Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 13.01.1983, Síða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 Um samgöngumál og byggðaþróun — eftir Júlíus Sólnes Eitt stærsta og mikilvægasta verkefni okkar íslendinga á næstu árum er að bæta samgöngur í landi voru. Allir landsmenn eru fyrir löngu orðnir þreyttir á því að þeysa um landiö á vondum mal- arvegum, í rykmekki á sumrin og ófærð á veturna, svo ekki sé talað um' hvernig ökutækin drabbast niður og eyðileggjast miklu fyrr en ella vegna vondra vega. Það hefur margsinnis verið sýnt fram á, að það er þjóðhagslega hag- kvæmt að byggja trausta og góða vegi með bundnu slitlagi. Sparn- aðurinn, sem hlýzt af fljótari og greiðari samgöngum og minnkuð- um viðhaldskostnaði ökutækja, er óumdeilanlegur. Um það eru allir sammála. En hvar á að finna fjár- magn hjá 230 þúsunda manna þjóð til þess að leggja vegi með bundnu slitlagi í landi, sem er 3svar sinn- um stærra en t.d. Danmörk. Það er því ljóst, að gífurleg ábyrgð hvílir á herðum þeirra, sem deila því litla fjármagni, sem þjóðin er aflögufær um til vegagerðar. Bæði þarf að hugsa um hag alþjóðar og sinna ákveðnum verkefnum, sem eru forsenda þróun byggðar á við- komandi stað. Byggdaþróun og samgöngumál I nútíma þjóðfélagi eru góðar samgöngur forsenda fyrir þróun byggðar. Einangrun veldur hnign- un og byggðin stendur í stað. Góð- ar samgöngur eru lyftistöng fyrir verslun og viðskipti. Með mark- vissum áætlunum um samgöngu- mál er því hægt að stýra þróun byggðar í þann farveg, sem talinn er æskilegur. Það er því fróðlegt að skoða vegaáætlun og langtíma- áætlun í vegagerð, sem lögð var fram á þingi í haust. Áætlunin hefur ekki verið endanlega sam- þykkt á Alþingi, en allir þing- flokkarnir munu hafa samþykkt hana. Langtímaáætlunin ber merki þeirrar stefnu í byggðamálum, sem hefur einkennt þjóðfélagið í ein 15 ár. Með góðu eða illu skal öllu landinu haldið í byggð hvort sem einhver vitglóra er í því eða ekki. Fjármagni og kröftum er dreift yfir allt landið eins og sáð- korni yfir akur og reynt að gera það sem jafnast, þótt stundiyn vilji myndast skafl á stöku stað fyrir harðfylgni einstakra þing- manna. Engum hefur dottið í hug að staldra við og íhuga hvoft hægt sé að halda 230 þúsund manns, eða öllu heldur 100 þúsund, þar sem 130 þúsund íslendingar búa sam- þjappaðir á suðvesturhorninu, dreifðum yfir alla byggilega sem miður byggilega staði þessa lands. Á því er hins vegar ekki nokkur vafi, að á næstu áratugum mun byggð á íslandi þjappast saman og myndast nokkrir sterkir byggða- kjarnar, hvort sem framsóknar- mönnum líkar það betur eða ver. Tökum atvinnumálin sem dæmi. Öllum er Ijóst, að eigi að tryggja komandi kynslóðum næg atvinnu- tækifæri verður það að gerast með stórfelldri uppbyggingu iðn- fyrirtækja, þar sem bæði sjávar- útvegur og landbúnaður virðast fullnýttir hvað þetta atriði varðar. Iðnaður þrífst fyrst og fremst í þéttbýli, og markviss iðnþróun- arstefna kallar því á þéttari byggð. Þá má benda á, að almenn- ingur gerir allt aðrar kröfur til lífsins en forfeður okkar, sem reyndu að dreifa sér sem mest um landið. Fólk vill hafa greiðan að- gang að verzlunum, skólum, heil- brigðisþjónustu og alls kyns menningarstofnunum svo sem leikhúsum, kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og fl. En þetta er aðeins hægt, þar sem öflug byggð er til staðar, og í dag er það aðeins höfuðborgarsvæðið, sem getur Júlíus Sólnes, formaður VÍ boðið upp á þessa möguleika ef Akureyri ein er undanskilin. Nú má ekki skilja orð mín svo, að það eigi að leggja sveitirnar og alla smærri staði í eyði. Þvert á móti. Með öflugum þéttbýliskjörn- um er betri grundvöllur fyrir blómleg landbúnaðarhéruð og alla smærri staði í næsta nágrenni. Þetta ætti að vera öllum ljóst sem ferðast um nágrenni Reykjavíkur og blómleg landbúnaðarhéruð Eyjafjarðar og Suðurlands. Langtímaáætlun um vega- gerð fram til ársins 1994 Ef gluggað er í langtímaáætlun- ina kemur margt einkennilegt í ljós. Á mörgum fjölförnustu köfl- um hringvegarins eru litlar sem engar framkvæmdir fyrirhugaðar fyrr en síðast á tímabilinu. Þannig er til dæmis ekki gert ráð fyrir því að hefja framkvæmdir við veginn frá Fossá að Kjósarskarðsvegi og upp í Hvammsvík fyrr en á árun- um 1987—1990. Enn furðulegra er að sjá, að vegurinn fyrir Hval- fjarðarbotn er ekki á dagskrá fyrr en undir 1994. Hins vegar er ein allra stærsta tala, sem sést í lang- „í nútíma þjóðfélagi eru góðar samgöngur for- senda fyrir þróun byggðar. Einangrun veldur hnignun og byggðin stendur í stað. Góðar samgöngur eru lyftistöng fyrir verslun og viðskipti. Með markviss- um áætlunum um sam- göngumál er því hægt að stýra þróun byggðar í þann farveg, sem talinn er æskilegur.“ timaáætluninni, kr. 52,9 milljónir, á vegi nr. 34, kafla 05. Væri gaman að fá nánari skýringar á þeirri framkvæmd og útreikninga á arð- semi hennar, en hér mun vera um að ræða svokallaða Ölfusárósabrú. Er hún fyrirhuguð á tímabilinu 1987-1990. Ef hringvegurinn er skoðaður sérstaklega vekur það ennfremur athygli hversu kjördæmunum hef- ur verið mismunað gegnum árin. Kemur þetta fram i niðurstöðum áætlunarinnar fyrir hin ýmsu kjördæmi. Lagningu hringvegar- ins með bundnu slitlagi á Suður- landi og Norðurlandi vestra verð- ur nánast lokið á timabilinu. Á Vesturlandi verða eftir um 125 kílómetrar malarvega og á Norð- urlandi eystra um 157, sem eru þó mun þéttbýlli kjördæmi. Á Norð- urlandi eystra vekur það ennfrem- ur athygli, að Akureyri losnar ekki úr þeirri einangrun í sam- göngulegu tilliti, sem augsýnilega er farin að hafa mjög slæm áhrif á vöxt og viðgang staðarins. Það er annars undarlegt þegar litið er til baka, að lítið sem ekkert hefur verið unnið við hringveginn um- hverfis Akureyri. Malbikaður veg- ur frá Akureyri út að Mold- haugnahálsi er nánast það eina, sem gerzt hefur í nær 20 ár. Aðeins virðist þó vera að rofa til í vegamálum Akureyringa. Lagn- ing nýs vegar yfir Leirurnar í botni Eyjafjarðar er á dagskrá á næstu 3 árum. Ennfremur er gert ráð fyrir að ljúka veginum yfir Víkurskarð og áfram um Kinnina til Húsavíkur fyrir 1987. Þannig skapast loksins viðunandi sam- band milli Akureyrar og Húsavík- ur og var sannarlega tími til kom- inn. Hins vegar mun einangrunin til vesturs ekki rofin fyrr en undir lok timabilsins, þ.e. 1994, með lagningu vegar um Norðurárdal upp á Öxnadalsheiði. Blönduós- ingar og Sauðkrækingar munu því áfram kjósa að sækja þjónustu og verzlun alla leið til Reykjavíkur, sem er orðin mun auðfarnari leið, a.m.k. yfir vetrarmánuðina. béttbýliskjarnar og staöa Akureyrar Á næstu árum og áratugum mun fólkið í landinu þjappa sér saman og flytjast búferlum ef með þarf í leit að nýjum atvinnutæki- færum. Þetta er óhjákvæmileg þróun og því fyrr, sem ráðamenn gera sér þetta ljóst, því betra. Eins og nú horfir, ef ekkert verður að gert, er í raun ekki nema um einn stað að ræða, þ.e. höfuðborg- arsvæðið. Engum dettur í hug, að það sé einhver glóra í því, að allir Islendingar setjist að í Reykjavík og nágrannabyggðum hennar, enda er höfuðborgarsvæðið ekki í stakk búið að taka við öllu fleira fólki án þess að verða algert lág- launasvæði. Það er þegar orðið verulegt álag á Reykjavík, að aldr- að og lasburða fólk flyzt þangað unnvörpum, þar sem ekki er hægt að veita því viðunandi umönnun annars staðar. Nordisk Textiltriennal Myndlist Valtýr Pétursson Að Kjarvalsstöðum er nú haldin stór og merkileg sýning á TEXTII frá öllum þjóðum Norðurlanda. Þetta mun vera þriðja sýning af þessu tagi, og hefur hún verið haldin með þriggja ára millibili, eins og nafn sýningarinnar bendir til. Þessi sýning fer um öll Norðurlönd og er því merkileg að því leyti, að saman- burður ætti að fást hverju sinni um stöðu þessarar listgreinar í viðkom- andi löndum. Textil er margslungin listgrein, sem á sér sínar eigin hefð- ir, og eins og allar hefðir í dag á það, sem á undan er gengið, í vök að verjast fyrir alls konar nýjungum. En einmitt þetta atriði er ef til vill einna Ijósasta atriðið á þessari fal- legu sýningu, sem nú er í báðum sölum Kjarvalsstaða. Ég sagði hér að ofan fallegu sýningu, og á það sannarlega við og ekki eingöngu um sýninguna sjálfa, heldur og einnig um sýn- ingarsalina á Kjarvalsstöðum, en þar hefur skeð undur. Hinum niðurdrepandi gráa lit, sem þar var á veggjum og gerði vart að- gengilegt að hengja listaverk á, hefur verið útrýmt, og gólf verið lökkuð að nýju, svo að umhverfið er allt eins ákjósanlegt og völ er á. Aðeins loftið er á sínum stað, en allir, sem á Kjarvalsstaði koma, vita hvað það þýðir. Játað skal hér, að sá er þetta ritar, veit hreint ekki neitt um tæknileg brögð á sviði textil- framleiðslu. Því legg ég ekki út á þá braut að fjalla um þá hlið málsins. En það er einnig mynd- ræn hlið á þessari listgrein, og hún verður að duga að sinni. Það er ekki kallaremban á þessari sýn- ingu, mér tókst aðeins að finna þrjá af því kyni í sýningaiskrá, sem gefur til kynna, að sýnendur séu 86. Af þessum fjölda eiga ís- lendingar fimm fulltrúa, og eru það allt konur. Það svona jaðrar við, að þetta séu kvennasamtök, en hvað með það, þarna er margt að skoða og athuga. Þarna úir og grú- ir af alls konar hugmyndum, og fjöldinn allur er þar af stíltegund- um, sem of langt mál yrði að greina hér, en hitt verður að segj- ast eins og er, að flest, ef ekki öll þessi verk, eru þess virði, að þau séu skoðuð. Sumt er þarna betra en annað, eins og alltaf vill verða, þegar svo stór hópur sýnir í einu. Það er ekki sjáanlegt mikið bil milli landa á þessari sýningu, og sérkenni hverrar þjóðar virðast ekki liggja á Iausu. Þarna mynda sem sé Norðurlönd eina heild, og lengi hefur það verið draumur listforkólfa á þessu svæði að svo væri. Má því segja, að sá draumur rætist að nokkru með þessari sýn- ingu. Samt fór nú svo fyrir mér, að ég stöðvaðist meir en góðu hófi gegndi við verk eftir danskar kon- ur, og sumar þeirra eru með bestu verk á þessari sýningu að mínum dómi. Þarna eru abströkt verk, fígúratíf verk, koncept-verk og margt fleira. Aðferðirnar eru margvíslegar og gefa innsýn í að möguleikarnir eru margir. Efni- viður er einnig mjög margbreyti- legur, og allt verður þetta lifandi fyrir bragðið. Og ekki fer það milli mála, að hér eru konur á ferð, sem kunna sitt fag. Ekki ætla ég mér að fara hér út í sundurgreiningu á þessum verk- um, en mig langar til að benda á nokkra þeirra Iistamanna, sem að mínum dómi eiga þarna verk, sem verða minnisstæð: Agnet Brugs- gaard, Mary-Ann Hansen, Nanna Hertoft, Conni Maria Johnsen, Birgitte Kath og Karen Serena Möller allar frá Danmörku. Leena Holme-Kolhinen, Eila Rantanen frá Finnlandi. Sigur laug Jóhann- esdóttir og Hildur Hákonardóttir frá íslandi. Synnöve Anker Aur- dal og Turid Holter frá Noregi, og Svíþjóð rekur síðan lestina með Annette Faþlsten og Ingela Ber- entsson. Það er ókostur við jafn stórar sýningar og þessa, hve mikill fjöldi sýnenda kemur þar fram. Það hlýtur að orsaka litla umfjöll- un um hvern og einn listamann,'en á hinn bóginn gefur slík sýning góða heildarmynd af því, hvað er að gerast á þessu sviði í viðkom- andi löndum. Lítill viðbætir er við þessa stóru sýningu og nefnist það: Minitextil ísland. Ekki veit ég, hvort þessi þáttur er nema viðbót við sýning-, una hér, eða hvort þarna er um viðauka að ræða, sem fylgir sýn- ingunni á leið hennar um Norður- lönd. Þetta eru lítil verk í alls kon- ar efni, sem 11 listakonur hérlend- ar hafa tekið saman. Þarna eru margar og skemmtilegar hug- myndir á ferð og hafði ég ánægju af að sjá þessa litlu og fínlegu hluti. Sérstök sýningarskrá fylgir þessari deild, og er hún með því minnsta af þeirri gerð, er ég hef séð. En myndarleg sýningarskrá fylgir aðalsýningunni, ef svo má segja, með fjölda mynda af verk- um viðkomandi listamanna. í heild er þetta eftirtektarverð sýning, og ég hafði bæði gagn og gaman af að skoða þessa hluti. Það er mikill fengur fyrir okkur hér að fá slíka sýningu, og ég hugsa, að fleiri verði fegnir að sjá, hvað er að gerast á þessu sviði en ég-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.