Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
Hannibal Valdimars-
son - áttræður
í dag, 13. janúar 1983, á kempan
Hannibal Gísli Valdimarsson, eins
og hann heitir fullu nafni, áttatíu
ára afmæli.
Enginn, sem sér þennan mann á
gangi gæti ætlað að þar færi átt-
ræður maður. Enn, sem fyrr, vek-
ur hann athygli þeirra sem verða
á vegi hans þar sem hann gengur
fasmikill, teinréttur í baki og
kvikur á fæti sem væri hann mað-
ur á miðjum aldri. Þannig mun ég
minnast þessa ágæta manns alla
tíð.
Ég ætla að fara fljótt yfir ætt
Hannibals, uppruna, menntun og
stjórnmálaafskipti. Það þekkja
ýmsir betur til en ég og þeir munu
því koma þeim hluta lífshlaups
hans betur og réttar til skila en
ég-
Hannibal er dæmigerður Vest-
firðingur í húð og hár eins og þeir
geta verið bestir og harðastir af
sér. Hann er fæddur að Fremri-
Arnardal við Skutulsfjörð í
Norður-ísafjarðarsýslu.
Foreldrar hans voru hjónin
Valdimar Jónsson bóndi og há-
karlaformaður og Elín Hanni-
balsdóttir frá Bakka á Langa-
dalsströnd.
Vegna mikils skorts jarðnæðis
við Djúp fluttu foreldrar Hanni-
bals og fjölskylda eitthvað milli
bæja í frumæsku Hannibals. En
ungur að árum er hann kominn
með foreldrum sínum og systkin-
um vestur í Arnarfjörð. Þá var
Selárdalsjörðin prestssetur og
mikið útræði stundað frá kotunum
þar í kring. í Selárdal er Hannibal
fermdur og þar mun hann fyrst
hafa kynnst af eigin raun útróðr-
um og við hvaða aðbúnað þeir
voru stundaðir.
Gagnfræðapróf tók Hannibal á
Akureyri 1922 og kennarapróf frá
Jonstrup Statsseminarium í
Danmörku 1928.
Fræðslumálin áttu alltaf mikil
ítök í Hannibal, enda starfaði
hann að þeim sem næst óslitið í
Súðavík, á Akranesi og á Isafirði á
árunum 1927—1954, ýmist sem
kennari eða skólastjóri.
Hann hafði ekki nema að litlu
leyti getað sinnt skólastjórastarfi
sínu við Gagnfræðaskólann á ísa-
firði síðustu sex árin eða svo, því
hann var kjörinn þingmaður 1946
og sat óslitið á Alþingi til ársins
1974 að hann hætti þingmennsku
og fluttist aftur í Arnarfjörð, að
Selárdal, sem áður er að vikið.
Á Alþingi gegndi hann ýmsum
mikilvægum störfum bæði í fjár-
veitinganefnd o.fl. og var m.a. árið
1972 kosinn í stjórnarskrárnefnd
og skipaður formaður hennar.
Hannibal var í stjórn ASÍ árin
1941—1942 og forseti sambandsins
frá 1954-1971.
En eins og áður var sagt mun ég
í afmæliskveðjum þessum ekkert
fjalla hér um störf hans þar né
stjórnmálaafskipti hans og við
það ætla ég að standa, þótt það sé
erfitt, því svo ríkur þáttur voru
einmitt þessi störf í lífi hans.
Leiðir okkar Hannibals lágu
fyrst saman á árinu 1954 er við
vorum tilnefndir ásamt fram-
kvæmdastjóra VSÍ af þáverandi
utanríkisráðherra í svonefnda
kaupskrárnefnd. Ég vann með
Hannibal í þessari nefnd fram til
ársins 1971 að hann tók við ráð-
herrastörfum og var gott að starfa
með honum þar sem annars staðar
og það segi ég vegna þess að ég
átti eftir að vinna síðar í ráðu-
neyti sem hann fór með og stýrði
með festu og áhuga.
Hannibal var skipaður félags-
málaráðherra í stjórn Hermanns
Jónassonar 24. júlí 1956 og gegndi
því starfi, ásamt starfi ráðherra
heilbrigðismála, til 23. desember
1958 að stjórn Emils Jónssonar
leysti stjórn Hermanns Jónasson-
ar af hólmi.
Hannibal var aftur skipaður fé-
lagsmálaráðherra og samgöngu-
málaráðherra í stjórn Ólafs Jó-
hannessonar 14. júlí 1971 og
gegndi þeim störfum fram til 16.
júb' 1973 að hann sagði ráðherra-
störfum sínum lausum að eigin
ósk, en við þeim tók Björn Jóns-
son, sem hafði tekið við forseta-
embætti í Alþýðusambandi Is-
lands er Hannibal lét af því emb-
ætti á árinu 1971.
Þau fjögur og hálft ár sem ég
starfaði undir stjórn Hannibals
sem ráðherra félagsmála skilja
eftir hjá mér aðeins ljúfar og
ánægjulegar endurminningar.
Hannibal kom í ráðherratíð
sinni fram mörgum góðum og
þörfum málum, ekki hvað sízt á
sviði verkalýðs- og húsnæðismála,
og var þar fastur fyrir sem á öðr-
um sviðum, þannig að ef hann var
búinn að gera upp hug sinn um að
fylgja einhverju máli fram, þá
þýddi ekki fyrir einn eða neinn að
reyna að breyta þeirri ákvörðun.
Hannibal hefur alla tíð verið
manna hraðmælskastur og það
jafnt í bundnu og óbundnu máli.
Ég mun lengi minnast þess, þeg-
ar ég síðsumars 1956 fór með
Hannibal til Englands rétt um það
leyti sem þorskastríðið var að
hefjast. Þá vildi svo til að breska
alþýðusambandið, TUC, var að
halda sinn árlega aðalfund eða
þing í borginni Bournemouth á
Suður-Englandi og voru þar
boðsgestir frá alþýðusamböndum
hvaðanæva að og þar á meðal frá
ASÍ. Hannibal, sem þá var jafnt
ráðherraembætti sínu, forseti Al-
þýðusambands Islands, var þarna
fulltrúi þess. Þarna voru fluttar
eldheitar barátturæður og held ég
að ræða Hannibals hafi ekki vakið
hvað síst athygli og kom þar bæði
til innihald ræðunnar og glæsi-
leiki flytjandans.
Um hálfum öðrum áratug síðar
var ég einnig í fylgd með Hanni-
bal, er hann var sem ráðherra í
opinberri boðsferð í Vesturheimi.
Þar vakti hann ekki síður at-
hygli fyrir gáfur sínar og gjörvu-
leik og minnist ég alltaf ræðu
hans í lokahófinu þar. Hannibal
fór þá á kostum og ræða hans var
ýmist í bundnu eða óbundnu máli
og spannaði þar allt frá íslenzkum
ættjarðarljóðum til Völuspár og
Hávamála.
Ekki vil ég ljúka þessari afmæl-
iskveðju án þess að geta hans
ágætu eiginkonu, Sólveigar
Ólafsdóttur frá Strandseljum í
Ögurhreppi, sem staðið hefur
ótrauð og sterk við hlið Hannibals
í nær hálfa öld. Ég held að hún
hafi verið honum mestur styrkur
þegar hann þurfti að stíga hinar
brattari bárurnar og taka erfiðar
ákvarðanir.
Auðvitað hefur slíkt gáfufólk
látið eftir sig glæsilega og efnilega
afkomendur sem eiga áreiðanlega
eftir að verða þeim til verðugs
sóma.
En hvað hefur nú Hannibal
hafst að síðan hann lét af þing-
mennsku fyrir átta árum og dró
sig síðan að mestu út úr stjórn-
málabaráttunni?
Jú, hann bjó í nokkur ár í Sel-
árdal og var um hríð oddviti í Ket-
ildalahreppi og sýslunefndarmað-
ur fyrir þann hrepp. Fjölskylda
Hannibals fer tíðum með honum
og Sólveigu í Selárdal á sumrum
og þar una þau öll hag sínum vel.
Nú býr Ólafur sonur þeirra Sól-
veigar og Hannibals í Selárdal.
Ég held að Hannibal geti aldrei
setið auðum höndum.
Nú síðustu árin hefur hann unn-
ið allmikið að ritstörfum. Hann
hefur m.a. skrifað þætti úr sögu
verkalýðsfélaganna á Vestfjörð-
um. Hann hefur einnig annast rit-
stjórn árbókar Barðstrendinga og
ritað þar m.a. um sögu Selárdals,
aðallega miðaldasögu staðarins,
og þá einkum um séra Pál í Sel-
árdal, sem var frægur „galdra-
maður“ á sinni tíð þótt hann færði
aðra á bál en endaði ekki eigið líf
þar.
Þessi afmæliskveðjuorð áttu að
vera örfá, en úr þeim hefur tognað
meira en ég ætlaði. Ég vil enda
þau með því að senda fyrrverandi
húsbónda mínum, félaga og vini,
Hannibal Valdimarssyni, mínar
innilegustu afmæliskveðjur. Kona
mín og allt það fólk, sem starfaði
með honum í félagsmálaráðuneyt-
inu, mun taka undir þær kveðjur
með kærri þökk fyrir samveruna í
félagsmálaráðuneytinu á sínum
tíma.
Öll biðjum við honi/m og fjöl-
skyldu hans allrar blessunar í
bráð og lengd.
Hallgrímur Dalberg
í þessari stuttu afmæliskveðju
til Hannibals Valdimarssonar
verða ekki rakin umsvifamikil og
merk störf hans, á vettvangi ís-
lenskra stjórnmála og íslenskrar
verkalýðshreyfingar. Aðrir eru
mér hæfari til þess. Við höfum
líka lengst af verið á öndverðum
meið á vettvangi stjórnmálabar-
áttunnar, þó að ég hafi það að vísu
á tilfinningunni, að skoðanamun-
ur okkar á sviði almennra þjóð-
mála sé minni nú en var, þegar
báðir voru „upp á sitt bezta“,
hvort sem skýringin á því er sú, að
aldurinn hafi fært báða nær miðj-
unni eða einhver önnur.
En fyrstu samskipti okkar
Hannibals hófust fyrir u.þ.b.
fjörutíu árum er deilur um það,
hvernig staðið skyldi að sam-
bandsslitum við Dani stóðu sem
hæst. í því máli vorum við sam-
herjar og þó að við hittumst ekki
persónulega fyrr en nokkrum ár-
um síðar, þá tel ég að með okkur
hafi þá þegar tekist vinátta; sem
ekki hefir rofnað til þessa dags,
þrátt fyrir það að við höfum
stundum deilt hart á hinum al-
menna vettvangi stjórnmálanna.
Þegar Þjóðverjar hernámu
Danmörku í apríl 1940 varð kon-
ungi og dönskum stjórnvöldum
auðvitað ókleift að sinna þeim
skyldum sem sambandslögin frá
1918 höfðu gert ráð fyrir. Islend-
ingar urðu því að sjálfsögðu að
skipa þeim málum til bráðabirgða.
Með ályktun Alþingis vorið 1941
var sú stefna mörkuð að lýðveldi
skyldi stofnað á íslandi þegar að-
stæður leyfðu, en jafnframt var
tekið fram, að ekki væri tímabært
að ráða þeim málum til lykta að
svo stöddu. Um þessa ályktun mun
enginn teljandi ágreiningur hafa
verið meðal þjóðarinnar. Þá voru
ekki nema 2'á ár eftir af þeim
tíma, sem sambandslögin gerðu
ráð fyrir að líða skyldi þar til önn-
ur þjóðanna hefði heimild til ein-
hliða uppsagnar samningsins ef
ekki semdist um annað. Var ekki
óeðlilegt, að sá skilningur væri
lagður í þessa ályktun Alþingis, að
rétt væri talið að bíða með
ákvörðun um stofnun lýðveldis
þar til uppsögn sambandalaga-
sáttmálans væri heimil sam-
kvæmt ákvæðum hans.
En ári eftir að Alþingi gerði
þessa ályktun, gerðust þær raddir
háværar meðal leiðtoga þjóðar-
innar í stjórnmálum, að rétt væri
að þegar yrði gengið frá stofnun
lýðveldis, enda þótt 1 Ví> ár vantaði
til þess að slíkt væri heimilt sam-
kvæmt ákvæðum sambandslag-
anna. En rökin fyrir því að til
slíks þyrfti ekki að taka tillit voru
þau, að þar sem Danir hefðu van-
efnt samninginn hefðu Islend-
ingar fullan rétt til sambandsslita
þegar í stað.
Það var vanefndakenningin sem
hratt af stað víðtæku andófi gegn
þeirri meðferð sambandsmálsins,
sem stjórnmálaflokkarnir, að und-
anteknum Alþýðuflokknum, höfðu
orðið sammála um, en þar kom
Hannibal mjög við sögu. Hreyf-
ingin gekk undir nafninu lögskiln-
aðarmenn, en um það má að vísu
deila, hvort það nafn hafi. verið
heppilegt. Að vísu drógum við í
efa lögmæti sambandsslita af
hálfu Islendinga fyrr en sam-
bandslögin gerðu ráð fyrir, en að-
alatriðið fyrir okkur var þó það, að
hvað sem leið lagalegum rétti, þá
samrýmdist það ekki drengilegum
samskiptum þjóða á milli að
herma vanefndir sambandslaga-
sáttmálans upp á Dani miðað við
ríkjandi aðstæður á þessum tíma.
Margir okkar færustu lögfræðinga
héldu því að vísu fram, að van-
efndakenningin stæðist fyllilega
að lögum. Má vera, að þeir hafi
þar haft á réttu að standa, en það
sannar það aðeins að réttur og
réttmæti getur verið sitthvað. I
átökum þeim sem hófust sumarið
1942 og stóðu allt þar til lýðveldið
var stofnað, var óspart vísað til
íslandssögunnar og því haldið
fram, að stjórn Dana á málefnum
íslendinga, hefði ekki verið með
þeim hætti að þeir verðskulduðu
neina tillitssemi. Víst var það satt
að margt hafði í þeim efnum farið
úrskeiðis á liðnum öldum, þótt
slíkt beri að meta með tilliti til
hugsunarháttar og þeirra að-
stæðna sem ríkjandi voru á hverj-
um tíma. En þess ber að gæta að á
þessum tímum réði danska þjóðin
ekki málefnum sínum sjálf og al-
menningur þar í landi bjó jafnvel
við meira harðræði af hálfu vald-
hafa sinna en íslendingar. Danir
fengu að vísu frjálslynda stjórn-
arskrá, 1849, en um lýðræði var
varla hægt að tala í Danmörku
fyrr en um aldamót þegar aftur-
haldsstjórn Estrups, sem með
brellibrögðum hafði þá um ára-
tuga skeið tekist að halda völdum
þótt mikill meirihluti þjóðarinnar
væri henni andvígur, hrökklaðist
frá völdum.
Það fór því nokkurn veginn
saman, að danska þjóðin fengi
húsbóndavald á sínu heimili og að
stærsta einstaka skrefið yrði tekið
í sjálfstæðisbaráttu íslendinga
með stofnun heimastjórnar á Is-
iandi árið 1904. Frá þeim tíma
hafa íslendingar í raun ráðið öllu
því í eigin málefnum, sem þeir
sjálfir óskuðu að ráða.
Hér verður saga baráttu lög-
skilnaðarmanna ekki nánar rakin
enda mun mér gefast kostur til
þess á öðrum vettvangi nú á næst-
unni einmitt í tilefni af afmæli
Hannibals.
Við biðum vissulega ósigur og
kom þar fyrst og fremst tvennt til:
Okkur skorti fé og starfskrafta til
þess að túlka málstað okkar fyrir
þjóðinni. Mestur fjötur var það
okkur þó sennilega um fót, hversu
rangtúlkun sú, sem tíðkast hefur í
kennslubókum í íslandssögu, á
flestu því er snert hefir samskipti
Dana og Islendinga fyrr á öldum
hefur afflutt málstað Dana og
skapað andúð gegn þeim meðal al-
mennings hér á landi. Danskur
sagnfræðingur, sem átti fyrir um
það bil 30 árum sæti í samnor-
rænni nefnd er banna skyldi
kennslubækur í sögu eigin lands á
Norðurlöndum, komst svo að orði
að það sem í íslenzkum kennslu-
bókum stæði um samskipti Dana
og íslendinga, fyrr á öldum, væri
lýðskrum en ekki sagnfræði og er
að mínum dómi í því alltaf mikill
sannleikskjarni.
Þó að átökin um meðferð sam-
bandsmálsins stæðu stutt, voru
þau mjög illvíg og mun þó enginn
af þátttakendum hreyfingar
lögskilnaðarmanna hafa sætt jafn
hatrömmum persónulegum árás-
um og Hannibal. Hefir það sjálf-
sagt átt sinn þátt í því, að gagn-
stætt flestum okkar samherjum
hans í þessu máli var hann orðinn
mjög virkur þátttakandi í stjórn-
málabaráttunni. Hannibal var þá
ungur og upprennandi stjórn-
málamaður og orðinn skeleggur
baráttumaður í verkalýðshreyf-
ingunni og Alþýðuflokknum, þótt
lítið þekktur væri að vísu meðal
almennings utan Vestfjarða áður
en umrætt mál kom til sögunnar.
Af hálfu manns, sem var að hasla
sér völl á vettvangi stjórnmála,
þurfti til þess mikla djörfung og
drengskap að ganga fram fyrir
skjöldu til varnar málstað sem
honum var vel kunnugt um að
naut takmarkaðs fylgis meðal al-
mennings.
Mér hefir alltaf fundist það
mjög virðingarvert, að mikilsvirt-
ir borgarar, eins og sr. Bjarni
Jónsson, bræðurnir Ásmundur
Guðmundsson, síðar biskup, og
Helgi Guðmundsson, bankastjóri,
Sigurður Guðmundsson, skóla-
meistari, Sigurður Nordai og Þor-
steinn Þorsteinsson, hagstofu-
stjóri, og margir fleiri er líkt var
ástætt um, skyldu samvisku sinn-
ar vegna telja sig til þess knúða að
taka á sig þau óþægindi er því
hlaut að fylgja að gerast virkir
þátttakendur í baráttu fyrir
málstað, sem braut mjög í bága
við skoöanir og vilja þeirra er fóru
með hið pólitiska vald í þjóðfélag-
inu. Þessir menn höfðu að vísu all-
ir sínar stjórnmálaskoðanir, en
munu allir hafa haft óbeit á virkri
þátttöku í stjórnmálum og áttu
sér þá ósk heitasta að fá að stunda
störf sín í friði og óháð átökum
stjórnmálamanna.
En samt fannst mér þó og finnst
raunar enn, að Hannibal stæði
okkur öllum hinum skör ofar.
Hann lagði mest í hættu og tók á
sig mestu áföllin, hótanir um
stöðusviptingar og annað slíkt.
En þeir eiginleikar Hannibals,
drengskapur og karlmennska sem