Morgunblaðið - 13.01.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
M
l>órir Jensen formadur
Bílgreinasambandsins:
„Fjöldi óseldra
bifreiða sá sami
og síðustu ár‘
„l»KSSI fjöldi óseldra bifreiða er
mjög sambærilegur við fjölda
óseldra bifreiða við mörg undanfar-
in áramót. Hins vegar er tala blaðs-
ins um fjölda óseldra bifreiða af ár-
gerðinni 1982 mjög röng, fjöldi
þeirra bifreiða er vart meiri en 15%
af fjölda óseldra bifreiða, eða um
300 í stað 13—1500 bifreiða," segir
l'órir Jensen formaður Bílgreina-
sambandsins í samtali við Mbl. í til-
efni fréttar um fjölda óseldra bif-
reiða i landin um áramótin.
Þórir sagði að flestar óseldu bif-
reiðanna væru af 1983 árgerðum,
sem farið hefðu að berast til
landsins í september. „Við gerum
okkur ljóst að kreppueinkennin,
sem alls staðar eru farin að koma
fram, mun hafa sín áhrif á bíla-
sðlu í ár, og því búast bílamenn
við að á þessu ári verði seldar
milli 6.000 og 6.500 bifreiðar, mið-
að við rúmlega 10 þúsund 1982,“
sagði Þórir.
Þórir sagði að bílaumboðin ættu
misjafnlega mikið af óseldum bif-
reiðum. Þau sem ættu margar
fengju fáar næstu mánuðina, en
þau sem ættu fáar myndu fá hlut-
fallslega fleiri næstu mánuði.
Þetta færi allt eftir innkaupavenj-
um umboðanna, hvernig þau hefðu
pantað í sumar og haust, en venju-
lega þyrftu umboðin að panta frá
verksmiðjum með allt upp í sex
mánaða fyrirvara.
Jafnframt sagði Þórir sér
ókunnugt um hvort einstök bif-
reiðaumboð myndu leita eftir
verðafslætti frá verksmiðjum í
þeim tilgangi að losa sig við óseld-
ar bifreiðar, en útsala af hálfu
umboðanna kæmi vart til greina,
þar sem álagning á bifreiðar væri
það lág.
Hinn mikli floti óseldra bila í Borgarskála Eimskips.
Morgunblaðiö/ ÓI.K.M.
Flogið til Patreksfjarðar í gær
eftir rúmlega hálfs mánaðar hlé
Þungfært á Vestfjörðum og Norðurlandi
FLUGSAMGÖNGUR eru nú óóum að færast í samt horf eftir umhleypingana
að undanfórnu. í gær var til dæmis flogið til Patreksfjarðar í fyrsta sinn
síðan 27. desember. í gær var flogið til allra viðkomustaða Flugleiða nema
Yestmannaeyja og Norðfjarðar og er nú lítið um það að fólk bíði flugs.
Að sögn Sæmundar Guðvinsson-
ar, blaðafulltrúa Flugleiða, gekk
innanlandsflugið vel og voru meðal
annars farnar sex ferðir til Þing-
eyrar, en þar var ekki hægt að
koma við stórum vélum og voru því
leigðar smærri vélar til flugs þang-
að. Þó langt sé síðan að flogið var
til Patreksfjarðar biðu þar aðeins
um 50 manns, aðrir höfðu komizt
af staðnum eftir öðrum leiðum,
meðal annars með Landhelgisgæzl-
unni. Sagði Sæmundur, að innan-
landsflugið væri nú að færast í eð-
lilegt horf og lítið væri um það, að
menn biðu fars enda hefðu á annað
þúsund manns verið fluttir með
vélum Flugleiða í fyrradag og
millilandaflug gengi mjög vel.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar var talsverður skaf-
renningur víða á Suður- og Vestur-
landi í gær. Ágæt færð var þó á
Suðurnesjum eftir aðalleiðum og
Engar líkur á að
frumvarpið falli
— segir Gunnar Thoroddsen forsætisrádherra
„ÉG TEL ENGAR líkur á að þetta verði fellt á Alþingi, og sé því ekki
ástæðutil að ræða það nánar,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gærkveldi, er hann var
spurður hvort hann væri sammála formanni Framsóknarflokksins um að
rjúfa þurfi þing og boða til kosninga, verði fiskverðsákvörðunarfrumvarpið
fellt á Alþingi.
I Morgunblaðinu í gær var eftir-
farandi haft eftir Steingrími Her-
mannssyni um þetta mál: „Ég
mun að sjálfsögðu leggja til þing-
rof og nýjar kosningar því flotinn
siglir þá í land og útgerðin stöðv-
ast og þá er náttúrlega ekki annað
að gera en leggja málið fyrir þjóð-
ina. Ég hef fulla trú á þvi að for-
sætisráðherra hafi sama skilning
á þessu og ég.“
„ÞAÐ er verið að ganga frá því
núna þessa dagana, að Bandalag
jafnaðarmanna — sem ekki verður
flokkur — verði til, og ég geri ráð
fyrir því að þetta verði eitt af því
sem þar verður rætt mjög ítarlcga
um þegar í byrjun,“ sagði Vilmund-
ur Gylfason álþingismaður í sam-
tali við blaðamann Morgunblað-
Leiörétting
í FRÉTT um doktorsvörn dr. Ara
K. Sæmundsen sl. þriðjudag varð
slæm villa.
Síðasta málsgrein fréttarinnar
er rétt þannig: Ari er kvæntur
Sigríði Á. Skúladóttur og eiga þau
tvö börn.
Morgunblaðið biður hlutaðeig-
andi velvirðingar á þeim mistök-
um, sem urðu við birtingu fréttar-
innar.
sins í gær. — Vilmundur var að því
spurður, hver afstaða hans yrði til
fiskverðsfrumvarps ríkisstjórnar-
innar er það kemur fram á Alþingi.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
sagði sem kunnugt er í samtali
við Mbl. í gær, að verði frum-
yarpið fellt, muni hann leggja til
að þing verði rofið og efnt til
nýrra kosninga þegar í stað. —
Þar sem Vilmundur er einn
hinna 40 þingmanna í neðri deild
Alþingis, þar sem stjórn og
stjórnarandstaða hafa sína 20
þingmennina hvor, getur það
oltið á atkvæði hans hvort frum-
varpið nær fram að ganga eða
ekki.
Með tilliti til þess að málið
þyrfti að ræðast innan Banda-
lags jafnaðarmanna, sagðist
Vilmundur ekki geta svarað því
núna, hver afstaða hans yrði.
austur um Þrengsli, en Hellisheiði
var ófær. Fært var austur eftir
Suðurlandi, austur á Firði, en
ófært var um Fjarðarheiði og
Vatnsskarð. Á Héraði voru flestir
aðalvegir færir. Fært var frá
Reykjavík til Akraness og Borg-
arness og vestur Mýrar, um Heydal
og á norðanverðu Snæfellsnesi allt
vestur til Hellissands, en á sunnan-
verðu Nesinu var aðeins fært jepp-
um og stórum bílum og fjallvegir
ófærir. Fært var vestur í Saurbæ,
en þungfært þar fyrir vestan. I gær
var opnað út á flugvöll á Patreks-
firði en að öðru leyti var ófært í
nágrenni Patreksfjarðar. Ófært
var á milli Flateyrar og Þingeyrar.
Frá ísafirði var fært í Hnífsdal og
Bolungavík. Ófært var til Súðavík-
ur.
I uppsveitum Borgarfjarðar var
talsverður skafrenningur og þung-
fært um Norðurárdal og
Holtavörðuheiði og einnig var víða
þungfært í Húnavantnssýslum.
Vatnsskarð og Öxnadalsheiði voru
þungfær og þungt frá Sauðárkróki
til Siglufjarðar. Frá Akureyri var
ófært til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og
austur um til Húsavíkur. Frá Hús-
avík var þungfært upp í Mý-
vatnssveit, ófært var um Tjörnes,
en fært úr Kelduhverfi austur á
Vopnafjörð. Á aðalleiðum sunnan-
lands er mokað daglega en norður í
land tvisvar í viku og á Snæfells-
nesi, næst á föstudag.
I dag búast veðurfræðingar við
vaxandi suðaustanátt um landið og
slyddu og rigningu í kjölfar hennar
suðvestanlands. Undir kvöldið er
búizt við að hann gangi í suðvest-
an- og síðan vestanátt með slyddu
og síðan éljum vestanlands.
Afstaða Vilmundar til fiskverðsfrumvarpsins:
„Þarf að ræðast innan
Bandalags jafnaðarmanna“
205 árekstrar
fyrstu 9 dagana
FYRSTU níu daga janúar uróu 205
árekstrar í umferðinni i Reykjavík,
sem lætur nærri að vera í meðallagi
— eða um 25 árekstrar á dag.
Flestir urðu árekstrarnir á þriðju-
dag, eða á þriðja tug.
Hins vegar er athyglisvert, að
slys hafa ekki orðið alvarleg og
flestir hafa árekstrarnir verið
smávægilegir. Ástæðan er, að
vegna slæmrar færðar í Reykja-
vík hefur ökuhraði verið mun
minni vegna ófærðar en almennt
gerist.
Davíð Oddsson
Aðalfundur fulltrúa-
ráðsins í kvöld:
Davíð Oddsson
flytur ræðu
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
verður haldinn í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, í Valhöll og hefst
klukkan 20:30. Davíð Oddsson
borgarstjóri flytur ræðu á fundin-
um.
Á aðalfundinum verða kosnir
sex menn í stjórn fulltrúaráðsins
og formaður sérstaklega og gefur
Guðmundur H. Garðarsson kost á
sér til áframhaldandi formennsku.
Einnig verður kosið í flokksráð
Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla
stjórnar verður flutt og síðan
rædd önnur mál.
Tollgæslan:.
Selur upptækan smygl-
varning á millilandaskip
ÚTLENDAR matvörur sem rcynt er að smygla hingað til lands, eru gerðar
upptækar, en þa-r eru síðan seldar um horð í islensk millilandaskip og á hið sama
við um bjór sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Verð vörunnar er hið
sama og er erlcndis, en millilandaskip hafa leyfi til að kaupa kost í ýmsum
erlendum höfnum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Krislni Ólafssyni
tollgæslustjóra.
Samkvæmt veðskrá sem Mbl. hef-
ur borist er verð á nokkrum tegund-
um matvara, sem seldar eru með
þessum hætti, sem hér segir: Skinka,
36 kr. kílóið, hamborgarahryggur, 51
kr. kílóið, kalkún 30 kr. kílóið,
kjúklingar, 23 kr. kílóið, endur, 32
kr. kílóið og bacon, 32 kr, kílóið.
Kristinn Ólafsson sagði að þetta
hefði verið tíðkað í áraraðir, enda
fengju millilandaskip að kaupa kost
erlendis og væri verð vörunnar hér
það sama og skipafélögin greiddu
þar. Þetta væri gert til þess að mat-
vælin eyðilegðust ekki og ekki
skemmdist meira magn en óhjá-
kvæmilegt væri. Einnig sagði Krist-
inn að bjór væri og seldur í
millilandaskip með fyrrgreindum
hætti. Andvirði þessara vara sagði
Kristinn renna til ríkissjóðs.
Samkvæmt lögum nr. 11/1928 er
lagt bann við innflutningi á hráu
kjöti og segir í lögunum að bannvör-
una eigi að ónýta eða gera upptæka,
eða, ef eigandi hennar kýs, að að láta
vöruna fara úr landi á ný. Því væri
litið svo á að með því að láta vöruna
í millilandaskip til neyslu færi hún
úr landi.
Jónas Guðmundsson
Hef skrifað
ógætilega
um ýmis
heilög mál
Það er undirrót brott-
rekstrar míns af Tíman-
um, segir Jónas Guð-
mundsson, rithöfundur
MÁLIÐ er nú svo einfalt, að ég
var einfaldlega rekinn með upp-
sagnarbréfi, undirrituðu af for-
manni blaðstjórnar, Halldóri Ás-
grímssyni. Þar er mér tjáð, að
ákveðið hafi verið að allt starfs-
fólk Tímans skuli hafa fasta við-
veruskyldu á blaðinu. Ég er ráð-
inn scm greinahöfundur að blað-
inu og hef aldrei haft skrifborð á
Tímanum í 11 ár. Það er ekkert
verið að kvarta undan afköstun-
um, það er innihaldið. Ég hef
skrifað ógætilega um ýmis heilög
mál, eins og landbúnað og ég tel
það vera undirrót brottrekstrar-
ins, því þetta fólk þolir ekki
gagnrýni,“ sagði Jónas Guð-
mundsson rithöfundur meðal
annars, er Morgunblaðið ræddi
við hann um brottrekstur hans af
daghlaðinu Tímanum.
„Ég hélt því að málið snérist
um það hvar ég ynni mín verk
en ekki hvaða verk ég ynni.
Bréfið er dagsett 29. septem-
ber, en það er ekki fyrr en líður
að þessum fresti, að það kemur
í ljós, að það á að taka mig frá
þeim verkum sem ég hef verið í
og láta mig segja mönnum
hvaða apótek séu opin og síma-
númer hjá slökkviliðinu. Þetta
á ég að vinna eftir sérstökum
lista, sem mér er fenginn. Ég á
sem sagt að vera með beizli
alla daga í unglingavinnu og
byrjendastörfum og það er
greinilegt að endurskoðendur
blaðsins telja að ég þurfi að
læra upp á nýtt og byrja á
byrjuninni. Jafnvel þótt for-
maður blaðstjórnar telji helg-
arpakkann vera heillandi við-
fangsefni er ég ekki á sömu
skoðun," sagði Jónas.
Morgunblaðið reyndi vegna
jessa að ná í Halldór As-
grímsson og Gísla Sigurðsson,
framkvæmdastjóra Tímans, en'
án árangurs.