Morgunblaðið - 13.01.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
7
Músikleikfimin
hefst mánudaginn 17. janúar. Styrkj-
andi og liökandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri. Byrjenda- og framhalds-
tímar. Tímar í húsi Jóns Þorsteinsson-
ar, Lindargötu 7. Kennari Gígja Her-
mannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022
eftir kl. 1 og um helgar.
Öllum er heiðruöu mig á sjötugsafmæli mínu þann 16.
des. sl. með gjöfum, skeytum og heimsóknum sendi ég
hjartans kveðjur.
Eg saknaði þeirra sem ekki áttu þess kost að heimsækja
mig,fannst mér þó að allir væru gestir mínir, svo mikla
alúð sem ég fann í gegn um þeirra gerðir.
Verkin merkja sterkir stafir,
standa mér að baki næstir,
vinarhug og valdar gjafir
vil ég þakka kæru gestir.
Guð ykkur leiði lífs um bratta vegi,
liðsinni mitt þar dugir eigi.
Mig vantar orð er vildi segja
verð semfyrr að hugsa; þegja
Engilbert Guðmundsson
Hallsstödum við ísafjarðardjúp.
Saga Austur-Þjódverja
^lS^r þýzkan dugnað
^,eingrímurJlemaSS^
Mun að sjálfsögðu
Ieggja til þingrof
°g nýjar kosningar
^^^gákvorðunarfrumvarpið verðn/r.M, 1
Framsóknarfræðin
Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins,
talar nú annars vegar um nauösyn þess aö efna til kosninga
sem fyrst eöa hann hefur hins vegar í „hótunum" við stjórn-
arandstööuna og segist sko skulu sjá til þess aö kosið veröi
sem fyrst hagi hún sér ekki vel. Þessi pólitísku framsóknar-
fræöi byggjast líklega á því, aö flokkurinn er í miöju stjórn-
málanna og sveiflast þar í einhvers konar tómarúmi. En
sérfræðingur flokksins í utanríkismálum er ekki í neinu
tómarúmi þegar hann tekur sér fyrir hendur aö lofa dýröina
í Austur-Þýskalandi, væntanlega í því skyni aö þakka gest-
risni undanfarinna árá.
Takmarka-
laust blaður
Svo ofl hefur verið vakið
niál.s á þeim þverstæðum
•sem er að finna í málflutn-
ingi Steingríms Her-
mannssonar, formanns
Kramsóknarflokksins, aö
lesendum fínnst það
kannski vera aö bera í
bakkafullan lækinn að
gera það enn einu sinni.
l’egar framsóknarmenn og
alþýðubandalagsmenn
voru að hristast saman í
þessu da'malausa stjórn-
arsamstarfi höfðu tals-
menn kommúnista á orði,
að helsti efnahagsvandi
þjóðarinnar væri líklega
blaðrið í honum Stein-
grími. Siðan hefur
efnahagsvandinn síður en
svo minnkað og síst af öllu
verðbólgan sem framsókn-
armenn hafa ætlað að sigra
með „blaðri" eins og
kunnugt er. Kn formaður
Framsóknarflokksins held-
ur fast við sinn keip og seg-
ir eitt í dag og annað á
morgun, hvort heldur hann
er að tala um gengið, út-
gerðarmál eða kosningar.
Nýjasta dæmið um mál-
flutning framsóknar-
leiðtogans er að sjá á bak-
síðu Morgunblaðsins í gær,
þar sem Steingrímur er
heldur en ekki borgin-
mannlegur yflr frumvarpi
því sem hann mun nú
flytja á alþingi í framhaldi
af ákvörðuninni um flsk-
verð sem hann segist vcra
höfundur að og leiddi til
9% gengisfellingar þótt
Steingrímur hafl auðvitað
sagst vera andvígur geng-
isfellingu. Um framgang
frumvarps síns á þingi seg-
ir Steingrímur:
„Ég teldi það mjög góða
stöðu fyrir mig pólitískt, ef
hún (stjórnarandstaðan.
innsk. Mbl.) felldi það
(Trumvarpið, innsk. Mbl.).
Kg held að hún fari ekki að
gefa mér þá óskastöðu. l‘á
fæ cg tækifæri til að fá
kosningar fljótt og þá hef-
ur hún stöðvað útgerðina,
en ég hef enga trú á að hún
geri það.“
l»essi ummæli formanns
Framsóknarflokksins eru
dæmigerð fyrir pólitíska
ábyrgðarlcysið og valdapot-
ið sem setur svip sinn á
rikisstjórnina og ráðherra
hennar: Nú, ef þeir vilja
ekki styðja mig þá fer ég
bara i kosningar og það er
bara betra að þeir styðji
mig ekki, er boðskapur
Steingríms. Hvernig væri
nú að hann léti verða af því
að fara í kosningar og það
sem fyrst? I’eim mun
meira sem framsóknar-
menn hafa blaðraö um
niðurtalningu verðbólgunn-
ar því meira hefur hún far-
iö upp á við. I>eint mun
fastar sem Steingrímur
kvað að orði um að gengiö
yrði ekki feílt því fyrr var
það fellt. Þeim mun meira
sem Steingrímur blaðrar
um að hann vilji kosningar
strax þvi meiri líkur eru á
að þeim seinki.
Dásemdin í
austri
l'órarinn l>órarinsson,
riLstjóri Tímans og helsti
sérfra'ðingur framsókn-
armanna um utanríkismál,
ritar lofrollu um Áustur-
Þýskaland í blaö sitt í gær
í tilefni af því, að 10 ár eru
liðin frá því að stjórnmála-
samband var tekið upp
milli íslands og Austur-
Inskalands. í grein sinni
grípur I>órarinn til sam-
anburðarfræðinnar með
næsta nýstárlegum hætti,
að þessu sinni vill hann
ekki nota hana til að sanna
aö Bandaríkin séu ívið
verra risaveldi cn Sovétrík-
in heldur til að sýna fram á
að Austur-I>jóðverjar hafi
unnið meira afrek í efna-
hagsmálum frá stríðslok-
um en Vestur-Þjóðverjar,
af því að Bandaríkjamcnn
hafl hjálpað þeim fyrir
vestan járntjaldiö en Sov-
étmenn hafl ekki vcrið af-
lögufærir fyrir austan,
þvert á móti hafl Austur-
Þjóðverjar orðið að greiöa
Sovétmönnum stríðsskaða-
ba'tur.
Kitstjóri Tímans flnnur
Austur-Þjóðverjum ekkert
til foráttu og skýrir jafnvel
sem næsta sjálfsagöan hlut
með efnahagsþróun þeirra
í huga, að þeir skuli hafa
reLst múrinn í Berlín sem
IVirarinn kallar að vísu
„illræmdan". Og hann seg-
ir meðal annars: „Þótt
Austur-Þjóðverjar telji
ekki meira en 17 milljónir
manna, eru þeir í hópi tiu
mestu iðnaðarvelda heims.
Lífskjör eru þar mun betri
en í öðrum löndum í
Austur-Kvrópu. Þrátt fyrir
það eru lífskjör mun lakari
en í Vcstur-Þýskalandi, en
hins vegar er þar ekkert
atvinnuleysi."
Sama dag og l*órarinn
Þórarinsson birti grein
sína um það, að saga
Austur-Þýskalands sannaði
„þýskan dugnað", var frá
því grcint um heim allan,
að Krich Honecker, leið-
toga kommúnLsta i Austur-
I*ýskalandi og einra'ðis-
herra þar, hefði verið sýnt
banatilræði. Og samkva'mt
frásögn vestur-þýska viku-
blaðsins Der Stern fylltist
tilra'ðismaðurinn ómót-
sta'ðilegri þörf til að fremja
moröið eftir að hann hafði
kynnst því hvernig komm-
únistaforingjarnir í hinni
nýju stétt lifa í vellysting-
um pragtuglega á meðan
alþýðan hefur vart til hnífs
og skeiðar og býr einnig
við andlegt svelti. Um þá
hliö mála sá I*órarinn IVir-
arinsson ekki ástæðu til að
fjalla.
Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á
mjög hagstæöu veröi.
Helo I stærö 162x205x201 cm.
íifaliö í veröi er klefi meö ofni, bekkjum, lofti,
..........jnlli .......... ......... einangrað-
ur.
Verö 25.440,-
Helo III stærö 205x205x201 cm.
Innifaliö í verði sama og með Helo I. Verö kr.
29.150,-
Stakir ofnar
4.5 kw ofn kr. 5.907.-
6,0 kw ofn kr. 6.141,-
7.5 kw ofn kr. 6.694,-
(Gengi 17/12 ’82).
Benco,
Bolholti 4, sími 21945.
Nú er rétti tíminn
til að huga að
sumarbústaðnum
Trésmiöjan Rangá hf. Hellu framleiöir ýmsár Síæröir af sumarbústöðum
20 m2, 25 m2, 38 m2 og 50 fm2. Einhver þeirra gæti hentað yður.
Getum útvegað land í Fljótshlíöinni
RANGÁ HF. Hellu. sfmi 99-5859