram á aðstoð hans við að fá framlengingu leyfa pólsku starfsmannanna og þeim rökum þar beitt, að neitun á framleng- ingu þeirra hefði „alvarleg áhrif á getu fréttastofanna til að full- nægja þeim skilyrðum sem af þeim er krafist í Póllandi". Þennan sama dag var tveimur beiðnum um framlengingu á starfsleyfum hafnað af yfirvöld- um án nokkurra útskýringa, þ.á m. annarri frá fréttastofunni New York Times. Vestrænir stjórnarerindrekar í Póllandi líta á þessar aðgerðir stjórnvalda sem skýr merki þess, að sambúð pólskra stjórnvalda og vestrænna ríkja fari nú hríð- versnandi. Pólsk stjórnvöld eru greini- lega óánægð með þær viðtökur sem tilkynning þeirra um afnám herlaga i landinu hlaut á Vestur- löndum, en þannig túlka þau þann varnagla sem sleginn var á Vesturlöndum er tilkynningin var birt. I framhaldi af þessari óánægju sinni tilkynntu pólsk stjórnvöld síðan þann 14. des- ember síðastliðinn, að þau hefðu sett auknar hömlur á vegabréfs- áritanir til Bandaríkjanna og einnig hefði verið skorið á öli vísinda- og menningarleg tengsl við þau vegna „afskipta þeirra af innanríkismálum Póllands". í yfirlýsingu þeirra þann dag seg- ir einnig: „Stjórnvöld í Póllandi voru neydd til að taka þessa ákvörðun til að vernda stjórn- mála-, vísinda- og menningar- lega hagsmuni þjóðarinnar." I fregnum frá vestrænum stjórnarerindrekum í Póllandi segir einnig að pólskir starfs- menn bandaríska sendiráðsins í Varsjá hafi að undanförnu orðið að þola ásakanir af ýmsu tagi að undanförnu, svo sem að skera á hjólbarða, líma myndir af Bandaríkjamönnum á bíla og annað þvíumlíkt. Einnig hefur komið fram að hópar lögreglu hafa að undan- förnu staðið fyrir utan banda- ríska sendiráðið í þeim tilgangi að krefja pólska starfsmenn þar um skilríki, pappíra og starfs- leyfi þeirra. Einnig mun nokkr- um pólskum starfsmönnum hafa verið skipað til yfirheyrslu seint að kvöldi, þegar þeir voru á heimleið að loknum vinnudegi. Tengsl milli pólskra stjórn- valda og erlendra fréttamanna hafa breyst mikið að undanförnu og eru nú þvinguð og stirð. Það var í fyrsta skipti í byrjun janú- ar á þessu ári sem fréttamenn voru látnir undirrita strangar reglugerðir áður en þeir fengu starfsleyfi sín. (Heimild: New York Times.) Aðalfundur fulltrúa- ráðsins Aöalfundur fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík veröur haldinn fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 20.30 í Valhöll. Dagskrá: 1. Venjuleg aöal- fundarstörf. 2. Davíö Oddsson, borgarstjóri flytur ræöu. Stjórn fulltrúaráösins. Verzlunarskóli íslands - starfsnám Tímabiliö 17. janúar til 25. mars 1983 mun Verzl- unarskóli Islands halda námskeið fyrir starfandi fólk í atvinnulífinu sem hér segir: 1. Vélritun 60 st. kr. 2.000.- Fingrasetning, uppsetning bréfa o.fl., hraöaæfing og notkun diktaphons. Stefnt aö vélritunarhraða 40 orð á mínútu. 2. Tölvufræði 60 st. kr. 3.600.- Kynning á tölvunotkun, tölvum og helstu hugtök- um viö tölvuvinnslu. Undirstööuatriði BASIC forit- unarmáls, kennd og unnin æfingaverkefni, forrit lesin og skýrö. Skráargerð á kasettu og diskettu kynnt, svo og útprentun þeirra ásamt tölvuvæddri skýrslugerð og bókhaldi. 3. Bókfærsla í 60 st. kr. 1.800.- Almenn færslutækni í tvöföldu bókhaldi og upp- gjör. Æfingaverkefni. 4. Ensk verzlunarbréf 40 st. kr. 1.200.- Orðaforði og uppsetning enskra bréfa, telexskeyta og í símtölum. Stílagerð og málæfingar. 5. Rekstrarhagfræði 40 st. kr. 1.200.- Helstu grundvallarhugtök rekstrarhagfræðinnar kynnt og farið yfir æfingar í rekstri verzlunarfyrir- tækja og gerð greiðsluáætlana. Raunhæf dæmi með aðstoð tölvu. Kennsla fer fram í húsakynnum skólans kl. 17.30—20.30 þrjá daga vikunnar. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu skól- ans og ber aö skila þeim útfylltum ásamt greiðslu fyrir námskeiðsgjöldum fyrir 15. janúar 1983. Fræðslusjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur styrkir fullgilda félagsmenn til þátttöku í starfs- náminu. Endurgreiðsla hluta námskeiðsgjaldsins fæst á skrifstofu félagsins. Verzlunarskóli íslands Grundarstíg 24, Reykjavík, sími 13550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.